Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 49 Falsaðar staðreyndir? Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: Mikið var talað um skuldasöfnun, gjaldþrot og skuldaskilasvik í sölum Alþingis í gær og nú ætti að gera gangskör í því að skilgreining yrði gerð á því hvers vegna þetta geti gengið svona til og bankar og ríkis- sjóður verið stöðugt að greiða áföllin. Ástæðuna ættu allir að sjá sem vilja raunverulega 'sjá og viðurkenna hana og ástæðan rann nú ósjálfrátt uppúr einum ræðumanni, Jóhannesi Geir, á þingfundinum í gær og aug- lýsti með því einu sinni enn vinnu- brögð Framsóknarflokksins í málefn- um þeirra. Peningarnir voru ekki til, sömuleiðis verðmætasköpuni var engin, sagði Jóhannes Geir, og fletti þar með ofan af vinnubrögðum Framsóknarflokksins sem voru þó augljós fyrir, staðreyndir falsaðar. Verðmæti voru fölsuð fyrir þau fyrirtæki sem var verið að drífa upp og því er sem er, að flest það atvinnu- skapandi framtak sem átti að vera var á fölskum forsendum unnið og dæmt til að falla og vegna þessa er komið svo fyrir fjölda fyrirtækja að þau eru gjaldþrota og úr sögunni en skilja sámt eftir sig milljarða króna í skuldum sem bankar og ríkissjóður verða að taka á sig og tapa. Þetta eru vinnubrögð forvera núverandi ríkisstjórnar. Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður fram- vegis varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskil- ur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endur- birtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Guðrún Helgadóttir taldi líka krónurnar og hvað hafa verið yfír þijá milljarða árið 1990 og sömuleið- is 1991 sem urðu óreiðufé í fiskeldi og fleira og þetta var framtak fram- sóknar og allaballa og einhvem veg- inn skildist mér að hún teldi sig geta talið áheyrendum trú um að þeta væri allt núverandi ríkisstjórn að kenna ásamt þeim gjaldþrotum sem síðar hafa orðið en þessu er öfugt farið, allt er þetta afleiðing vinnu- bragða fyrri ríkisstjórna sem erfitt mun reynast að snúa á rétta braut aftur. Eins og alþjóð veit er það sem að framan er sagt afleiðing rangrar stjórnarstefnu um fjöida ára sem sannast á svo margvíslegan hátt. Stórveldið SÍS er hrunið í rúst van- skila og óreiðu, með sínum miklu umsvifum sem veittu þúsundum vinnu og afleiðingamar eru atvinnu- leysi. Atvinnleysið virkar þannig að allt dregst saman, verslun, tekjur ríkissjóðs og svo margt, margt fleira ásamt framleiðslunni þegar tekjur nægja ekki til nauðþurfta eins og atvinnuleysisbætur og minnkandi vinna valda. Atvinnuskapandi fyrirtækjum fækkar enn og samvinnuhugsjónin er hrunin í rúst af völdum fyrir- hyggjulausra manna sem notuðu bændastéttina til að reka kostnað af óþörfum og arðlausum fyrirtækj- um víðsvegar um landið og embætt- ismenn framsóknar töldu sér í hag, þess vegna hafa Framsóknarflokk- urinn og Alþýðubandalagið öðrum fremur valdið því ástandi sem nú þjáir fjölmarga landsmenn, þó virðist sem enn sé hægt að villa þjóðinni sýn með orðagjálfri þessara manna. Vill þjóðin virkilega fá forsjá þess- ara manna yfir sig sem svona hrapal- lega hafa staðið að flestu sem við kemur þeirri atvinnu sem fólkið byggir lífshamingju sína á og fram- færi. Um Alþýðubandalagið er allt augljóst, það hefur sömu stefnuskrá og Lenin, forsprakki kommúnista- hreyfingarinnar, ruddi braut og setti á stall og sem hefur gert þjóð hans að öreigaþjóð sem vart á sér viðreisn- ar von. Hér hefur verið lýst fáum atriðum af svo íjöldamörgum sem hægt er að telja upp, af þeim skaðlegu áhrif- um sem Framsóknarflokkurinn hefur valdið þjóð sinni ásamt Alþýðubanda- laginu. Þessir flokkar bera ábyrgð á atvinnuleysinu í raun og sannleika. Um atvinnuleysið er það að segja, það verður ekki leyst með ótímabær- um framkvæmdum því enginn at- vinnurekstur skilar verðmætum á augabragði, allra síst við núverandi aðstæður þar sem ekki má sækja gullið í greipar Ægis; að reka óarð- bæra atvinnu er næstum sama og hafa atvinnulausa á farmfæri ríkis- sjóðs. