Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 15 GAGNRYNIOSKAST eftir Sigmar Hróbjartsson Sjónvarpið er áhrifamikill miðill. Nær daglega sýnir það okkur í svip- leiftri myndir af atburðum sem eru að gerast vítt og breitt um heims- byggðina og orka á hugi okkar og skoðanir. Oftast er það þó svo að okkur finnst að við séum of fjarlæg og vanmegnug til þess að leggja þar nokkuð til mála, enda þótt fram af okkur gangi. Eina slíka sjón bar fyrir mig á annarri hvorri sjónvarpsstöðinni að kvöldi dags á pálmasunnudag, 27. mars sl. Þar sem bar fyrir augu er reynd- ar ekki svo fjarlægt okkur. Var þar sagt frá og sýnt hvernig mestur hluti af svonefndu risahali af karfa á Reykjaneshrygg flaut dauður og hálfdauður út um allan sjó, eftir að trollið rifnaði þegar átti að inn- byrða það. Þar fóru í súginn tugir eða hundruð tonna af þessum dýr- mæta feng, einungis náðust um tuttugu tonn að því að sagt var. Þarna er fjöldi togara af ýmsu þjóð- erni að „gera það gott“ þessa dag- ana. Auðvitað var hér um óhapp að ræða, vegna þess að of lengi var togað í miklu fiskiríi. Ef til vill er ég eitthvað öðruvísi innréttaður en fólk flest, eins og sagt er, en hvað um það, þá kom þetta óþyrmilega við mig, svo ég get tæpast orða bundist. Og um leið riijuðust upp fyrir mér mörg viðtöl við sjómenn að undanförnu, þar sem þeir hafa sagt frá því þeg- ar físki (aðallega hinum dýrmæta þorski) er hent í sjóinn aftur, hvort sem hann er dauður eða lifandi, af því sektir liggja við að koma með utankvótaafla að landi. Hvernig getur slík óhæfa gerst og það á tímum þverrandi afla og vaxandi atvinnuleysis þjóðarinnar? Fiskveiðistjórnun Það hefur ítrekað sýnt sig að lögin um fiskveiðistjórnun, sem nú eru rúmlega áratugs gömul, hafa reynst gölluð á marga lund svo ekki sé meira sagt. Þrátt fyrir mikla nauðsyn á slíkri stjórnun og sjálf- sagt góðan ásetning í upphafi. Og það sem verra er, ýmsar þær breyt- ingar eða endurbætur sem reynt hefur verið að gera á þeim hafa ekki reynst hótinu skárri. Það sem við blasir er að hinir víðfrægu „sæ- greifar" hafa stöðugt verið að festa sig í sessi sem umráðamenn og jafn- vel eigendur þeirrar auðlindar sem samkvæmt lögum er sameign þjóð- arinnar bg hennar aðal bjargræðis- vegur. Þeir hafa fengið þann um- ráðarétt hingað til ókeypis til að braska með. Enda eru afleiðingar þess að koma sífellt betur í ljós. Stór hluti þessa síminnkandi afla „Það hefur ítrekað sýnt sig að lögin um fisk- veiðistjórnun, sem nú eru rúmlega ára- tugsgömul, hafa reynst gölluð á marga lund.“ er fluttur úr landi í gámum sem hráefni og benda ýmsar uppákomur til þess að þar hafi ekki alltaf verið gætt mikillar hagsýni. Þessi út- flutningur á sér stað frá sjávar- plássum þar sem góð vinnsluað- staða er fyrir hendi og áður fyrr var dágóður útflutningsatvinnuveg- ur. En nú er fólkið þar á atvinnuleys- isbótum í stórum stíl eða jafnvel án þeirra bóta. Þar stefnir í land- auðn. Nauðsyn endurbóta Verkfall sjómanna um sl. áramót átti að stærstum hluta rót sína að rekja til þess óréttlætis sem þetta stjórnkerfi hefur viljandi eða óvilj- andi byggt upp. Og bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar, svo siðlaus sem þau eru (en kannske nauðsynleg við þessar að- stæður), voru aðeins gálgafrestur