Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 54
4 FRJALSIÞROTTIR / 79. VIÐAVANGSHLAUP IR ÞOLFIMI MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 Morgunblaðið/Kristinn Fyrstu þrír á mark í 79. Víðavangshlaupi ÍR kasta mæðinni að hlaupi loknu. Sigurvegarinn Sigmar Gunnarsson UMSB er lengst til hægri, Daníel Smári Guðmundsson Ármanni í miðið og Sveinn Emstsson ÍR til vinstri. Sigmar og Anna aflur fyrst í mark SAGAN endurtók sig íVíðavángshlaupi ÍR ífyrradag þvíSigmar Gunnarsson UMSB sigraði með yfirburðum annað árið í röð og sem i fyrra kom Anna Cosser ÍR fyrst á mark í kvennaflokki. Metþátt- taka var í hlaupinu, 217 keppendur luku hlaupi eða níu fleiri en í fyrra. ^Jigmar tók strax forystu er hlaup- Harðari keppni var nú en um ára- ‘ igmar tók strax forystu er hlaup- aramir vom ræstir við Ráðhús- ið og var vel á undan næstu mönnum eftir fyrri hringinn. Fjórir hlauparar voru þá í hnapp og virtust ætla að betjast um annað sætið en á seinni hringnum losnaði hópurinn í sundur og spennan fór úr baráttunni. Sigmar hefur „fuilt hús“ því hann hefur að- eins tvisvar tekið þátt í Víðavangs- hlaupinu. Daníel Smári Guðmundsson Á varð annar þriðja sinni en það sæti hlaut hann einnig 1990 og ’92. Sveinn Emstsson ÍR varð þriðji en það er í fyrsta sinn sem hann kemst á verðlaunapall í hlaupinu. Af konum komu næstar Önnu Cosser þær Laufey Stefánsdóttir Fjölni og Gerður Rún Guðlaugsdóttir ÍR. bil í þriggja manna sveitakeppni karla milli Armanns, ÍR og UMSB. Ár- menningar urðu hlutskarpastir og er sigurinn þeim ugglaust kærkominn því sveit félagsins vann síðast 1951. Ármenningar unnu einnig þriggja sveina sveit en ÍR-ingar unnu aðrar sveitakeppnir hlaupsins; 5 og 10 manna karla, þriggja kvenna sveit, þriggja manna öldungasveit og sveit þriggja kvenna 30 ára og eldri. Upphaf og endir hlaupsins var við Ráðhús Reykjavíkur sem í fyrra en nú vom hlaupnir tveir hringir um Tjörnina í stað þriggja í fyrra. Árni Sigfússon borgarstjóri og Þorbergur Halldórsson formaður IR afhentu verðlaun að hlaupi loknu. URSLIT 'Körfuknattleikur Evrópukeppni meistaraliða Tel Áviv, ísrael: Úrslitaleikur á fimmtudag: Joventut Badalona - Olympiakos..59:57 Stigahæstir; Badalona: Ferran Martinez 17, Jordi Villacampa 16, Comelius Thompson 9. Olympiakos: Zarko Paspalj 15, George Sigalas 14, Roy Tarpley 12. Leíkur um þriðja sæti: Panathinaikos - Barcelona......100:83 NBA-deildin Leikir aðfaramótt fimmtudags: Charlotte - Washington........117:111 Oriando - Minnesota...........121:101 .9 Shaquille O’Neal gerði 53 stig — meira en nokkru sinni. Þá tók hann 18 fráköst. Indiana - Cleveland............109:98 Milwaukee - Detroit............103:78 LA Clippers - Denver...........85:100 LA Lakers - Seattle............90:112 Leikir aðfararnótt föstudags: Boston - Charlotte...:..........89:95 Miami - Atlanta.................94:89 New York - Philadelphia........130:82 Houston - Dallas..............126:100 Utah - Portland...............122:111 Golden State - Sacramento......121:96 Staðan: (Unnir leikir, tapaðir og sigurhlutfall) AUSTURDEILD Atlantshafsriðill •New York ■Orlando 55 49 ■New Jersey 44 ■Miami 42 31 24 Washington 23 Miðriðill ■Atlanta 56 ■Chicago 55 45 45 40 Detroit 20 Milwaukee 20 VESTURDEILD Miðvesturriðill 58 54 ■Utah 51 ■ Denver 41 20 Dallas :.n Kyrrahafsriðill 61 54 49 ■Portland 46 LA Lakers 33 LA Clippers 27 Sacramento 27 • Liðið er öruggt með bestan árangur allra liða í riðlakeppninni í vetur. • Lið sem hefur þegar sigrað i riðlinum, ■ Lið sem komið er i úrslitakeppnina. Tennis Opna Monte Carlo mótið. Átta manna úr- slit í gær. Yevgeny Kafelnikov (Rússlandi) sigraði David Rikl (Tékklandij 7-6 (7-1) 6-3. 