Morgunblaðið - 23.04.1994, Side 53

Morgunblaðið - 23.04.1994, Side 53
Landspítalinn og hemaður hans gegn sjúklingum sínum Frá Guðna Björgólfssyni. í upphafi aldar var það mönnum ekkert grín að einn spítali skyldi hljóta þann virðingarsess að kallast spítali allrar þjóðarinnar. Mönnum var það einfaldlega meining að þessi spítali skyldi verða í raun réttu Landspítali, sá spítali sem háleitustu hugsjónir og markmið skyldu bundnar við. í þann tíð voru mönnum greini- lega ekki ljós þau víðtæku áhrif sem einstaka öfgahópar gætu haft á starfsemi spítalans. Þeim hefur áreiðanlega ekki verið ljóst að fá- mennar stéttir gætu rúið spítalann öllu trausti samborgaranna. Á ári hverju gerist það að spítali þessi kemst í sviðsljósið vegna að- gerða einstakra hópa innan veggja hans. Við svo búið er ekki hægt að standa. Það er með öllu ótækt að sá spítali sem um margt hefur frum- kvæði á sviði læknisfræðinnar sé hersetinn af einstökum stéttum svo vikum og mánuðum skiptir ár hvert. Verkfall meinatækna er kornið Skógarhögg í Gull- bringusýslu 1703 Frá Sveini Indriðasyni: í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, sem saman var tekin 1703, eru talin upp hlunnindi jarða, þar á meðal skógarhögg til ) kolagerðar. Við lauslega athugun teljast sjö- ’ tíu og sjö jarðir í sýslunni eiga skóg- > arhögg á almenningum. Skiptin er þannig eftir hreppum. Grindavíkurhreppur 7 jarðir Rosmhvalaneshreppur 24 jarðir Yatnsleysustrandarhr. 20 jarðir Álftaneshreppur 21 jörð Seltjamameshreppur 5 jarðir Ekki liggur ljóst fyrir hvar þessir almenningar hafa verið. Þó er ör- | nefnið til á milli Kapelluhrauns og | Afstapahrauns. Af orðalagi má þó ráða, að með almenningum sé w stundum átt við uppland, þar sem Gagnasafn Morgunblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem af- henda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. landamerkjum jarða sleppir. Nokkr- ar jarðir hafa ennþá haft skógar- högg á heimajörð og eru þessar nefndar. Krísuvík, heimaskógur lít- ill, Hvassahraun, hrísrif á heima- landi og einnig notað í heyskorti. Lónakot á Álftanesi, skógur að mestu eyddur, en notaður jafnvel fyrir nautpening. Hvaleyri, að mestu eytt. Setberg, hefur átt skóga til foma. Garðar á Álftanesi á skóg og tekur mjög að eyðast. Vífilsstað- ir, skóg hefur jörðin átt og er hann nú eyddur svo mjög að kolagerð minnkaði um fjórar tunnur. Hólm- ur, skóg hefur jörðin átt, sem nú er aldeilis eyddur. Jörðin Reykjavík átti þá sel undir Undirhlíðum norðan við Kleifarvatn, þar var hrísrif. til nota fyrir selið. í Alftanes- og Seltjamames- hreppi er talað um einn eða tvo hríshesta (hestburði) á hveija jörð, en sunnar ácJteykjanesinu er ekki talað um slíkar takmarkanir. í gegnum þessi skrif má lesa, að menn hafa gert sér grein fyrir því, að skógamir eyddust, en annað var ekki tiltækt til kolagerðar og eldivið- ar. íbúar Reykjaness virðast eiga landinu skuld að gjalda ekki síður en aðrir landsmenn. Hvernig væri að hefjast handa og klæða Reykjanesið birkiskógi? SVEINN INDRIÐASON, Geitastekk 4, Reykjavík. sem fyllir mælinn. Hvað þarf til þess að Landspítalinn átti sig á því forustuhlutverki sem af honum er krafist? Talað er um að sýni verði ónýt og að slys geti orðið vegna aðgerða meinatækna. Kannast menn við vinnubrögðin? Kannast menn við samlíkinguna sem svo auðvelt er að gera við öfgasamtök á erlendri grundu? Hvað er til ráða, hvað getur orðið til hjálpar þessum spítala? Það er alveg ljóst að hreins- un verður að eiga sér stað á Land- spítalanum. Orðið Landspítali er brátt að veða að verstu skammar- yrðum sem mönnum getur í hug komið. Það er vissulega athugunarefni fyrir hinn almenna borgara að veita Landspítalanum það aðhald sem hann er bersýnilega öldungis ófær um að veita sjálfum sér. Það er með öllu ótækt að Landspítalinn og starfslið hans geti gengið gegn borgurunum öllu lengur með þeim hætti sem verið hefur undanfarin ár. Stjórn Landspítalans stendur frammi fyrir þeim kosti einum að segja öllum upp við spítalann og freista þess að koma skikk á starf- semi hans. Það er óþolandi og verð- ur ekki liðið að þessi óeirðaspítali haldi áfram á þeirri braut sem hann hefur gengið til þessa. Það er bráð- nauðsynlegt að kjarasamningar starfsfólks verði endurskoðaðir og það verði brottrækt gert