Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 44

Morgunblaðið - 06.05.1994, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK Afmæli Islendingar í veislu Margit Francis Bell úr Nágrönnum látinn ►ÁSTRALSKI leikarinn Francis Bell, sem lék pípulagningamann- inn Max Ramsay í fyrstu átján sjónvarpsþáttunum af Nágrönn- um, fannst í vikunni látinn fyrir utan byggingu í Auckland á Nýja Sjálandi. Bell, sem var fimmtug- ur, mun hafa látist af völdum falls ofan úr byggingunni. Sam- kvæmt upplýsingum lögregluyf- irvalda hafði hann leitað lækn- inga á geðdeild um nokkurt skeið. HÓPUR fólks frá frá Stokkhólmi sem klæðir sig í anda ísfólks- ins þegar það hittist færði afmælisbarninu tréskúlptur að gjöf. Fjör í veislunni „Þetta var vægast sagt vel útil- átið, því það var ekki nóg með að hún byði okkur í veisluna heldur borgaði hún einnig ferðirnar fyrir okkur,“ sagði Reynir. „Veislan stóð yfir frá kl. 19 til kl. 2 um nóttina og þar var mikið um dýrð- ir. Meðal skemmtiatriða var hópur lítilla púka sem komu fram með tilþrifum líkt og var við opnun ólympíuleikanna í Lillehammer. I hópnum var meðal annars dóttur- sonur hennar. Einnig tók fjöl- skylda hennar sig til og söng og dansaði, m.a. rússnesk lög, en sjálf segist Margit hafa verið Rússi í fyrra lífi. Bladkompaniet sem gefur bæk- ur hennar út í Noregi gaf henni samsvarandi 500 þúsund ísl. króna, sem hún afhenti strax hús- dýravinafélagi í Bergen. Sýnir það hvaða hug hún ber til dýra.“ Er væntanleg í sumar Margit Sandemo kom fyrst til íslands árið 1988 og hefur komið hingað á hveiju ári síðan. Hún er einnig væntanleg í sumar í tengsl- um við norska samkeppni um bókaflokkinn Galdrameistarann. Sá heppni kemur hingað í fylgd Margit. 47 bækur haf verið gefnar út á íslandi um ísfólkið og seldust að jafnaði 6.000 eintök af hverri bók, að sögn Reynis. Innan tíðar er væntanleg 13. bókin af 15 um Galdrameistarann. TONYU HARDING BOÐIÐ AÐ GERAST ROKKSONGKONA SKAUTADROTTNINGUNNI Tonyu Harding hefur aldrei staðið eins margt til boða og eftir að hún játaði sig seka um að hafa átt aðild að árás á keppinaut sinn Nancy Kerrigan í vetur. Tilboð- in eiga það sameiginlegt að fjárupphæðirnar sem um er- rætt eru alltaf verulegar. Það nýjasta var sett fram sl. miðvikudag, en þá var henni boðið að gerast söngvari í pönk-rokkhljómsveitinni „The white trash debutant- es“ sem mætti útleggja Frumraun hvíta hyskisins. Þeir sem standa að hljómsveitinni sveija og sárt við leggja að hér sé ekkert grín á ferð- inni, hins vegar renna á mann tvær grímur þegar kemur í ljós, að hljóm- sveitin samanstendur af 78 ára gamalli ömmu og þremur klæð- skiptingum. Hljómsveitarmeðlimir segjast vera að semja við lögfræðing Tonyu og til að gera tilboðið enn meira aðlaðandi hafa þeir samið lag tileink- að Tonyu, „Don’t mess with Tonya Harding“. Hins vegar vildu lögfræð- ingar Tonyu ekkert segja um málið. Peningar streyma að Staðreyndin er sú að skauta- drottningin fyrrverandi hefur aldrei haft jafn mikla peninga milli hand- anna og eftir að henni hefur verið úthýst frá skautakeppni. Hún hefur þegar samið um gerð sjón- varpskvikmyndar sem fjallar um