Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 29.04.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1994 51 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Starks á ný með Knicks Phoenix talið sigurstranglegra gegn Golden State í Vesturdeild BÚIST er við að barátta New York Knicks og New Jersey Nets verði fjörug og spenn- andi, en úrslitakeppni NBA- deildarinnar hófst í nótt sem leið. Leikmenn New Jersey hafa hafttak á leikmönnum New York í vetur og unnið fjór- ar af fimm viðureignum lið- anna. John Sterks mun leika á ný með New York, en hann hefur verið frá í sex vikur eftir hnéaðgerð. Pat Riley, þjálfari New prá York, hefur kallað á Gunnari Antony Mason á ný Valgeirssyni í \ slaginn, eftir að Bandaríkjunum þafa se^ hann í leikbann vegna yfirlýsinga í blöð- um, en þar lýsti hann yfir óánægu mep hve lítið hann fékk að leika. í öðrum viðureignum í Austur- deildinni reikna menn með jafnri baráttu Orlando og Indiana, en Seattle mun væntanlega rúlla létt yfir Denver og sömuleiðis Houston leggi Portland léttilega. Tvær hörku viðureignir verða í Vesturdeildinni — það er annars vegar leikur San Antonio Spurs og Utah Jass, en leikmenn Utah hafa unnið allar fimm leikina gegn Spurs í vetur. Þar munar mestu sterkur varnarleik Karls Malone. Hann náði að halda David Robinson niðri og var það lykillinn af sigrum Utah. Það verður einnig hart barist þegar Phoenix mætir Goldon State, en bæði liðin komu á mikilli keyrslu inn í úrslitakeppnina. Phoenixrhef- ur getað teflt fram öllum sínum sterkustu leikmönnum sl. þijár vik- ur, er sigurstranglegri — og munar þar mikið um reynslu Charles Bar- kley, Kevins Johnson og Danny Ainge. Atlanta á að fara létt með Miami og Chicago á að vinna Cleveland auðveldlega. Vancouver greiðir 28,5 milljarða fyrir NBA-sæti Tö ný félög hafa verið samþykkt inn í NBA-deildina keppnistímabilið 1995 - 1996. Það eru lið frá kanadísku borgunum Vancouver og Toronto. Liðum í NBA fjölgar þá úr 27 í 29. Það kostaði ekki neina smápeninga fyrir borgirnar að fá lið sitt inn í NBA-deildina. Greiða þurfti 28,5 milljarða ísl. kr. í svokallað liðsgjald, sem er fjórum sinnum hærra gjald en þau félög borguðu, sem síðast komu inn í deildina árið 1987; Charlotte, Miami, Orlando og Minnesota. Forráðamenn í Vancouver eru bjartsýnir á gott gengi í NBA-deiidinni og er nú þegar byrjað að byggja 20.000 manna íþróttahöll, sem reiknað er meða að verði alltaf þéttsetin á NBA-leikjum. Morgunblaðið/Einar Falur John Starks leikur á ný með New York Knicks og munarum minna í úrslitakeppn- inni sem nú er að hefjast. Starks og félgar mæta New Jersey Nets í fyrsta leik. URSLIT SIGLINGAR /WHITBREAD Yamaha setti met og tók forystu - þegar aðeins einn áfangi er eftirfrá Fort Lauderdale í Flórída til Southampton TÍU af fjórtán skútum í Whitbread siglingakeppninni umhverfis jörðina höfðu lokið fimmta áfanga keppninnar í gær. Fimmti áfangi var sigl- inga frá Punte del Este í Ur- uguay til Fort Lauderdale í Florída. Yamaha frá Nýja-Sjálandi undir stjóm Ross Field skipstjóra kom fyrst í höfn í Flórída, sigldi frá Punte del Este á 22 dögum, 5 klukkustundum, 13 mínútum og 56 sekúndum og bætti met skip- stjórans Peter Balkes frá því 1990 um 11 klukkustundir. Field hefur nú rúmlega átta tíma forskot í keppninni samanlagt eftir fimm áfanga. Tókíó frá N-Sjálandi, sem í kvöld Reykjavíkurmótið Meistaraflokkur karla, A-riðilI: Gervigras: KR-Víkingur.kl. 20 