6-Andrei Medvedev (Úkrainu) sigraði 3-Jim Courier (Bandaríkjunum) 6-7 (5-7) 7-5 7-6 'J-3). z-Stefan Edberg (Svíþjóð) sigraði 9-Thomas Muster (Austurríki) 6-7 7-6 6-4. 5-Sergi Bruguera (Spáni) sigraði 4-Goran Ivanisevic (Króatíu) 6-0, 6-3. • Undanúrslit eru í dag: Edberg mætir Bruguera og Medvedev keppir við Kafeln- ikov. Þess má geta að Kafelnikov, sem er aðeins tvítugur og mikið efni, sló út bæði Bandaríkjamanninn Andre Agassi og Þjóð- veijann Michael Stich, sem var efstur á st.yrkleikalista mótsins, á leið sinni í fjög- urra manna úrslit. KORFUKNATTLEIKUR Best og efnilegust Morgunblaið/Sverrir Magnús Scheving Magnús meiddur en ætlar að keppa Magnús Scheving keppir á heimsmeistaramótinu í þolfimi í Japan um helgina. En babb kom í bátinn um sl. helgi, þegar Magnús var við æfingar á Spáni. Hann tognaði illa á ökkla á æfingu. „Þetta er ótrúleg óheppni. Ég hef ekki meitt mig við æfingar eða keppni síðustu ár og ekki tognað í átta ár. Ég var að æfa stökk og því var í raun lokið, en þá ákvað ég að taka eitt stökk í viðbót. Þá klikkaði löppin. Mér var ráðlagt af lækni að keppa ekki, en ætla mér á svið," sagði Magnús í samtali við Morgun- blaðið frá Japan í gær. „Keppnin er mjög sterk, Jap- anir, Brasilíumenn og Argent- ínubúar hafa góða keppendur í karlaflokknum. En það þýðir ekkert að væla, ég ætla mér að slást um verðlaunasætin, sama hvað tautar og raular. Verst er að hafa ekki aðstoðarmann eða iækni, ég þori ekki að láta ein- hveija lækna hérna sprauta mig eða krukka í löppina. Við sjáum hvað setur, þetta verður spenn- andi keppni. Ég þarf fyrst að komast í 10 manna úrslit á laug- ardag, síðan er aðalkeppnin á sunnudag." sagði Magnús. Með- al keppenda á heimsmeistara- móti Suzuki er japanski heims- meistarinn Kenchiro, en kepp- endur frá 16 löndum keppa til úrslita. LOKAHÓF körfuknattleiksmanna fór fram á Hótel íslandi síðasta vetrardag og þar var meðal annars kunngjört val leikmanna úrvalsdeildar á besta og efnilegasta leikmanninum og val ieikmanna í 1. deild kvenna á bestu og efnileg- ustu stúlkunni. Þau bestu og efnilegustu eru frá vinstri: Guðmundur Bragason, UMFG, bestur, Gréta M. Grétarsdóttir, ÍR, efnilegust, Olga Færseth, ÍBK, best og Sverrir Þór Sverrisson, Snæfelli, sá efnilegasti. FIMLEIKAR / HEIMSMEISTARAMOTIÐ Ivankov og Miller best í fjölþraut IVAN Ivankov frá Hvíta Rússlandi varð heimsmeistari ífjölþraut karla ífimleikum ífyrradag og Shannon Millerfrá Bandaríkjunum sigraði í kvennaflokki í gær. Miller er fyrsta konan í 20 ár sem nær að verja heimsmeistaratitilinn ífjölþraut. Heimsmeistara- mótið fer nú f ram í Brisbane í Ástralíu. Landi Ivankovs, heims- og Ólymp- íumeistarinn Vitaly Scherbo — sem varð sexfaldur gullverðlaunahafi í Barcelona — varð að gera sér þriðja sætið að góðu í Brisbane, eftir að hafa gert tvenn slæm mistök. Scherbo datt klaufalega í afstökki af tvíslá og varð einnig á í messunni í hringjunum. Ivankov var, aftur á móti, öryggið uppmálað á öllum áhöldunum sex og tryggði sér fyrsta sigurinn á stórmóti. Rússinn Alexej Voropaev hlaut