Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 Minning Lárus Ottesen Fæddur 1. júní 1907 Dáinn 25. apríl 1994 Á meðan aðrir eldast mishratt á lífsskeiðinu, er sem nokkrir fái að njóta sama lífskrafts - jafnvel ára- tugum saman. Vafalaust veldur hér margt, m.a. holl líkamsiðkun, góð heilsa, en kannski öðru framar andleg ró. Enginn fær að ráða lífs- munstri sínu að öllu leyti, en þeim sem hlotnast það - hluta lífs- göngunnar, öðlast hamingju sem þeir miðla til annarra með reynslu sinni, sterkri sál og líkama. Þennan mann og þetta atgervi hafði Lárus Ottesen að geyma fram undir það síðasta, og verður ætíð minnzt sem óvenjulegs manns sem miðlaði meira af sjálfum sér en hann krafð- ist af öðrum. Lárus hóf snemma afskipti af þeim störfum, sem mótuðu lífsferil hans. Snemma tók hann að sér trún- aðarstörf fyrir Ferðafélag íslands og var einn brautryðjenda þess. Á sjö- unda áratugnum kom að því, að lög- gjafarvaldið setti nýrri atvinnugrein í mótun lagaramma með ráðgefandi Ferðamálaráði. Lárus Ottesen var skipaður einn af tíu ráðsmönnum árið 1964, síðan endurskipaður í nýtt Ferðamálaráð íslands árið 1976, sem ætlað var að starfa með nýrri ábyrgð og sjálfstæði. Það varð hlutskipti þess er þess- ar línur ritar að veíta þessu nýja ráði formennsku næstu átta árin. Átti það eftir að vera fengur í fjöl- þættum störfum og nýjum verkefn- um að eiga að mann sem Lárus Ottesen - í leik og starfi. Þau tengsl sem þarna mynduðust á mótunarárum vaxandi atvinnu- greinar, sköpuðu óvenjulega sam- kennd allra þeirra sem aðild áttu. Hér kom reynsla Lárusar að góðum notum. Þótt af mörgu sé að taka hygg ég að sameiginleg störf í þágu eflingar Ferðamálasjóðs, líði seint úr minni. Þetta voru samfelld störf í átta ár. Mikið var rætt á fundum og ráðstefnum víðsvegar um landið, en eftirminnilegastar voru stundimar inn á milli - kannski var það einmitt þá sem hinar raunverulegu ákvarðanir voru teknar. Ferðast var á vettvang á öllum árstímum, fundað og rætt jafnt á síðkvöldum sem helgidög- um. Alltaf var Lárus reiðubúinn. Minnzt er gamans og alvöru jafnt á vetrarsiglingum við Eyjar sem og góðra stunda upp við eyfirzka jökulbrún, við ísafjarðardjúp og á Héraði. Fæddur 19. nóvember 1923 Dáinn 21. apríl 1994 Mig langar að minnast hans afa míns, sem var mér svo kær. Eg þakka honum fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Það var alltaf svo gaman þegar afi kom á vinnubílnum í heimsókn í Hafnarfjörð. Elsku afi, ég þakka þér fýrir alla hlýjuna og væntumþykjuna sem þú veittir mér. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta’ eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá safna eg burt úr heimi. (H.P.) Dröfn. Margs er að minnast, , margt er.hér.aðþaklca,. , . , ('uAi pÁ Inf f‘jjtlf hílr.’.l tÍ4 - V7Ut/t OC lOl ljrlll ttoila 11 u. Þegar samstilltur hópur vann að lausn fjölmargra mála var gott að eiga mann að sem Lárus Ottesen. Af ijölmörgum góðum samstarfs- mönnum minnist ég einskis, sem var jafn annt um þann sjóð, Ferða- málasjóðinn, sem okkur hafði verið falið að gæta og ávaxta. Sjóðurinn gegndi lykilhlutverki í stórfelldu uppbyggingarstarfí öll þessi ár þeg- ar ráðist var í hveija stórfram- kvæmdina á fætur annarri um allt land - þar sem hin nýja starfsemi lagði ekki eingöngu grundvöllinn að vaxandi atvinnugrein heldur var um leið félagsleg og menningarleg kjölfesta í hverri byggð. Einhvers staðar segir í spakmæl- um, að „rólyndir menn komist hvorki úr jafnvægi né skelfíst, held- ur haldi sínum jafna gangi, hvort heldur blæs með eða móti eins og klukka í þrumuveðri“. Ég held, að „bankastjórinn" okk- ar hafi æði oft verið eins og klukka í þrumuveðri. Öll skaphöfn hans mótaðist af íhygli, stöku rólyndi, festu