hafði forystu eftir fjórða áfanga, lenti í vandræðum á fímmta legg — braut mastur og tafðist. Skútan Merit Cup frá Sviss kom önnur í mark í Flórída, 66 mílum á eftir Yamaha. í gær voru fjórar skútur enn ókomnar í höfn í Flórída; Odessa, Natural, Dolphin og Youth og Tókíó. Lagt verður upp í síðasta áfanga keppninnar frá Fort Laud- erdale til Southampton á Englandi 21. maí. Efstu bátar á fimmta Iegg: 60 feta bátar: 1. Yamaha (skipst. R. Field frá N- Sjál.) 22 dagar, 5 klst., 13 mín. og 56 sek. 2. Intrum Justitia (Lawrie Smith, Evr- ópu) ....................... 22:19.16,48 3. Galicia 93 (De la Gandar'a, Spáni) .........................23:03.49,04 80 feta bátar: 1. Merit Cup (Pierre Fehlmann, Sviss) 22:12.30,00 2. Endeavour (Grant Dalton, N-Sjál.) 22:13.15,53 3. La Poste (Eric Tabarly, Frakkl.) : iJ:;..!...'...l...í.:.í..:...,..l.i;l.28:16.08,11 ISHOKKI Svíar unnu íoks i þnðju tilraun Olympíumeistarar Svía náðu loks í þriðju tiiraun að vinna fyrsta leikinn á heims- meistaramótinu í íshokkí sem nú stendur yfir á Ítalíu. Svíar burstuðu Frakka 6:0 í gær, eft- ir að hafa gert jafntefli 3:3 við Norðmen og tapað fyrir Finnum 3:5. Kanadamenn eru efstir í A- riðiii eftir 3:2 sigur á íjóðveij- um. Brendan Shanahan, sem kom til Ítalíu á miðvikudag eftir að lið hans St Louis Blues var slegið út úr NHL-úrslitakeppn- inni, gerði öll mörk Kanada. Bandaríkjamenn unnu þriðja ieik sinn í röð gegn Tékkum í gær, 5:3. Tim Sweeney vinstri útheiji var hetja þeirra - gerði tvö glæsileg mörk. Sweeney leikur með Anaheim Mighty Ducks í NHL-deildinni banda- rísku. Kanada og Bandaríkin eru nokkuð örugg með sæti í undan- úrslitum keppninnar þegar tvær umferðir eru eftir. Knattspyrna Reykjavíkurmótið Meistaraflokkur karla: B-riðill: Ármann - Árvakur..................2:0 Haukur Ólafsson, Arnar Sigtryggsson Meistaraflokkur kvenna: KR-Valur..........................5:3 Ásthildur Helgadóttir 2, Gerður Guðmunds- dóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Sigurlín Jónsdóttir - Guðrún Sæmundsdóttir, Kristín Arnþórsdóttir, Hjördís Símonardóttir. Litla bikarkeppnin HK-ÍA........1....................0:1 - Mihajlo Bibercic (88.). ■í undanúrslitum keppninnar leika Grinda- vík - HK og lA - FH. Vinnáttuleikur Kúvæt: Kúvæt - Búlgaría..................2:2 Mohammed Edeilem (15.), Waleed Nassar (36.) - Zlatko (25.), Mohammed Edeilem (sjálfsm. 31.). Abu Dhabi: Sam. arb. furstad. - Þýskal.......0:2 - Ulf Kirsten (67.), Maurizio Gaudino (90.). ■Leikurinn fór fram í fyrrakvöld og voru úrslitin ekki rétt í blaðinu í gær. Íshokkí HM í Bolzano A-riðill: Kanada - Þýskaland................3:2 Brendan Shanahan 8:18, 27:20, 32:00 - Emst Koepf 4:27, Raimund Hilger 53:04 Staðan Kanada...............3 3 0 0 13:4 ! Rússland.............2 2 0 0 19:3 Þýskaland.............3 111 8:5 3 Austurríki............2 0 11 3:8 1 Ítalía................2 0 0 2 1:11 0 Bretland..............2 0 0 2 3:16 0 B-riðill: Tékkland - Bandaríkin..............3:5 Drahomir Kadlec (08:44), Kamil Kastak (30:50), Jiri Kucera (45:56) - Tim Sweeney (03:15, 49:01), Craig Wolanin (10:57), Pet- er Ciavaglia (16:59), Bill Lindsay (57:52) Svíþjóð - Frakkland...............6:0 Roger Hansson (1:14), Magnus Svensson (12:16), Andreas Dackell (21:48, 42:44), Mikael Johansson (41:48), Jonas Bergqvist (43:58). Staðan 0 17:6 6 Bandaríkin 3 Tékkland 3 Finnland 2 Svtþjóð 3 Noregur 2 Frakkland 3 FOLK ÍTALIR eiga nú möguleika á að