Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 13 Umræður um fiskistofna Þórólfur Antonsson, Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson eftir Þórólf Antonsson, Guðna Guðbergsson og Sigurð Guðjónsson Sunnudaginn 20. febrúar síð- astliðinn hafði Morgunblaðið við- tal við undirritaða vegna greinar um tengsl eðlis- og líffræðilegra þátta á milli hafsvæða. Ekki stóð á viðbrögðum því strax fyrir kl. 8 daginn eftir var fiskifræðingur frá Hafrannsóknastofnun búinn að gefa efni greinarinnar miður góða einkunn í útvarpi. Síðan hafa ver- ið lífleg skoðanaskipti í ræðu og riti um þessi mál og tengd. Það er vel, ef það er gert á málefnaleg- an hátt. Aberandi hefur verið í umfjöllun um grein okkar að sjaldnast hefur hún verið tekin fyrir í heild, heldur brot úr þeim túlkunum sem fram komu. Greinin fjallar um 6 laxa- stofna, hita og seltustig, loðnu- veiði, þorskveiði og þorsknýliðun. Oftast nær hefur þorskveiðin verið tekin út úr og látið sem það væri það eina sem greinin væri um, og ekki nóg með það heldur hafa okk- ur verið gerðar upp skoðanir og menn lesið á milli línanna eins og það er kallað. Því hafa menn tapað yfirsýn og sjá ekki hið stóra sam- hengi sem við erum að reyna að sýna. Hvort okkur hefur tekist svo illa upp að koma þessum niðurstöð- um til skila eða aðrir gert það vilj- andi að snúa út úr efninu, skal ósagt látið. Hvað hörðust viðbrögð hafa komið frá Kristjáni Þórarinssyni hjá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna (LÍÚ). í ekki færri en fjögur skipti hafa birst athuga- semdir frá honum á síðum Morg- unblaðsins og fara orðsendingar hans heldur stækkandi með tím- anum. Megininntak greina Kristjáns Þórarinssonar er að sýna fram á að málflutningur okkar sé rök- leysa ein og einnig virðist hann vilja hafa hönd í bagga með því hvenær og hvernig niðurstöður eru birtar. Því er fljótsvarað með seinna atriðið að við munum ekki sækja um leyfi til Kristjáns til að birta niðurstöður rannsókna okk- ar. Og af því að Kristján dregur greinaskrif okkar í Ægi frá 1992 inn í umræðuna, verður að benda á að hann las yfir fyrir okkur þá grein og kom ekki þá með neinar athugasemdir varðandi tímasetn- ingar. Einnig virðast þessar „rök- leysur" hafa farið fram hjá honum við yfirlestur þá. Innihald greinar okkar hefur Kristjáni verið kunnugt um nokk- urt skeið og sýndi hann því nokk- urn áhuga. í framhaldi af því báð- um við hann að kanna hvort nokk- ur möguleiki væri á að LÍÚ myndi styrkja frekari vinnslu á þeim gögnum sem síðar birtust í um- ræddu viðtali í Morgunblaðinu. Eftir hans könnun á því sagði hann það ómögulegt. Síðar stað- festi formaður LÍÚ að ekkert slíkt erindi hefði borist sér né stjórn LÍÚ hvorki formlega né óform- lega. Ekki höfum við orðið varir við að það sé stefna LÍÚ að kæfa opna umræðu um líffræði fiski- stofna, né tengd mál. Því má spyija hvort Kristján Þórarinsson sé með skrifum sínum að túlka breytta stefnu samtakanna. Verður nú snúið að efni greinar Kristjáns í Mbl. 29. mars sl. Byrj- um á laxinum. Kristján reynir að gera okkur upp þá skoðun að „seiðafjöldi hafi ekki veruleg áhrif á laxgengd". Þetta er reginfirra. Við erum að bera saman ár sem eru með meðallaxveiði eða lax- gengd frá u.þ.b.700 löxum upp í 30.000 laxa. Þær sýna hámark- tækt sömu sveiflu, en það sem skilur á milli er stærð ánna, stærð framleiðsluflatarins í ánum og aðrir eiginleikar og þar af leiðandi fjöldi seiða sem gengur Út. En sveiflan er söm. Ef jafna á út sveiflurnar með því að sleppa seið- um þegar slæm skilyrði eru fyrir- sjáanleg og því mestu afföllin, héldum við að lægi í augum uppi að borgaði sig seint. Auk þess yrðu fáar seiðastöðvar tilbúnar til þess að selja seiði nokkur ár í röð og henda svo framleiðslunni nokk- ur næstu ár. Það er athyglisvert miðað við hvað Kristján er búinn að eyða miklu púðri í „rökleysur" okkar að hann gengur óhikað út á þá braut og mun lengra. Hann segir: „Ráðið sem dugar er að stilia sókn- inni í hóf og tryggja þannig aukinn fjölda eldri og þyngri fiska og stærri hrygningarstofn“. Því getur hann fullyrt að sóknin sé eini „Þrátt fyrir þetta stendur meginefni og undirstaðan í skrifum okkar óhögguð, sem er að það eru tengsl á milli Barentshafs og íslands- miða.