sem rennur út á haustdögum. Því ber til þess brýna nauðsyn að Alþingi það sem nú situr fái sem fyrst lögin um fiskveiðistjórnun til umfjöllunar og endurskoðunar. Og þó fyrr hefði verið. Ráðuneyti og ríkisstjórn verða að koma því í umfjöllun Alþingis. Og þá verða alþingismenn að leggjast á eitt með að greiða svo úr þessum málum að sem allra mest réttlætis verði gætt til hagsbóta fyrir land og lýð og þjóðarbúið allt. Fyrr en svo verður mun enginn friður ríkja. Meðal annars verði fundnar leiðir til þess að gera sjómönnum kleift að færa þann afla að landi sem í veiðarfærin kemur, án sektar, við þær aðstæður þegar kvóti er uppur- inn í viðkomandi fisktegund, sem nú mun oftast vera þorskur. And- virði slíks afla mætti á tímum eins og nú eru gjarnan renna til atvinnu- skapandi verkefna eða líknarmála ef okkar sameiginlegi ríkissjóður er ekki í mjög brýnni þörf fyrir fjár- muni. Þá mætti og e.t.v. greiða fískimönnunum eitthvert sann- gjarnt skilagjald fyrir slíkan afla. Þörf á gagnrýni Það vantar ekki að mikið hefur verið fjallað um þessi mál nú að undanförnu og er það að vonum. En einhvern vegin finnst mér að sú umfjöllun hafi verið á nokkrum öðrum nótum en hér hefur verið reynt að drepa á. Með öðrum orð- um, að það hafi vantað umfjöllun um umhverfisvæna hagnýtingar- þáttinn. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hraða- og þungaumferð er um þjóðveginn sem liggur rétt við Skjöl- dólfsstaðaskóla. Hér eru börn við aðvörunarskilti sem foreldrafélagið hefur sett upp. Sigmar Hróbjartsson Jónas ritstjóri DV hefur gagn- rýnt margt í þjóðlífi okkar, m.a. í landbúnaði. Þó sú gagnrýni hafi sjálfsagt oft orkað tvímælis, eða stundum ekki verið af fullri sann- girni fram sett, þá hygg ég að þeg- ar á allt er litið hafi hún í heild sinni orðið til góðs. Jákvæð gagn- rýni á undirstöðuatvinnuveg þjóðar- innar er ekki síður nauðsynleg. En að öllu því slepptu, þá er þó allra nauðsynlegast að þeir sem næst standa vettvangi — fiskimenn- imir sjálfír, taki ýmislegt til endur- skoðunar í þessu sambandi, svo sem að reyna að haga veiðum á hverjum tíma með hliðsjón af úthlutuðum kvóta hvers veiðitímabils. Og þetta segi ég einmitt vegna þess að á sínum tíma átti ég því láni að fagna að fá dálitla nasasjón af lífi og störfum fiskimanna, með smávegis þátttöku í þeirra atvinnu- grein. Þess vegna þykist ég geta um það borið að fiskimenn okkar séu upp til hópa einhverjir dugmestu og heiðarlegustu þegnar okkar þjóðar og líklegir til þess að full- nægja öllu réttlæti. En þá má löggjöfin heldur ekki vera þeim Þrándur í Götu. Höfundur er ellilifeyrisþegi. ALPINA vandaðir gönguskór fyrir meiri og minni háttar gönguferðir. Frábærverð frá S?Ö3f ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiöstöðina, simar 19800 og 13072. Einfakfur, ódýr, giæsilegur og tæknllega fullkominni tjaldvagn f * 11 iKo in ihi 11 i\ hlaðið skapi hættu og því hafí for- eldrafélagið sett upp þetta skilti. Þar stendur: ATH. Skóli. Börn að leik. Akið með gát. Halldóra segir að Vegagerðin telji sig ekki geta takmarka hraða á veginum þar sem hann teljist til þjóðvegar númer eitt og sé í dreif- býli. Til stendur að færa veginn en óvíst er hvenær það verður gert. Sig. Að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.