Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 51 mmm mmm STÆRSTA TJALDIÐMEÐ HX FRA LEIKSTJORA „ROCKY“ OG „KARATE KID“ Luke Perry (úr Beverly Hills þáttunum) Stephen Baldwin Cynthia Geary Þetta er mynd, byggð á sannri sögu um Lane Frost, sem varð goð- sögn í Bandaríkjunum. Lane varð ríkur og frægur og var líkt við James Dean. Koniu- elskuðu hann, menn öfunduðu hann og enginn gat sigrað hann. Sýnd kl.5,7,9og11. TOMBS- TOIXIE Einn aðsóknar- mesti vestri fyrr og síðar í Banda- ríkjunum. ★ ★★ S.V., Mbl. ★ ★ ★Ó.H.T., Rás 2. Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. BLEKKING SVIK MORÐ Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. Styrkurinn afhentur FRIÐRIK Karlsson tekur við styrk frá Eurocard á Is- landi úr hendi Mörthu Eiríksdóttur, forstöðumanns mark- aðssviðs fyrirtækisins. A Eurocard á Islandi styrkir Dyflinn- arferð Friðriks EUROCARD á fslandi hefur ákveðið að styrkja Friðrik Karlsson, höfund lagsins Nætur, til Dyflinnarfarar og þátttöku í Evrópusöngvakeppninni, sem haldin verður laugardaginn 30. apríl, eftir viku. Vitna leitað Lögreglan í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að árekstri sem varð við umferðarljós á mótum Sæbrautar og tengi- brautar við Skúlagötu um klukkan 17 síðdegis 22. mars síðastliðinn. Þar rákust saman Subaru og Peugeot-bílar og er ágreiningur um aðdraganda óhappsins. Vitni eru beðin að snúa sér til rannsóknadeildar lög- reglunnar í Reykjavík. ------» ♦ ♦------- ■ FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokksins í Siglufirði við bæjarstjómar- kosningar 28. maí 1994 hef- ur verið ákveðinn og skipa hann: Skarphéðinn Guð- mundsson, Freyr Sigurðs- son, Guðrún Ólöf Pálsdótt- ir, Kristinn Bogi Antons- son, Pétur Bjarnason, Ás- dís Magnúsdóttir, Sverrir Jónsson, Páll Ágúst Jóns- son, Herdís Erlendsdóttir, Aðalbjörg Þórðardóttir, Þorsteinn Sveinsson, Þor- geir Bjarnason, Sigríður Björnsdóttir, Hilmar Þór Zóphoníasson, Sigurður Jón Gunnarsson, Þorsteinn Bjarnason, Karólína Sig- urjónsdóttir og Ásgrímur Sigurbjörnsson. Cterkurog kj hagkvæmur auglýsingamiðill! ItoirpmMafotfo Friðrik sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessi styrkur væri sér afar mikil- vægur, enda væri þátttaka í keppninni mjög dýr. „Þrátt fyrir að Ríkissjónvarpið hafi verðlaunað mig með mynd- arlegu framlagi, þá hefur kostnaðurinn reynst miklu meiri en svo að það hafi nægt. Ég ákvað að reyna að gera lagið sem allra best úr garði og fékk til þess írskan útsetjara, en sú ákvörðun jók mjög kostnað- inn.“ SÍMI: 19000 Eftir sama leikstjóra og Betty Biue. Stórskemmtileg og fyndin spennumynd um ótrúlegt ferðalag þremenninga, sem fátt virðast eiga sameiginlegt. Aðalhlutverk: Yves Montand (síðasta kvikmynd þessa vinsæla leikara), Oliver Martinez og Sekkou Sall. Leikstjóri: Jean-Jacques Beineix. Sýnd kl. 5 og 9. PÍANÓ Þreföld Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 4.50,6.55, 9 og 11.05. Far vel frilla mín Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð innan 12 ára. KRYDDLEGIN HJÖRTU Aðsóknarmesta erlenda myndin f Bandaríkjunum frá upphafi. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hetjan Toto Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 12 ára. LÆVÍS LEIKUR Pottþéttur spennutryllir Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Þátttakendur á innanhússknattspyrnumóti lögreglumanna. Morgunblaðið/Ámi Heigason Lögregluöldungar 1 fotbolta Stykkishólmi. 12. öldungamót lögreglumanna í innanhúss- knattspymu var háð í Stykkishólmi dagana 15. og 16. april sl. Þar voru mættir til leiks lögreglumenn víða að en stjórn mótsins var í höndum lögreglumanna úr Lögreglufélagi Gullbringusýslu. Alls voru' 20 riðlar á keppnisskrá og að lokum seinustu atrennu var efnt til smáhófs þar sem sigurvegarar voru heiðraðir. Mót þetta fór fram í íþrótta- höllinni í Stykkishólmi. Mótsgestir héldu til á Hótel Stykkishólmi og hóteli Eyjaferða hf. Rúmlega 60 þátttakendur vom á þessu móti og kepptu. - Árni. Kosið um sameiningu í tveim hreppum Dalasýslu Skarðshreppur samþykkti en Saurbæjarhreppur felldi SKARÐSHREPPUR mun sameinast Dalabyggð en Saur- bæjarhreppur ekki er niðurstaða kosninga sem fram fóru á síðasta vetrardag í hreppunum tveimur. Mun Saurbæjarhreppur því standa einn utan Dalabyggðar af hreppum Dalasýslu. í kosningunum um sameiningu sveit- arfélaganna í nóvember síðast liðnum felldu þessir tveir hreppar tillögu um sameiningu þeirra sjö hreppa sem nú eru í Dalasýslu. íbúar Skarðshrepps sam- þykktu sameininguna með 19 atkvæðum gegn 14. Alls voru 40 á kjörskrá, 34 greiddu atkvæði en var einn seðill var auður. Ólafur Eggertsson, hrepp- stjóri Skarðshrepps, segir ástæðu þess að íbúar hrepps- ins samþykktu nú sameining- una vera að margir hafi talið að hreppurinn stæði ver að vígi ef hann sameinaðist ekki Dalabyggð, sérstaklega þeg- ar tillit er tekið til þess að fyrirhugað er að færa fleiri verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaganna þó svo að hann segist ekki búast við að sameiningin breytti miklu fyrir sveitarfélagið. í sveitarstjórnarkosning- um í vor verður kosið til hreppstjórnar hins nýja hrepps sem hlotið hefur nafn- ið Dalabyggð og veður hann formlega sameinaður þann 11. júní. Eru það Suðurdala- hreppur, Haukadalshreppur, Laxárdalshreppur, Hvamms- hreppur, Fellsstrandarhrepp- ur og nú Skarðshreppur sem sameinast. Fleiri fylgjandi sameiningu nú en i nóvember íbúar Saurbæjarhrepps felldu hins vegar tillögur um sameiningu með 41 atkvæði á móti sameiningunni en 32 með henni. Á kjörskrá voru 81 _og af þeim kusu 73. Ólafur Gunnarsson, odd- viti Saurbæjarhrepps, segir að nú séu mun fleiri fylgj- andi sameiningu hreppanna en í nóvember, þó ekki hafí það dugað til. Hann segir að fyrir kosningamar hafi það legið fyrir að Skarðshreppur myndi samþykkja sameining- una og það hefði vafalaust haft áhrif á íbúa Saurbæjar- hrepps. Ástæðu þess að Saurbæ- ingar neituðu að sameinast Dalabyggð segir hann að hreppurinn sé meira einangr-' aður samgöngulega séð en hinir hrepparnir og hafi menn því lært að vera sjálf- stæðir. Ekki sé þó loku fyrir það skotið að hreppurinn sameinist Dalabyggð síðar þó ekkert væri farið að ræða þau mál enn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.