“ áhrifavaldurinn? Hvað útilokar aðra áhrifavalda? Hann segir einn- ig: „Áhrif veiða á íslenska þorsk- stofninn koma meðal annars fram í því að stofnstærðin sveiflast kringum sífellt lægra gildi“. Hvað kemur honum til að getað ályktað að þar sé sóknin ein að verki? Sama má segja um næstu fullyrð- ingar hans á eftir um nýliðun og hrygningarstofn. Hér er heldur betur kastað steinum í glerhúsi. Ef ályktanir okkar, sem um- deildastar eru, hefðu verið út frá samanburði á veiði á þorski í Bar- entshafi við þorskveiði á ís- landsmiðum einum saman, þá hefðu ábendingar Kristjáns verið réttmætar. En við ályktum út frá öllum þáttunum sem við fjöllum um en ekki einstaka tölfræðiprófi. Það sem hefði frekar mátt gagn- rýna okkur fyrir það að vísa ekki til heimilda um athuganir á þeim þáttum sem við teljum hafa minna vægi sem sveifluvakar heldur en umhverfisþættir. Einnig hefði Kristján getað og getur enn gert sambærilegt próf fyrir alla þætt- ina og ef það kemur í ljós að um mistúlkun okkar væri að ræða, munum við að sjálfsögðu taka því. Á því eigum við hins vegar ekki von. Kristján sagði einnig í Morgun- blaðinu „...þegar greina skal sam- hengi atburða í fiskistofnum getur tölfræði án líffræðiþekkingar ver- ið hættuleg. Sýnu hættúlegri er þó líffræði án tölfræðiþekking- ar...“. Tölfræði er fremur ung stoðgrein fyrir vísindin og með þessari fullyrðingu er Kristján að kasta rýrð á mikið starf og stórar uppgötvanir líffræðinga sem störfuðu á fyrri hluta aldarinnar og fyrr. Við höfum vissulega tekið tillit til þeirrar gagrýni sem við höfum fengið á okkur í nokkrum atriðum, til dæmis að betra sé að nota vertíðarafla, heldur en ársafla á loðnu, einnig var okkur bent á rangan fjölda frítalna við mat á marktækni við 3 ára keðjumeðalt- öl. Og loks höfum við hugað að BIÐLISTANNIBÆKLUN- ARLÆKNINGUM BURT eftir Brynjólf Mogensen Biðlistinn í bæklunarlækningum á íslandi er allt of langur. Það er dapurleg staðreynd þegar haft er í huga að a) bæklunarlækningar auka lífsgæði og eru þjóðfélags- lega mjög arðbærar, b) gerviliða- aðgerðir eru efst í forgangsröð í heilbrigðiskerfinu hjá fólkinu í landinu, c) ráðamenn hafa viljað leysa biðlistavandamálið. Lausnin á biðlistavandanum gæti verið á næstu grösum. Lausnin Með nýgerðum samningi um verkaskiptingu sjúkrahúsanna á höfuðborgarsvæðinu er mjög auð- velt að leysa biðlistavandamálið í bæklunarlækningum. Þar er kveð- ið á um að þunginn í bæklunar- lækningum verði á Borgarspítala — Landakoti. Með sameiningu Borgarspítala og Landakots er hægt að gera langtum fleiri gervil- iðaaðgerðir og liðspeglanir, svo dæmi séu nefnd, og skera burtu biðlistann. Fjölgun aðgerða ætti „Við á hinu nýja sjúkra- húsi, Borgarspítala — Landakoti, treystum okkur til að skera burtu biðlistann á sex mánuð- um ef við fáum fjár- magn til þess.