Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Halldór Ásgrímsson um breytingar á stjórn fiskveiða Ríkar ástæður fyrir að hefta ekki kvótaframsal Framsóknarmenn tala út frá þröngnm hagsmunum, segir sjávarútvegsráðherra ÞINGMENN Framsóknarflokksins gagnrýndu á Alþingi fyrir- ætlanir stjórnvalda um að takmarka framsal aflaheimilda milli skipa, eins og boðað er í breytingartillögum meirihluta sjávarútvegsnefndar Alþingis við frumvarp um stjórn fisk- veiða. Sjávarútvegsráðherra sagði að framsóknarþingmenn ræddu um málið út frá þröngum hagsmunum svonefndra Atvinnumanna í sjávarútvegi en höfnuðu afstöðu sjómanna. Hætt við fyrirhugað sérframboð EKKERT verður af því að hóp- ur undir forystu Inga Björns Albertssonar, alþingismanns, bjóði fram til borgarstjórnar Reykjavíkur í vor. Ingi Björn sagði að ástæðan væri fyrst og fremst tímaskortur. Hann sagð- ist hafa fundið fyrir miklum áhuga fólks á því að bjóða fram fleiri valkosti. Ingi Bjöm sagði að margir hefðu haft samband við sig og lýst yfir áhuga á að stuðla að því að fram kæmi þriðja framboðið. Hann sagðist hins vegar hafa farið seint af stað til að skoða þennan mögu- leika og að tíminn hefði reynst of naumur. Ingi Bjöm sagðist hafa viljað vanda til þessa framboðs, en ekki hlaupa af stað án alls und- irbúnings. Ingi Bjöm var spurður hvort sá hópur sem rætt hefur um framboð síðustu daga muni hittast áfram. „Já, við munum hittast í framhaldi af þessu og spjalla saman með alþingiskosningar í huga. Þetta er orðinn myndarlegur kjami sem við viljum halda saman.“ Þingmenn ræddu í gær og gær- kvöldi framvarp um stjóm fiskveiða og önnur framvörp því tengd. í áliti meirihluta sjávarútvegsnefnd- ar um lagaframvarpið segir, að ástæða þess að þrengja eigi heim- ild til flutnings aflamarks milli skipa sé gagnrýni sjómannasam- takanna á að útgerðarmenn geti framselt allan kvóta tiltekinnar tegundar af skipum sínum og keypt aftur kvóta af sömu tegund, að því er virðist í þeim eina tilgangi að lækka laun sjómanna. Ekki sé hins vegar komið í veg fyrir jöfn skipti þar sem skipt er á aflamarki einn- ar tegundar gegn aflamarki ann- arrar. Leysir og skapar vanda Halldór Ásgrimsson þingmaður Framsóknarflokks sagði að ríkar ástæður væra fyrir að hefta ekki framsal aflaheimilda, sérstaklega við þær aðstæður sem nú eru í þjóð- félaginu þegar aflaréttindi margra væru afar lítil og mikil þörf á hag- ræðingu. Þetta kynni að leysa vandamál hluta sjómannastéttar- innar vegna skiptakjara, en jafn- framt skapa vandamál fyrir annan hluta hennar og leiða til þess að hagkvæmnin og verðmætasköpun- in yrðu minni. Halldór sagði óeðlilegt að skuld- binda aðila með þessum hætti, án þess að fyrir lægi hvert verðmæta- tapið yrði. Hann vitnaði til þeirra útreikninga sem svonefndir At- vinnumenn í sjávarútvegi hefðu birt um að við þetta kynnu að tap- ast milljarðar króna árlega og sagði að ekki væri réttlætanlegt að koma í veg fyrir hugsanlegar deilur sjó- manna og útvegsmanna með þeim hætti að milljarðatap hlytist af fyr- ir íslenskt þjóðfélag. Þröngir hagsmunir Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að horfa yrði á heildarhagsmuni sjávarútvegsins sem hefði ekki þolað langa vinnu- stöðvun í vetur. Þorsteinn sagði að í umræðunni hefði verið vísað til yfirlýsinga hagsmunaaðila sem kölluðu sig Atvinnumenn. Það væra allt mætir forystumenn í sjáv- arútvegi og kvótakerfið væri vissu- iega grundvöllur árangurs þeirra í rekstri. En þegar misnotkun hefði farið að grafa um sig í greininni þannig að sjómenn þyrftu að sæta ósanngjömum skiptakjörum, þá hefðu þessir menn ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir