Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 fclk í fréttum ISLENDINGUR Bakaði afmælistertu Mar- grétar Danadrottningar Það eru áreiðanlega ekki margir i sem geta státað af því að hafa bakað afmælistertu fyrir Margréti Dariadrottningu og hvað þá að við- komandi sé af íslensku bergi brot- inn. Sú sem það gerði á síðasta afmæli Margrétar, 16. apríl sl., var 24 ára íslendingur, Björg Kristín Sigþórsdóttir, nýútskrifaður kondit- orméistari { Kaupmannahöfn. Hún á ekki langt að sækja bakarablóðið, því faðir hennar er Sigþór Sigur- jónsson bakarameistari í Suðurveri. Björk er ekki ein bama Sigþórs, sem á velgengni að fanga erlendis, því sonur hans, Andri, sem er 17 ára, leikur með unglingaliði Bay- ern-Munchen og hefur verið þar síðan í lok ágúst. Hefur honum gengið mjög vel og var markahæst- ur innan liðsins þegar fréttist af honum fyrir skömmu. Morgunblaðinu lá forvitni á að vita hvernig stóð á því að Björg var fengin til verksins og hringdi til hennar til Kaupmannahafnar. „Hugmyndin kom frá starfs- mönnum Jyllands Posten sem vildu færa Danadrottningu tertu á af- mælisdaginn. Það var leitað hingað í Kransekagehuset þar sem ég vinn, enda er staðurinn toppurinn á toppnum að mínu mati. Við tókum okkur saman og þar sem ég hef lagt mikla áherslu á sykurgerð í námi mínu kom verkið í minn hlut,“ sagði hún. „Ég bjó til uppáhaldsblóm drottn- ingarinnar, sem heita marguerittur á dönsku. Ég hef aldrei gert þessi blóm áður og tók skreytingin í heild um tvær klukkustundir. Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta ekki tekið svo langan tíma. Að þessu sinni var þó ekki verið að vinna fyrir hvern sem er og ég vildi hafa þetta mjög flott,“ sagði Björg glettin. Hún segist reyndar ekki hafa orðið vör við nein viðbrögð frá kon- ungshöllinni, en auðvitað sé hér um mikla viðurkenn- ingu að ræða fyrir sig og rós í hnappagatið. Björg hafði það einnig af fyrir skömmu að komast í konungshöllina, því fyrir nokkru var opnað safn sem til- einkað er Louisu eiginkonu Kristjáns VIII fyrrum Dana- konungs. „Ég bakaði kransakökubita sem notaðir voru við opnunina og kom þá inn í safnið. Ég féll algjörlega í stafi, því ég hafði aldrei séð annað eins. Þarna var allt úr gulli og gim- steinum, meira að segja kjólar með demöntum á. Louise er sögð hafa ferðast mikið eftir að Kristján VIII fór frá henni og valið sér sérstakan lífs- stíl, sem þarna má sjá hvemig var.“ Björg sagðist aðspurð koma heim í júlí, en þá hyggjast þau feðgin, ásamt öðrum bömum Sigþórs taka Bakarameistarann til gagngerrar Myndin af Björgu Kristínu Sigþórsdóttur sem birtist í Jyllands Posten. Allt skrautið á tertunni er gert úr sykri. endurskoðunar. „Það verða miklar breytingar og allt öðmvísi stíll verð- ur á bakaríinu. Segja má að þama verði konditorí og allt sem því fylg- ir eins og konfekt-, ís- og sykur- gerð, svo dæmi séu tekin,“ sagði Björg að lokum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Japanski matreiðslumeistarinn Hashitsumo Tsuneo mun matreiða sushi-rétti fyrir gesti Hótels Borgar næstu mánuðina. MATARGERÐARLIST Ljúffeng list á Hótel Borg Japanski matreiðslumeistarinn Hashitsume Tsuneo hefur nú hafið störf á Hótel Borg og er að sjálfsögðu sérhæfður í matargerð- arlist frá heimalandinu, en Borgin mun á næstu mánuðum bjóða upp á svokallaða „sushi“-rétti, sem njóta mikilla vinsælda meðal sæl- kera víða um heim. Sushi-matargerðarlistin er meira en tvö þúsund ára gömul og aðal- uppistaðan er fiskur og skelfiskur, sem er kryddaður með wasabirót og lagður ofan á hrísgijónabeð. Ekki er þó allur fiskurinn hrár held- ur einnig soðinn, marineraður og grillaður og síðan eru hin ýmsu til- brigði við kryddun og meðlæti. í Japan er hver bær með sína ákveðnu aðferð við að undirbúa sushi, en Hashitsumo Tsuneo er frá Kyoto. Sigfús Gauti Þórðarson og Miyako Þórðarson smakka á sushi-réttun- um. Big Mac Big Mac er sérstakur; gerdur úr 2 kjöthleifum (úr 100% hreinu nautakjöti, án allra aukaefna af neinu tagi) sem eru grillaðir í eigin safa. Kjötið er sett í hreiður af 100% fersku jöklasalati og með því er hin fræga, lágfitu Big Mac sósa, ostsneið, örlítið af lauk og tvær gúrkusneiðar. Þetta allt í nýristuðu brauði með sesamfræj um. LYST »88 AÐEDNS kr. Leyfishafi McDonald's íslensktfyrirtæki íslenskar lanabúnaðarafurðir Hinn einstaki - með miðstærð McFrönskum og miðstærð af gosdrykk að vali. Góð kaup fyrir þá, sem kunna gott að meta. /V\ McDonaids ■ ■.... VEITINGASTOFA FJÖLSKYLDUNNAR, SUÐURLANDSBRAUT 56 Þau voru meðal gesta á Borginni: Guðmundur Albertsson, Magnús Magnússon, Kristjana Kristjánsdóttir, Nanna Logadóttir og Sigurður Omarsson. COSPER ac r*. SS O M 'i' ;. • ■1; i." * .0* ■ 1 l'V.mi, C- na U|
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.