Morgunblaðið - 23.04.1994, Síða 45

Morgunblaðið - 23.04.1994, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 45 Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ég veit þú kemur í kvöld til mín. Eyjólfur og Kristjana fluttu þetta hugljúfa lag frábærlega vel. VESTMANNAEYJAR Skemmtun byggð á verkum Asa 1 Bæ Aveitingastaðnum Höfðanum í Eyjum var um síðustu helgi frumflutt skemmtidagskrá sem byggð er á lögum, ljóðum og rit- verkum Ástgeirs heitins Olafsson- ar, Ása í Bæ. í tali, tónum og með myndum er farið í gegnum mörg af meistaraverkum Asa og var greinilegt að áhorfendur á Höfðan- um kunnu vel að meta dagskrána og hylltu flytjendur vel að loknum flutningi. Sigurgeir Scheving leikstjóri tók dagskrána saman og stjórnaði sýn- ingunni en flytjendur eru auk Sigurgeirs hljómsveitin Hálft í hvoru og söngkonan Kristjana Ólafsdóttir. Sýningin ber heitið Gefi nú góðan byr og er nafnið fengið úr söngtextanum í Verum sem er einn af mörgum lands- þekktum textum Ása í Bæ. í upp_- hafi sýningarinnar hljómar lagið Ó fylgdu mér í Eyjar út, í flutningi Ása sjálfs en Ási flutti þetta lag á ákaflega skemmtilegan og sér- stakan hátt. Sigurgeir Schewing leiðir fólk síðan inn í sýninguna þar sem hann stiklar á æviferli Ása en síðan tekur við flutningur laga og Ijóða sem yfirleitt byija með stuttum inngangi, lesnum úr einhveijum af verkum Ása, og skiptist á lagaflutningur og lesinn texti. Synir Ása í Bæ, þeir Gunnlaug- ur og Ólafur, ásamt eiginkonum sínum, voru sérstakir heiðursgestir á frumsýningunni en móðir þeirra og systir sem einnig var boðið til sýningarinnar áttu ekki heiman- gengt. Fyrir lokalag sýningarinnar voru þeir bræður kallaðir upp, þeir hylltir og þeim afhentir blómvendir en síðan sungu þeir með hljóm- sveitinni lagið Göllavísur. Gunn- laugur flutti síðan stutt ávarp en sveiflaði sér síðan í sönginn með hljómsveitinni og söng um Undra- hattinn á eftirminnilegan hátt en að því loknu tók Ólafur bróðir hans Grásleppuvalsinn sem hann sagði sitt uppáhaldslag. Hljómsveitin Hálft í hvoru ásamt söngkonunni Kristjönu Ólafsdóttur sá um að flylja texta og tóna og náðu að vanda upp hörkustemmningu. Bræðurnir Gunnlaugur og Ólafur Ástgeirssynir ásamt eiginkonum sínum syngja Göllavísurnar. AFREKSFOLK Arna Steinsen útnefnd Iþróttaniaður KR Arna Steinsen, knattspyrnukona, var kjörin íþróttamaður KR fyrir keppnistímabilið 1993 til 1994 á aðalfundi félagsins fyrir skömmu. Hún er með reyndari knattspyrnu- konum landsins og byijaði að æfa og leika fyrir um tveimur áratugum, en á síðasta keppnistímabili leiddi hún kvennalið KR _sem þjálfari og leikmaður til fyrsta íslandsmeistara- titils KR utanhúss í 1. deild kvenna. íþróttadeildir KR tilnefna íþrótta- menn ársins og var þetta í 14. sinn, sem kjörið fer fram, en aðalstjórn sá um útnefninguna sem fyrr. Arna er þriðji knattspyrnumaður félagsins til að hljóta nafnbótina, en áður voru Ágúst Már Jónsson og Atli Eðvalds- son útnefndir. Kristinn Jónsson, for- maður KR, afhenti Örnu platta til eignar og glæsilegan farandbikar, sem Georg L. Sveinsson gaf félaginu á sínum tíma. Myndir/Guðmundur Kr. Jóhannesson Arna Steinsen var sérstaklega hyllt á 95 ára afmælishófi KR. Hér afhendir Benedikt Jónsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, henni farandbikarinn, sem fylgir nafnbótinni Iþróttamaður KR. Á milli þeirra stendur Lúðvík S. Georgsson, formaður knattspyrnu- deildar KR, en Ásbjörn Einarsson, varaformaður KR, er í ræðustól. