Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BIOIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. V,- Newton fjölskyldan er að fara í hundana! Jtn BeeÉpier^2n(l Heppnir gestir fá Beethoven bakpoka. Sýnd kl. 3 og 5 V Aci-SOJSÚY Detroit iöggan Alex J. Murphy - ROBOCOP - er mættur aftur í nýrri, hraðri og harðri mynd sem þykir mesta bomban í seriunni. Robocop hættir i löggunni og gengur til liðs við uppreisnarhóp sem járngyð- jan Bertha stjórnar. Þau eiga i baráttu við Splatterpönkarana i sannkallaðri sprengjuveislu. Aðalhlutverk leika Robert Burke og CCH Pounder undir leikstjórn eins nafntogaðasta hryllingsmynda- leikstjóra Bandarikjanna, Fred Dekker (Night of the Creeps). Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10 Átta ára gutti með snilligáfu i skák, finnst og faðir hans ætlar honum alla leið á toppinn en álagið er gríðarlegt. Aðalhlutverk: Ben Kingsley, Joe Mantegna, Laurence Fishburne og Max Pomeranc. Sýnd kl. 2.50, 5 og 7 Beðið eftir Bobby Fischer Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Leitin að Bobby Fischer („Searching for Bobby Fischer"). Sýnd í Háskóla- bíói. Leikstjórn og hand- rit: Steven Zaillian. Byggð á samnefndri bók Fred Waitzkins. Aðalhlutverk: Max Pomeranc, Joe Man- tegna, Joan Allen, Ben Kingsley, Laurence Fish- burne, Michael Nirenberg og Robert Stephens. Bandaríska þroskasagan Leitin að Bobby Fischer hefst á gömlum svart/hvít- um fréttamyndum af skák- snillingnum Bobby Fischer í Reykjavík árið 1972. Þær eru eins og úr fornöld og viðfangsefni þeirra er goð- söguleg vera sem eins og hvarf af yfirborði jarðar eft- ir að hann varð heimsmeist- ari í skák. Andi þessarar furðulegu ráðgátu skáksög- unnar svífur mjög yfír mynd- inni því í henni — og líklega í bandaríska skákheiminum yfirleitt — stendur leitin sí- fellt yfir að nýjum Bobby Fischer, undrabarni skáklist- arinnar. Þaðan er titill myndarinn- ar fenginn en hún er ekki á neinn hátt um skákmanninn mikla. Hann er átrúnað- argoð söguhetju Leitarinnar að Bobby Fischer, sjö ára stráks sem í ljós kemur að býr yfir sérstakri leikni í skák og menn taka umsvifa- laust að velta því fyrir sér hvort hér sé kominn nýr Bobby Fischer. En það þarf ekki að vera neinn dans á rósum að búa yfir náðargáfu og myndin, sem byggð er á sönnum atburðum í lífi eins fremsta skákmanns Banda- ríkjanna af yngstu kynslóð- inni eins og þeir eru raktir í samnefndri bók föður hans, lýsir því á einkar nærfærinn og athyglisverðan hátt hvernig hún hefur áhrif á piltinn, fjölskyldu hans, vini og þjálfara. Jodie Foster fékkst við svipað efni í fyrstu myndinni sem hún leik- stýrði, „Little Man Tate" (framleiðandinn er sá sami, Scott Rudin), og tókst betur að lýsa þeirri einangrun og einmanaleika sem fylgir því þegar börn með sérstakar gáfur eru rænd æskunni en í „Leitinni" er aðaláherslan lögð á hvernig lífsnauðsyn- legt er að laga náðargáfuna að eðlilegu lífí barnsins. Það sem kannski kemur mest á óvart í myndinni er hvernig leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Steven Za- illian (skrifaði Lista Schindl- ers) lýsir skáklífinu þar vestra. í myndinni er íþróttin helst stunduð af eiturlyfja- sölum undir berum himni eða dularfullu líði í myrkum kj&llarakompum eins og hún sé aðeins fyrir