Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 34

Morgunblaðið - 06.05.1994, Síða 34
34 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA VIGFÚSDÓTTIR + Jóhanna Vig- fúsdóttir, org- anisti frá Munaðar- hóli á Hellissandi, var fædd á Bjöllu- hóli á Hellissandi ll.júní 1911 og lést í Landspítalanum 29. apríl 1994 á 83. aldursári. Foreldr- ar hennar voru Vig- fús Jónsson, tré- smiður, frá Elliða í Staðarsveit, og Kristín Jensdóttir, óðalsbónda á Rifi. Veturinn 1927- 1928 stundaði Jó- hanna nám í söng og orgelleik hjá Sigfúsi Einars- syni, tónskáldi, í Reykjavík. Hún lék á orgel í Ingjaldshóls- kirkju og stjómaði kirkjukór þar í 52 ár. Hún rak sunnudaga- skóla fyrir böm og unglinga í 30 ár, var formaður Kvenfélags Hellissands í 25 ár og gegndi ótal trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Hún sat m.a. á kirkjuþingi um árabil. Jóhanna var kjörin heiðurs- borgari Hellissands 10. apríl 1990. Jóhanna giftist 14. maí 1930 Hirti Jónssyni, útvegs- bónda og hreppstjóra á Munað- arhóli, d. 10. ágúst 1963. Þau eignuðust átta böm og em sjö þeirra á lífi. Jóhanna verður jarðsett laugardaginn 7. maí á Ingjaldshóli, en minningarat- höfn um hana fer fram í Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag. ÞAÐ fólk, sem mætir manni á lífs- leiðinni, hefur mismikil áhrif. Mikil lífsgæfa er það að mega lifa með góðu fólki, sem hefur höndlað lífs- viskuna djúpu og til þess burði að miðla henni til annarra. Þegar sam- an fer velvilji og óhemju skörungs- skapur leiðir af því gott og best verður það fyrir þá, sem næst standa. Og þá hefur mikils verið notið og mikið að þakka fyrir. Það er mér ljóst, þegar tengdamóðir mín og góður vinur, Jóhanna Vig- fúsdóttir frá Hellissandi, er kvödd. Þar kveður kona, sem mikið munaði um bæði með fjölskyldu hennar og því samfélagi, sem hún helgaði starfs- krafta sína svo mjög. Jóhanna var elst barna þeirra Vigfúsar, húsasmíðameistara, og Kristínar, konu hans, sem reistu sér hús á Gimli og voru við það hús kennd. Þar varð stórt heimili, því systk- inin urðu alls þrettán auk fóstursystur, þar sem ekki verður ofsagt að hafi verið einstak- lega glaðvær og frískur hópur, sem alla tíð hélt óvenjulegri samstöðu og vináttu, stoltur af sínu. Okkur sem fengum síðar að tengj- ast þeim hópi eru margar stundir eftirminnilegar með þeim systkin- um, þar sem kátínan ríkti og svel- landi söngur. Þau systkini hafa það gjaman á orði, og ekki að ófyrir- synju, að tala um arfinn, sem þau fengu úr foreldrahúsum, um dugn- að, ábyrgð og trú. Jóhanna mótað- ist mjög af því, varð djörf til að ganga fram á meðal fólks með hug- sjónir sínar og hugmyndir og beij- ast fyrir framgangi þeirra, dugnað- arforkur í öllu félagsstarfí og leið- togi sem um munaði. Þau hjónin, Jóhanna og Hjörtur, tóku við búi á Munaðarhóli eftir að þau giftust og þar varð Jóhanna ung húsmóðir á grónu myndarheim- ili. Hjörtur var frammámaður í byggð sinni, leiðtogi í atvinnu og sveitarstjómarmálum, og var m.a. hreppsstjóri um árabil. Þau hjón voru samhent í miklu félagsstarfi. Heimili þeirra varð á margan hátt miðstöð þess sem var að gerast, stöðugt gestkvæmt og margir í heimili. Börn þeirra em Snorri, raf- virkjameistari á Akranesi, Hreinn, sóknarprestur í Reykjavík, Rafn trésmiður á Akranesi, Hróðmar, rafvirkjameistari á Akranesi, Jón, leikari í