“ að geta gengið eftir þar sem heil- brigðismálaráðherra, Guðmundur Árni Stefánsson, hefur lýst yfir þungum áhyggjum yfir biðlista- vandamálinu og að hann vilji leysa það eins fljótt og nokkur kostur er. Lausnin felst í því að léttari aðgerðir í bæklunarlækningum verði gerðar á Landakoti þar sem til staðar er mjög gott kerfi til þess að sinna dag- og sólarhrings- skurðlækningum en að skurðstofur Borgarspítalans verði notaðar fyrir þyngri tegund bæklunarlækninga eins og gerviliðaaðgerðir. Það verður þó að koma til aukið fjár- magn. Gei-viliðalækningar eru í eðli sínu frekar dýrar aðgerðir. Þannig má ætla að hundrað að- gerðir kosti um 35 milljónir króna svo dæmi sé tekið, en þessar 35 milljónir skila sér síðar aftur til þjóðfélagsins. Við á hinu nýja sjúkrahúsi, Borgarspítala — Landakoti, treystum okkur til að skera burtu biðlistánn á sex mánuðum ef við fáum fjármagn til þess. Þetta tel ég vera ódýrustu lausnina. Niðurlag Biðlistinn í bæklunarlækningum á íslandi er með öllu óviðunandi. Það virðist þó vera að birta til, m.a. fyrir tilstuðlan Guðmundar Árna Stefánsson heilbrigðisráð- herra, bæði þar sem hann hefur stuðlað að sameiningu Landakots og Borgarspítala og vill gjarnan leysa biðlistavandamálið. Mjög auðvelt er að leysa biðlistavanda- málið í bæklunarlækningum á hinu nýja sjúkrahúsi, Borgarspítala — Landakoti, með því að flytja létt- ari aðgerðir af Borgarspítala á Landakot og nota skurðstofur Borgarspítalans eingöngu fyrir gerviliðaaðgerðir og aðrar þyngri Brynjólfur Mogensen aðgerðir í bæklunarskurðlækning- um. Við á Borgarspítala — Landa- koti getum skorið burtu biðlistann ef við fáum fjármagn til þess. Það ætti að vera auðsótt mál því fátt í læknisfræði eykur lífsgæði og skilar jafnmikilli arðsemi og bækl- unarlækningar. Höfundur er yfírlæknir bæklunnrlækningadeildnr Borgarspítala — Landakots. því að rökstyðja betur ályktanir okkar sérstaklega með tilvísan til heimilda. Þrátt fyrir þetta stendur megin- efni og undirstaðan í skrifum okk- ar óhögguð, sem er að það eru tengsl á milli Barentshafs og ís- landsmiða sem koma fram í því að umhverfisþættir og fiskistofnar sveiflast með sama takti og með 2-3 ára tímamun. Við höfum spurt marga hvaða ályktanir sé þá hægt að draga af þessu samhengi og ekki fengið aðrar túlkanir heldur en við lögðum sjálfir fram í skrif- um okkar í upphafi. Nú þegar þetta er skrifað hafa þessar niðurstöður okkar verið lagðar fyrir fund í vinnuhópi innan laxanefndar Alþjóða hafrann- sóknaráðsins. Fólk frá 11 þjóð- löndum hefur gert greininni efnis- leg skil og hún fengið mjög góðar viðtökur. Falla niðurstöður okkar nokkuð vel að þeim líkönum, sem aðrir hafa verið að vinna að, til að skýra sveiflur í laxastofnum. Greinin verður send víðar og fær þá frekari umfjöllun fræðimanna sem ekki veitir af miðað við yfir- ferð nokkurra íslenskra kollega okkar á greininni. Innan líffræðinnar á Islandi er talað um að erfitt sé að koma á framfæri, hér á landi, efni um fisk og fiskveiðar, sérstaklega okkar mestu nytjafiska. Þeir sem skrifa um þessi efni fá óblíða meðferð og jafnvel liggur við mannorðs- meiðingum. Til að mynda hafa okkur verið bornar á brýn falsan- ir og að við felum þær á bak við „nafn vísindanna". Er það háttur falsara að halda opna fundi og leggja sín mál fyrir stórar nefndir fræðimanna? Svona umræða sam- rýmist ekki vísindalegum hefðum um gagnrýna umræðu sem á að vera forsenda framfara. Erum við ekki á hættulegri braut ef þetta er raunin? Benda má á að uppbygging rannsóknastofnana er hugsanlega ein skýringin á þessu. Stofnanirn- ar gegna bæði rannsóknar- og stjórnsýsluhlutverki, til dæmis sú stofnun sem við störfum við. Mik- il tregða getur því verið fyrir þess- ar stofnanir að taka inn nýjungar úr rannsóknum. Á sama hátt og skilið var á milli rannsóknar- og dómsvalds í héraði fyrir nokkru ætti þá ekki að endurskoða upp- byggingu annarra stofnana ríkis- valdsins? Höfundar starfa við rannsóknir á fiskistofnum. i 12, sími 44433. LOFTAPLÖTUR frá Sviss Hljóðelnangrandi lottaplötur lyrlr skóla, heimili, skritstofur, eldtraustar, i fiokki 1. Viöurkenndar af Brunamála- st. ríkísins. ». Þ0RGRÍMSS0N & CO Armúla 29 • Reykjavík • Simi 38640 Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.