utangarðs- menn og sérvitringa. Tilraun Zaillians til að sveipa skák- ina einhverskonar dulúð er góðra gjalda verð en tekst ekki alltaf. Einnig er hin goðsögulega og saknaðar- kennda lýsing sem dregin er upp af Bobby Fischer í hugskoti stráksins nokkuð úrelt því síðan sagan varð til hefur skáksnillingurinn komið fram í dagsljósið með undarlegum hætti eins og frægt er orðið. Zaillian hefur fengið fínt og fjölbreytilegt leikaralið í helstu hlutverkin. Drenginn leikur ungur skákmaður að nafni Max Pomeranc og fer sérlega vel með ráðvilltan strák sem veit ekki lengur hvar hann stendur í lífínu. Joe Mantegna leikur áhyggjufullan en alltaf skiln- ingsríkan föður hans, Ben Kingsley er strangur þjálfari stráksa og Larry Fishburne leikur vin hans úr hópi utan- garðsmanna skákarinnar. Þarna er meira að segja sá ágæti breski leikari Robert Stephens til að bæta við ágæta leikaraflóruna. Boðskapur myndarinnar er eiginlega þau fornu sann- indi að það skipti ekki öllu máli að vinna heldur frékar að sýna sanngirni og að vera með. Um það er alltaf deilt. En þetta er falleg saga og skemmtileg og sögð með virðingu fyrir viðfangsefninu og gerð af natni og tilfinn- ingu fyrir vandamálum per- sónanna. ¦ HAFNARFJARÐAR- GÖNGUR Hraunbúa hefj- ast nk. sunnudag kl. 14 þriðja árið í röð. Víða hefur verið gengið undir leiðsögn fróðra manna, þátttakan hefur verið vonum framar og margvís- legur fróðleikur komið fram, jafnt frá göngustjórum sem þátttakendum. Að þessu sinni verður lagt af stað frá Hafnarborg og gengið til Garðakirkju, gömlu leiðina sem farin var fyrst á öldinni og verður kirkjan skoðuð í leiðarlok. Góngustjóri verður nýkjörinn formaður ferða- málanefndar Hraunbúa, Ei- ríkur Skarphéðinsson. Ákveðnar hafa verið næstu göngur skátanna: 29. maí Asfjall og nágrenni, 24. júní Jónsmessuganga kl. 20, 24. júlí Iýðveldisganga, gengið undir fána lýðveldis, 28. ág- úst setuliðsganga - og 25. sept. Kirkjugarðurinn. Göng- urnar hefjast að jafnaði við Hafnarborg kl. 14 nema ann- að sé tekið fram. Allir eru velkomnir og er þetta göngu- fólki að kostnaðarlausu. LISTI SCHINQí 7 Oskar TLl IfÐDl BLAR pipLtlSPr Leikstjóri Stéven Spielberg Bönnuð innan 16 ára. Miðaverð 600 kr. 195 mín. Sýnd kl. 5 og 9 Er bandarískur smástrákur Búdda endurborinn? Stórmynd frá Bernardo Bertolucci leik- stjóra Síðasta keisarans. ABALHLUTV.: KEANU REEVES, BRIDGET FONDA OG CHRIS ISAAK. Sýnd kl. 9 LÍF MITT FRÁ HÖFUNDUM GHOStI SV.Mbl „glæsilegt verk... Kieslowski hefur kvikmyndalistina full- komlega á valdi sínu..." ***• ÓHT Rás 2. „Þetta einstaka listafólk hefur skilað afar tregafullri en engu að síður einni bestu mynd ársins. *** S.V. MBL Sýnd kl. 5 og 7 / NAFNI FÖÐURINS HH PRESSAN ****,¦•'' ^JAK.EINTAK Fjögur ungmenni freista gæf- unnar i let að frægð og frama. Aðalhlutv. River Phoenix og Samantha Mathis. Sýndkl. 