Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 17 Leiðangursmenn á fjallsbrúninni. F.v.: Óskar Ólafsson, Óli Óskars- son, Hafþór Ferdinandsson, Ragnheiður Briem, Gestin- Helgason, Páll Halldórsson staðarverkfræðingur og stjómandi aðgerða, Arnar Þór Hafþórsson, Björn Guðbjörnsson, Þórarinn Jónsson, Hjálmar Sveinsson og Arnór Ingólfsson. Öll dekk affelguðust þegar jeppinn valt. Hér sést I bakið á Birni Guðbrandssyni sem hjálpar þeim Óskari Ólafssyni og Gesti Helga- syni (t.h.) að selja dekk á felgu í snjóugri og snarbrattri hlíð. Ferðin sóttist hægt, enda að- stæður eins erfiðar og hugsast getur, mikill bratti og laus snjór. Þegar komið var myrkur var um hálfur kílómetri að baki upp fjallið og um 100 metrar eftir að brún klettabeltisins. Hallinn var tæpar 50 gráður og erfiðasti kaflinn eft- ir. Leiðangursmenn ákváðu að hvílast yfir nóttina og var gengið frá bílnum eins tryggilega og unnt var, vírinn festur og öryggistaugin bundin í snjóakkeri. Jeppinn fýkur Eftir góða næturhvíld í Húsa- felli vöknuðu menn við að komið var rok og rigning. Ekki þótti fýsi- legt að reyna frekar við jökulinn í bili heldur ákveðið að fara heim og bíða betra veðurs. Þriðjudaginn 12. apríl var aftur haldið til fjalla. Þegar leiðangurs- menn komu að Eiríksjökli sáu þeir að vindhviða hafði feykt jeppanum niður klettahlíðina og var aðkom- an ljót. Eftir ummerkjum að dæma hafði jeppinn tekist á loft og ekki Ient fyrr en um 50 metrum til hlið- ar við þar sem hann áður stóð og valt jeppinn síðan 200 metra niður hlíðina. Að mati veðurfræðings þarf vindur að vera um 250 km á klukkustund til að feykja bíl sem þessum þetta langt. Yfirbyggingin var í klessu, dekkin loftlaus og affelguð. Snjóakkerið og öryggis- taugin höfðu bjargað því að jepp- inn hrapaði ekki enn lengra og gjöreyðilegðist. Akkerið hafði fest á milli steina og við það stoppaði hrapið. Þótt ótrúlegt megi virðast reyndust vél og drifbúnaður bílsins í lagi. Leiðangursmenn löguðu dekkin og stýrisbúnaðinn við verstu aðstæður sem hugsast get- ur, í snarbrattri urð og snjó. Þak- ið var dældað niður að sætum og ekkert pláss fyrir bílstjórann. Haf- þór sýndi tilþrif í boddíréttingum og tjakkaði upp toppinn á bílnum. Þennan dag tókst að koma bílnum á sama stað og hann hafði fokið af. Bíllinn var bundinn niður og þannig gengið frá að hann fyki ekki. Jökullinn sigraður Laugardaginn 16. apríl hófst þriðji áfangi ferðarinnar og sá erfiðasti. Nú var ekki látið staðar numið fyrr en komið var upp á brún. Síðasti kaflinn var svo bratt- ur að settar voru tvöfaldar blakkir á spilvírinn til að margfalda tog- kraftinn. Þessi törn stóð heilan sólarhring og voru leiðangurs- menn fegnir þegar martröð kletta- hlíðanna var að baki og fannhvít jökulbungan blasti við. Hafþór ók um jökulinn með íslenska fánann við hún. Þetta var í fjórða sinn sem hann hafði brotið blað í jöklaferð- um. Hann var fyrstur á íslandi til að aka jeppa yfir heilan jökul þeg- ar hann fór yfir Langjökul 1984. Hafþór fór fyrstur á jeppa yfir Drangajökul og Glámu og nú á Eiríksjökul. Hvernig fannst honum þessi ferð miðað við aðrar sem hann hefur farið? „Ég var mjög kvíðinn fyrir þessa ferð, þótt ég væri ákveðinn að fara,“ segir