Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Farsi C^A/Sát-^gg/coOCT^ÆT C1993 Fafcus Cartoons/Dislribuled by Univeisal Press Syndicate „þúþarfb e&ú oBþakka m'eS'-ég þarfii dae&ngunrvL c&hetécía.". f> Aster . . . að vera í sviðsljósinu. TM Reg. U.S Pat Ott —all nghts reserved • 1994 Los Angeles Times Syndicate Hæð og staðsetning? Ég er 182 sm. á hæð og sit til vinstri fremst í vélinni. WÖ£-< HOGNI HREKKVISI ,pBSSl SLÓÍ>HUNDUR VAfZ BÖINN AP f5EK.3>* L/iN«SA SLÖP/" BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100-Símbréf 691329 Opið bréf til formanns Stéttarsambands bænda Frá Sveini Guðmundssyni: Eins og þú veist þá rekst ég afar illa í flokki, en þú ert trúaður fram- sóknarmaður. Ég held að það sé ekki langt frá sanni að hver flokkur sé samfélag trúaðra. Ef þessi kenn- ing er rétt þá gera góðir flokks- menn ekki greinarmun á kenning- um og staðreyndum. Nú veist þú að bændur er ofsótt og lítilsvirt stétt og að sjálfsögðu ber mér að færa rök fyrir þessari fullyrðingu. Ég held því fram að bændur seu á hraðri niðurleið í efnahagslegu til- liti og jafnvel má segja það að sama gildi á andlega sviðinu. Tökum dæmi. Framsóknarflokk- urinn, Alþýðubandalagið og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa gefið bænd- um og búaliði óætan graut úr skál- um sínum. Skiptir þá ekki máli hvort skálarnar séu fallega grænar, rauðar eða fagur bláar. Grauturinn er gerður úr sama maðkaða mjöl- inu. Bændur hafa látið bjóða sér þennan graut án mikilla mótmæla. Einu sinni var talað um fullvirðis- rétt og átti hann að miðast við 400 ærgildi. Þá kom samyrkjubústefnan upp og þá voru þeir fátæku gerðir fátækari og þeir ríku ríkari. Stéttarsambandið varð að mál- svara þeirra ríku og þeir fátæku eiga að ganga frá jörðum sínum og skilja þær eftir ránfuglum og refum að leik. Jarðeignadeild ríkisins reynir að halda vel á sínum hlut á kostnað sjálfseignarbænda. Allt á að bæta með atvinnuleysisföndri í byggðum landsins. Þó föndur geti verið skemmtilegt þá gefur það lítið í aðra hönd. Bændur mæna vonaraugum til ráðamanna í Reykjavík í von um betri hag. Á meðan svo er þá er ekki vop á neinni breytingu til batn- aðar. Á meðan bændur mæna til höfðingjanna í Reykjavík er engin von fyrir þá. Nú er ég ekki krati, en mér er nær að halda að það væri besti kosturinn fyrir bændur að krati yrði landbúnaðarráðherra. Það mundi þjappa bændum saman til stéttarlegrar afstöðu. Nú eruð þið í Bændahöllinni að senda menn um landið til þess að hvetja bændur til þess að sameina Búnaðarfélag íslands og Stéttar- samband bænda í eina sæng. Sennilega árið 1944 var at- kvæðagreiðsla um það meðal bænda hvort þessi sameining skyldi fara.fram. Bændur höfnuðu sam- einingunni og 1945 var svo Stéttar- samband bænda stofnað. Ég hef alltaf litið svo á að Búnað- arfélag íslands væri nokkurs konar landbúnaðarráðuneyti. Laun starfs- manna koma frá ríkinu og nú orðið eru starfsmenn orðnir að mestu skýrslusafnarar fyrir landbúnaðar- ráðuneytið. Ég held að það sé ekki akkur hvorki fyrir bændur né starfsmenn að þessum félögum sé steypt saman í einn pott. Mjög margir bændur lifa við fá- tæktarmörk. Þeir eiga ekki von á neinum atvinnuleysisbótum þó að viðmiðunartekjur séu langt fyrir neðan fullvirðisréttinn. Bændur eru ekki í stakk búnir til þess að taka á sig rekstur Búnaðarfélags ís- lands. Ég trúi því ekki þó að mér yrði sagt það þúsund sinnum að hér væri aðeins um hagræðingu _að ræða og rekstur Búnaðarfélags ís- lands yrði áfram í höndum ríkisins. Þaðan sem launin koma hlýtur hug- urinn að vera. Bændur mega ekki framleiða nema ákveðið magn. Hvernig finnst þér ef kaupmenn tækju upp þá reglu að þeir mættu ekki selja nema ákveðinn fjölda einhverrar vöru? Ég styð Jóhannes í Bónus með frjálst framboð. Er ekki kominn tími fyrir ykkur í stjórn stéttarsambandsins að fara að beita ykkur fyrir því að þeir bændur sem ekki hafa þær tekjur sem hægt er að brauðfæða sig á fái atvinnuleysisbætur? Þú veist að ræktun er að ganga úr sér og byggingum þarf að við- halda en það er ekki gert vegna fjárskorts. Því meira sem íbúum sveitum fækkar því erfíðara er