Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ * Fullkomin aðstaða fyrir allar íþróttagreinar í nýju íþróttahúsi í Olafsfirði Grettistaki lyft Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Ólafsfirði - Langþráð stund rann upp í Ólafsfirði sl. fímmtudag þegar nýtt og glæsilegt íþróttahús var tek- ið í notkun. Hundruð bæjarbúa fögn- uðu vígslu hússins sem bætir úr brýnni þörf því fram til þessa hefur verið notast við lítinn sal sem byggð- ur var við barnaskólann 1945 og er aðeins 120 fermetrar. Nýja íþrótta- húsinu var vaiinn staður við sund- laugina og gerði hönnun hússins ráð fyrir því að búningsaðstaða þess yrði einnig við sundlaugina. Gamla sund- laugarhúsið sem byggt var 1944 var orðið of lítið og úrelt. Það fær nú nýtt hlutverk en þar verður komið upp tækjum til líkamsræktar. Nú þegar þetta nýja íþróttahús hefur verið tekið í notkun búa Ólafsfirðing- ar við fyrsta flokks aðstöðu hvað varðar flestar íþróttagreinar. Við hlið íþróttamiðstöðvarinnar eru vallar- svæðin með góðum malarvélli og upphituðum grasvelli fyrir knatt- spyrnumenn, stutt er í skíðasvæðin og ágætur golfvöllur er við bæinn. Hagstæðir samningar Við vígslu nýja íþróttahússins flutti Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar og formaður bygg- inganefndar, ávarp og rakti sögu framkvæmda. Undirbúningur að framkvæmdum hófst 1986 en þá var hafist handa við áætlanagerð og hönnun og undirbúningurinn fólst ekki síst í því að undirbúa bæjarsjóð fjárhagslega undir þetta mikla verk- efni en byggingakostnaður er 175 milljónir króna. Mestur þungi fram- kvæmda var á síðustu þremur árum og er bróðurparturinn af verkinu unninn af heimamönnum. Sú stefna var mörkuð að bjóða íþróttafélaginu Leiftri aðild að byggingu hússins. Gerð var kostnaðaráætlun fyrir bygginguna og sá Leiftur um að semja við verktaka. Var eingöngu samið við heimaaðila og er óhætt að segja að afar hagstæðir samningar náðust. Tréver er aðalverktaki, bygg- ingameistari Vigfús Gunnlaugsson og yfirsmiður Jón Klemensson. Arki- tektastofan í Grófargili hannaði hús- ið, arkitektar voru Gísli Kristinsson og Páll Tómasson. Burðarvirki hann- aði Verkfræðistofa Sigurðar Thor- oddssen og Raftákn sá um raflagnir. Gjafir og kveðjur Sóknarpresturinn sr. Svavar A. Jónsson flutti blessunarorð en síðan var íþróttasýning bama og knatt- spymukeppni. Margir góðir gestir vora viðstaddir vígsluna auk heima- manna. Þingmenn kjördæmisins með Halldór Blöndal ráðherra í broddi fylkingar vora mættir, sveitarstjóm- armenn úr nágrannabyggðum auk fulltrúa frá ýmsum íþróttafélögum komu og fluttu kveðjur og færðu gjaf- ir og í tilefni af þessum tímamótum sæmdi Stefán Gunnlaugsson fulltrúi KSÍ Þorstein Þorvaldsson silfurmerki KSÍ fyrir mikil störf fyrir knatt- spyrnuíþróttina. Að vígsluathöfn lokinni bauð bæj- arstjóm Ólafsfjarðar til kaffidrykkju í gamla íþróttasalnum. Um kvöldið var svo fyrsti kappleikurinn í nýja húsinu, Þór frá Akureyri og Leiftur áttust við í körfuknattleik sem lauk með sigri Þórs. Aldrei stærri flugvél til Akureyrar STÆRSTA vél sem lent hefur á Akureyrarflugvelli lenti þar laust fyrir miðnætti á uppstigningar- dag, sl. fimmutdag þegar þota Flugleiða, Hafdís, lenti á vellinum en svartaþoka hamlaði lendingu á Keflavíkurflugvelli. Vélin var að koma frá Lundúnum með 118 far- þega innanborðs, en hún tekur alls 189 