það. „Og nú ætla þessir aðilar að segja: Það á bara að leysa málið á þeim grundvelli sem ekki var nægj- anlegur við samningaborðið þar sem þeir sjálfir komu að lausn málsins og áttu þess kost að leysa það lögum samkvæmt. Og svo koma háttvirtir þingmenn Framsóknar- flokksins hér og tala útfrá þessum hagsmunum þessa þrönga hóps. En það er ljóst að ef við afgreiðum málið ekki hér þannig að það sé sátt við sjómenn, þá mega menn allt eins búast við því að það komi til nýrra verkfallsátaka síðar á þessu ári. Og ég fullyrði að það þolir sjáv- arútvegurinn ekki. Og ég fullyrði að slík átök myndu grafa meir und- an kvótakerfinu, hagsmunum þess- ara fyrirtækja, möguleikum til hag- ræðingar og að endurskipuleggja rekstur, heldur en þær takmarkanir sem hér er verið að setja á fram- sal,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Morgunblaðið/Júlíus Eldur slökktur úr þyrlu ÞYRLUÞJÓNUSTAN kynnti slökkviliðsmönnum í Reykjavík í gær möguleikann á að slökkva elda með hjálp þyrlu. Þessi slökkviaðferð er velþekkt víða erlendis og er m.a. mikið notuð við baráttu við skógarelda. Tal- ið er að þessi aðferð geti í viss- um tilvikum komið að góðum notum við að slökkva sinuelda hér á landi, en þeir hafa logað glatt á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga. Heldur hefur þó dregið úr sinubrunum. í gær voru 8 útköll í Reykjavík vegna sinuelda. Annir hjá ferða- skrifstofum FLEIRI bókanir hafa verið gerðar í sumarleyfisferðir nú en á sama tíma í fyrra. í flestum tilfellum liggur leiðin suður á bóginn, á sólbaðsstaði í Evrópu. Fleiri stað- greiða ferðir sínar nú og færri notfæra sér raðgreiðslur. Þetta kom fram í samtölum við talsmenn á ferðaskrifstofum. Þeir sögðu jafnframt að almennt væri fólk vel undirbúið áður það kæmi á ferðaskrifstofurnar. Sjá: „Suður í sói . . .“ bls. C-l. Sjálfstæðisflokkur- inn í Hafnarfirði Magnús val- inn bæjar- stjóraefni MAGNÚS Gunnarsson, efsti mað- ur á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, verður bæjarstjóra- efni flokksins í komandi kosning- um. Þetta var ákveðið á fulltrúa- ráðsfundi flokksins í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem Sjálf- stæðisflokkurinn í Hafnarfirði lýsir því yfir fyrir kosningar hvert verði bæjarstjóraefni flokksins. Magnús lenti í fyrsta sæti í próf- kjöri Sjáifstæðisflokksins í lok jan- úar. Þetta vakti mikla athygli, ekki síst í ljósi þess að Magnús hefur ekki áður setið á lista flokksins. „Það hafa margir talið eðiilegt að Sjálfstæðisflokkurinn markaði ákveðna stefnu í því hvort það ætti að vera pólitískur bæjarstjóri eða ekki. Ég held að þetta þýði að það verða skýrari línur í kosningabar- áttunni. Efsti maður á lista Alþýðu- flokksins er núverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði þannig að menn standa frammi fyrir skýram val- kostum í þessu efni,“ sagði Magnús. Magnús Gunnarsson í dag Söngvakeppnin______________ íslenska laginu er spáð þriðja sæti í Dublin annað kvöld 19 Kosningar í S-Afriku Kjördögum fjölgað vegna skorts á kjörgögnum sums staðar 24 Legástungur________________ Niðurstöður úr rannsóknum tefj- ast vegna verkfalls meinatækna 26 Leiðari Verkföll og velferð sjúklinga 26 ► Fyrsta permaform-hverfið - Markaðurinn - Lagnafréttir - Gluggaviðgerðir - Kringlan ► Um trjáklippingar - í stærsta ísskáp á Islandi - ný- sköpunarkeppni bama - í blíðu og stríðu - Suðurland í sumar - kúrekaferðir í villta vestrinu Flugstjóri sakfelldur vegna lendingar utan flugbrautar HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær flugsljóra hjá Flugfélagi Norðurlands í 3 mánaða skilorðsbundið varðhald fyrir að hafa