að halda uppi verslun og skólum. Að endingu, þú veist það, Hauk- ur, að ég styð ykkur til allra góðra verka en áskil mér rétt til þess að brjóta til mergjar allt sem þið látið fara frá ykkur og grípur huga minn. Ég vil ekki sjá Island og íslenska bændur í sömu sporum og þá rúss- nesku. Takið ykkur á og hugsið eins og þið væruð bændur, vítt og breytt um landið. SVEINN GUÐMUNDSSON, Miðhúsum. Verndum hreinleika íslenskra matvæla Frá Sigurði Sigurðssyni: Hreinleiki íslenskra matvæla er dýrmæt auðlind: Vegna heilbrigði dýra og gróðurs á íslandi notum við minna af varn- arefnum, lyfjum og eitri en flestar aðrar þjóðir. Þetta skiptir máli fyrir gæði matvæla og heilsu almennings. Mælingar á íslenskri mjólk og kjöti nauta, kinda, hrossa og svína, sem gerð hefur verið af yfírdýralækni o.fl., sanna þetta og sýna, að óæski- leg efni mælast alls ekki eða eru langt undir leyfilegum mörkum. Það tryggir heilnæmar afurðir og gefur okkur forskot í framleiðslu vist- vænna afurða til sölu erlendis. Hreinleikinn er dýrmæt auðlind sem við megum ekki spilla vegna heilsu fólksins til lengri tíma litið. Heimur- inn er farinn að kalla eftir slíkum matvælum. Þetta getur breyst fljótt eins og nú horfir, ef slakað yrði á vörnum gegn smitsjúkdómum með bindandi viðskiptasamningum við útlönd (EES, GATT og ESB). Hing- að myndu berast smitsjúkdómar í búfé, sem spilltu ímynd íslenskra afurða. Smitefni berst á ýmsan hátt Smitefni, hættuleg dýrum, fólki og gróðri, berast á milli fjarlægra svæða og landa á ýmsan hátt. Fjöl- mörg dæmi eru þekkt um smitburð síðustu ár þrátt fyrir allar framfarir í sjúkdómaleit og sjúkdómavörnum. Smitefnin berast fyrst og fremst: 1. Með lifandi dýrum og góðri jarðar. 2. Með matvælum úr dýraríkinu. 3. Með dýrafóðri. 4. Með óhreinum hlutum. 5. Með fólki. Afskekkt lega landsins og varkár stefna í innflutningsmálum í áratugi hefur verið okkur góð vörn. Þess vegna eru íslensk dýr ennþá laus við flesta smitsjúkdóma, sem al- gengir eru og landlægir í Evrópu. Sumir þeirra eru hættulegir fyrir fólk (t.d. hundaæði). SIGURÐUR SIGURÐSSON, dýralæknir. Víkverji skrifar Asíðasta vetrardag fór Víkverji í miðborg Reykjavíkur til þess að skoða lífið og viti menn, gifurleg breyting hefur orðið á skemmtanalíf- inu frá því er hann síðast fór um lágnættið út á lífið, ef svo má að orði komast. Barir virðast hafa skot- ið upp kollinum eins og gorkúlur á hverju götuhorni og nú virðist það ekki lengur skilyrði fyrir vínveiting- um, að borinn sé fram matur eða um sé að ræða veitingasölu á mat jafnframt sölu áfengra drykkja. Allir þessir barir virtust yfírfullir af ungu fólki og víða var hávaðinn ærandi á þessum stöðum. Þótt und- arlegt megi virðast var þó ölvun þrátt fyrir allt ekki mjög almenn og áber- andL Kannski sá á einstaka manni eins og gengur, en yfirleitt var ölvun ekki þannig að amj væri að fólki, sem einungis* var á staðnum til þess að fylgjast með skemmtanaháttum fólksins. En eitt heyrði Víkverji þó á þessu næturrápi sínu, að konum finnst óþægilegt að vera á gangi ein- ar um miðborgina fyrir alls kyns lát- um og „töffarastælum" ungra manna, sem kannski eru við skál. Idag er Jónsmessa Hólabiskups, en 23. apríl er einmitt dánardæg- ur Jóns Ögmundssonar. Samkvæmt Sögu daganna dó Jón þennan dag árið 1121, en bein hans voru tekin upp 3. marz árið 1200 og Jón lýstur heilagur maður á Alþingi um sumar- ið. Var messudagur hans þá ákveðinn 23. apríl. Fyrri messa Jóns var síðan tekin upp í Hólabiskupsdæmi á öðr- um tug 14. aldar. Dýrlingurinn Jón helgi náði þó aldrei sömu hylli og heilagur Þorlák- ur Skálholtsbiskup. Kann meint helgi Guðmundar góða, sem einnig var Hólabiskup, að hafa dregið úr dýrkun á Jóni. Engar spurnir eru úr kaþólsk- um sið af hátíðahaldi utan kirkju í tilefni Jónsmessu Hólabiskups. Á stærsta refilsaumaða altaris- klæði úr Hólakirkju frá fyrri hluta 16. aldar má sjá mynd af Jóni bisk- upi Ögmundssyni í miðju og til hægri handar honum er Þorlákur helgi Þórhallsson og á vinstri hönd Guð- mundur biskup Arason, sem tekinn var í dýrlinga tölu á 14. öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.