úr öllum samningum að starfsstéttir geti leyft sér að koma fram með þeim hætti sem raunin hefur orðið hin síðustu ár. Landspítalinn er í hugum fólks það sjúkrahús sem mestar vonir eru bundnar við. Hin síðustu ár hefur Landspítalinn sett svo ofan að það er nánast eins og hvert ann- að grín að nefna hann þessu nafni. Hreinsun innan þessarar stofn- unar er það eina sem getur komið henni á réttan kjöl aftur. GUÐNI BJÖRGÓLFSSON Kirkjubraut 25, . Akranes. Vinningstölur r—------- miðvikudaginn-.l 20- aPrfl 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING I 6 af 6 10 39.540.000 m 5 af 6 tŒ+bónus 3 727.353 £•1 5af6 38 45.117 | 4 af 6 1.478 1.845 fri 3 af 6 IfB+bónus 5.344 218 Aðaltölur: iWySO, BÓNUSTÖLUR (4)@@ Heildarupphæó bessa viku 403.188.407 áisl, 47.328.407 UPPLÝSINGAR. SÍMSVARl #1- 601511 LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FVRIRVARA UM PRENTVILLUR Vinningur fór til: Danmerkur, Sviþjóðor, Finnlonds, íslonds og Noregs. j + VELVAKANDI ÞAKKLÆTITIL STEFANÍU MIG LANGAR að þakka Stef- aníu Eyjólfsdóttur fyrir gott bréf í Morgunblaðinu þann 12. apríl sl. Þar spyr hún fyrir hverja Hvalfjarðargöngin séu og er ég henni hjartanlega sammála um flest sem hún minnist á í grein sinni og er svo um marga fleiri sem ég þekki. Ólöf Pétursdóttir. BEKKJALEYSI í REYKJAVÍK KONA hringdi og kvartaði und- an því hve fáir bekkir eru í Reykjavík til að tylla sér á á leið sinni um bæinn. Hún er orð- >n fullorðin og þætti gott að geta hvílt sig af og til þegar hún gengur sér til heilsubótar. Þetta á jafnt við um miðbæinn sem úthverfin. TAPAÐ/FUNDIÐ Poki tapaðist í Austurveri HVÍTUR ómerktur plastpoki með sólgleraugum og fatnaði tapaðist í Austurveri í byrjun apríl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 678084. GÆLUDÝR Hringar töpuðust TVEIR silfurhringir töpuðust í Árseli á fjölskyldudeginum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 672844. Kristín. Hundur týndist GULUR labradorhundur fór frá Hrefnugötu mánudaginn 11. apríl sl. Hafi einhver orðið ferða hans var er hann vinsamlega beðinn að láta vita í síma 812628. Hann er mjög blíður og góður og gegnir nafninu Sámur. Gönguskíði fannst GÖNGUSKÍÐI fannst við af- leggjarann í Grafarvogi, Keldna- holtsmegin, miðvikudaginn 30. mars sl. Eigandi getur vitjað þess í síma 686765. Hvolpar SJÖ svartir hvolpar, blanda af labrador og golden retriever, fást á góð heimili. Upplýsingar í síma 668153. Pennavinir KANADÍSKUR karlmaður sem getur ekki um aldur en vill skiptast á frímerkjum: Neil Couch, ox 21001 Northtown P.O., Welland L3C 7E6, Ontario, Canada. FIMMTÁN ára piltur í Gambíu vill eignast pennavini en getur ekki um áhugamál: Alieu Cham, Brikana Middle School, Kombo Central, Westem Division, Gambia. TVÍTUGUR bandarískur piltur með áhuga á heilun o.fl.: Scot C. Albert, 921 J. St. 21, DaVis California 95616, USA. NÍU ára tékkneskur piltur með áhuga á dýrum og að læra ensku: Jiri Barea, DNV 102, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. FJÓRTÁN ára stúlka frá Tíról í Austurríki með áhuga á hestum: Daniela Eleonore, Derchenwiese 120, A-6212 Maurach am Achensee, Austraia. LEIÐRÉTTING Opnað kl. 8.30 í tilefni fréttar á Neytendasíðu sl. fimmtudag þar sem að greint var frá opnunartíma banka og sparisjóða skal það tekið fram að Sparisjóður Kópavogs opnar á hverjum virkum morgni kl. 8.30 og hefur gert svo hátt á fjórða ár. Laugardagar og sunnudagar eru: á Jarlinum, Sprengisandi Þá gerir Qölskyldan sér glaðan dag og börnin fá barnaboxin vinsælu með Ofurjarlinum og félögum bans, með hamborgara, frönskum og kók, á aðeins 195 krónur. Fleira en eitt bam má íylaa hveijum matargesti. Þeir eldri eiga margra kosta völ: Mest seldu steikur á íslandi eða ítalskur salatbar, hollur, \júffengur og ódýr eða eitthvað annað gómsætt af matseðlinum - af nógtt er að taka ' f M H « Sprengisandi ÞEGAR ÞÚ NOTAR BOÐKERFIÐ HRINGIR ÞÚ FYRSTí 984 oq í beinu framhaldi númer viðkomandi boðtækis. Þá heyrist rödd sem segir: n VELDU TALNABOÐ Þá átt þú að slá inn t.d. símanúmerið þitt eða þao númer sem handhafi boðtækisins á að hringja í. Að lokum ýtir þú á Í#T .r~~rrl. II Röddin heyrist þá aftur og staðfestir: BOÐIN VERÐA SEND Leggðu síðan á. ii BODKERFI PÓSTS OG SIMA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.