Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 + Móðir okkar, GUÐRÚN STEINOÓRSDÓTTIR, Grandavegi 47, lést á hjúkrunarheimilinu, Hátúni 10B, miðvikudaginn 20. apríl. Einar Pétursson, Pétur Pétursson, Steindór Pétursson. Minning + Bróður okkar og mágur, ADOLF BJÖRNSSON fyrrverandi bankafulltrúi, hjúkrunarheimilinu Skjóli, andaðist að kvöldi síðasta vetrardags, 20. apríl. Sólveig Bjömsdóttir, Gyða Björnsdóttir, Eygerður Björnsdóttir, Mari'a Björnsson. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR ÓLAFSSON vélstjóri, Hjarðarhaga 13, Reykjavík, lést f Borgarspítalanum þann 20. aprfl. Eiginkona og börn. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og bróðir, KRISTJÁN EINARSON frá Djúpalæk, lést föstudaginn 15. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Unnur Friðbjarnadóttir, Kristján Kristjónsson, Chia-jung Tsai og systkini hins látna. + Faðir minn, tengdafaðir, bróðir og afi, GÍSLI GUÐMUNDSSON, Hamrahlíð 17, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 16. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum sýnda samúð. Guðmundur J. Gfslason, Sólveig Þ. Arnfinnsdóttir, Jóhann Guðmundsson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Baldur Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson og barnaböm hins látna. t Ástkær faðir okkar, GUNNAR STEFÁNSSON fyrrverandi verkstjóri, Reykjahlíð14, er látinn. Bálför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Gunnar Halldór Gunnarsson, Anna G. Gunnarsdóttir Bergmark, Margrét Salóme Gunnarsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓSTEINN KONRÁÐSSON, Grettisgötu 78, Reykjavík, lést í Landakotsspitala 21. apríl. SigríðurJónsdóttir, Sigríður Jósteinsdóttir, Kristján Jósteinsson, Jónas Jósteinsson, Svavar Haukur Jósteinsson, Svava Jósteinsdóttir, Hildur Jósteinsdóttir. Kolbrún Jóhanna Finnbogadóttír Hún Kolla er dáin, þessum orðum var maður búin að búast við að undanförnu, en þegar þau komu þá stungu þau sárt. Ég kynntist Kollu fyrir um það bil 27 árum og fljótt fann maður að þarna var vinur sem hægt var að treysta og átti það líka eftir að koma margsinnis fram. Ætíð var nóg pláss hjá Kollu og Gunnari og oft þurfti ég að kvabba í þeim um að fá að vera. Alveg var sama hvort ég var ein á ferð eða með fjölskyld- una, oft vorum við 3-4 á ferð, en það breytti engu, nóg pláss. Það var sama hvort var í Skógargerð- inu, Unufellinu eða Vesturberginu, og mér fannst ætíð eins og ég væri heima hjá mér, ég var bara ein af fjölskyldunni þegar ég var hjá þeim. Vorið sem yngsti sonur- inn, Sveinn Ólafur, var fermdur þurfti ég til Reykjavíkur að leita mér lækninga og var í 16-17 daga og það var eins og ætíð áður, þú ert hjartanlega velkomin, Guðrún mín, sögðu þau bæði Kolla og Gunni. Þegar ég kom þá var allt á rúi og stúi, því verið var að byggja yfir svalirnar á húsinu og leggja parkett á neðri hæðina o.fl., o.fl. og 4-5 smiðir að vinna. Það breytti engu, ég var hjartanlega velkomin og orðin ein af heimilismeðlimum strax, við fluttum bara dýnurnar sem við sváfum á úr einu horni í annað, eftir því hvar smiðirnir voru að vinna. Þessi tími er eftirminni- legur og mikið var hlegið. Oft þurfti ég hjálp til að komast leiðar minnar í borginni og aldrei var annað en sjálfsagt að keyra mann hvert sem var. Kolla og Gunni eru elskuð af öll- um sem hafa kynnst þeim og ekki hvað síst af þeim sem minna mega sín. Elva mágkona á ekki betri vin en „Gunnar mág". Það vitum við sem til þekkjum og Kolla var henn- ar besta vinkona. Þau létu sig miklu skipta hvað Elvu leið og hugsuðu vel um hana. Ég vil einnig minhast á öll árin sem tengdafaðir minn, faðir Kollu, var hjá þeim, þau hugs- uðu mjög vel um gamla manninn, hann blómstraði hjá þeim og eiga þau mikla þökk fyrir. Ég gæti sjálfsagt skrifað heila bók um kynni mín af Kollu, Gunn- ari og sonum þeirra. Þetta er yndis- leg fjölskylda og ætíð gaman að hitta þau, en læt hér staðar numið. Ég bið Drottin Guð að vernda Gunnar, Rúnar, Gunnar Örn, Jafet og Svein Ólaf, tengdadætur og barnabörnin um ókomna framtíð og votta þeim mína dýpstu samúð, og sömuleiðis öðrum ættingjum votta ég samúð mína. Ég vil enda þessi fátæklegu orð með því að segja að Kolla var ætíð hress, hún var glaðvær, hreinskilin, heiðarieg og þú vissir alltaf hvar þú hafðir hana og verð ég ævinlega þakklát fyrir að hafa kynnst henni. Ég mun sakna hennar mikið. Guðrún Andersen. