Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 43 Minning 4 ] < ÓskarÓlason, fv. yfirlögregluþjónn 4 4 í saga íslands verður ekki rituð án þess að þar verði getið merks fram- lags Óskars Ólasonar. Fyrir mína hönd og Umferðarráðs votta ég aðstandendum hans dýpstu samúð. Óli H. Þórðarson. 4 4 \ Ég kom í fyrsta sinn inn fyrir dyr á utanríkisráðuneytinu sem nýskipaður ráðherra 28. september 1988. Það voru engir smákarlar sem tóku á móti manni: Guðmundur Kjærnested, fv. skipherra, og Óskar Ólason, fv. yfirlögregluþjónn. Báðir báru það með sér að þeir voru van- ir mannaforráðum og ekki óvanir því, að þeim væri hlýtt. Þannig hófust kynni sem urðu æ nánari með árunum, þótt oft færu ekki mörg orð milli manna. Óskar Ólason var maður mikill að vallarsýn og kempa á velli. Og eins og oft er með sterka menn stafaði af honum mildi og hlýju sem er eðlislæg þeim manni sem treyst- ir sér fullvel að mæta því sem að höndum ber. Eftir námsdvöl í Héraðsskólanum á Laugarvatni á árunum 1936-38 vann hann ýmis störf á sjó og landi, áður en hann ákvað að búa sig undir það að gæta laga og réttar og gera það að ævistarfi. Eftir nám hér heima hélt hann til náms f sænska lögregluskólanum og lauk því með láði 1946. Eftir það varð löggæslan hans ævistarf. Oskar var að eðlisfari hjálpfús maður, umburðarlyndur og greið- vikinn. Þessir eðliskostir settu mark sitt á alla hans framgöngu sem lög- reglumanns. Hann leit á starfið sem þjónustu við samborgarana; fyrir- byggjandi leiðbeiningarstarf. Hann var líka ósérhlífinn og ekki sporlat- ur; ávallt til þjónustu reiðubúinn. Sumir segja að í ljósi þessara eigin- leika hafi Óskar verið lögreglumað- ur af „gamla skólanum". Alla vega var hann góður lög- gæslumaður; maður sem naut vax- andi trausts af verkum sínum. Eft- ir að hafa gegnt starfí almenns lög- reglumanns 1943-49 starfaði hann hjá Rannsóknarlögreglunni til 1962. Þá tók hann við starfi aðal- varðstjóra hjá lögreglunni í Reykja- vík, uns-hann gerðist yfirlögreglu- þjónn umferðarmála árið 1966. Oskar gegndi því starfi af lífi og sál. Hann vissi af langri reynslu hversu mörgu var áfátt í umferðar- menningu þjóðarinnar, sem var nýlega vélvædd eftir búferlaflutn- inga úr baðstofu í blokk og nýkom- in af moldartroðningum á malbikið. Óskar gerðist því einn af brautryðj- endum bættrar umferðarmenningar í landinu. Eftir langan og farsælan starfer- il við gæslu laga og réttar, hefði Óskar að öðru jöfnu átt að fagna því að mega setjast í helgan stein, að loknu drjúgu dagsverki. En hann unni sér ekki hvíldar heldur hóf ný störf sem móttökustjóri utanríkis- ráðuneytisins árið 1986 og reyndist þar enn sem fyrr réttur maður á réttum stað. Andlátsfregn Óskars kom eins og reiðarslag yfir okkur samstarfs- menn hans. Allt fram á síðustu stund hafði hann leikið á alls oddi; mættur fyrir allar aldir, geislandi af starfsorku, greiðvikinn og gest- risinn við alla sem að garði bar. Hann var í fullu fjöri til hinstu stundar, enda bar hann aldurinn vel. En enginn má sköpum renna. Eftir lifa ljúfar minningar um góðan dreng sem var hvers manns hug- ljúfi og hlýr og traustur vinur vina sinna. Okkur Bryndísi er mikil eftir- sjá að Óskari. Við flytjum ekkju hans, Ástu Einarsdóttur, börnum hans og fjölskyldu allri okkar ein- lægustu samúðarkveðjur. ,lón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra. var