feril hennar. Þá hefur hún komið fram í ýmsum sjónvarpsþáttum, bæði skemmti- og samtalsþátt- um. Nýlega fékk hún boð frá Japan um að verða atvinnuglímumaður og var upphæðin tvær milljónir dollara nefnd í því sambandi. Þá hefur tímarit- ið Playboy óskað eftir samningi við hana og fleira mætti nefna. Sljörnudýrkun Svo virðist sem bandarískt þjóðfélag hungri það mikið í stjörnur, að sama er hvort viðkomandi hafi leitt af sér gott eða slæmt. Þannig hafa aðdá- endur sent fjöldamorðingjanum Jeffrey Dahmer samsvarandi tæpri milljón isl. kr. og í könnunum um vinsælasta fólkið hefur þurft að gera ráð fyrir ýmsum ódæðismönnum á listum. Einnig má nefna aðdáendahópa sem safnast hafa í kringum fólk eins og Lorenu og John Bobbitt (hún skar undan honum), Joey Buttafuco og Amy Fisher (hún gerði tilraun til að myrða eiginkonu hans), Eric og Lyle Menendez (sem myrtu foreldra sína) og fleiri mætti nefna. Ævisaga Miu Farrow væntanleg ►NÆSTA verkefni leikkonunn- ar Miu Farrow verður ekki kvik- myndaleikur heldur hyggst hún snúa sér að skráningu ævisögu sinnar Woody Allen til mikillar skelfingar, að því er sögur herma. Bókin er að vísu stutt komin en efniviðurinn virðist nægur. „Ef heldur áfram sem horfir verður þetta eins og þriggja binda ævisaga Bertram Russels áður en ég kemst að unglingsárunum,“ sagði Mia fyr- ir stuttu í samtali við tímaritið Empire. Blaðamaðurinn ræddi við hana á Irlandi meðan á tökum myndarinnar „Widows Peak“ stóðu yfir. Hann gerir grín að því að hefði hann þegið pund í hvert skipti sem einhver bað hann að nefna ekki Woody Allen í samtalinu við Miu væri hann orðinn ríkur maður. Mia ákvað hins vegar að hafa dóttur sína Dylan viðstadda til þess að tryggja að blaðamaðurinn nefndi ekki föður barnsins á nafn. Dylan hefur þurft að leita sálfræðings til að komast heil út úr skilnaðar- máli foreldra sinna, að því er Mia seg- Sandemo MARGIT Sandemo, höfundur bókaflokkanna um ísfólkið og Galdrameistarann, varð sjötug 23. apríl. I tilefni afmælisins gaf Blad- kompaniet út bókina Kjære Marg- it! og norska pressan fjallaði í máli og myndum um rithöfundinn. í tilefni dagsins var haldin um 150 manna veisla á hót- eli í Fagernes. Meðal gesta Pólveijar, Norðurlandabú- ar auk íslendinganna Reynis Jóhannssonar frá bókaútgáfunni Reykholti og Anna og Arngrímur ’*r~ Hermansson frá ferða- skrifstofuni Addís, sem hefur séð um ferðir Marg- it hér á landi. ’***> v' Margit ásamt eig- inmanninum Asbjorn Sandemo. Þau hafa verið glft í tæp 50 ár. Stefanía eignaðist dóttur FJÖLGUN varð í furstaætt- inni í Mónakó síðastliðinn miðvikudag, en þá eignuð- ust Stefanía prinsessa og Daníel Ducruet unnusti hennar rúmlega ellefu marka dóttur, sem nú hefur fengið nafnið Pauline. Henni virtist hafa legið á í heiminn, því hennar var ekki vænst fyrr en um miðj- an mánuðinn. Stóri bróðir Pauline, sem reyndar er ekki nema sautján mánaða, heitir Louis. Stefanía og unnustinn Reuter /.. HASKÓLABIO SÍMI22140 Háskólabíó FRUMSYNING I DAG UACKPEáT Þeir ollu mesta æði sem runnið hefur á æsku Vesturlanda. Heimurinn hefur aldrei séð annað eins. FOLK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.