Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Leikhúsið Frú Emilia í leik- ferð um Norðausturland LEIKHÚSIÐ Frú Emilía leggur upp í aðra leikferð sína laugardag- inn 30. april. I vetur sýndi leikhúsið Ævintýri Trítils á Akranesi. Fyrsta sýning verður í Samkomuhúsinu á Akureyri kl. 11. Þetta er fremur stutt sýning, um það bil fjörutiu mínútur. Frú Emilía frum- sýndi verkið í október sl. og sýndi fyrri hluta vetrar i leik- og grunn- skólum í Reykjavík og nágrenni. Sýningar urðu 84 og sýningin í Samkomuhúsinu er því sú 85. Að lokinni sýningunni á Akueyri er haldið austur til Húsavíkur og sýnt kl. 14 í leikskólanum og siðan á Kópaskeri kl. 16.30. Þann 1. maí verður sýnt á Raufarhöfn kl. 10 á Þórshöfn kl. 13.30 og á Vopnafirði kl. 17. Og mánudaginn 2. maí verða sýningar i Valaskjálf á Egilsstöðum kl. .11, á Seyðisfirði kl. 13 og á Eskifirði kl. 16. .Leiksýningin Ævintýri Trítils er byggð á sögum hollenska bamabóka- höfundarins Dick Laan. Trítill á fjölda aðdáenda víða um Evrópu, sem ýmist lesa um hann, hlusta á sögur um hann í útvarpinu eða horfa á hann í sjónvarpinu. í kynningu frú Emilíu segir: „Trítill er fjarska lítill maður, eins lítil og litli fmgur, litli kroppurinn er klæddur í rauðdoppótta pijóna- peysu, bláar buxur og á höfði hefur hann bláa topphúfu. Trítill býr yfir þeim hæfíleika að geta talað við bæði dýr og menn. Öllum þykir vænt um Trítil, því hann er einstaklega hjálpfús og góðhjartaður. Trítill er ákaflega forvitinn en jafnframt hug- vitssamur og lendir þess vegna í ótrú- legustu ævintýrum." Þeir sem standa að sýningunni eru: Ása Hlín Svavarsdóttir (leik- stjóm og handritsgerð), Guðrún S. Haraldsdóttir (leikmynd og búning- ar), Ólafur Engilbertsson (grímur), og leikararnir Helga Braga Jónsdótt- ir, Kjartan Bjargmundsson og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Leikhúsið Frú Emilía er stofnað 1. október 1986 og hefur sett á svið Alþjóðlegur dansdagur í dag Dansað 1 ALÞJÓÐLEGUR dansdagur er í dag, föstudaginn 29. apríl, að því tilefni verða ballett og jassball- ettskólar með uppákomu á Eiðis- torgi og í Borgarkringlunni og munu nemendur sýna þar dansat- riði fyrir gesti og gangangi. í Borgarkringlu kl. 16 verða nemendur frá Jassballettsskóla Báru. Á Eiðistorgi kl. 18 verða nemendur frá Listdansskóla ís- borginni lands, Ballettskóla Sigríðar Ár- manns, Eddu Scheving, Guðbjörgu Björgvinsdóttur, Dansstudíói Sól- eyjar og Jassballetskóla Báru. Af sama tilefni mun íslenski dansflokk- urinn og listdansflokkur æskunnar halda sýningu í Þjóðleikhúsinu 10. maí. Listdansflokkur æskunnar mun sýna m.a. „Bolero“ og tvídans úr „Giselle" og dansflokkurinn mun sýna „Mánans ar“ og „Vitlaust númer“. níu leikverk og þrjá leiklestra. Þrett- ánda verkefnið, Macbeth, verður sýnt á Listahátíð í Reykjavík í júní og einnig { september. Kirsubeijagarð- urinn, gamanleikur eftir Anton Tsjekhov, verður frumsýndur í októ- ber og eftir áramótin kemur á svið nýtt leikverk, sem samið verður á vegum leikhússins. Aðstandendur leikhússins, Hafliði Arngrímsson og Guðjón Pedersen, hafa einnig unnið fjölda sýninga