Hafþór. „Ég er mjög lofthræddur og þetta var því talsvert átak fyrir mig. Ég reyndi að líta ekki niður brekk- una, en það kom fyrir í nokkur skipti að ég leit til baka og þá sundlaði mig svo að ég hélt ég væri að deyja. Það var vandasamt að samræma átak hjólanna við tog spilsins þannig að ekki kæmu neinir hnykkir á vírinn, þá getur hann hrokkið eins og tvinni. Þeg- ar spilið var búið að draga inn allan vírinn þurfti að draga hann út aftur og færa festinguna ofar í íjallinu. Þá stóð ég svo fast á bremsunni að fóturinn á mér titr- aði. Ég hef sjaldan lent í þvílíkri törn.“ Samhent lið Þrátt fyrir lofthræðsluna og álagið lét Hafþór sig hafa það að aka bílnum við þessar aðstæður í samtals 25 tíma. Hann hrósar samstarfsmönnum sínum í hástert og segist ekki í annan tíma hafa unnið með jafn samhentum hópi og þessum. Menn gengu fumlaust til verks og leystu það. Jeppinn var skilinn eftir á fjalls- brúninni yfir nóttina og sóttur daginn eftir. Spilið var fest aftan á bílinn og það látið halda við meðan bíllinn mjakaðist niður. Niðurferðin gekk áfallalaust og tók ekki nema um þrjá tíma. GE Guðmundur Magnússon lætur af starfi þjóðminjavarðar Ég kveð Þjóðminja- safnið með söknuði GUÐMUNDUR Magnússon þjóðminjavörður lætnr af því starfi 1. maí næstkomandi, en þá hverfur hann til starfa sem fréttastjóri á DV. Guðmundur sem var settur þjóðminjavörður til tveggja ára í rannsóknarleyfi Þórs Magnússonar sagði í samtali við Morgunblað- ið að það hefðu verið forréttindi að fá að starfa á þessum vett- vangi undanfarin tvö ár og hafa forystu um nýbreytni í störfum safnsins. „Eg kveð því safnið með söknuði, en jafnframt hlakka ég auðvitað til að takast á við nýtt starf mitt í blaðamennsku. Það er því hvort tveggja í huga mér söknuður og ánægja með nýtt starf,“ sagði hann. Guðmundur kom til starfa á Þjóðminjasafninu sumarið 1992 eða fyrir tveimur árum, og þá var það hans fyrsta verk á stofnuniríni að efna til fundar með starfsfólk- inu, en þar greindi hann frá þvf hvað það væri sem hann legði höfuðáherslu á að vinna í þau tvö ár sem honum hefði verið falið að veita stofnuninni förstöðu. í fyrsta lagi vildi hann finna framtíðarláusn; á húsnæðismálum safnsins, í öðru lagi fá þjóðminjalögunum breytt í því skyni að einfalda og styrkja stjóm og skipulag safnsins og minjavörslu í landinu, í þriðja lagi koiría lagi á fjármál safnsins og afla aukinna tekna, og loks í fjórða lagi að hann vildi efla fræðilegan og hugmyndalegan grundvöll starf- seminnar, ekki síst á sviði fornleifa- vörslu og húsverndar. „Þegar ég svo lít yfir farinn veg og spyr mig hvað hefur gerst á þessum fjórum sviðum þá hefur það gerst í fyrsta lagi að Þjóðminja- safnið hefur á undanförnum tveim- ur árum fengið nægilegt fjármagn til að ljúka viðgerð á safnhúsinu að utanverðu og að mínu mati er fyrirsjáanlegt að íjármagn fæst líka til endurbóta innanhúss," sagði hann. Guðmundur Magnússon Umskipti í fjármálum Hvað varðar breytingar á þjóð- minjalögunum þá er nú til meðferð- ar á Alþingi stjórnarfrumvarp um breytingar á yfirstjórn og skipulagi Þjóðminjasafnsins, sem Guðmund- ur samdi í meginatriðum. Sagðist hann finna mikinn vilja fyrir því bæði í menntamálaráðuneytinu og á Alþingi að