farþega. Þetta er að sögn Bergþórs Erlingssonar í fyrsta sinn sem AkureyrarflugvöIIur er notaður sem varaflugvöllur við slíkar aðstæður en yfirleitt hafa vélarnar lent í Prestwick eða Glasgow í Skotlandi. Hluti farþeg- anna, eða 74, fóru með rútu um nóttina suður til Reykjavíkur og tók ferðin rúma fimm klukkutíma en aðrir völdu þann kost að gista á Akureyri og héidu þeir farþegar með áætlunarflugi suður í gær- morgun. Útlendingar voru í meiri- hluta farþega og voru margir þeirra að koma úr lengri ferð, frá Italíu eða Spáni en Bergþór sagði að fólk hefði tekið óþægindunum með jafnaðargeði. Litlu má muna að vélin geti lent á vellinum og er alveg á mörkunum að hægt sé að snúa henni á brautarenda. Morgunblaðið/Rúnar Þór Lögmannavakt í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju Fólk skirrist við að leita réttar síns Sumarbúðir Þjóðkirkjunnar við Vestmanns- vatn í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu Dvalarhópar fyrir börn og unglinga sumar 1994. 1. flokkur, 8.-15. júní: Aðalsteinn Bergdal, leikari, stendurfyrirtrúðanámskeiði ásamt vini sínum, Skralla trúði. 2. flokkur, 20.-27. júní: Hestamennska. Arnar Andrésson, tamningamaður, kemur með hesta sína og veitir ungum reiðmönnum tilsögn. 3. fiokkur, 4.-11. jújí: Arngrímur Viðar Ásgeirsson, íþróttakennari, annast þjálfun og kennslu í ýmsum greinum útiíþrótta. 4. flokkur, 13.-20. júlí: Tónlist. Börnin koma með hljóðfærin að heiman (píanó er á staðnuml). 5. flokkur, 22.-26. júlí: „Gelgjan", unglingahópur sumarbúðanna fyrir krakka 13-16 ára. Þá verður dvalarhópur fyrir aldraða og blinda dagana 28. júlí til 4. ágúst. Innritun í síma 96-26605 alla virka daga frá kl. 10.00-13.00 og 19.00-20.00. Eignist sæluviku á Vestmannsvatni! KIRKJUMIÐSTÖÐIN VIÐ VESTMANNSVATN. LÖGMANNAVAKTIN, ókeypis lögfræðiráðgjöf fyrir almenning tekur til starfa í Safnaðarheimilinu á Akureyri næstkomandi mið- vikudag, 18. maí. Tveir lögmenn verða á vaktinni hverju sinni en hún stendur frá kl. 16.30 til 18.30. Markmiðið með Lögmannavakt- inni er að mæta vaxandi þörf almennings við að fá upplýsingar um réttarstöðu sína í nútímaþjóðfélagi. Ragnar Aðalsteinsson formaður Lögmannafélags íslands sagði að lögmenn hefðu lengi gert sér grein fyrir að ekki hefðu allir þann að- gang að réttvísinni sem lög gera ráð fyrir. Samfélagið yrði æ flókn- ara sem gerði einstaklingum erfið- ara fyrir að reka erindi sín sjálfir. Fleiri þyrftu á lögfræðiaðstoð að halda til að verja réttindi sín, fá rétti sínum framgengt eða til að leysa úr ágreiningi sem upp hefði komið. Jafnframt fjölgaði þeim sem væri efnalega um megn að greiða þann kostnað sem slík að- stoð hefur í för með sér. Fengur að starfseminni Lögmannavaktin verður í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju en sr. Þórhallur Höskuldsson sagði að sóknarprestar yrðu í starfi sínu mjög varir við þörf bæjarbúa fyrir slíka þjónustu og því hefði verið ákveðið að bjóða fram húsnæði og fleira. „Það er áberandi eftir að fór að þrengja að hversu fólk skirrist við að leita réttar síns eða veija hann af kvíðboga fyrir kostn- aði sem fylgir. Það er því mikill fengur að þessari starfsemi og við vonum að hún verði beggja hag- ur,“ sagði sr. Þórhallur. Samskonar þjónusta hefur verið veitt í Reykjavík um skeið og hafa um 140 manns leitað eftir ráðgjöf þar og sagði Ragnar að ljóst væri að þörf