á vegum Þjóðleikhússins, Leikfélags Reykjavíkur og Nemendaleikhússins. Leikhúsið hefur einnig gefíð út sautján leikrit og hóf útgáfu tímarits um bókmenntir og leiklist 1990. Síðastliðið vor gerði menntamála- ráðuneytið og leikhúsið með sér starfssamning til tveggja ára. ------------♦ ♦ ♦ ------ Ný tímarit Nýtt tímarit hefur hafið göngu sína. Það heitir Nýir tímar og fjallar um andleg málefni, umhverfismál og tilvist mannsins „á jákvæðan og upp- byggilegan máta“, eins og segir í ritstjóraspjalli. Stefna ritsins er að gefa sem flestum kost á því að fjalla um áðumefnd efnistök „án öfga eða ofstækis", segir einnig í ritstjóra- spjallinu. Blaðið er 68 blaðsíður og á að koma út annan hvern mánuð. Allt efnið er frumsamið og innlent. Meðal þess eru viðtöl við lækningamiðla og sjáendur, íjallað er um náttúrulegar lækningar, t.d. með grösum og kris- tölum og einnig eru tólf fastir les- enda þættir. Ritstjóri Nýrra tíma er Krislján Einarsson, en framkvæmdasljóri og ábyrgðarmaður Hörður Jó- hannsson. Blaðið er prentað í Bor- garprenti. Verð í lausasölu er 599 krónur, en í áskrift 499 krónur. BARFLUGUR Myndlist Bragi Ásgeirsson Listhúsið Einn Einn, opið daglega 14-18, Eiður Snorri og Einar Snorri. Það er um sumt óvenjuleg sýning sem prýðir veggi listhússins einn einn á Skólavörðustíg 4 um þessar mundir og má vera ljóst að hún er í anda nýrrar kynslóðar og þeir sem hér eiga í hlut eru að auk komung- ir. Um er að ræða ljósmyndir af ungu fólki og er einkennandi við þær að allar eru í sömu stærð og alit fólkið er skorðað á svipaðan hátt á myndflötinn. Hver og einn eins og mænir af íhygli á skoðand- ann - alvarlegum óræðum og á stundum storkandi og makráðum augum. Líkt og hann spyiji: „Hér er ég en hver ert þú?“ Hér er um eins konar persónu- lýsingar að ræða og sú afhjúpun sem á sér stað er giska áhugaverð til samanburðar, en sátt að segja þarf maður í stöku tilfelli að rýna tvisvar á myndina til að þekkja viðkomandi, því þessi uppgerði svipur er honum síður tamur. Állar virðast myndirnar hafa verið teknar á kaffibarnum „Frikki og dýrið" og umgjörð þeirra er stásslegur gullrammi múgfram- leiðslunnar. Persónugerðirnar em svo margvíslegar að það telst allt eins veigur sýningarinnar að bera þær saman og leitast við að gerast þátttakandi í þessari afhjúpun og spá í hvert andlit og hveija skap- gerð fyrir sig. Myndirnar eru ágæt- lega teknar án þess að um nein ljósmyndræn listaverk sé að ræða, enda skilst manni að sá sé ekki tilgangurinn. Frekar að hann sé að bregða upp mynd af ungu fólki allt um kring með áherslu á áber- andi einstaklinga, sjálfsvitund Myndir Eiðs Snorra og Einars Snorra. þeirra og skapgerðareinkenni. Til viðbótar þessum andlitslýs- ingum eru í innra herbergi nokkrar nektarljósmyndir og þótti mér sá hluti þeirra sýnu áhugaverðari, sem eins og mynduðu iandslag af brota- broti líkamans. Minnir gjörningurinn og svo ein- tak af nýju tímariti (Extrablaðið) sem liggur frammi ekki svo lítið á neðanjarðarlist sjötta áratugarins, nema hve ljósmynda- og prent- tæknin er ólíkt fullkomnari en þá. En vafalítið er þetta