greiða fyrir því að það fáist samþykkt. Varðandi fjármál safnsins sagði Guðmundur að al- gjör umskipti hefðu orðið, en þegar hann hefði komið að safninu hefði það verið mjög gagnrýnt að safnið hefði á undanförnum árum ætíð farið fram úr heimildum fjárlaga. „Nú er reksturinn hins vegar í góðu jafnvægi, en árin 1992 og 1993 hefur safnið verið nokkrum milljónum króna innan fjárheim- ilda. Framlög ríkisins til safnsins hafa einnig verið lítillega leiðrétt með tilliti til starfsfólks hér. Við höfum líka aukið sértekjur safnsins mjög mikið, og ég er sérstaklega ánægður með það að mér hefur tekist að fá verulega aukin framlög til þess liðar á okkar fjárlögum sem fjallar um verndun gamalla húsa, en þessi liður var sjö milljónir króna þegar ég kom hér til starfa en hann er 30 milljónir króna á fjárlög- um 1994,“ sagði hann. Samvinna við Háskóla íslands Á hugmyndalega sviðinu sagði Guðmundur að hann hefði m.a. fengið það samþykkt að efnt yrði til þjóðminjaþings sem yrði vett- vangur rökræðna um safnastörf og minjavörslu. Þá sagðist hann hafa átt viðræður við háskólayfirvöld um samstarf Þjóðminjasafns og Há- skóla Islands og mikill áhugi væri á því í Háskólanum að fínna ein- hvern flöt á samstarfi á sviði forn- leifafræði sem ekki hefði verið. Guðmundur sagði að auk þessa væri ýmislegt annað væri nýbreytni í starfí safnsins, og þar mætti í fyrsta lagi nefna að fyrir hans til- stilli var tekinn upp í fyrsta skipti svokallaður þjóðminjadagur sem er annar sunnudagurinn í júlí, og ætl- aður er til þess að vekja athygli almennings, ferðafólks og fjölmiðla á söfnum og minjastöðum. Einnig mætti nefna að Þjóðminjasafnið hefði eignast merki í fyrsta skipti og hlaut það nýlega verðlaun Is- lenska markaðsklúbbsins sem best heppnaða merki ársins 1993. Þá hefði verið efnt til stærri sérsýning- ar á vegum safnsins en nokkru sinni fyrr í sögu þess, en það er sýningin Nútíð við fortíð. Á þessu sviði yrði enn bætt um betur því 21. maí yrði opnuð enn stærri sýn- ing í gamla Morgunblaðshúsinu sem heitir Leiðin til lýðveldis. „Ég er auðvitað mjög ánægður með að hafa fengið að vera hér og sinna þessum störfum, Það eru framundan tímar sem ég held að muni reyna mjög á þrek og þolrif starfsmanna Þjóðminjasafnsins, en ég er sannfærður um að vegur safnsins muni halda áfram að auk- ast og batna og ég tel að safnið og starfsemi þess njóti nú velvildar almennings og aukins skilnings stjórnvalda," sagði Guðmundur Magnússon. Enn eru margir, sem hafa ekki prófað ágæti kjúklingsins hjá okkur. Otrúlegt en hugsanlega satt. f tileftii 1. maí viljum við bjóða öllum þeim, sem langar í gott að borða fyrir lítið í KJÚKLINGAVEISLU á McDONALD’S svo þeir geti fundið muninn. * McKJUKLINGA- SKAMMTUR Á AÐEINS McKjúklingur er 2 vænir og gómsætir bitar,l/4 kjúklingur. Það þýðir aðeins kr. 111 fyrir hvern stóran bita af ljúífengum íslenskum kjúkling frá Reykjagarði hf. matreiddum að okkar hætti. Otrúlegt en örugglega satt. Tilboðið gildir aðeins dagana 29. apríl til 2. maí. Verði ykkur að góðu LYST hjá McDonald’s. m Leyfishafi McDonald's íslensktjyrirtœki lenskar lanabúnaðarafurðir Góöur matur Góö kaup SUÐURLANDSBRAUT 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.