Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 744. þáttur Í 576. þætti (9.2. 1991) birti umsjónarmaður bréf frá Vilhelm G. Kristinssyni, og þar sagði með- al annars: „Úr því að ég er farinn að fetta fingur út í málnotkun starfsmanna heilbrigðiskerfísins get ég ekki látið hjá líða að nefna annað dæmi sem angrar mig afskaplega mikið. Það er þegar starfsmenn tala um að vinna með fólk. Þroskaþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar og margir fleiri segjast vinna með fólk, rétt eins og þeir væru kjötiðn- aðarmenn. Trúlega er hér um að ræða áhrif frá dönsku eða öðrum skand- inavískum málum, þar sem mikill fjöldi starfsmánna í þessum starfs- greinum hefur sótt sér menntun og fyrirmyndir til frændþjóða okk- ar á Norðurlöndum. Danir tala til að mynda um að „arbejde med folk“. Þegar þessum orðum er hins vegar snúið beint á íslensku verður úr þvættingur sem alls ekki er starfsmönnunum sæmandi og er beinlínis niðrandi fyrir þá sjúk- linga sem hlut eiga að máli. Sköm- minni skárra væri að starfsmenn töluðu um að vinna með fólki, enda eru þeir í raun að vinna með fólki að lausn vanda þess... Með bestu kveðju." Mér þykir full ástæða til að rifja þetta upp, og tilefnið sem umsjón- armanni gafst nýlega, var svo- hljóðandi klausa í útvarpi: „Næsti viðmælandi okkar er Heiðar Jóns- son snyrtir sem vinnur með fegurð fólks.“ Hér þykir umsjónarmanni furðu álappalega til orða tekið. Ég geri ráð fyrir að Heiðar þessi vinni að fegurð fólks, fáist við hana, reyni að lappa upp á fólkið og láta það líta betur út. Um heilbrigðisstéttir er það hins vegar að segja, að þær annast (um) fólk, fást við lækningar- og líknarstörf og glíma við vanda þeirra sem sjúkir eru. Vafalaust er hægt að segja þetta á marga vegu, svo að vel fari, en í hamingj- unnar bænum segjum ekki „að vinna með fólk“. Það fer hrollur um mig við þvílíka smekkieysu. Þá langar umsjónarmann til þess að mæla gegn sínotkun og ofnotkun eignarfornafna (að er- lendri fyrirmynd) þar sem við eig- um annað orðalag og eðlilegra. Þessi ofnotkun eignarfornafna er afar áberandi í auglýsingum: „Þetta er best fyrir hárið þitt“. Islenskulegra mál væri fyrir „hár- ið á þér“. Fóturinn á mér er bólg- inn, getum við sagt, en naumast ♦fóturinn minn er bólginn. Að vísu má ekki gleyma barnamáli, og í einstaka dæmum ná góðir höfund- ar fram vissum stíláhrifum með notkun eignarfomafns í þessu sambandi. Sturla Þórðarson segir m.a. svo frá atburðum í Stakk- garðsbardaga (1232): „Þá gekk Hermundr at ok sveiflaði til hans með öxi, ok kom á knéit, svá at nær tók af fótinn. Hann hrataði af garðinum ok kom niðr standandi, ok varð undir hon- um sá hlutr fótarins, er af var höggvinn. Hann þreifaði til stúfs- ins ok leit til ok brosti við ok mælti: „Hvar er nú fótrinn minn?““ [Snorri Þorvaldsson, er fótarins missti, var á unglingsaldri; Her- mundur (Hermundarson) var höggvinn á Miklabæjarhlaði í Skagafirði sex árum síðar.] Svo er auðvitað hin alkunna vísa Vatnsenda-Rósu (1795- 1855): Augað mitt og augað þitt, ó, þá fógru steina! Mitt er þitt, og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Hins vegar öllu verra (en þó „hárið á mér“): Ég vil banana heldur en ber, og brauð þigg ég fremur en smér, og um hárið á mér: mér finnst flott að það er, en djöfulli fúlt ef það fer. ★ Nýtt spakmæli: Ekkert er jafnömurlegt og ódrukkið kaffí (H.H.). Haldi svo umsjónarmaður áfram að segja að dofnað hafi til- fínning íslendinga fyrir stuðla- setningu. ★ Mælt af munni fram (impróv- ísasjón): Svo kom vorið fyrst með annan fótinn um daginn og þá með hinn í dag. (Eiríkur Bjamar) ★ Aðalsteinn Sigurðsson á Ak- ureyri vill gjarna að ég hnykki betur á orðum sr. Sigurðar Jóns- sonar í Odda, þeim sem ég birti fyrir skömmu. Það skal með gleði gert. Gleymum ekki máli mæðra okkar sem kenndu okkur að segja: á sunnudaginn var og á mánu- daginn kemur, ekki „síðasta sunnudag" eða „næsta mánudag". Slíkt eru hvimleiðar erlendar slett- ur. Við megum enga stund gleyma því að tungan er snarasti þáttur þjóðernisins og þjóðernið forsenda þess að við séum sjálfstæð þjóð. Oft var þörf en nú nauðsyn, að minnast þessa, ekki aðeins kurt- eisiskylda á fímmtuga lýðveldisári. ★ Unglingur utan þrábiður um að þetta verði birt: Hallgrímur hrökk onaf Grána (honum er byijað að skána) hann vindur á bandlegg með brákaðan handlegg, en getur ekki öxað við ána. JHÁSKÓLANÁM I KERFISFRÆÐI Innritun á haustönn 1994 stendur nú yfír í Tölvuháskóla VI. Markmið kerfisfræðináms er að gera nemendur hæfa til að vinna við öll stig hugbúnaðargerðar, skipuleggja og annast tölvu- væðingu hjá fyrirtækjum og sjá um kennslu og þjálfun starfsfólks. Námið tekur tvö ár og er inntökuskilyrði stúdentspróf eða sambærileg menntun. Tölvubúnaður skólans er sambærilegur við það besta sem er á vinnumarkaðnum, meðal annars Victor 386MX vélar, IBM PS/2 90 vélar með 80486 SX örgjörva, IBM RS/6000 340 og IBM AS/400 B45 sem allar eru tengdar saman með öflugu netkerfi. Áhersla er lögð á að fá til náms fólk með stúdentspróf sem hefur starfað við tölvuvinnslu og í tölvudeildum fyrirtækja auk nýstúdenta. Eftirtaldar greinar verða kenndar: Fyrsta önn: Forritun í Pascal Kerfísgreining og hönnun Tölvur, stýrikerfi og net Fjórðukynslóða forritun Önnur önn: Fjölnotendaumhverfi AS/400 Gagnasafnsfræði C++ forritun Gluggakerfi Þriðja önn: Gagnaskipan Tölvugrafík Kerfisforritun Netforritun Fjórða önn: Forritun í gluggakerfum Hugbúnaðargerð Valin efni úr viðskiptum Raunhæf verkefni eru unnin í lok hverrar annar eftir að hefðbundinni kennslu lýkur. Lokaverkefni á 4. önn er gjaman unnið í samráði við fyrirtæki, sem leita til skólans. Fyrirhugað er að taka inn 70 til 80 nemendur á fyrstu önn og verður umsóknum svarað jafnóðum og þær berast fram til 16. júní. Kennsla á haustönn hefst 29. ágúst. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á skrifstofu TVÍ frá kl. 8 til 16. TVÍ TÖLVUHÁSKÓLI Vt Ofanleiti 1, 103 Reykjavík. AÐSENPAR GREINAR Uppspretta tækifæra Junior Chamber í 50 ár í VILTU ná árangri, viltu efla sjálfstraust þitt, ertu reiðubúinn að axla ábyrgð? í Junior Chamber gefst fólki einstakt tæki- færi til þjálfunar á ýmsum sviðum, s.s. fundarsköpum, mann- legum samskiptum, ræðumennsku og skipulagningu ýmissa verkefna, t.d. í byggð- arlaginu. Tilgangur Junior Chamber er: Að eiga þátt í þróun alheimssamfélagsins með því að skapa tækifæri fyrir ungt fólk til að þroska leiðtoga- hæfileika sína, félagslega ábyrgð og þá samkennd sem nauðsynleg er til að stuðla að jákvæðri breyt- ingu. Tækifæri til árangurs Undanfarið hefur fjölmörgum einstaklingum gefíst kostur á að sitja nýtt kynningarnámskeið Juni- or Chamber sem ber heitið: Tæki- færi til árangurs. Námskeiðið hef- ur verið haldið