jafn geggjað og spennandi fyrir gerendurna í dag og var forðum daga, en form- ið ér þó óneitanlega dálítið lúnara og útjaskaðra. Þrátt fyrir stóra sýningarskrá og magnaða sjálfsvit- und, skortir nokkuð á almennar upplýsingar fyrir gest og gangandi og verður það að teljast brotalöm á framkvæmdinni og ekki par snið- ugt. Upplýsingastreymi má nefni- lega allt eins fíla í botn, eins og sjálfsvitundina ... UM HELGINA Tónlist Vortónleikar Rangæingakórsins Vortónleikar Rangæingakórsins' í Reykjavík verða haldnir í Fella- og Hólakirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Á efnisskránni eru íslensk og er- lend kórlög. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir, píanóundirleik ann- ast Hólmfríður Sigurðardóttir og þver- flautuleik annast Maríanna Másdóttir. Tónleikar Lúðra- sveitar Laugarnes- skóla Árlegir tónleikar Lúðrasveitar Laug- amesskóia, yngri og eldri deilda, verða haldnir í skólanum laugardaginn 30. apríl kl. 14.30. Kaffiveitingar. Messa og kirkjukaffi Isfirðinga í Reykjavík ísfirðingafélagið hefur ákveðið að gangast fyrir messu og kirkjukaffi 1. maí nk. kl. 14 í Breiðholtskirkju, Mjódd, Þangbakka 5, Reykjavík. Séra Öm Bárður Jónsson mun messa. Guðrún Jónsdóttir sópransöng- kona syngur einsöng. Herdís Jónsdótt- ir, Sveinbjöm Bjarnason og Guðrún hafa náð saman brottfluttum Isfirðing- um og myndað kirkjukór sem leiða mun sönginn. Kirkjukaffi verður strax á eftir messu, þar sem selt verður kaffi. Að öðru leyti er ókeypis. Ritstjórar Vestanpóstsins verða á staðnum og vonast til að fólk komi með gamlar myndir til birtingar í blað- inu. Vortónleikar í V í ðistaðakirkj u Vortónleikar Skólakórs Kársness, Barnakórs Kársnes- og Þinghólsskóla og Litla kórs Kársnesskóla verða í Víðistaðakirkju á morgun, laugardag- inn 30. apríl. Á efnisskrá tónleikanna eru sönglög eftir íslensk og erlend tón- skáld, þjóðlög, barnagælur og þulur. Söngvararnir em á aldrinum 8-16 ára og syngja kórarnir hver í sínu lagi, en einnig syngja þeir saman nokkur lög. Tónleikunum Iýkur með þvf að áheyrendur syngja saman þijú íslensk ættjarðarlög, sem verða sungin á þjóð- hátíðinni á Þingvöllum 17. júní nk. Stjórnandi barnakóranna er Þórunn Bjömsdóttir og undirleikari er Mar- teinn H. Friðriksson. Tónleikarnir hefj- ast kl. 14 og er aðgangseyrir kr. 300. Vortónleikar Samkórs Kópavogs Samkór Kópavogs heldur sína ár- legu vortónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 30. apríl kl. 17. Á efnisskrá er m.a. syrpa af lögum eftir Sigfús Halldórsson, lög eftir Ed- ward Grieg og Vínartónlist, einnig er mikið af íslensku efni. • Stjórnandi kórsins er Stefán Guð- mundsson, einsöngvari á tónleikunum er Þorgeir Andrésson tenór og um píanóleik sér Katrín Sigurðardóttir. Miðaverð er 800 krónur, fyrir eldri borgara 500 krónur og ókeypis fyrir böm 12 ára og yngri. Forsala aðgöngumiða er í verslun- inni Tónborg, Hamraborg 7, dagana 27.