ég búinn að biðja nokkra aldna heiðursmenn að koma til okkar hjá Umferðarráði gagngert í þeim til- gangi að rifja upp ýmislegt sem gert hefur verið í umferðarmálum á liðnum áratugum. Um var að ræða menn sem ég vissi að frá mörgu höfðu að segja um þessi efni. Einn þeirra var vinur minn, Óskar Ólason, fyrrverandi yfirlögreglu- þjónn umferðarmála í Reykjavík, náinn samstarfsmaður um margra ára skeið. Fundardagur var -ákveð- inn og ég hlakkaði til þess að hitta þessa menn og fá þá til þess að bera saman bækur sínar um liðna daga. Eg hafði mikið að gera og svo fór að ég sá fram á að geta ekki haldið fundinn í því rólega andrúms- lofti sem slík samverustund þarf að vera í. Ég ákvað að fresta honum í viku og lét þau boð út ganga. Þegar ég hringdi til Óskars kom babb í bátinn. Eftir viku yrðu þau hjón komin til Kanaríeyja en Óskar bað mig endilega að láta það ekki hafa áhrif á að halda fundinn, við gætum alltaf talað saman þegar hann kæmi til baka. Hvernig sem á því stóð varð ekk- ert af þessum fyrirhugaða fundi og einhvern veginn fannst mér ómögu- legt að halda hann nema að Óskar væri á staðnum og ákvað að finna heppilegan tíma um mánaðamótin apríl-maí, nokkru eftir að hann kæmi heim. Fundurinn verður haldinn, en mikið verður hann öðruvísi en sá sem haldinn hefði verið fyrir mán- uði. Við munum ekki njóta frásagna Oskars Ólasonar né þeirrar glettni Sem ávallt var svo stutt í þegar hann sagði^ frá. Óskar Ólason var sérstaklega áhugasamur um starf sitt og vildi veg lögreglunnar ætíð sem bestan. Hann var hugsjónamaður og ein- lægur talsmaður umferðaröryggis. Hann átti sæti í Umferðarráði um árabil, frá stofnun þess árið 1969 af hálfu lögreglunnar og síðan í þrjú ár fyrir klúbbana Öruggur akstur allt til ársins 1990 er hann hvarf úr ráðinu og var þá meðal þeirra örfáu sem þar höfðu verið allt frá upphafi. Fyrir allt þetta vil ég þakka Óskari Ólasyni, þakka honum einstaklega gott og árang- ursríkt samstarf og óeigingjarnt starf að þeim málefnum sem mér eru hugstæðust, öryggi vegfarenda. Með Óskari er genginn einn af þeim mönnum sem hvað mestan svip hafa sett á samtíð sína í um- ferðaröryggismálum. Umferðar- fyrr og nú minnast hans með sökn- uði og virðingu. Lögreglufélag Reykjavíkur þakkar að leiðarlokum gengnum félaga vel unnin störf og sendir eiginkonu hans, Ástu Einars- dóttur, og börnum þeirra samúðar- kveðjur. Lögreglufélag Reykjavíkur. Árum saman hef ég safnað sam- an ýmsum fróðleik sem að gagni má koma þegar Umferðarsaga Is- lands verður skrifuð, en það vænti ég að ráðist verði í áður en langt um líður. Fyrir um það bil mánuði í dag verður til moldar borinn merkur félagi og samferðamaður reykvískra lögreglumanna. Um ára- tuga skeið hefur nafn Óskars Óla- sonar verið samofið sögu lögregl- unnar í Reykjavík. Hann hóf störf í lögregluliði Reykjavíkur 1. febrúar árið 1943 og starfaði sem almennur lögreglu- maður til ársins 1949 er hannjióf störf í Rannsóknarlögreglunni. Árið 1962 tók hann síðan við stöðu aðal- varðstjóra í almennu deild lögregl- unnar og stjórnaði hinni svokölluðu „Magnúsarvakt" næstu 4 árin eða þar til hann var skipaður yfírlög- regluþjónn Umferðardeildar lög- reglunnar árið 1966. Á vettvangi umferðarmálanna skipaði Óskar sér strax í framvarð- arsveit þeirra sem börðust fyrir bættri umferðarmenningu. Flestir Reykvíkingar, sem komnir eru til vits