Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.04.1994, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1994 5é HANDKNATTLEIKUR / URSLITAKEPPNIN URSLIT SOKNARNYTING íþróttahúsið við Strandgötu. fyrsti leikur t undan- úrslitum Islands- mótsins, föstu- daginn 22. apríl 1994 Haukar- Víkingur 25:23 íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfírði, íslandsmótið í handknattleik, 1. leikur i undanúrslitum 1. deildar karla, föstudaginn 22. apríl 1994. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 3:3, 4:4, 6:4, 7:5, 7:8, 9:8, 10:11, 11:12, 13:12, 13:13, 15:14, 15:16, 18:16, 20:19, 22:19, 22:21, 24:21, 25:22, 25:23. Mörk Hauka: Sigurjón Sigurðsson 6, Hall- dór Ingólfsson 5/1, Petr Baumruk 5/2, Páll Ólafsson 2, Aron Kristjánsson 2, Pétur Vilberg Guðnason 2, Þorkell Magnússon 2, Jón Örn Stefánsson 1. Varin skot: Bjarni Prostason 13/1 (þaraf 4 til mótheija), Magnús Ámason 3 (þaraf eitt til mótheija). Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Víkings: Slavisa Cvijovic 8, Bjarki Sigurðsson 6/2, Gunnar Gunnarsson 4, Birgir Sigurðsson 3, Friðleifur Friðleifsia^- 2. Varin skot: Reynir Reynisson 12 (þaraf 4 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Stefán Amaldsson og Rögnvald Erlingsson. Áhorfendur: 1.150. Knattspyrna Þýskaland Wattenscheid - Kaiserslautern....0:2 - (Sforza 85., Hengen 90.). 12.000. Werder Bremen - Köln.............3:1 (Neubarth 21., Rufer 32., 90.) - (Steinmann 45.). 25.555. Frakkland — Mónakó - Cannes..................2:0 (Ikpeba 40., Klinsmann 52.). 5.000. Haukar Víkingur 2f Mófk Sóknir % Mótk Sóknir % Loky lok og læs Morgunblaðið/Kristinn BJARNI Frostason lék í marki Hauka í seinni hálfleik og átti stórleik. Hvað eftir annað varði hann úr opnum færum og hér tekur hann gott skot frá Gunnari Gunnarssyni, þjálfara Víkings. Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Hom Lfna VW KNATTSPYRNA Marseille í 2. deild Franska meistaraliðið Mar- seille var í gær dæmt til að leika í 2. deild næsta tímabil og Bemard Tapie, forseti félagsins, og Jean-Pierre Bernes, fram- kvæmdastjóri, voru úrskurðaðir í ævilangt bann frá franskri knatt- spymu. Knattspymusamband Frakka- lands tók þessa ákvörðun í kjölfar mútumála undir lok síðasta keppnistímabils. Þrír leikmenn, Jean-Jacques Eydelie hjá Mar- seille og Christophe Robert og Jorge Burruchaga hjá Valencien- nes, áttu hlut að máli og voru þeir dæmdir í keppnisbann til 1. júlí 1996. Hins vegar geta þeir sótt um að leika utan Frakklands eftir 1. júlí í sumar, en leyfí þess efnis verður háð samþykki Al- þjóða knattspymusambandsins. Marseille fær að taka þátt í Evrópukeppni tryggi félagið sér þar sæti. Liðið átti að mæta Montpellier í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í dag, en leiknum var frestað. Þannig vörðu þeir Markvarslan í gærkvöldi (innan sviga eru varin skot, en knötturinn aftur til mótheija): Bjarni Frostason, Haukum - 13/1 (4); 5(2) langskot, 2 gegnum- brot, 3 (1) úr homi, 2 (1) af línu, 1 víti. Magnús Arnason, Haukum - 3 (1); 2 (1) langskot, 1 af línu. Reynir Reynisson, Víkingi - 12 (4); 5 (1) langskot, 2 (1) hraðaupp- hlaup, 3 (1) úr horni, 2 (1) af línu. KORFUKNATTLEIKUR UM HELGINA Handknattleikur LAUGARDAGUR Undanúrslit karla: Hlíðarendi: Valur- Selfoss.16.30 SUNNUDAGUR Vikin: Víkingur - Haukar....20 MÁNUDAGUR Selfoss: Seifoss - Valur......20 Blak SUNNUDAGUR Úrslitakeppni kvenna, 4. leikur: Austurberg: ÍS - Víkingur.....20 Júdó fslandsmótið f júdó fer fram í KA-húsinu á Akureyri í dag og hefst kl. 13 og stendur fram til kl. 17. íþróttir fatlaðra Norðurlandamót fatlaðra í borðtennis fer fram i Austurbergi í dag og á morgun. Keppni hefs báða dagana kl 9. Liðakeppn- inni lýkur í dag en á morgun verður keppni einstaklinga. Fimleikar Landskeppni milli íslands og Skotlands verður í dag í íþróttahúsinu Kaplakrika. Keppt verður í karla og kvennaflokki í áhaldafímleikum. Keppnin er bæði iiða- og einstaklingskeppni og haldin samhliða Seni- ormóti FSl. Landskeppnin hefst kl. 13.30 Unglingameistaramót FSÍ verður haldið á morgun á sama stað. Um sextiu keppend- ur, piltar og stúlkur, taka þátt í mótinu og koma frá Gerplu, Ármanni, Stjömunni, Björk, Fimleikafélagi Keflavíkur og Gróttu. Mótið hefst kl. 13.30. Körfuknattleikur Undankeppnin fyrir körfuknattleikskeppn- ina á landsmóti UMFÍ í sumar verður hald- in að Laugarvatni um heigina. Fjórtán lið leika þar um átta sæti á landsmótinu og eru sex lið úr úrvalsdeildinni, þannig að hér verður um mikla keppni að ræða. Badminton Keppni ( 2. og 