silfrið. Ivankov, sem er frá Minsk, lauk keppni á undan aðalkeppinautunum og biðin eftir því hvort einhver næði að bæta árangur hans var erfið. Hann fékk samtals 57,012 í einkunn fyrir æfingamar sex; á gólfi, svifrá, stökk, æfingar á bogahesti, í hringj- um og tvíslá, og ótti hans meðan á þriggja tíma bið stóð var ástæðu- laus. Voropaev fékk einkunnina 56,924 og Scherbo 56,350. Þrátt fyrir að hafa aðeins náð í brons kvaðst Scherbo telja sig hafa sýnt framfarir frá því hann varð heimsmeistari í fyrra. „Ég veit ekki hvað gerðist í dag...Ég var í ótrúlega góðri æfingu fyrir mótið,“ sagði Scherbo, en bætti við: „En ég er mjög ánægður með að gullið fór til Hvíta Rússlands." „Ég horfði ekki á mikið af keppn- ina vegna þess hve ég var taugaó- styrkur," sagði Ivankov, eftir að sig- urinn var í höfn. „Ef ég á að vera hreinskilinn, átti ég ekki von á að vinna.“ Besti árangur hans var brons í hringjunum á HM í Birmingham í fyrra. Scherbo hafði forystu í keppninni eftir fyrstu umferð keppninnar eftir frábærar æfíngar á bogahestinum, sem hann fékk einkunnina 6,675 fyrir. Vonir um sigur dvínuðu síðan mjög vegna mistaka í hringjum og á tvíslá, en hann sigraði í báðum greinum í Barcelona. Honum mis- tókst tvær æfingar í hringjunum og fékk einkunnina 8,950 fyrir. Lokaeinkunnir efstu manna: 1. Ivan Ivankov (Hv. Rússl.)....57,012 2. Alexei Voropaev (Rússl.).....56,924 3. Vitaly Scherbo (Hv. Rússl.)..56,350 4. Valeri Belenki (Þýskai.).....56,312 5. Evgeni Chabaev (Rússl.)......56,275 6. Igor Korobchinski (Úkraínu)..55,812 7. Lee Joo-hyung (SuðurKóreu)...55,800 8. Yuri Chechi (ftalíu).........55,762 9. Zoltan Supola (Ungveijal.)...56,662 10. Li Xiaoshuang (Kína).........55,650 12. Alexej Nemov (Rússl.)........55,362 Millervarði titilinn Shannon Miller, sem er 17 ára, varð fyrsta konan í 20 ár til að veija heimsmeistaratitilinn í fjölþraut. Síð- ust til þess var hin gamalkunna Ludmilla Tourischeva frá Sovétríkj- unum, 1974, en þá var heimsmeist- aramótið haldið á fjögurra fresti. Miller hafði betur eftir mikla bar- áttu við Laviniu Milosovici frá Rúm- eníu og það var ekki fyrr en í síð- asta stökki hennar, sem bandaríska stúlkan tryggði sér sigurinn. Mi- losovici hafði forystu, en Miller nældi í gullið með góðu stökki í lokin, sem hún fékk 9,812 fyrir og aðeins mun- aði 0,38 stigum á þeim. Skömmu áður hafði Milosovici náð besta árangri sínum í æfingum á slá og spennan var mikil í lokin. Miller fékk samtals 39,274 stig fyrir æfmgarnar fjórar; á gólfi, á slá, stökk og æfingar á tvíslá. Rúm- enska stúlkan fékk hins vegar 39,236. Bandaríska stúlkan Dom- inique Dawes hafði forystu fyrir síð- ustu greinina í gær, eins og á HM í fyrra, en aftur urðu henni á mistök sem komu í veg fyrir sigur. Dawes, sem er 17 ára, hélt ekki jafnvægi í lendingu eftir stökkið. Efstu stúlkurnar voru þessar: 1. Shannon Miller (Bandaríkj.)..39.274 2. Lavinia Milosovici (Rúmeníu).39.236 3. Dina Kochetkova (Rússl.).....39.125 4. Gina Gogean (Rúmeníu)........39.061 5. Dominique Dawes (Bandaríkj.)....38.968 6. Lilia Podkopayeva (Úkrafnu)..38.942 7. Huilan Mo (Kína).............38.924 8. Nadia Hategan (Rúmeníu)......38.836 9. Svetlana Chorkina (Rússl.)...38.805 10. Yelena Piskun (Hv. Rússl.)....38.767 11. YaQiao(Kína)..................38.448 12. Elena Grosheva (Rússl.)......38.324
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.