væri mikil fyrir slíka þjón- ustu. í raun mætti segja að um nokkurs konar fyrstu hjálp væri að ræða, en athyglivert væri hversu stórum hluta mála hefði lokið með þeirri ráðgjöf sem veitt var. Blab allra landsmanna! JttorjpsitMfifeifr Tónleikar í Mývatnssveit Mývatnssveit - Tónlistarskólinn í Mývatnssveit sem settur var í sept- ember síðastliðnum stóð þar til í byrjun maí. Á haustönn innrituðust 40 nemendur í skólann, kennt var á tíu hljóðfæri. Kennarar ásamt skólastjóranum Viðari Alfreðssyni voru Sigríður Einarsdóttir og Garðar Karlsson. Vortónleikar voru haldnir fyrir skömmu í Reykjahlíðarskóla. Þar .léku nem- endur á aldrinum 6-15 ára á ýmis hljóðfæri, einleik og fleiri saman við undirleik séra Arnar Friðriks- sonar og Garðars Karlssonar auk skólastjórans. Höfðu viðstaddir mikla ánægju af að hlýða á frammistöðu hinna ungu nemenda skólans. Einnig léku gestir fyrrver- andi nemendur skólans. Dagskráin stóð yfir í tvær klukkustundir. Fjöl- var. Sótt um styrk til átaks- verkefna AKUREYRARBÆR hefur sótt um styrk úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði vegna verkefna í átaki gegn atvinnuleysi. I lok maí lýkur fjórða átakinu sem bærinn hefur beitt sér fyrir en þá fékkst styrkur til verkefna í 240 svokallaða mannmánuði. Nú liggur fyrir að hefja átak númer fímm sem verður í gangi í sumar og var sótt um störf í þijá mánuði eða 180 mannmán- uði. Bæði er um að ræða verk- efni við aðstoð á ýmsum deildum og stofnunum bæjarins og eins var sótt um verkefni sem krefj- ast meiri verklegra fram- kvæmda og eru kostnaðarsamari en fyrrgreind verkefni. Auk þess sem Akureyrarbær sótti um styrk úr sjóðnum vegna átaks- verkefna sóttu ýmis fyrirtæki og félög um einnig og er þar um að ræða störf í tæpa 50 mannmánuði. Leyfi á launum JAFNRÉTTISNEFND Akur- eyrarbæjar hefur beint þeirri ósk til bæjarstjórnar að starfs- mönnum bæjarins verði veitt leyfi á launum í fjóra virka daga til að sækja kvennaþingið í Abo í Finnlandi í ágústmánuði næst- komandi. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi í gær og vísaði afgreiðslu þess til bæjarstjórnar. Lottódag- ur Þórs LOTTÓDAGUR Þórs, sem knattspyrnudeild Þórs, ungl- ingaráð, Vöruhús KEA og Lotto standa fyrir, verður haldinn á félagssvæði Þórs í dag, laugar- dag. Tilgangurinn er að ná sem flestum iðkendum félagsins, for- eldram, forráðamönnum og stjórnarmönnum saman eina dagstund um leið og sumarstarf- ið hefst fyrir alvöru. Dagskráin hefst með hraðmóti í knatt- spymu 4. flokks karla með þátt- töku fjögurra liða. Æfíngaleikur 1. deildarliðs Þórs og Stjörnunn- ar hefst kl. 12.30. Síðdegis verð- ur hraðmót í knattspyrnu 3. flokks karla og keppni í knatt- þrautum fyrir 5. 6. og 7. flokk drengja og 3. og 4. flokks stúlkna. Messur MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 11. Vakningarsamkoma verður í Hvítasunnukirkjunni annað kvöld kl. 20. Samkoma verður í umsjá ungs fólks í kirkjunni í kvöld kl. 20.30. Æskulýðsfund- ur 9-12 ára barna á miðvikudag kl. 17.30 og grannfræðsla fyrir nýja sama dag kl. 20.30. Eldur í gömlum skúr ELDUR kom upp í gömlum geymsluskúr bakatil í garð við Norðurgötu 10 á Akureyri á fímmtudag. Slökkvilið var kall- að út og fóru vaktmenn á stað- inn en ekki þótti ástæða til að kalla út annan mannskap enda létt verk að slökkva í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.