Reykjavík, Aðalheiður, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, og Vigfús, bókari í Reykjavík. Eina dóttur misstu þau í frumbernsku. Yfír heill bama sinna og fjölskyldna t Maðurinn minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLDÓR LÁRUS GUÐMUNDSSON, Brekkuseli 32, s Reykjavik, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 5. maí. Kristín Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Föðurbróðir okkar, BENEDIKT ÞORLEIFUR BENEDIKTSSON, sem andaðist 28. apríl sl., verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bolungarvík, laugardaginn 7. maí kl. 14.00. Garðar Halldórsson, Kristín Jóna Halldórsdóttir, Anna Þórunn Halldórsdóttir. MINNINGAR þeirra vakti Jóhanna til síðustu stunda, vissi um hvern og einn og umvafði okkur öll fyrirbænum sín- um. Með sínu stóra og umsvifamikla heimili varð Jóhanna sá félagskraft- ur, sem blessun er hveiju byggðar- lagi. Það margbreytta og mikla starf gat hún rekið vegna þess að Hjörtur sýndi þar einstakan skiln- ing og styrk. Enda talaði Jóhanna oft um hans skerf þar að. Félags- umsvif hennar hófust þegar hún var sextán ára gömul. Vigfús, faðir hennar, var í forsvari kirkjunnar á Ingjaldshóli og það vantaði organ- ista. Jóhanna var send af stað suð- ur til Reykjavíkur í tónlistarnám hjá Sigfúsi Einarssyni og tók síðan við starfí organista kirkju sinnar. Það starf hafði hún með hendi í 52 ár og leysti þannig að reisn og myndarskapur var þar yfír öllu sönglífí. Starfíð í Ingjaldshólskirkju var Jóhönnu dýrmætt því það fjall- aði um lífshugsjónina, sem í raun líf hennar og starf snerist um. Trú- in á hinn lifandi og upprisna Jesúm Krist var það sem máli skipti, hin brennandi hugsjón. Líka hafði sú trú skírst í reynslunni æ og aftur. Hún kom á fót sunnudagaskóla fýrir böm á Hellissandi löngu áður en farið var að tala um slíkt úti á landsbyggðinni og veitti honum for- stöðu um þijátíu ára skeið. Þá stóð hún fyrir kristilegu starfí með kon- um á Hellissandi, kynnti starf kristniboðsins o.fl. o.fl. Með þessu var Jóhanna líka formaður og leið- togi Kvenfélags Hellissands um áratugi, átti sæti í fjölda nefnda fýrir sveit sína, söfnuð og kirkju, átti m.a. sæti á Kirkjuþingi. Fyrir störf sín var Jóhanna margheiðruð. Hjört, mann sinn, missti Jóhanna um aldur fram árið 1963. Þótt miss- irinn væri mikill var hún ekki á því að láta deigan síga. Á Hellissandi vildi hún vera og starfa. Hún var brennandi af áhuga fyrir öllu því, sem þar gerðist, og þekkti sögu staðarins betur en flestir aðrir. Hún átti þar langan starfsdag sem mun- aði um. Ibúar Hellissands sáu það, mátu starf hennar mikils og sýndu henni þann mesta sóma, sem í þeirra valdi stóð, þegar hún var gerð að heiðursborgara Hellissands. Jóhanna var þakklát fyrir vináttu og tryggð Sandara og þá tryggð metur fjölskyldan líka mikils. Fyrir fjórum árum flutti Jóhanna til Reykjavíkur, þar sem hún gat dvalið nær börnum sínum og fjöl- skyldu, enda aldurinn orðinn hár. Hugurinn var þó gjarnan fyrir vest- an. Þessi mikla atorku- og dugnað- arkona, sem hafði alltaf verið á fullu, skipulagði áfram tíma sinn. Hún nærðist af trú sinni og talaði i ERFI DRYKKJUR Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 29900 um hana. Þá iðkun lagði hún mikla áherslu á að hafa í reglu, átti fastan bænalista sem hún lagði fram fyrir Drottin sinn og frelsara eftir ákveð- inni reglu. Það var dýrmætt fyrir okkur, fjölskyldu hennar, að vita það, að þannig var beðið fyrir okk- ur og bömunum okkar. Við erum þakklát fyrir það, sem Jóhanna var, en minnumst í söknuðinum fyrirheitanna góðu, sem hún var óþreytandi að tala um, lífsgrund- völlinn góða í lifandi trú. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta,“ var inntak þess, sem hún lifði í, vissan um leiðsögn Drottins í lífi og í dauða. Líf hennar var vitnisburður um það og henni kær- ast. í þakklæti og virðingu metum við líf Jóhönnu Vigfúsdóttur, en horfum til þess, sem við vissum með henni og hinn upprisni Jesús Kristur sagði: „Hver sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Valgeir Ástráðsson. Mér barst sú frétt föstudaginn 29. apríl, að Jóhanna Vigfúsdóttir á Munaðarhóli á Hellissandi, móð- ursystir mín, væri látin. Jóhanna ól allan aldur sinn undir Snæfellsjökli, á Hellissandi, þar sem hún var fædd og uppalin. Æsku- heimili hennar á Gimli á Hellissandi var stórglæsilegt. Húsið byggði afi minn, faðir Jóhönnu, árið 1917. í þessu húsi fæddist ég og sagði Jó- hanna mér að hún hefði verið ein af þeim sem tóku á móti mér úr móðurkviði. Síðan hugsaði Jóhanna hlýtt til mín, fýlgdist vel með mér alla tíð og bar hag minn fyrir bijóéti. Jóhanna hafði alla þá kosti sem frammáfólk þarf að hafa. Hún var ákveðin í framkomu, vel máli farin og víðsýn. Það er margt sem ég hefði viljað minnast á, en ég gleymi ekki símtal- inu þegar ég hringdi í hana rétt fýrir síðustu jólaaðventu. Þá töluð- um við saman í á annan klukkutíma um lífíð og tilveruna. Og svo fór hún að gefa mér ráðleggingar, eins og svo oft áður, um það sem hún hafði áhyggjur af. Margt sem Jó- hanna ráðlagði mér í gegnum árin varð mér til góðs og þess mun ég minnast. Jóhanna tók virkan þátt í félags- störfum á Hellissandi og gegndi mörgum trúnaðarstörfum. Stór er sá hópur fólks orðinn, sem hún veitti leiðsögn í uppeldis- og trúar- legum efnum. Þegar Jóhanna tók að sér organ- istastarfið á Hellissandi var hún ung og efnileg stúlka. Afí minn, Vigfús Jónsson, var þá sóknar- nefndarformaður. Þegar þáverandi organisti, Kjartan Lárusson, hætti og flutti burt bað afí dóttur sína Jóhönnu að taka við. Ég hitti Jóhönnu síðast í fyrra- sumar þegar hún kom í heimsókn í síðasta sinn á sínar gömlu heima- slóðir. Hún var þá hjá Vigfúsi bróð- ir sínum í Ólafsvík. Elsku Jóhanna, ég kveð þig með miklum söknuði og vona að þér líði vel á Guðs vegum. Þinn systursonur, Loftur Sveinbjörnsson, Ólafsvík. Viðburðaríku lífí ömmu minnar, Jóhönnu Vigfúsdóttur frá Hellis- sandi, er nú lokið. Tómarúmið er mikið og söknuðurinn sár. Mín fyrstu minningabrot tengjast ömmu. Fólk markar misjafnlega stór spor í líf manns og hefur mis- jöfn áhrif á mann. „Amma á Sandi“ + Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Sörlaskjóli 17, Reykjavfk, lést á hjúkrunarheimiiinu Eir miðvikudaginn 4. maí. Sigurður Þorgrimsson, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Amalía Ragna Þorgrímsdóttir, HalldórTjörvi Einarsson. + Ástkær faðir okkar, VALGEIR Á. EINARSSON, áðurtil heimilis f Skipholti 55, lést á hjartadeild Landspítalans aðfaranótt 5. maí. Jóhanna Valgeirsdóttir, Guðrún Jóna Valgeirsdóttir. eins og við krakkarnir vorum vön að kalla hana hefur alltaf verið fast- ur punktur í tilveru minni og haft mótandi áhrif á mig á svo margan hátt. Minningarnar hrannast upp og verða mér