Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA trfwbltoWlí 1994 KNATTSPYRNA Flestir þeir bestu með Brasilíu á morgun Þúsundir manna tóku á móti liðunum í Floríanapólis ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu kom til Floríanapólis í Brasilíu ígærkvöldi, en liðið mætir heimamönnum ívináttu- landsleik íbænum annað kvöld. Komið er í Ijóst að f lest- ir bestu leikmanna Brasilíu verða með í leiknum, en áður > höfðu f regnir borist um hið 'i gagnstæða. Islenska landsliðið kom til Rio í gærmorgun eftir rúmlega elle'fu klukkustunda flug frá Amsterdam í Hollandi. Lands- liðshópurinn hittist í Amsterdam á sunnudaginn þar sem tekin var ein æfing. Lið Brasilíu og Islands fóru sam- an í leiguflugvél frá. Rio de Janeiro til keppnisstaðarins í gær. Þjálfari Brasilíumanna, Carlos Alberto Perreira, upplýsti blaðamann Morg- unblaðsins um það á leiðinni að all- ir bestu leikmenn hans yrðu með á morgun, nema framherjinn Rom- ario, sem kæmi ekki frá Barcelona og varnarmaðurinn Mozer hjá Benfica í Portúgal, sem hefði meiðst í leik um helgina. Leikmenn einsog Rai og Ricardo Gomes frá París SG og Bebeto og Mauro Silva frá toppliði La Coruna á Spáni verða með, svo og framherjinn Muller, og frá Þýskalandi komu Jorginho frá Bayern Munchen og Dunga frá Stuttgart svo einhverjir séu nefndir. Þess má geta að liðin tvö og fylgdarmenn fóru með Boeing 737-300 vél frá Rio til keppnisstað- arins í gær — samskonar vél og Flugleiðir nota í Evrópuflugi — þannig að það var nóg pláss fyrir farþegana. Mótttökurnar á flugvellinum í Floríanapólis í gærkvöldi voru aðrar en íslensku landsliðsmennirnir eiga að venjast. Fjögur til fimm þúsund manns voru saman komnir við flug- stöðina er landsliðin birtust, og fagnaðarlætin gífurleg. Islenska liðið æfði í gærkvöldi á Aderbal Ramos da Silva-leikvangin- um, þar sem leikurinn fer fram. Frá Skúla Unnarí Sveinssyni í Brasilíu ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI HANDKNATTLEIKUR BLAÐ B adidas Toppmenn og Sport Akureyri Mynd Jónas Jóhannsson Geir og Júlíus Evrópumeistarar GEIR Sveinsson og Júlíus Jónasson urðu um helgina Evrópumeistarar með liði sínu Alzira frá Spáni. Alzira vann Linz frá Austurríki samanlagt með þriggja marka mun í tveimur úrslitaleikjum um EHF-bikarinn. Síðari leikurinn fór fram í Linz á laugardaginn og var þessi mynd tekin eftir að bikarinn var kominn í hendur íslendinganna. Nánar um leikinn / B3 KNATTSPYRNA Guðmund- uráleið ' til Þórs f rá Ekeren SAMNINGUR Guðmundar Benediktssonar við belgíska félagið Ekeren rennur út um miðjan mánuðinn og sam- kvæmt heimildum Morgun- blaðsins kemur hann þá heim i og ætlar að leika með Þór frá \ Akureyri í 1. deild í sumar. Guðmundur, sem verður tvítugur í haust, hefur verið í tæp þrjjí ár hjá belgíska félaginu, en lítið spi)- að vegna meíðsla. Hins vegar virðist hann vera búinn að ná sér og hefur verið að spila að undanförnu, síð- ast í gærkvöldi. Guðmundur vakti mikla at- hygli með ungl- ingalandsliðun- um, þegar hann var 15 ára, en meiðsl settu strik í reikninginn hjá framherjanum og úr varð að hann fór meiddur til Ekeren á sínum tima. Þá sagði hann við Morgunblaðið að aðal- atriðið væri að ná sér góðum „og ég kem tvíefldur til leíks eftir þetta — hvar sem það verður." Eins og málin standa verður það á æskustöðvunum — hjá Þór á Akureyri. Guðmundur GOLF ÚlfarJónsson varðí6. til 11. sætiá úrtökumóti Sænsku mótaraðarinnar Fyrstur íslendinga til að öðl- ast keppnisrétt á mótaröðinni ÚLFAR Jónsson var öryggið uppmálað á úrtökumóti fyrir sænsku mótaröðina í golfi og varð í 6. til 11. sæti af 320 keppendum, en 60 komust áf ram. 10 fyrstu hafa forgangsrétt á mótin, geta val- ið um mót, og er Úlf ar í þeim hópi, en hann er jaf nf ramt fyrsti íslendingurinn til að öðlast keppnisrétt á Sænsku mótaröðinni. Arnar Már Ólafsson tók einnig þátt í mótinu um helgina, en komst ekki áfram. Ufar lék fyrsta daginn á 73 höggum (par 70), síðan á 69 höggum (par 72) og loks á 73 högg- um (par 70). „Mér gekk ágætlega," sagði hann við Morgunblaðið. „Ég hef verið að spila vel að undanförnu og þó aldrei sé hægt að segja til um hvernig fer átti ég von á að verða á meðal 60 efstu, tækist mér vel upp. Hins vegar er alltaf erfitt að spila á svona úrtökumótum, þar sem lítið sem ekkert má út af bregða, en ég spilaði vel og var aðeins óstöðugur í púttunum." Arangurinn tryggir Úlfari keppni á fjórum mótum og þarf hann að vinna sér inn ákveðna vinningsupp- hæð til að fá að halda áfram, en annað úrtökumót verður í lok júní. „Þetta er ágætis túr, góð keppni, góðir spilarar og góður undirbún- ingur," sagði Ulfar og bætti við að Sænska mótaröðin, sem hefst í lok mánaðarins, væri stigi fyrir ofan mótin, sem hann hefði verið að keppa í í Bandaríkjununi. Hann sagði að sænskir kylfingar væru í miklum meiri hluta á mótaröðinni, en eins væru margir frá hinum Norðurlöndunum og Bretlandi. Úlfar og Arnar Már, sem fór fyrsta daginn á 79 hóggum og síð- an á 77 höggum, fara til Jamaíka á morgun, þar sem þeir taka þátt í úitökumóti liða fyrir HM, en fjór- ar þjóðir af 27 komast áfram. KAPPAKSTUR: MARTRÖÐ ÁIMOLA-BRAUTINNI í SAN MARÍNÓ UM HELGINA / B8