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ása Lind Finnbogadóttir og Árni Pétur Reynisson voru á meðal þeirra sem spreyttu sig í söngprufu fyrir Hárið. Jón Ólafsson lék undir á slaghörpu. AHEYRNARPROF Hárið sett á svið Ástrós Gunnarsdóttir, í svörtum bol og gráum buxum, kom vænt- anlegum dönsurum á sporið í nýrri uppfærslu á Hárinu. Undanfarið hafa meira en 200 söngvarar og dansarar gengið í gegnum hreinsunareld áheyrnarprófa vegna uppsetningar á söngleiknum Hárinu. Auglýst var eftir áhugasömum þátttakendum og um síðustu helgi voru haldin úrtakspróf. Sungið var í Islensku óperunni og dansað í Þjóðleikhús- inu. Það var spenna í loftinu í Is- lensku óperunni þegar söngvara- efnin stigu á svið. Þau komu eitt eða tvö í salinn og sungu við und- irleik á slaghörpu. I myrkvuðum salnum sátu Hallur Helgason leik- hússtjóri og Baltasar Kormákur leikstjóri og sperrtu eyrun. Eftir hveija prufu skutu þeir á fundi með Jóni Ólafssyni tónlistarstjóra og kváðu upp sinn dóm. Það er Flugfélagið Loftur hf. sem setur Hárið á svið í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Flugmennirnir hjá Flugfélaginu Lofti hf. era þrír og setja markið hátt eins og flug- mönnum sæmir. Auk þeirra Halls og Baltasar Kormáks er Ingvar Þórðarson í stjórn Flugfélagsins. Þeir félagar hafa ráðið lykilfólk í áhöfn Hársins, Jón Ólafsson flug- jjjónn er tónlistarstjóri og yfirfreyja Ástrós Gunnarsdóttir sér um dans- mennt. Sýningar heljast í júlí í Reykjavík. KRIPALUJOGA Jóga er andleg og líkamleg iðkun. Næstu byrjendanámskeið hefjast í byrjun maí. Kenndar verða teygj- ur, öndunaræfingar og slökun. Kennarar. Kristín Norland og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Upprifjunarnámskeið fyrir þá, sem hafa veriö á byrjendanámskeiði verður haldið 6. og 7. maí. Kynning verður þriðjudaginn 26. april kl. 20.00. Verið velkomin. Jógastöðin Heimsljós Skeifunni 19, 2. hæð, sími 679181 milli kl. 17 og 19. Bílamarkadurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18. MMC Colt GLi '93, rauður, 5 g., ek. að- eins 2 þ. km. V. 1040 Subaru Legacy Arctic 2,0 ’93, 5 g., ek. aðeins 9 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2060 þús., sk. á ód. rafm. i ruöum, central læsing o.fl. V. 1090 þús., sk. á ód. Toyota 4Runner EFi '85, rauður, 5 g., ek. 113 þ., sérskoðaður, 35" dekk, 4:10 hlut- föll, sóllúga o.fl. Gott eintak. V. 1080 þús. Nissan SLX 1.6 station 4x4 '91, 5 g., ek. 31 þ., rafm. í öllu. V. 1090 þús. Toyota Corolla XL ’88, 3ja dyra, 4 g., ek. 61 þ., reyklaus. V. 520 þús. Toyota Carina II GLi 2000 '90, sjálfsk., ke. 70 þ., m/öllu. V. 990 þús. Nissan Sunny 1600 SLX 4x4 '90, 5 g., ek. 70 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 830 þús., sk. á ód. Toyota Coroila STD ’90, rauður, 4 g., ek. 79 þ. V. 590 þús. MMC Colt GLX '89, rauður, 5 g., ek. 85 þ. V. ‘690 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TX ’90, 5 dyra, 5 g., ek. 73 þ. V. 590 þús. Subaru Justy J-12 '87, 5 g., ek. 96 þ., sóllúga o.fl. V. 390 þús. Nissan Micra GL '91, 5 g., ek. 45 þ. Toppeintak. V. 590 þús. MMC Pajero V-6 '91, 5 g., ek. 40 þ., ál- felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1890 þús., sk. á ód. Honda Civic LSi ’92, 3ja dyra, 5 g., ek. 40 þ., álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1150 þús. MMC Galant GLSi hlaðbakur '92, sjálfsk., ek. 40 þ. V. 1450 þús. Renault 21 GTX Nevada 4x4 station ’90, dökkgrænn, 5 g., ek. 61 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1180 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLX station 4x4 ’88, silf- urgrár, 5 g., ek. 69 þ., rafm. í rúðum, centrallæs. V. 750 þús., sk. á ód. Fjörug bílaviðskipti Vantar góða bíla á sýningarsvæðið. %2terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.