í öllum aðildarfélög- í Junior Chamber gefst ungu fólki tækifæri til að þroska hæfíleika hreyfing árið 1944. Þeirra tímamóta verð- ur minnst með ýmsum hætti á erlendri grund, t.d alheims- þingi sem verður hald- ið í Japan í nóvember. Ýmsum upplýsingum hefur verið safnað saman um starfið og einnig um þá sem hafa markað spor í sögu hreyfingarinnar. Það er sérstaklega skemmtilegt fyrir okkur, íslenska JC- félaga, að fagna á þessu afmælisári núna þegar íslenska lýðveldið er einnig fímmtíu ára. Við sem ferðumst erlendis á árinu munum notfæra okkur einstakt tækifæri til að kynna land og þjóð. Það verður einstakleg skemmtilegt að kynna okkar sérstæðu náttúrufegurð með því að dreifa bæklingum og einnig munum við kynna ýmsar afurðir okkar íslendinga bæði í mat og drykk. Fjölmörg fyrirtæki hafa ávallt lagt okkur lið á ferðum okk- ar og hefur íslenska vatnið vakið verðskuldaða athygli. Á heims- þingi sem haldið var i Bandaríkjun- um vöktum við sérstaka athygli allra hinna þjóðanna fyrir það að bjóða einungis upp á íslenskt vatn og seltzer í drykk, þ.e. ekkert áfengi. Lilja Viðarsdóttir > i i i sína, segir Lilja Viðars- dóttir, og tileinka sér félagslega ábyrgð. unum og verður haldið aftur í haust. Á námskeiðinu hefur verið farið í gegnum sögu hreyfingarinn- ar og uppbyggingu. Með þátttöku opnast nýjar leiðir og tækifærin eru oft dulbúin sem vinna. Trúin á sjálfan sig er oft sterkasta aflið og margir vegir eru færir. Að fá tækifæri til þjálfunar í góðum fé- lagsskap er mikils virði og öll þjálf- unin miðast við að reynslan nýtist í daglegu lífí. Nánari upplýsingar fást í síma 623377 eða með því að skrifa til Junior Chamber, ís- lands, pósthólf 3142, 123 Reykja- vík. JC-dagurinn 14. maí JC-félagar munu nota daginn til útivistar með fjölskyldu sinni. Til að eflast og þroskast í starfi þarf að leggja áherslu á að gefa sér ávallt tíma til að sinna því vel sem manni hefur verið falið, hvort sem það er vinnan, íjölskyldan eða áhugamálin. í dag verður aðal- áherslan lögð á eitt af kjörorðum Junior Chamber, Framtíð barna. Hreyfing fólksins Junior Chamber er hreyfing fólksins. Hugmyndin er að færa fólk nær hvert öðru. Fólk með ólík- | an bakgrunn, s.s. menningu, sið- ferði, trú, fjárhagslegan og þjóð- . legan. Á landsþingum, Evrópu- og * heimsþingum hittast félagamir augliti til auglitis, deila með sér reynslu og skiptast á hugmyndum sem leiða til betri skilnings og sam- starfs. Mörg verkefni hafa verið unnin til dæmis til hjálpar í þróun- arlöndum, s.s. að setja upp vatns- bmnna þar sem vatnskortur hefur verið. Síðan á síðasta ári hefur verið í gangi söfnun þar sem | nokkrir menn fara á reiðhjólum > um allan heiminn og safna áheitum 1 til styrktar krabbameinsrannsókn- um. Það væri hægt að telja upp mörg verkefni sem hafa verið framkvæmd í anda einkunnarorða Junior Chamber, þar sem segir m.a. „að bræðralag manna sé þjóð- arstolti æðra“. Aðalatriðið er að sjá hver þörfin | fyrir uppbyggingu samfélagsins er hveiju sinni. Starfað er í rúmlega 100 löndum víðs vegar um heiminn | og er t.d. mikil uppbygging í Eystrasaltsríkjunum ásamt fleiri löndum austan til í Evrópu. Kjör- orð okkar er: Heimur án landa- Alþjóðleg hreyfing í fimmtíuiir Junior Chamber varð alþjóðleg mæra. Höfundur er landsforseti Junior Chamhcr á íslandi. ..blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.