9og 11.10. ADDAMS FJÖLSKYLDUGILDIN \Mmwáy „Tilfinningasöm og fyndin til skiptis, mörg atriðin bráðgóð og vel leikin... Tæknin er óvenjuleg og gengur upp" Ó.H.T. Rás 2. Sýnd kl.6.50. Allra síð. sýn. KRUMMARNIR BRÁÐFYNÐIIM FJOLSKYLDUMYND KrurfffSrsrfiv É Sýnd kl. 9.10. Bönnuð innan 14 ára. JURASSIC PARK Sýnd kl. 3 Skemmtileg gamanmynd talsett á íslensku. Sýnd kl. 3 Þreföld óskarsverðlau- namynd eftir vinsælasta leik- stjóra allra tima. Sýnd kl. 2.50 Thomas frá vöggu til grafar Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Heijan Toto - Toto le Héros Leikstjóri og hand- ritshöfundur Jaco Van Dormael. Tónlist Pierre Van Dormael. Aaðalhlut- vérk Michel Bouquet, Jo De Backer, Thomas God- et, Gisela Uhlen, Peter Böhlke, Mirelle Perrier. Belgía/Frakkland/Þýska- land 1991. Vesalings Thomas (Mic- hel Bouquet) eyðir ævinni í að ná fram hefndum á ná- granna sínum, en hann er þess fullviss að ruglast hafi verið á þeim nýfæddum er eldur kom upp á fæðingar- deildinni. Thomas telur nefnilega víst að nágrann- inn hafi flest það til að bera sem Thomas óskar sér; auð, ástir og Iífshamingju á með- an hann sjálfur eyðir sínum lítt spennandi ævidögum í öfund, afbrýði og almennt volæði. Leikstjórinn Jaco Van Dormael reynir sitt besta til að gera þessa lunknu sögu og persónurnar áhugaverð- ar með misjöfnum árangri. Hetjan Toto rokkar fram og aftur í tíma er hún segir af Thomasi sem barni, mið- aldra manni og öldungi. Þessar klippingar hjálpa til að undirstrika grátbroslegar kringumstæður og hugarfar söguhetjunnar en halda jafnframt persónunum í óra- fjarlægð frá áhorfandanum því Hetjan Toto fær á sig mikinn óraunveruleikablæ fyrir bragðið. Frásagnar- mátinn því heldur óvenju- legur eins og yrkisefnið. Þá er aðalkvenpersónan óljós, er hér komin hin horfna systir Thomasar, eða hvað? Annars setur Van Dormael gjarnan stórt spurningar- merki við persónurnar og skilur áhorfandann eftir í lausu lofti. Það er nokkra bráð- skemmtilega leikara að fínna sem hressa talsvert uppá þessa þriggja landa framleiðslu sem hefur tekið óvenjulangan tíma að hrekj- ast vestur yfir hafið. Þar fara fremstir leikararnir sem Ieika Thomas og systir hans á bernskuárunum, sem er jafnframt langbesti kafli myndarinnar. Sá sem leikur Thomas á gamalsaldri er einnig eftirtektarverður svo og leikkonan Mirelle Perri- er, hún er virkilega hrífandi sem konan dularfulla í lífi Thomasar en er jafnframt eiginkona erkióvinar hans. Fyrir þessa mistæku mynd fengu leikstjórinn og hand- ritshöfundurinn Van Dormael aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Can- nes fyrir þrem árum og sannast hér hið fornkveðna að ekki er allt gull sem glóir. Félagsmiðstöðin Hákon digri opnuð í Kópavogi NÝ félagsmiðstöð fyrir unglinga var opriuð í Iþróttahús- inu Digranesi í austurbæ Kópavogs þann 15. apríl sl. Með opnun þessarar félagsmiðstöðvar stórbætist félags- aðstaða fyrir unglinga í austurbæ. Þá mun þarna einnig verða félagsaðstaða Handknattleiksfélags Kópavogs, HK, sem fær loks til afnota fastan stað fyrir félagsstarf sitt. Við opnunarhátíðina skrif- uðu Sigurður Geirdal, bæjar- stjórí og Þorsteinn Einarsson, formaður HK undir eigna- skiptasamning þar sem fram- lag HK í formi sjálfboðavinnu og gjafa frá velunnurum var metið til fjár og endurspeglast i eignarhlut HK í fasteigninni. Félagsmiðstöðin hefur hlotið nafnið Hákon digri sem mun vera nafn á vernd- arvætti félagsins. í félagsmið- stöðinni verður aðstaða til iðkunar borðtennis, knatt- borðsleikja, skák og spila- mennsku ýmiskonar. Þá er öflugt hljómflutningskerfi þar og framreiðslueldhús þannig að möguleikar til veisluhalds eru margvíslegir, segir í fréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.