án fordóma, einstakri fágun og einlægum vilja til að láta gott af sér leiða. Hvers konar yfírborðsmennska var honum fjarlæg. í honum blund- aði sterk en hógvær vitund - ríkur vilji til að vera virkur þátttakandi í þeirri þjóðfélagsbyltingu sem við sjáum í dag í ferðaþjónustu og sam- göngum, innlendum sem aljóðleg- um. Kannski var hann ekki sá há- værasti, en áreiðanlega einn sá traustasti. Ein sterkasta skaphöfnin er enn ótalin, tveir þættir sem voru afar ríkir - kímnin og tryggðin. Lárus sá gamanhliðar flestra mála og tjáði sig með þeim hætti sem hon- um var einum lagið. Og tryggðin er mikilsverður þáttur i öllu sam- starfí sem á að vera heilt. Handsal Lárusar var gulls ígildi, og var yfír- leitt ekki boðið fram nema að vand- lega athuguðu máli. Slík skaphöfn trausts, yfírvegunar og fágunar í orði og verki - blönduð eðlislegri kímni, gleymist ekki þeim sem henni kynntust. Eftir að þessum ábyrgðarstörf- um lauk og ný ganga hófst, komu gamlir samverkamenn gjarnan saman til að njóta kynna - og rifja upp þau eldri. Þar var Lárus Ottes- en ætíð kjarnapunktur. Lárus na'ut samskipta við nátt- úru landsins, þekkti land sitt vel. Þess á milli sótti hann oftast árlega einhveija viðkomustaði „þotukyn- Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þegar komið er að því að kveðja elskulegan föður, tengdaföður og afa langar okkur að segja svo margt og fleira en orð geta tjáð. Ótal minningar fara eins og leiftur um hugann. Þær eru bjartar og fagrar og allir skuggar fjarri nú. Það eru minningar um Ijúfan og elskulegan föður, viðkvæman og tilfínningarík- an, föður sem vissi ekkert of gott fyrir bömin sín. . Oft var hann með okkur í leik, glaður, gefandi og hlýr og gat leitt okkur með inn í ævintýraheim þar sem hinn hijúfi og kaldi veruleiki var víðs fjarri. Við vissum líka að hann var allt- af hjá okkur í huganum, þegar árin liðu, og við fundum að okkar vel- gengni var hans gleði, okkar ósigr- ar hans sorg. Og þótt við hefðum minna af honum að segja seinni árin, þegar við vorum komin með eigin heimili, fund,ujn vjð.að hann notaði hveija sttíhi' sem(,gafsí) frá slóðarinnar" oft í fjarlægum lönd- um. Unun var á að hlýða, þegar hann trúði okkur vinum sínum fyr- ir ýmsu sem á dagana dreif - áður en lagt var upp á ný. Með Lárusi Ottesen er horfinn einn af traustustu stofnum ís- lenzkra ferðamála. Á löngum, far- sælum ferli auðnaðist honum að vera bæði einn frumkvöðla og virk- ur þátttakandi í einhverri merkustu þjóðfélagsbyltingu á Islandi á síð- ari hluta aldarinnar. Þeir sem áttu þess kost að njóta samfylgdar hans, þakka hana að leiðarlokum. Heimir Hannesson. Á hartnær sjö áratuga ferli sín- um hefur Ferðafélag Islands átt mörgum frábærum elju- og hug- kvæmdarmönnum á að skipa, sem hafa verið í forystusveit um marg- víslegar framkvæmdir, er hafa orð- ið félagsmönnum til óþijótandi ánægju og lífsfyllingar og þjóðfé- laginu öllu til gagns. Einn úr hópi þeirra framvarða félagsins, sem settu mikinn svip á starfsemi þess um áratuga skeið, Lárus Ottesen, er nú fallinn í valinn, á áttugusta og sjöunda aldursári. Ekki er of- mælt, að fáir hafi lagt jafn dijúgan skerf til uppbyggingar félagsins á „bernskuárum" þess og síðan um áratugi. Að honum er sjónarsviptir úr röðum Ferðafélagsmanna, en minning um mætan mann mun eigi fyrnast í hugum þeirra mörgu sam- ferðamanna, jafnt utan félagsins sem innan, er kynntust honum. Ég, sem þetta rita, naut að vísu eigi kynna af Lárusi, því að hann hafði látið af stjórnarstörfum í félaginu, er ég fyrst hóf afskipti af málefnum þess, en af viðtölum við ýmsa þá, er samstarf áttu við Lárus, fer ég ekki í grafgötur um það, hver feng- vinnunni til að líta við og þótt ekki væri til annars en að