Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævintýraleg öku- ferð á Eiríksjökul Hafþór Ferdinandsson ók fyrstur manna upp á Eiríks- jökul, hæsta fjall í vesturhluta landsins. Jökullinn hefur til þessa verið talinn ófær vélknúnum ökutækjum EIN erfiðasfa ökuferð íslandssögunnar er að baki. Hafþóri Ferdinandssyni „Hveravallaskrepp" og leið- angursmönnum tókst hið ómögulega - að aka jeppa upp á Eiríksjökul. Ferðin gekk ekki áfallalaust, leið- in á jökulinn reyndist svo torfær að flestum hefði þótt nóg um. Þegar jeppinn átti eftir um 100 metra upp á brún hamrabeltanna, sem umkringja jökul- hettuna, var gert hlé á ferðinni vegna myrkurs. Um nóttina gerði óveður og feykti stormurinn jepp- anum um 200 metra niður hlíðina og við það stór- skemmdist hann. Engu að síðnr var förinni haldið áfram alla leið upp á jökulinn og aftur til baka. Þegar ofar dró varð leiðin svakalegri. Þennan kafla kallar Hafþór Toblerone-tinda því lögun hryggjanna minnti á svissneskt súkku- laði. Sitt til hvorrar handar var snarbratt og mátti ekkert útaf bera. Eiríksjökull er hæsta íjall á vesturhelmingi íslands og gnæfir 1.675 metra yfir sjávar- máli. Jökullinn situr uppi á brött- um móbergsstapa sem skagar upp úr auðninni sunnan Hallmundar- hrauns og vestan Langjökuls. Fjallið varð til við gos undir jökli á ísöld. Ofan á móbergssökklinum er grágrýtisdyngja og stöpulinn krýnir 23 ferkílómetra stór jökul- hettan. Jökullinn dregur nafn af útilegumanni úr Surtshelli sem sögur herma að hafi flúið á jökul- inn undan leitarmönnum. Undanfarin ár hafa jeppamenn lagt leiðir sínar vítt og breitt um landið. Hver áfanginn af öðrum hefur verið lagður að baki sérbú- inna torfærutrölla sem læðast um landið á dúnmjúkum risadekkjum. Þrátt fyrir fullkominn búnað og kröftuga bíla hefur Eiríksjökull verið ósigraður hingað til. Snar- brattar hamrahlíðarnar hafa þótt ófærar vélknúnum ökutækjum. Hafþór Ferdinandsson, títt- nefndur „Hveravallaskreppur", átti þann draum að aka fyrstur manna um Eiríksjökul á jeppa. Hann fékk í lið með sér Heildversl- unina Heklu, H. Jónsson & Co., Bílanaust, Skorra hf., Jökla hf., Japis, Gúmmívinnustofuna, Títan hf., Ellingsen, Póst og síma, Nóa- tún, Stál og stansa, Bifreiðaverk- stæði ÁG, Vífilfell og Olíufélag íslands. Farkosturinn á jökulinn var Mitsubishi Pajero-jeppi, sá fyrsti sem er útbúinn með auka milli- kassa sem gerir að verkum að hægt er að aka bflnum löturhægt og mikið afl færist út í hjólin. Þessi bíll var hækkaður upp og settur á 38 tommu dekk auk þess sem sett var á hann öflugt raf- magnsspil. Torfær leið Leiðangurinn hófst fyrir birt- ingu laugardaginn 9. aprfl. Farið á fimm jeppum úr Reykjavík og gekk ferðin greiðlega að Eiríks- jökli. Veðrið var eins og best verð- ur á kosið, bjart, og landið skart- aði sínu fegursta. Það var komið hádegi þegar lagt var af stað upp hamrahlíðamar. Hafþór og fleiri voru búnir að fara og velja heppilegustu leiðina upp að jöklinum. Vaskir drengir hlupu upp brekkuna og útbjuggu festur fyrir spilvírinn. Bflnum var ekið í lægsta gír og með tvöfaldri niður- færslu, spilið tók á með hjólunum, og þannig lötraði jeppinn upp urð- ina og gijótið. Auk spilvírsins var bfllinn festur í öryggistaug, ef ske kynni að spilvírinn slitnaði. Leiðangursmenn voru fegnir þegar komið var upp og hægt var að aka inn á jökulhettuna. F.v.: Páll Halldórsson, Hafþór undir stýri, Gunnar Árnason kvikmyndaði leiðangurinn, Arnar Þór Hafþórsson, Björn Guðbrandsson og Þórarinn Jónsson. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.