Morgunblaðið - 23.04.1994, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 23.04.1994, Qupperneq 56
NETBUNAÐUR ' EINAR J. SKÚLASON HF MORGVNBLABW, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK Stm 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTIIÓLF 3040 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 23. APRIL 1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. Launasjóður rithöfunda JJthlutun kærð til Jafnrétt- isráðs STEINUNN Jóhannesdóttir rit- höfundur hefur kært úthlutun starfslauna úr Launasjóði rit- höfunda til Jafnréttisráðs. Hún telur sig hafa verið sniðgengna úthlutunina. „Af þeim fimm '<telkskáldum sem áttu verk á fjölum stóru leikhúsanna í vet- ur fá fjögur úthlutun úr launa- sjóðnum, allt karlar. Eina kon- an í hópnum er sniðgengin." Kærunefnd jafnréttismála hef- ur tekið erindi Steinunnar til umfjöllunar. Steinunn bendir á að hér sé um laun frá ríkinu að ræða og spyr hvort stjóm sjóðsins beri ekki ' *"sKylda til að taka tillit til jafn- réttislaga. Tilgangur þeirra sé að bæta stöðu kvenna. 34 karlar en 7 konur „Hlutföll kynja við úthlutun úr Launasjóði rithöfunda eru konum hins vegar afar óhagstæð," segir hún. „Við úthlutun nú fyrir páska hlutu 34 karlar en 7 konur 6 mánaða laun. Hvað árslaun varðar er hlutfallið hagstæðast, 5 karlar og 4 konur fengu þau, og síðan voru 3 ára launin fengin karl- manni. Raunar eru fleiri konur en ég óánægðar með úthlutun starfslauna listamanna og mér finnst vert að láta reyna á mitt tilvik. Konur hafa verið útundan í listum of lengi.“ Óskað upplýsinga um aðild Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, seg- ir aðild að kærunni ekki liggja ljósa fyrir, hver beri ábyrgð á ákvörðun um úthlutun launanna. Óskað hafi verið upplýsinga um það frá menntamálaráðuneyti. Sjá Menning/listir bls. 2B Morgunblaðið/Árni Sæberg A heimili biskups ERKIBISKUPINN af Kantaraborg hitti gesti á heimili biskupsins á íslandi í gærkvöldi, en þá kom hann í heimsókn hingað til lands. Á myndinni eru talið frá vinstri: Ólafur Skúlason biskup, frú Ebba Sigurð- ardóttir, frú Eileen Carey og George Leonard Carey. Fyrsta heimsókn erkibiskupsins af Kantaraborg til Islands Himinlifaiidi að vera koniinn hingað í sögTilega heimsókn GEORGE Leonard Carey, erkibiskupinn af Kantaraborg og æðsti bisk- up ensku þjóðkirkjunnar, kom í gærkvöldi ásamt föruneyti i heimsókn hingað til lands, en Island er síðasti viðkomustaðurinn á ferð hans um Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. Ólafur Skúlason biskup og breski sendi- herrann á Islandi ásamt fulltrúum stjórnvalda tóku á móti erkibiskupn- um á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem erkibiskupinn af Kantaraborg sækir Island heim og sagði Carey að heimsókn sin væri því mjög söguleg, og hann væri himinlifandi ýfir að vera kominn hing- að. „Vikingarnir komu á sínum tíma margoft til Englands, en við höf- um hins vegar ekki sótt svona langt norður áður,“ sagði Carey. Carey var vígður erkibiskup 1991 og ári síðar samþykkti kirkjuráð ensku biskupakirkjunnar að heimila konum að taka prestvígslu. Formleg samþykkt þess efnis var síðan gerð í febrúar sl. og hlutu 32 konur prest- vígslu í mars. Mikil óánægja hefur verið með þessa þróun og hefur hún orðið til þess að tugir presta og ýmsir þekktir leikmenn hafa gengið í kaþólsku kirkjuna. Carey sagði að búist hefði verið við því að allt að 4.000 prestar myndu yfirgefa ensku biskupakirkjuna en reyndin yrði sennilega sú að þeir yrðu nálægt 200. Hann sagðist því alls ekki reikna með að um neinn klofning yrði að ræða innan kirkjunnar og lagði áherslu á að innan hennar ætti að vera rúm fyrir allar skoðanir. „Að sjálfsögðu vil ég ekki að neinn yfirgefi kirkjuna, en ef fólki fínnst samviska sín segja að það verði að gerast kaþólikkar þá verðum við að sætta okkur við það. Kaþólikkar ganga á sama hátt í ensku biskupa- kirkjuna, og það er greiniiegt að margir þeirra aðhyllast það sem við erum að gera og telja rétt að veita konum prestvígslu. Sjálfur er ég sannfærður um það.