og ára, minnast hins svipsterka og myndarlega yfirlögregluþjóns þar sem hann oftar en ekki stóð sjálfur í eldlínunni og stjórnaði umferðarlöggæslunni af sínum al- kunna skörungsskap. En þrátt fyrir ódrepandi áhuga Óskars á bættum umferðarsiðum til hagsbóta fyrir hinn almenna vegfaranda hafði hann ekki síður metnað fyrir hönd Umferðardeild- arinnar. í starfí sínu sem yfirmaður deildarinnar lét hann sig aldrei vanta þegar mikið lá við og mætti oftast fyrstur allra og fór síðastur af vakt. Eitt af síðustu skylduverk- efnum Óskars var hið erfiða og krefjandi verkefni að stjórna allri umferðarlöggæslu í Reykjavík þeg- ar leiðtogafundurinn var haldinn hér á landi árið 1986. Því hlutverki skilaði hann með sóma sem og öðr- um stórverkefnum löggæslunnar sem upp kpmu á starfsævi hans. I tengslum við skyldustörf sín var hann sæmdur ótal orðum hinna ýmsu þjóðhöfðingja sem sóttu ís- land heim og ber það glöggt vitni um skyldurækni hans og áreiðan- leika. A starfsævi sinni gegndi Ósk- •ar ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Lögreglufélag Reykjavíkur. í kring- um 1960 sat hann í stjórn félagsins undir forystu Erlings heitins Páls- sonar fyrrum yfirlögregluþjóns. Auk þess sat hann í samninganefnd og sjóðsstjórn Lögreglufélags Reykajvíkur. Eftir að Óskar Ólason lét af störf- um fyrir aldurs sakir árið 1986 hóf hann störf sem móttökustjóri í utan- ríkisráðuneytinu, en því starfi gegndi hann til dauðadags. Með Óskari Ólasyni er genginn litríkur merkismaður íslensks sam- félags. Reykvískir lögreglumenn Fædd 31. júlí 1944 Dáin 26. mars 1994 Ég vissi fullvel að ég ætti einhvem dag leið um þennan veg. En aldrei datt mér í hug að „einhvem dag" yrði nú. Nú er Selma farin og mig langar til að kveðja hana í bili. Hún Selma kenndi mér margt,.....eina sem við þurfum er fúsleiki til að hlusta, taka leiðsögn og setja okkur ekki alltaf í sæti guðs og þá er okkur hjálpað..." Otal minningamyndir brjótast fram í hugann; þegar við kynntumst í útlöndum — langt að heiman, samband okkar eftir að heim var komið, ótal spjallstundir í símanum langt fram á nótt þar sem tilgangur lífsins, andleg mál, dulræn speki, hversdagsleiki og hégómi voru rædd, „ ... við erum ðll í þessu lífi fyrir hvort annað eða þannig ætti það að vera..." En Óskar Ólason fyrrum yfirlög- regluþjónn var óvenjulega mætur maður, þrekmikill, réttsýnn og dómgreind hans nærri óskeikul. Framganga hans öll í miklum ábyrgðarstörfum var með þeim hætti að samborgarar hans eiga honum mikla skuld að gjalda. Þegar hann er allur með svo svo skjótum hætti sakna margir vinar í stað. Flestum mun þó fara eins og þeim sem þetta ritar, hugurinn fyllist þökk fyrir samfylgd með svo ágæt- um manni, sem ávallt var tilhlökkun að hitta, sífellt lærdómsríkt að hlýða á, sálarbót að vera í návist hans. Maðurinn var allur einstak- lega vel gerður, brosið hlýtt og fal- legt, alvaran djúp og íhugul. Heimili Óskars stóð í miðborginni og hann studdi allt sem stuðlaði að hag og velferð í miðborg Reykjavík- ur. Það var ekki lítils um vert að eiga hann að þegar þau mál bar á góma, betri bandamann var auðvit- að ekki hægt að kjósa sér. Um ára- bil sátum við saman í umferðar- nefnd Reykjavíkur. Fundarstarfa á þeim vettvangi er ljúft að minnast og þar komu margir við sögu. Nærvera Óskars þar vó þungt eins og nærri má geta, um allt það mætti rita