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON Nökkvavogi 33, Reykjavík. Pennavinir GAMBÍSKUR 25 ára karlmaður sem kveðst hafa mikinn áhuga á íslandi: Ebrima S. Bah, Brikama-town, Kombo-Central, Western Division, Gambia. NÍTJÁN ára tékkneska stúlku lang- ar til að vinna í sveit á íslandi í tvo mánuði í sumar: Jolana Plackova, K. Hampla 424, 29001 Podebrady, Czech Republic. FRANSKUR frímerkjasafnari vill eignast íslenska pennavini: Philippe Neau, Au Borg, 33820 St. Aubin de Blaye, France. FRÁ Bangladesh skrifar 21 árs stúlka með áhuga á frímerkjum: Jenny Far, ’Philately’, 31-1 Green Road, Dhaka-1205, Bangladesh. LEIÐRÉTTIN G AR Efnisgrein féll niður Næstsíðasta efnisgreinin í minn- ingargrein Ólafs Sigurðssonar um Baldur Jónsson, barnalækni á Ak- ureyri, á blaðsíðu 32 í Morgunblað- inu á sunnudag féll niður í vinnslu. Hún hljóðaði svo: „Baldur var prúð- menni, ljúfur í viðmóti, jafnlyndur, þýður í samstarfí, drenglyndur og barngóður. Hjartalagið var gott, hann var mildur maður og mannúð- legur.“ Hlutaðeigendur eru innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Settu upp sýningu í umsögn Guðbrands Gíslasonar um sýningár Söngsmiðjunnar í Tjarnarbíói í síðustu viku láðist að geta um nöfn kennara sem höfðu veg og vanda af uppfærslunni. Þeir eru Esther H. Guðmundsdóttir, Ing- ólfur Stefánsson og Soffía Magnús- dóttir. Halldór er formaður en ekki Jón Þór í frétt í viðskiptablaði í gær um íslenskan hugbúnað var Jón Þór Þórhallsson sagður formaður Skýrslutæknifélags íslands. Hið rétta er að Halldór Kristjánsson verkfræðingur er formaður Skýrslutæknifélagsins, en Jón Þór er framkvæmdastjóri Skýrsluvéla ríksins og Reykjavíkur. VELVAKANDI KÆRIVELVAKANDI EFTIR að hafa heyrt í Sigríði Ellu á hljómleikum til heiðurs Skúla Ilalldórssyni vona ég að maður fái að heyra í henni á meðal jafningja eins og Kristjáni Jóhannssyni í Wagner-óperunni. Ninna. LÉTTKLASSÍSKA TÓNLIST Á NÆTURNAR ÉG ER ein af fjölmörgum sem vaki reglulega fram eftir nóttu. Það er þungbært að hlusta á alla þá síbylju sem hvín í eyrum manns á öllum útvarpsstöðvum á næturnar. Það er eindregin ósk mín að ríkisútvarpið sjái sér fært að út- varpa léttklassískri tónlist á rás 1 eða samtengdum rásum á næt- urnar. Oft heyrist sagt að efni- sval á útvarpsstöðvum sé í sam- ræmi við óskir flestra hlustenda, sem reynt er að höfða til, meðal annars til að stækka hóp þeirra sem heyra auglýsingar. Auglýsingar eru ekki lesnar á næturnar og því ættu ekki allar útvarpsstöðvar að þurfa að höfða til sama hlustendahóps og á dag- inn, með þungarokki og poppi. Það varðar geðheilsu okkar margra, að við fáum þessu breytt og tónlist verði mildari og klass- ískari fram eftir nóttu. Ég vona að útvarpsstjóri og útvarpssráð sjái sér fært að taka þetta til athugunar sem allra fyrst. Virðingarfyllst, Ásta Bjarnadóttir ÞJÓNUSTULIPURÐ TRYGGINGAMIÐ- STÖÐVARINNAR HRINGT var til Velvakanda og hann beðinn að koma á framfæri þökkum til starfsfólks Trygg- ingamiðstöðvarinnar fyrir ein- staka þjónustulipurð. 011 þeirra vinna einkennist af vilja til að gera viðskiptavininum til hæfis. TAPAÐ/FUNDIÐ Hanskar fundust SVARTIR fóðraðir leðurhanskar fundust við Miðvang í Hafnar- firði fyrir nokkru. Eigandi má hafa samband við Önnu í síma 641659. Hringur tapaðist GAMALL giftingarhringur með þremur rauðum steinum og áletr- un innan í tapaðist á leiðinni frá Langholtsvegi að Háskólanum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 811836. GÆLUDÝR Kettlingar ÞRJÁ fresskettlinga vantar gott heimili. Einn þeirra er kolsvartur og síðhærður. Upplýsingar í síma 681187 eftir kl. 19 næstu daga. Mjá, mjá GETUR einhver gefið kisunni okkar nýtt heimili? Hún er níu ára læða, blíðasta og hreinleg- asta kisa í heimi. Upplýsingar í síma 621945. GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.