ógleymanlegar, sér- staklega þær stundir sem ég og fjölskylda mín áttum með henni eftir að hún flutti til Reykjavíkur fyrir fjórum árum. Höfðum við þá tækifæri til að eyða meiri tíma sam- an. Hún var þá aðeins farin að fínna fyrir veikindum en lét það ekki aftra sér í einu né neinu og kvartaði aldr- ei. Amma var ein af þeim sem lét ekki alltaf skína í tilfinningar sín- ar. Hún var mjög lífsreynd og lífið hafði ekki alltaf verið henni leikur einn en háreist og sterk tók hún lífinu eins og það var. Um miðjan aldur varð hún ekkja, þar missti hún góðan mann og vin. Þrátt fýrir mikinn missi lét hún ekki deigan síga. Hún byggði ein glæsilegt hús á Hellissandi því hvergi annars staðar vildi hún vera. Heimilið var myndarlegt og ferðim- ar vestur voru okkur krökkunum ævintýri líkust. Dugnaður og kraft- ur ömmu var þannig að alltaf var eitthvað að gerast í kringum hana. Amma var heill hafsjór af fróð- leik og gat endalaust miðlað af þekkingu sinni. Hún lá ekki á skoð- unum sínum en var alltaf hrein og bein og sjálfri sér samkvæm. Það sem var henni stærst og mikilvæg- ast var trúin á Jesú Krist og því helgaði hún starfskrafta sína allt sitt líf. Að lokum vil ég þakka þér, elsku amma, fyrir allt sem þú varst og allt sem þú kenndir mér. Tilveran verður litlausari án þín en hugsunin um að þú hvílir nú í hendi guðs þar sem hvorki er böl né þjáning, er okkur öllum mikill styrkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðný. Mig langar í fáeinum orðum að minnast ömmu minnar Jóhönnu Vigfúsdóttur. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana og það var auséð að þar fór ákveðin og stefnuföst kona. Líf ömmu var ekki alltaf dans á rósum og mátti hún reyna margt sem eflaust hefur mótað sterkan persónuleika hennar. Hún vissi það vel sjálf og fór aldrei dult með það hvert væri að sækja styrk í lífinu. Það var í lifandi trú sem hún lagði sig fram um að rækja. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sem barn að fá að búa hjá ömmu á Hellissandi í nokkra mánuði. Á þeim tíma kynntist ég henni vel. Hún var alltaf ákveðin og eflaust hefur ákveðnin komið að góðum notum til þess að ala upp sex ára ærslabelg. Þau voru ófá skiptin þar sem við áttum langar samræður um ýmsa hluti. Þá mættust tvær ákveðnar nöfnur. En alltaf reyndist það vera amma sem hafði rétt fyrir sér og henni tókst alltaf auðveldlega að tala um fyrir mér. Þessi tími var mjög skemmtilegur og sérstaklega eru mér minnisstæðar þær kennslu- stundir sem fram fóru í prjóni og hekli. Við það sátum við nöfnurnar oft heilu kvöldin og höfðum báðar gaman af. Á þessu urðum við líka góðar vinkonur í vináttu sem báðum var dýrmæt. Það var alltaf gaman að heim- sækja ömmu vestur á Hellissand. Hún var lífsreynd kona og hafði frá mörgu að segja og þreyttist hún aldrei á að svara spumingum forvit- innar stelpu. Hún hafði alltaf mikið að gera. Þeyttist áfram í félags- störfum, lifði fyrir starfið í kirkj- unni sinni og sunnudagaskólanum, sem hún stjórnaði um áratuga skeið. Alltaf gaf hún sér þó tíma til þess að sitja og spjalla. Fyrir þær stundir er ég þakklát. Amma bjó mestalla ævi sína á Hellissandi þar sem hún var fædd og uppalin. Byggðarlagið var henni kært og hugsjón henanr var að vinna þeirri byggð vel og efla þar guðstrú og góða siði. Hún var líka vel metin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.