sýnt gáleysi og ekki viðhaft næga aðgæslu við stjórn Twin-Otter vélar flugfélagsins þegar hún lenti utan flugbrautar á Ólafsfjarðarvelli í ágúst 1992. Um borð í vélinni voru 18 knattspyrnumenn úr Leiftri á Ólafsfirði. Engan sakaði. Flugmaðurinn hafði verið sýknaður af ákærum í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands Ósammála niður- stöðu Hæstaréttar SIGURÐUR Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands, segist hissa á dómi Hæstaréttar og ósammála niðurstöðunni, eins og 2 af þeim 5 hæstaréttardómurum sem um málið fjölluðu. Ljóst sé að flugmaðurinn hafi gert mistök og fyrir það sé honum refsað en Sigurður sagði að að sínu mati hafi ekki verið um aðgæslu- leysi að ræða. Flugmaðurinn og aðstoðarflug- maðurinn hafi umfram aðra upplýst málið með heiðarlegum framburði sínum til flugslysanefndar enda hafí flugmenn jafnan lagt áherslu á við rannsóknir óhappa að hið sanna í málinu kæmi í ljós. Þessi framburður þeirra hafí síðan verið notaður gegn þeim til áð ákveða málshöfðun og byggja á ákvörðun um refsingu án þess að mönnunum hafi verið gerð grein fyrir því við skýrslugjöf til rannsóknarmanna að framburðurinn gæti verið notaður gegn þeim fyrir dómi. Sigurður kvaðst óttast að dómar af þessu tagi gætu orðið til þess að flugmenn hætti að leggja sitt af mörkum til að upplýsa hvað hafi farið úrskeiðis, sé ljóst að með því geti þeir kallað yfir sig refsingu. Flugmanninum var gefíð að sök að hafa brotið reglur um loft- ferðaröryggi með því að viðhafa ekki nægilega aðgæslu við stjórn vélarinnar við aðflug og lendingu. Vélin kom inn til lendingar um kl. 22.30, þó þá væri eigi nægilegt skyggni frá vélinni vegna myrkurs og regns, sem þá skall á. Maður- inn hélt sig lenda flugvélinni á flugbrautinni en lenti í raun utan brautar og rann vélin um- 240 metra vegalengd um öryggissvæði út í mýrlendi og stakkst þar á nefið. Greindi ekki flugbrautina frá umhverfinu í niðurstöðum Hæstaréttar seg- ir að þegar virtur sé sá mikli munur sem er á lengd flugbrautar- innar annars vegar og lengd hins ljósa, grasi gróna svæðis við hlið hennar frá suðurenda hins vegar, verði að telja í ljós leitt að ákærði hafi ekki greint flugbrautina frá umhverfi hennar þegar flugvélin var komin í lokastefnu í lending- unni. Að eigin sögn hafi ákærði séð ljósa svæðið beint framundan og talið það vera flugbrautina en vegna rigningar hafí skyggni enn versnað í lendingu. Vitnað er í skýrslu flugmálastjórnar og flug- slysánefhdár ’úrri atvikíð þar 's'em segir að flugstjórinn hafi haldið áfram aðflugi til lendingar, þrátt fyrir að aðstæður hafí gert honum ókleift að sjá flugbrautina í lend- ingunni. Telja verði að hann hefði átt að hætta við aðflug, hverfa frá og halda t.d. til Akureyrar. Síðan segir Hæstiréttur að ákærði hafi lent flugvél með 18 farþega utan flugbrautar og með því að halda áfram aðflugi til lendingar hafi hann tekið mikla áhættu að ástæðulausu, sýnt gáleysi og ekki viðhaft nægilega aðgæslu en lagt flugvélina og alla sem í henni voru í hættu. Heldur flugréttindum Hæfíleg refsing var talin 3 mánaða varðhald, skilorðsbundið til tveggja ára. Ekki var fallist á kröfu ákæruvaldsins um að mað- urinn yrði sviptur flugmannsrétt- indum en manninum gert að greiða allan sakarkostnað. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómararnir Garðar Gíslason, Gunnar M. Guðmunds- son og Friðgeir Björnsson dóm- stjóri, ásamt hæstaréttardómur- unum Hirti Torfasyni og Guðrúnu Erlendsdóttur, sem skiluðu sérat- kvæði og vildu staðfesta hinn áfrýjaða sýknudóm Héraðsdóms Norðuriands éystra.- IJ .mis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.