Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 20

Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ARFUR FORMÆÐRANNA MYNPLIST Portið ilafnarfiröi BLÖNDUÐ TÆKNI Alda Sig’urðardóttir 30. apríl - 15. maí. Aðgangur ókeypis. Alda Sigurðardóttir er'í síðari hópnum. Þessa fyrstu einkasýn- ingu sína tileinkar hún ömmu sinni, sem lést á síðasta hausti, á hundraðasta aldursári; hin hóg- væru viðfangefni sín hér sækir hún einnig í arf horfinna kynslóða formæðra sinna. Alda kemur að myndlistinni með í^ölbreytta reynslu; hún lauk hjúkrunarprófi og stundað nám í fatahönnum í Par- ís áður en hún sneri sér af krafti að myndlistarná- mi, en hún út- skrifaðist frá fjö- tæknideild Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1993. Hin unga listakona leitar til hefðarinnar, en gerir sér fulla grein fyrir hverfulleik hennar. I sýningarskrá segir hún um m.a.: „Yfirleitt gerum við okkur ekki grein fyrir því að þekking okkar, veruleiki og draumar eru arfur genginna kynslóða. Við handleik- um þennan arf eins og fjöregg og vinnum úr honum. A hverjum degi veljum við ómeðvitað hvað deyr og hvað lifir, hverju við vilj- um gleyma og hveiju halda við. í því er fólgið viðfangsefni mitt, að munda lítið verkfæri, tengja saman þræði í litlar myndir sem sjálfar eru augnablik á milli kyn- slóðanna.“ Það verkfæri sem Aida er hér að vísa til er heklunálin, sem amma hennar kenndi henni ungri að meðhöndla; verkin sem hún sýnir eru hekluð úr gömlum tvinna og fest með bókbandslími á plexigler. Við þessa lýsingu mætti ætla, að ekki væri mikil fjölbreytni á ferðinni og svo virð- ist ekki við fyrstu sýn; en nánari skoðun leiðir í ljós að Alda hefur með ýmsum hætti náð að gefa hverri mynd fyrir sig sjálfstæða tilveru og í heild sinni verða tilvís- anir verkanna til lífsins og sköp- unar þess áberandi. Þetta næst fram fyrst og fremst með því að nota hlýja liti í verkin og með því að skapa í þeim sjálfstæðar fellingar, totur og samtengingar, sem minna í mörg- um tilvikum á lík- amann, fæðinguna og móðurmjólkina; samtengingin er einnig sterkur þáttur í sumum myndanna, og þró- unin, uppvöxtur- inn kemur jafnvel fram í einu verk- anna með litabreytingum á hinum ýmsu stigum þroskaferilsins. í einu verki liggja þræðirnir síðan lausir og óbundnir og minna þannig á að þrátt fyrir allt er líf- svefurinn aldrei ofinn endanlega og alltaf má vænta nýrra tengsla; á næsta augnabliki getur allt verið breytt. Það þarf nokkra dirfsku til að leggja upp með jafn einfalda myndgerð og hætt er við að ýms- um þyki lítið til koma. Umfangið og margbreytileikinn eru hins vegar ekki helstu mælikvarðarnir á verðuga myndlist, heldur sjálf- stæði og innsýn hinnar listrænu hugsunar, sem vissulega byggist á arfi kynslóðanna; því verður að segja að þessi sýning er góð byij- un fyrir listferil Öldu Sigurðar- dóttur. Eiríkur Þorláksson Atriði úr Gaukshreiðrinu. Gauks- hreiðrið Síðustu sýningar vorsins AÐEINS eru tvær sýningar eftir á þessu leikári á Gaukshreiðrinu, en leikritið verður tekið aftur til sýn- ingar á Stóra sviðinu í haust. Gaukshreiðrið víkur nú að sinni fyrir uppfærslu Listahátíðar á Nifl- ungahringnum eftir Wagner, en æfingar á Niflungahringnum heij- ast á Stóra sviðinu um miðjan maí. í fréttatilkynningu segir: „Mikil aðsókn hefur verið á þeim sýningum sem komnar eru á Gaukshreiðrinu og eru aðeins fáein sæti laus á síð- ustu tveimur sýningum vorsins. Hafa m.a. hópar frá vinnustöðum og félagasamtökum þurft að bíða til hausts með leikhúsferð á Gauks- hreiðrið." Með helstu hlutverk fara Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir og Jóhann Sigurðsson. Með önnur veigamikil hlutverk fara m.a. Sigurður Skúlason, Hilmar Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson, Sigurður Sigutjónsson, Stefán Jónsson og Erlingur Gíslason. Leikstjóri er Hávar Sigutjónsson. Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður haldinn laugardaginn 7. maí nk. á Hótel Sögu og hefst kl. 9.15 Dagskrá: Kl. 09.15 Fundarsetning, Sigfús Sigfússon, formaður BGS Kl. 09.30 Starf og skipulaggning BGS. Tillögur stjórnar um starf og skipulag BGS -Umræður Kl 10.30 Atvinnumál í bílgreininni - Svört atvinnustarfsemi Hugmyndir um aðgerðir Kl. 11.30 Staða bílgreinarinnar í íslensklu efnahagslífi Guðmundur Magnússon prófessor Kl. 12.00 Hádegisverður - Hádegisverðarerindi. Halldór Blöndal, samgönguráðherra Kl. 13.30 Dagskrá sérgreinafundar A. Verkstæðisfundur B. Bílamálarar og bifreiðasmiðir C. Bifreiðainnflytjendur D. Smurstöðvar E. Varahlutasalar Kl. 15.30 Niðurstöður sérgreinafunda. (Sal A- Hótel Sögu). Kl. 16.00 Aðalfundur Bílgreinasambandsins. (SalA - Hótel Sögu) Aðalfundarstörf skv. 9 gr. laga sambandsins. Stjórn BGS hvetur sambandsaðila til að mæta á fundinn. Stjórn Bílgreinasambandsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.