langt mál. Svo lengi sem jafn ágætir menn og Óskar Ólason eru kvaddir í fá- mennu íslensku samfélagi hlýtur tilvist þjóðarinnar að eiga sér til- gang. Fjölskyldu hans er vottuð einlæg samúð, ekki síst yndislegum fyrrum samstarfsmanni, henni Astu konu hans. Mejn minning góðs manns sefa þungan harm hennar. Sigurður E. Haraldsson. Hann var ekki atvinnudiplómat. Eri í mínum huga var hann fyrir- mynd alls þess sem diplómat ætti að vera, en sjaldnast er, á þessum tímum hverfandi hæversku. Heil kynslóð erlendra sendi- manna á Islandi mun minnast hans, sem og samstarfsmanna hans í móttökunni, sem vingjarnlegs and- lits utanríkisráðuneytisins. Með Óskar á sínum stað, tottandi pípuna sína, urðu erindisheimsóknir í ráðu- neytið líkari heimsóknum til eldri ættingja. Að vera fylgt af honum til viðkomandi skrifstofu var líkara ánægjulegri gönguferð með alúð- legum og áhugasömum frænda. Ég mun sakna glaðlega andlits- ins, þýðu raddarinnar, þétta hand- taksins og fágaðrar framkomunnar. Og ég get ekki annað en leitt hug-1 ann að því að fráfall Óskars tákni' meira en missi afbragðs manns. Svo virðist sem enn einn þráður hafi brostið — þráður sem eitt sinn tengdi okkur við einfaldari en göf- ugri fortíð, þar sem menn mátu mannorð sitt meira en ímynd, og sóttust eftir virðingu fremur en frægð. C. Edward Dickens, sendiráðsritari í banda- ríska sendiráðinu. t Faðir okkar og mágur-, —»— THEODORE P. SCHWEITZER, Los Gatos, Kaliforníua, er látinn. Útförin hefur farið fram. Stefán Schweitzer, Gunnar R. Schweitzer, Haukur Snorrason, jónína Snorradóttir, Snorri Snorrason. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BERGMUNDUR STÍGSSON, Vesturgötu 131, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 25. apríl kl. 14.00. Jóna Björg Guðmundsdóttir, Bergþóra Bergmundsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Þórir Bergmundsson, Guðríður Guðmundsdóttir og barnabörn. Sehna Gunnhildur Guðnadóttir - Minning • húmorinn var aldrei langt undan, „ ... það kemur sér vel að við erum geðgóðar..." og við hlógum. Nið- urstaðan var alltaf sú sama; það er kærleikurinn sem blífur. Selma var kærleiksríkt hefðarljón, „ . . . að sýna hógværð og mýkt án þess að láta ganga yfir okkur..." Selma var forgöngumaður en ekki spor- göngumaður, „ ... að vera slæg eins og höggormur og mjúk eins og dúfa..." Hún var einstaklega orðheppin og stundum snögg upp á lagið, „ ... ég er hætt að borga félagsgjöld í bjánavinafélaginu ..." Hún var vinur vina sinna...... málið er að verða aðlaðandi og eiga vini..." var okkar mottó. Fyrir ótal margt er ég þakklát kynnum okkar Selmu, sem ég hefði kosið að hefðu verið lengri í þessu lífi en við hittumst einhvers staðar ein- hvcrn tímann aftur. Hvíl í friði, vinkona. Fjölskyldu Selmu sendi ég samúðarkveðjur. Guðrún. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður og ömmu, RAKELAR J. SIGURÐARDÓTTUR ROSENBLAD, Melabraut 5, Seltjarnarnesi. Esbjörn Rosenblad, Þorgils Baldursson, barnabörn og systkini. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BJ ARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Strandgötu 3, Patreksfirði. Magnús Gu&mundsson, Aron Magnússon, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, Björn Sigmundsson, Anna Magnúsdóttir, RóbertTomolillo, Flosi Magnússon og barnaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.