“ I dag mun erkibiskupinn m.a hitta Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- lands og Þorstein Pálsson kirkju- málaráðherra að mál. Hann heim- sækir Hjallakirkju, Grafarvogskirkju og Hallgrímskirkju, en þar heldur hann fund með fjölmiðlum. Kvöld- verður verður síðan snæddur á Holiday Inn hótelinu í boði Þorsteins Pálssonar kirkjumálaráðherra. Drottn- ingará Aknreyri DROTTNINGAR Danmerk- ur og Noregs, Margrét Þór- hildur og Soiya höfðu stutta viðdvöl á Akureyrarflugvelli á sumardaginn fyrsta. Drottning- arnar komu með flugvéi danska flug- hersins og lenti hún á Akureyrar- velli um kl. 14.30 á fimmtudag. Æftir stutta viðdvöl héldu þær áfram með flugvél frá Flugfélagi Norðurlands til Græn- lands. Drottning- arnar eru einkaerindum og ætla að dvelja á Grænlandi í nokkra daga, en þær tóku meðal annars göngu- skíðin með sér í Grænlandsför- ina. Þær munu lenda aftur á Akureyrarflugvelli á þriðjudag á bakaleiðinni. Margrét Soija Visa-ísland áskilur sér rétt til færslu- gjalds á kreditkort Könnun Hagvangs hf. á afstöðu til þjóðsöngsins 49,6% vilja ekki að tekinn verði upp nýr þjóðsöngur 49,6% aðspurðra vilja ekki að tekinn verði upp nýr þjóðsöng- ur, samkvæmt könnun sem Hagvangur hf. hefur unnið. Að sögn Árna Blöndal hjá Hagvangi hf., var könnunin gerð að ^jj^frumkvæði fyrirtækisins vegna þeirrar umræðu, sem verið ~ hefur um hvort taka eigi upp nýja þjóðsöng. Tekið var slembiúrtak 968 ís- lendinga um allt land á aldrinum 18 til 67 ára og svöruðu samtals 730 manns eða 75,4%. Könnunin fór fram símleiðis dagana 15. til 18. apríl. Spurt var: Umræður hafa ver- ið í gangi um að skipta um þjóð- söng. Ert þú fylgjandi eða and- víg(ur) því að skipt verði um þjóð- söng? Fylgjandi nýjum þjóðsöng samkvæmt könnuninni voru 264 eða 36,2% en andvígir voru 362 eða 49,6%. í óvissu voru 104 eða 14,2%. Ef einungis er tekið tillit til þeirra sem tóku afstöðu er hlutfall þeirra sem eru fylgjandi nýjum þjóðsöng 42,2% en 57,8% eru á móti. Enginn marktækur munur er milli kynja og búsetu. Hins vegar er andstaða við því að skipt verði um þjóðsöng marktækari hjá fólki sem komið er yfir miðjan aldur eða 38 ára og eldri en hjá þeim sem eru yngri. STJÓRN Visa-ísland íhugar að leg8Da a sérstakt færslugjald á kreditkort, sem korthafar greiða á svipaðan hátt og gert er á deb- etkort og mun fyrirtækið að sögn Einars S. Einarssonar, fram- kvæmdastjóra, m.a. áskilja sér rétt til slíki’ar gjaldtöku í nýjum viðskiptaskilmálum, sem sendir hafa verið út með áskriftum til viðskiptamanna. Þá er einnig að vænta lækkunar á gjaldeyris- þóknun vegna úttekta í pening- um erlendis úr 3,5 í 2,5%, en jafn- hliða verður tekið upp lágmarks- gjald. í samkomulagi banka og spari- sjóða við Kaupmannasamtökin og samstarfsaðila þeirra, veita greiðslukortafyrirtækin vilyrði fyrir 7,75% lækkun á þóknun sinni af greiðslukortum, gagnvart þeim að- ilum sem taka upp debetkortavið- skipti. Gert er ráð fyrir að lækkun- in verði í áföngum á 12 mánuðum. Að sögn Gunnars Bæringsonar, framkvæmdastjóra Kreditkorta hf., hefur ekki verið rætt um að setja færslugjald á Eurocard en verið væri að hugleiða leiðir til að mæta þeirri lækkun sem orðið hefur á þóknun fyrir kreditkortin. Jóhann Ágústsson, stjórnarfor- maður Visa-ísland, og Einar S. Ein- arsson framkvæmdastjóri segja að eftir eigi að útfæra hugmyndina um færslugjald á kreditkort. „Það hefur ekkert gerst enn þá en menn eru með hugann opinn og alltaf er verið að breyta,“ sagði Jóhann. „Það er verið að slá af með þóknun fyrir kreditkortin og einhvern veg- inn verður fyrirtækið að rekast. Þetta er allt í skoðun en ekkert staðfest ennþá.“ -------»..♦..♦------- Meinatæknadeilan Ekkert þok- aðist í sam- komulagsátt EKKERT þokaðist í samkomu- lagsátt hjá meinatæknum og við- semjendum þeirra á fundi með ríkissáttasemjara í gær. Að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkis- sáttasemjara hefur verið boðað til nýs fundar með deiluaðilum kl. 13.30 í dag. Félagsdómur frestaði í gær að kveða upp úrskurð í máli Vinnuveit- endasambands íslands gegn Flug- virkjafélagi íslands. Flugvirkjar hafa boðað vinnustöðvun sem hefst á mánudagsmorgun, en VSÍ telur hana ólöglega þar sem kjarasamn- ingar séu í gildi út þetta ár. Úr- skurður félagsdóms verður kveðinn upp í dag kl. 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.