ganga úr skugga um hvort ekki væri allt í lagi og afabörnin frísk og glöð. Við hugsum til allra góðu stund- anna sem við áttum saman og erum afar þakklát fyrir þær. Og við erum líka þakklát fyrir hve seinni árin voru honum sjálfum góð með eftir- lifandi eiginkonu hans og biðjum þess að hann hafi nú fengið lausn og þvild eftir erfítt sjúkdómsstríð að lokum. ur var að honum í forystusveit fé- lagsins. í öllu samstarfi við aðra nutu eðliskostir Lárusar sín vel, en þar fóru saman góðar gáfur, ein- stök prúðmennska, hógvær gaman- semi og góðir skipulagshæfileikar, sem skila miklum árangri í félags- starfi. Að tali þeirra, er kynntust Lárusi vel, bar hann mikla persónu og var fyrirmannlegur án allrar tilgerðar. Lárus Ottesen var fæddur á Vopnafirði 1. júní 1907. Að ævi- starfí var hann framkvæmdastjóri í Sindra hf. Hann var ókvæntur og barnlaus en átti gott samneyti við náin ættmenni sín, yngri sem eldri. Þegar á árunum eftir 1930 mun Lárus hafa tekið að láta að sér kveða sem fararstjóri í ferðum fé- lagsins. Sinnti hann því áhugamáli sínu mjög lengi, eða fram til 1983, og þótti afburðagóður leiðsögu- maður jafnt í byggð sem óbyggð. Fór þar bæði saman mikill fróðleik- ur hans um land og þjóð og dugur og gætni á ferðalögum, eins og best verður á kosið um ferðaleið- toga. Sérstaklega var til þess tek- ið, hve fararstjórn Lárusar var ör- ugg og fumlaus og hann haggaðist ekki þótt eitthvað bjátaði á í ferð- um; fylgdu menn leiðsögn hans óhikað án þess að hann þyrfti mik- ið fyrir henni að hafa umfram það að fræða og upplýsa. Hafa hinir fyrstu forystumenn Ferðafélagsins víst snemma séð, hvert efni bjó í þessum unga manni, og fóru svo leikar, að hann var kjörinn í stjóm félagsins árið 1939. Þar átti hann síðan sæti, óslitið, þar til árið 1979, að hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórnina. Alls sat hann því í stjórn félagsins í 40 ár, eða lengur en nokkur annar stjórnar- maður þess, fyrr og síðar. I sjórn- inni beitti hann sér m.a. mjög fyrir skipulagningu ferða á vegum fé- lagsins; þótti hann einkar tillögu- góður í þeim efnum, sem mörgum öðrum, og mótaði hann þennan meginþátt félagsstarfsins flestum öðrum fremur. Þá tók Lárus við starfí framkvæmdastjóra félagsins árið 1951, af Kristjáni Skagfjörð, og gegndi því embætti með sóma næstu tólf árin. Var þar um ólaun- að starf að ræða á sama hátt og var um öll önnur hugsjónastörf Lárusar fyrir félagið. Hann lét sér alla tíð mjög annt um fjármál fé- lagsins, með góðum árangri, og var um skeið gjaldkeri stjórnar. Á löngum ferli sínum á sviði ferðamála varð Lárus Ottesen vitni að mikilli þróun og stórstígum framförum, og átti hann reyndar dijúgan þátt í þeirri sókn og þeim sigrum, sem við njótum nú góðs af. Mæt Ferðafélagskona, er kynnt- Alla elskusemi hans og um- hyggjusemi fyrir okkur hveiju og einu viljum við þakka af heilum huga og segja: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Börn, tengdabörn og barnabörn. Hinn fyrsti sumardagur er að kveldi og sól hnígur til viðar. En það eru fleiri sólir að hníga til við- ar. Lífssól vinar míns frá æskudög- um er að slokkna þetta kvöld. Sjúk- ur, þreyttur maður fær lausn frá kvöi. Hann kveður í návist ástvina o g hljóðlega líður hann burt úr þess- ari jarðvist. Nú, þegar fuglar íslands heija sinn söng á nýju vori, þagnar síð- asta söngröddin úr Smárakvartett Akureyrar. Kvartett sem með ljúf- um söng sínum skemmti lands- mönnum um árabil og gerir enn. Ég ætla ekki að rekja hér lífshlaup Jósteins, það þekkja þeir sem þessi orð eru ætluð. Ég ætla að láta hug- ann reika til æskuáranna. Áranna, þegar Steini var sá maður fullorðinn og mér óvandabundinn er mér þótti einna vænst um. ;Hann var barngóð- W