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SIGURÐSSON fyrrv. bóndi, Harastöðum, Fellsströnd, andaðist á Hrafnistu fimmtudaginn 21. apríl. Guðríður F. Guðjónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Sigrfður G. Guðjónsdóttir, Sigurjón Hallgrfmsson, Jóhanna S. GuSjónsdóttir, Baldur Hjálmtýsson, Aðalsteinn P. Guðjónsson, Elsa Kristjánsdóttir, Valgerður Ó. Guðjónsdóttir, Daníel E. Njálsson, Sigurður P. Guðjónsson, Guðmundur A. Guðjónsson, Kristfn Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. + Þökkum innilega samúö og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EIRIKSDÓTTUR, Kvíabólsstíg 4, Neskaupstað. Eiríkur Pétursson, Ragnar Pétursson, Sveinþór Pétursson, Hanna Valdimarsdóttir, Áslaug Matthíasdóttir, Hallgrímur Pétursson, Helga Steingrfmsdóttir, Jens Pétursson, Nanna Pétursdóttir, Pétur R. Pétursson, Álfhiidur Sigurðardóttir, Sigfrfð Björgólfsdóttir, Pétur Hallgrfmsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS ST. SIGURÐSSONAR, Hringbraut 136b, Keflavfk. Þorbjörg Daníelsdóttir, Daníel Þórarinsson, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Ingibjörg Þðrarinsdóttir, Jóhanna Þórarinsdóttir, Hrönn Þórarinsdóttir, i Magnús Þórarinsson, Þórarinn Þórarinsson, Þorbjörg Þórarinsdóttir, Inga IMorðdahl, Kristján Guðmundsson, Áskell Agnarsson, Kristinn A. Pólsson, Steinunn Snæbjörnsdóttir, Sigurveig Þorkelsdóttir, Haraldur Gíslason og barnabörn. Elsku Kolla mín. Mig langar til að skrifa þér bréf og minnast gömlu daganna okkar. Margar minningar komu upp í huga mér eftir að Gunn- ar hringdi í mig og tilkynnti mér að nú værir þú farin yfir móðuna miklu. Mörgu er úr að moða þegar litið er til baka. Það sem við brölluðum saman ég og þú í risinu í Skógar- gerði 3 þar sem þið hjónin byrjuðuð búskap. Minnist ég sérstaklega á eitt af þeim mörgum atriðum þegar við ákváðum að sauma kjól á þig, þar sem þið hjónin ætluðuð á árshá- tíð (að mig minnir) allavega var það eitthvað flott ball. Við ákváðum að ég mætti snemma um morguninn og að byrja skyldi á byrjuninni. Fyrst fórum við til að kaupa efni sem þú varst búin að skoða. Nú mér leist vel á það, man ég eftir, því að það var á útsölu, mjög fal- legt, smárósótt, svo við keyptum það. Svo vandaðist málið því sniðið var ekki búið að ákveða. Fórst þú nú að hugsa. Mundir eftir kjól sem Ása systir Gunna átti og fórum við á hæðina fyrir neðan þar sem Ása bjó til að ná í kjólinn. Þú hafðir mikið álit á mér sem saumakonu og var ég feykilega montin af því, en var greinilega engu meiri sauma- kona en þú. Montið í mér var svo mikið yfir trausti þínu að ég ákvað að nú skyldum við byrja. Lögðum kjólinn á gólfið, náðum okkur í morgunblöð og nú voru góð ráð dýr. Urðum við að líma saman morgunblöðin til að fá góða fleti því kjóllinn var rykktur í mittið með stuttum púffermum og hnepptur niður að framan. Nú svo byrjaði sníðamennskan. Við sniðum eftir kjóinum á gólfinu (í dag skil ég ekki hvernig þetta varð að kjól), ég svona mikil saumakona gat ekki verið þekkt fyrir að gefast upp, gerði vitleysur æ ofan í æ, en alltaf varst þú, Kolla, með það á hreinu að ég mundi redda þessu. Man ég eftir því að ermarnar ætluðu aldrei að koma á en að lokum komum við þeim réttum í. Svo vandaðist málið, kjóllinn hnepptur að framan og ég held að það hafí verið tuttugu hnappagöt, við með eldgamla Sin- ger-saumavél, fótstigna, með engu sikksakki, hvað þá heldur til að gera hnappagöt. En við drápumst ekki ráðalausar á þurru landi. Datt okkur snjallt ráð í hug, settum smellur á í stað hnappagata, tíndum til allar smellur sem við áttum í fórum okkar, festum svo hnappana ofan á smellurnar (geri aðrir betur) og nú var kjóllinn tilbúinn til notk- unar. Man ég eftir hversu hissa við vorum hvað kjóllinn fór vel, enda varstu falleg og tignarleg kona, dökk á brún og brá. Svo fengum við okkur kaffi og „smóktæm" og hlógum dátt eins og okkur var eðli- legt þegar við komum saman, því við vorum meiri vinkonur en marga grunaði og gátum rætt saman í trúnaði. Kolla mín, ég kveð þig með þess- um fáu línum og ef það er líf eftir þetta líf mun ég hitta þig þar. Gunn- ar, Rúnar, Gunni, Jaffi, Svenni, tengdadætur og barnabörn, mína dýpstu samúð votta ég ykkur. Guð veri með ykkur í þessari miklu sorg. Kær kveðja. Solveig Guðmundsdóttir. s f s i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.