3. deild verður í Laugardals- höllinni í dag og á morgun. Keppni hefst báða dagana kl. 10 árdegis. Borðtennis Stóra Víkingsmótð verður í TBR-húsinu á morgun og hefst kl. 10 með tvíliðaleik, en keppt verður I 8 flokkum. Golf Fyrsta opna golfmótið hjá Keili verður hald- ið á Hvaleyrinni í dag og veður ræst út frá kl. 9. S/L púttmótið verður í Golfheimi á sunnudagskvöldið og hefst kl. 20. Þar eiga tveir efstu úr púttmótum vetrarins þátttöku- rétt og keppt er um tvær utanlandsferðir. Þeir sem ekki hafa tryggt sér þátttökurétt geta tekið þátt í síðasta púttmóti vetrarins sem verður á sunnudaginn, áður en úrslita- mótið hefst um kvöldið. Skemmtileg sumar- byijun í Firðinum HAUKAR byrjuðu sumarið eins og þeir enduðu veturinn — með sigri. Hann fékkst samt ekki átakalaust, því Víkingar gáfu hvergi eftir í gærkvöldi og voru marki yf ir í hléi í fyrsta undanúrslita- leik liðanna í 1. deild karla, sem fór fram í Hafnarfirði. Hins veg- ar mættu gestirnir ofjarli sínum í seinni hálfleik, þar sem var Bjarni Frostason. Hvað eftir annað varði hann úr opnum færum og þó baráttan stæði nær allt til loka munaði mest um, þegar piltur varði vítakast i stöðunni 19:17 um miðjan hálfleikinn, og síðan úr horni tæpum sjö mínútum fyrir leikslok, en þá leiddu Haukar 22:21. í bæði skiptin tvíefldust heimamenn og Sigurjón Sigurðsson, sem var frábær í vörn sem sókn, gerði tvö mörk í röð í kjölfar síðara tilviksins og þar með voru úrsíitin ráðin. Steinþór Guöbjartsson skrifar Leikir þessara liða voru skemmti- legir og spennandi í vetur og sama var upp á teningnum í gær- kvöldi. Stemmningin var aldeilis frábær í troðfullu íþróttahús- inu við Strandgötu og leikmennirnir léku við hvem sinn fingur. Spilið gekk hratt og yfirleitt kerfisbundið fyrir sig, en varnimar voru sterkar og því gekk dæmið ekki ávallt upp. Eins var Reynir Reynisson frábær í marki Víkings í fyrri hálfleik og áður er getið frammistöðu Bjarna Hauka- manns eftir hlé. Sem fyrr var breiddin aðal Hauka — þegar einn fann sig ekki tók ann- ar við. Páli ólafssyni var tvisvar vik- ið af velli í fyrri hálfleik og þó seinni brottvísunin hafi orkað tvímælis lét hann það ekki á sig fá, stjórnaði spilinu sem herforingi eftir hlé og tók tvisvar af skarið, þegar mikið lá við. Vömin var þétt með Siguijón sem besta mann, en Petr Baumruk var einnig sterkur — og full harður á stundum. Vamarleikur Víkings var einnig góður lengst af og sóknarleikurinn markviss með þrenninguna Gunnar Gunnarsson, Bjarka Sigurðsson og Slavisa Cvijovic í fararbroddi. Birgir Sigurðsson var öflugur í fyrri hálf- leik, en var vel gætt eftir hlé og komst þá ekki á blað. „Þetta var eins og ég bjóst við,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálf- ari Hauka. „Barátta allan tímann. Bjami gaf okkur aukinn styrk og spurningin var hvort okkur tækist að halda út. Það tókst í þessari hrinu og fyrri hálfleikur er búinn, en sá seinni er eftir og ég á von á eins skemmtilegum leik í Víkinni á sunnu- dagskvöld enda eru þetta mjög jöfn lið.“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Vík- ings, var ánægður með leikinn, „en við nýttum ekki færin í seinni hálf- leik og hleyptum Bjama inní leikinn. Annars kom mér á óvart að allt í einu var farið að dæma ruðning á hornamenn og ég er ósáttur við þijá slíka dóma sem við fengum á okkur, þó það sé okkur en ekki dómurunum að kenna hvemig fór. Við skoðum hvað fór úrskeiðis, tökum á móti þeim í Víkinni og ætlum að mæta hingað aftur á þriðjudag." Badalona Evrópumeistari Spænska félagið Joventut frá Badalona varð á finimtudag Evrópumeistari í körfuknattleik eft- irað hafa sigrað gríska liðið Olymp- iakos í úrslitum í Tel Aviv í ísrael, 59:57. Leikurinn var mjög spenn- andi og bæði lið léku frábæran varnarleik og má sem dæmi nefna að Grikkirnir skoruðu ekki stig síð- ustu fimm og hálfa mínútu leiksins. Staðan var 56:57 fyrir gríska lið- ið þegar 17 sekúndur voru eftir en Comelius Thompson hitti úr þriggja stiga skoti og kom Badalona yfir. Zarko Paspalj, einn besti ieikmaður Olympiakos, fékk vítaskot þegai 4,8 sekúndur voru eftir, en hitti úi hvonigu skotinu. „Eg hélt ég myndi deyja á meðar Paspalj var á vítalínunni," sagd Thompson, hetja sigurveganna, eft ir leikinn, en Badalona var ekk talið líklegt til afreka fyrir keppn ina. Liðið vann samt Barcelona undanúrslitum og síðan Olympia kos. Þess má geta að rúmlega 3.001 Grikkir fóru með liðinu til ísrael og sáu leikinn en stuðningsmeni spænska liðsins vom um 70 talsinf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.