í^eð'álfcrr^ðxinl. Ég Wffirf'HFé Ifu- ist Lárusi vel meðan hann enn sinnti stjórnarstörfum og farar- stjórn, lét svo um mælt við mig, að Lárus hafí, sem brautryðjandi, „mörgum fremur ræktað þann garð, sem félagsmenn og aðrir njóta nú“. Árið 1939, er Lárus hóf stjórnar- störf sín í félaginu, voru ferðahætt- ir um margt aðrir en nú gerist, svo sem kunnugt er, og skemmtiferðir voru almenningi enn eigi svo tamar sem síðar varð; voru og margir tálmar í vegi ferðamannsins: óbrú- aðar ár og óvegir á leið til margra þeirra staða, sem síðar hafa náð hvað mestri hylli ferðamanna eftir að bætt var úr hindrunum. Beitti Ferðafélagið sér mjög fyrir umbót- um í samgöngumálum á þessum árum, ekki hvað síst utan byggða, og lögðu margir merkir hugsjóna- menn þar hönd á plóginn. Þess má t.d. geta, að á fyrstu stjórnarárum Lárusar voru enn farnar hestaferð- ir á vegum Ferðafélagsins, enda þá ekki öðru farartæki til að dreifa á ýmsum ferðaslóðum. Síðar fylgd- ist Lárus með tækniþróun hóp- ferðabifreiða og vegabótum fyrir þær, auk þess sem tekið var að nota flug í ferðastarfseminni. Sem dæmi um þann vöxt, sem varð í ferðum félagsins frá því Lárus gekk í forystusveit þess, má geta þess, að árið 1939, sem var gott ferða- ár, voru farnar 29 ferðir á vegum þess, með rúmlega eitt þúsund far- þega alls, en árið 1975, þegar Lár- us hafði setið þijátíu og sex ár í stjórn, voru ferðirnar það ár rúm- lega tvö hundruð og farþegafjöld- inn um sex þúsund. Á stjórnarferli Lárusar byggði félagið einnig marga ijallaskála, sem auðvelduðu mjög ferðalög um óbyggðir og bættu öryggi ferðamanna þar. Má geta nærri, að þessi þróun hefur glatt ferðafrömuðinn Lárus Ottes- en, þótt líklegt megi telja, að hann hafi — líkt og margir samferða- menn hans — jafnframt saknað einhvers af því, sem nýi tíminn og tæknin ruddu úr vegi. Árið 1980 var Lárus Ottesen, að verðleikum, kjörinn heiðursfé- lagi í Ferðafélagi íslands. Mega nú félagsmenn horfa á bak trygg- um félaga og stuðningsmanni margra hinna helstu framfaramála, sem félagið hefur beitt sér fyrir. Fyrir hönd stjórnar félagsins og félagsmanna allra færi ég Lárusi, að leiðarlokum, þakkir fyrir allt það hugsjóna- og brautryðjandastarf, er hann vann félaginu um áratuga skeið af einstakri elju og ósér- hlífni. Jafnframt flyt ég aðstand- endum Lárusar innilegar samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans. Páll Sigurðsson, forseti Ferðafélags Islands. Iega hann strauk mér um kinn, þegar hann heilsaði mér, er við móðir mín komum í heimsókn. Ég man hve gaman var að fara með honum að kaupa fisk úr kerr- unum, við bryggjurnar, og bera heim í vírspotta, og anda um leið að sér kaffíbrennslulyktinni í kaup- félagsgilinu, þá var alltaf sólskin. Ég man hve fallegur mér þótti Steini þegar hann var kominn í kjól og hvítt á leið á söngskemmtun. Ég man fyrstu gjöfina sem ég fékk frá útlöndum. Steini færði mér tvo bolta er hann kom úr siglingu. Þeir voru fallegustu boltarnir í Austurbæjarskólanum þann vetur- inn. Ég man ungling óánægðan með sjálfan sig og útlit sitt. Steini kom í heimsókn og við matarborðið sneri hann sér að móður minni og sagði, „mikið hefur hún Sigga falleg augu“. Þessum orðum gleymi ég aldrei. Sjálfstraustið óx til muna. Jósteinn hafði lag á að gleðja lítil hjörtu. Á seinni árum lágu leiðir okkar lítið saman. Veröldin er svo breyti- leg. Ég kveð Jóstein með þökk fyr- ir gömul kynni og óska honum góðr- ar heimkomu. Ætli þeir bíði ekki bak við sólarlagið, gömlu söngvinir hans, og þá verður sungið „Logn og bííða, sumarsól". Ástvinum Jósteins sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Sigríður Magnúsdóttir. Jósteinn Konráðs- son — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.