-29. apríl. Einnig verða miðar seld- ir við innganginn. Norrænir vísnatón- leikar í Norræna húsinu Norrænir vísnatónleikar verða haldnir í Norræna húsinu sunnudaginn 1. ma! kl. 16. Þetta eru opnunartónleik- ar Norrænna vísnadaga í Norræna húsinu. Þar koma fram Thérese Juel og Max Áhman frá Svfþjóð, Rod Sincla- ir fulltrúi Dana, Sinikka Langeland frá Noregi, Mecki Knif frá Finnlandi, Kári Petersen frá Færeyjum, Hörður Torfa- son, Guðrún Gunnarsdóttir og Valgeir Skagfjörð frá íslandi. Allir gestir Nor- rænu vísnadaganna em starfandi tón- listarmenn sem hafa einbeitt sér að flutningi vísnatónlistar hver á sinn hátt. Vortónleikar Söng- smiðjunnar Einsöngvaradeild Söngsmiðjunnar heldur vortónleika sfna nk. laugardag kl. 15 í sal skólans, Skipholti 25. Flutt verða íslensk sönglög, gamlar ítalskar aríur og sviðsett atriði úr óperum eftir W.A. Mozart. Aðalkennari deildarinnar er Ágústa Ágústsdóttir söngkona. Þeir sem koma fram eru: Ari Gústavsson, Eiríkur Ás- mundsson, Guðrún Antonsdóttir, Gunnhildur Konráðsdóttir, Lilja Sig- urðardóttir, Lína Björg Tryggvadóttir, Málfríður Harðardóttir og Tómas H. Jóhannsson. Undirleikari verður Guð- björg Siguijónsdóttir. Myndlist Sigurður Örlygsson sýnir í Gallerí Sólon Islandus Sigurður Örlygsson opnar málverka- sýningu í Gallerí Sólon íslandus á morgun, laugardaginn, 30. apríl kl. 14. Á sýningunni eru 15 ný verk, þrjú stór olíumálverk úr myndaflokknum Sköp- un listamanns og einnig 16 litlar akrýl- myndir unnar á pappír úr mynda- flokknum Söngvarinn hlustar. Sýningin stendur til 23. maí. Engin boðskort era send út en alir em hjart- anlega velkomnir á opnunina. Trú og tákn í tveim heimum í Hallgríms- kirkju Sýningu Hauks Halldórssonar, Trú og tákn í tveim heimum, í suðursal Hallgrímskirkju lýkur sunnudaginn 1. maí. Sýningunni átti upphaflega að ljúka 24. apríl en sýningartíminn var framlengdur vegna mikillar aðsóknar, segir f kynningu. Fmmmyndir allra myndanna em gerðar af Hauki Hall- dórssyni og unnar í samvinnu við kín- verska listiðnaðarmenn. Sýningin er opin frá kl. 10-18. „Blómið besta“ á Kjarvalsstöðum Sýning í Vesturforsal Kjarvalsstaða verður opnuð á morgun, iaugardaginn 30. apríl, og ber hún yfirskriftina „Blómið besta“ - Fjölskyldan og lýð- veldið. Þetta er sýning á úrvali verka sem börn í Álftamýrarskóla unnu und- ir handleiðslu kennara sinna í tilefni af ári fjölskyldunnar og lýðveldisaf- mælisins. Verkin á sýningunni eru unnin í hin ólíklegustu efni. Þarna gefur að líta málverk, en einnig verk unnin í leir, tau, vír o.fl. Verkin eru eftir börn í flestum árgöngum skólans frá 1. og upp í 10. bekk. Sýningin verður opnuð á laugardag- inn kl. 16 og verður opin öllum aimenn- ingi til sunnudagsins 8. maí. Tvær sýningar opnað- ar í Nýlistasafninu Tvær sýningar verða opnaðar í Ný- listasafninu, Vatnsstíg 3b, á morgun, laugardaginn 30. apríl, kl. 16. I neðri sölum sýnir Ráðhildur Inga- dóttir. Hún hefur haldið einkasýningar • og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. í verkum sínum Ijallar hún um hringrásir og plön. Eygló Harðardóttir sýnir innsetning- ar í efri sölum safnsins, en hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýning- um og ijalla verk hennar um þau mynstur sem verða til þegar farið er frá einum stað til annars í daglegri yfirferð manna og orkuna sem kviknar á vegamótum, segir í kynningu. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn 15. maí. Alda Sigurðardóttir sýnir í Portinu Alda Sigurðardóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Portinu, Strand- götu 50 í Hafnarfirði, á morgun, laug- ardaginn 30. apríl. Verkin á sýning- unni eru gerð úr tvinna, bókbandslfmi, plexigleri og stáli. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-18 og stendur til 15. maí. Magdalena sýnir í Gallerí Allrahanda 1 Gallerí Allrahanda, Listagili á Akureyri, sýnir Magdalena Margrét Kjartansdóttir þrykk dagana 30. apríl til 15. maí. Verkin eru dúkristur og einþrykk unnin á þessu ári, myndefnið er furðu- hestar og tilveran. Magdalena hefur tekið þátt í mörgum sýningum hérlend- is og erlendis, en þetta er fyrsta sýning hennar á landsbyggðinni, en hún lauk námi frá grafíkdeild MHl 1984. Síðasta sýning-arhelgi í Hafnarborg Sýningum Jóns Thors Gíslasonar, sem sýnir málverk í aðalsal, Annette Ackermann, sem sýnir málverk í Sverr- issal, og F’reydísar Kristjánsdóttur, sem sýnir teikningar, myndasögur og myndskreytingar í kaffistofu, lýkur á mánudagskvöld, 2. maí. Opið er í Hafnarborg alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Hannes Lárusson sýn- ir í Gerðubergi Hannes Lámsson opnar myndlistar- sýningu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sunudaginn 1. maí nk. kl. 15. Sýning þessi er sú þriðja í sam- hangandi röð sýninga sem Hannes hefur haldið undanfarið. Á sýningunni í Gerðubergi verða veggirnir alþaktir áletmðum prófílum. Auk þess að draga fram grundvallar- forsendur rýmisins, er höfuðviðfangs- efni sýningarinnar í Gerðubergi, eins og hinna sýninganna, margbreytileiki sjónskynjunarinnar, einkum með liti sem útgangspunkt og félagsleg og menningarleg frumöfl, segir í kynn- ingu. Sýningunni lýkur 29. maí og er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-22 og föstudaga frá kl. 10-19. Síðasta sýningarhelg'i í Listasafni Sigurjóns I Listasafni Siguijóns Ólafssonar lýkur sýningu vetrarins, Hugmynd- Höggmynd, nk. sunnudag, 1. mai. Þar gefur að líta úrval verka frá ýmsum tímabilum í list Siguijóns og mismunandi vinnslustigum lýst í ljós- myndum og textum. Um helgina verð- ur safnið opið laugardag og sunnudag kl. 14-17 og kaffistofan er opin á sama tíma. Safnið verður lokað í maí meðan verið er að undirbúa sýningu í tilefni af Listahátíð í Reykjavík og 50 ára afmæli íslenskajýðveldisins. Heiti sýn- ingarinnar _er íslandsmerki og Súlur Siguijóns^ Ólafssonar. Árbæjarsafn Sýningin „Reykjavík 44 - Fjölskyld- an á lýðveldisári" í Árbæjarsafni, sem er hluti af dagskrá lýðveidishátíðar- nefndar Reykjavíkur, í tilefni 50 ára afmælis lýðveldis á Islandi, er opin á sunnudögum frá kl. 13-17. Ókeypis aðgangur. Síðasta sýningarhelgi Art-Hún hópsins Myndlistarsýningu Art.-Hún hópsins í Listhúsinu í Laugardal lýkur sunnu- daginn 1. maí. Á sýningunni gefur að líta leirverk með járni og gleri, skúlptúra, kol- og krítarteikningar, málverk og pastel- myndir. iitrafi'iö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.