eignast meistara í öllum þremur Evrópumótunum í knattspymu. AC Milan er í úrslitum í keppni meist- araliða gegn Barcelona, Parma í keppni bikarhafa gegn Arsenal og Inter Milan í UEFA-keppninni og hefur þegar 1:0 yfir eftir fyrri leikn- um gegn Zalsburg. Nú þegar eru fimm lið örugg með sæti í næstu Evrópukeppni; AC Milan, Sampd- . ora, Juventus, Lazio og Parma. MANCHESTER United getur orðið enskur meistari í níunda sinn á mánudaginn. Ef United vinnur Ipswich á sunnudag og Blackbum Rovers nær ekki sigri gegn Co- ventry á mánudag er United meistari. United á möguleika á að vinna bæði bikar og deild og ef það tekst verður það sjötta liðið í 106 ára sögu ensku deildarkeppninnar sem það gerir. KENNY Dalglish, fram- kvæmdastjóri Blackburn, getur borið höfuðið hátt þó liðið nái ekki meistaratitlinum. Liðið hefur þegar tryggt sér þátttökurétt í UEFA- keppninni í fyrsta sinn í sögu fé- lagsins. Besti árangur liðsins í deild- arkeppninni fyrir þetta tímabil var þriðja sætið — árið 1915, en annað sætið er öruggt nú. MARK Hateley, fýrrum lands- liðsmaður Englendinga, hefur skrifað undir þriggja ára samning við skoska liðið Glasgow Rangers, sem hann hefur leikið með undan- farin ár. Hateley verður orðinn 35 ára þegar samningurinn rennur út 1997. LENNART Johansson var í gær endurkjörinn sem forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, til næstu fjögurra ára. UEFA-þingið fer nú fram í Vínar- borg og Johansson eftir kosning- una að Evrópa mætti eiga von á því að fá fleiri þjóðir inn á HM í Frakklandi 1998 því gert væri ráð fyrir að þátttökuþjóðunum yrði fjölgað úr 24 í 32. Hann sagði að Evrópuþjóðirnar á HM gætu orðið á bilinu 16 - 18 ef þessi breyting næði fram, sem hann gerði fastlega ráð fyrir. Evrópuþjóðirnar eru 13 á HM í Bandaríkjunum í sumar BRADLEY Stone, 23 ára hnefaleikamaður frá Bretlandi, lést á sjúkrahúsi í London í gær eftir höfuðáverka sem hann hlaut í viðureign sinni við Richie Wenton um breska meistaratitilinn létt- þungavigt á þriðjudagskvöld. Dóm- arinn stöðvaði bardagann í tíundu lotu eftir að Stone hafði fengið þung högg á höfuðið frá Wenton. PETE Sampras, tenniskappi frá Bandaríkjunum mun fá 517.500 dollara (37 milljónir ísk.) í verðlaun ef hann sigrar aftur á Wimbledonmótinu í sumar. For- ráðamenn Wimbledonmótsins hafa ákveðið að hækka verðlaunin frá því í fyrra um 12 prósent. Sigur- vegarinn í kvennaflokki fær 412 þúsund pund (30 milljónir). Til gam- ans má geta þess að Rod Laver frá Ástralíu fékk 3.500 dollara (250 þúsund kr.) fyrir sigurinn í einliðaleik karla á fyrsta Wimble- donmótinu 1968. ..3 111 12:8 3 ..2 0 11 5:10 1 ..3 0 0 3 3:16 0 Snóker HM í Sheffield Heimsmeistaramótið í snóker, sem fer fram í Sheffield í Englandi. Leikir í undanúrslit- um. Sá sehi fyrr vinnur 16 leiki kemst í úrslitaleikinn: Jimmy White (Englandi) - Darren Morg- an (Wales).......................4:3 98-25 84-5 69-50 31-72 90-26 18-124 24-69. Stephen Hendry (Skotlandi) - Steve Da- vis (Englandi)...................4:4 (Hendry fyrst) 6-100 15-63 68-26 79-28 75-32 29-74 81-47 18-76. BADMINTON Skagamenn í 1. deild Skagamenn sigruðu í 2. deildinni um helgina og leika því í 1. deild að ári en lið þeirra vann alla þijá leikina um helgina með miklum yfirburðum. Sex lið voru í 3. deildinni og þar sigraði lið HSK og leikur því í deild að ári eins og H-lið TBR, sem einnig færist milli deilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.