Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 29 flfargttttÞIllfrÍí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Krinjlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. & mánuði innan- lands. f lausasölu 125 kr. eintakið. ISLENSKA - „ÍS-ENSKA“ MENNINGARARFUR okkar, íslensk tunga, gerir okkur að sjálfstæðri þjóð. Með öllum tiltækum ráðum þarf samræmt þjóðarátak til þess að efla varðstöðuna um þessa dýrmætustu sameign þjóðarinnar. íslensk málstöð er hin opinbera miðstöð málræktar í landinu, rekin af íslenskri málnefnd í samvinnu við Háskóla íslands. Það er rétt sem Baldur Jónsson, forstöðumaður íslenskrar málstöðvar, sagði í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag: „Ekkert stendur íslensku þjóðerni nær en íslensk tunga - ekkert stendur lýðveldishátíð íslendinga nær en íslenskt þjóðerni." Full ástæða er til þess að taka undir það sjónarmið for- stöðumannsins, að á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins færi vel á því að ríkisstjórn og Alþingi veittu sérstakt hátíðarfram- lag til Málræktarsjóðs, eina milljón króna fyrir hvert lýðveld- isár. Meginhlutverk Málræktarsjóðs er að beita sér fyrir og styðja hverskonar starfsemi til eflingar íslenskri tungu og varðveislu hennar. Sérstakt átak fer nú fram í tilefni 50 ára afmælis lýð- veldisins, þar sem reynt er að afla ftjálsra framlaga í sjóð- inn, með það að markmiði að höfuðstóll hans verði kominn í 100 milljónir króna fyrir sjálft afmælið, 17. júní nk. I samtali við Margréti Pálsdóttur hér í blaðinu sl. laugar- dag, kemur fram að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn, á málvöndun, málhreinsun og eflingu skýrs framburðar. Margrét lýsir því, hvernig fjölgun ljósvakamiðla á liðnum árum hafi haft áhrif til hins verra á framburð íslenskra unglinga. Þeir sem tali í útvarp hafi oft og tíðum lélegan framburð og slæmt málfar, sem unglingunum hætti síðan til að temja sér. Æ fleiri virðist temja sér hraðan og óskýr- an framburð; erlend áhrif á framburð hafi farið vaxandi, og þá sérstaklega ensk áhrif. „Unglingar temja sér oft sérstakan talsmáta. Framburður þeirra er oft óskýr og þeir nota oft erlendar slettur í máli sínu. Þeir tala oft í hálfgerðum „skeytastíl“,“ segir Mar- grét. Þetta er ekki falleg lýsing á málfari íslenskra ung- linga, en ugglaust rétt. Sýnir hún glöggt, að kennarar, út- varpsfólk, þeir sem iðulega veljast sem fyrirmyndir ungling- anna, eins og poppstjörnur og íþróttahetjur, þurfa í raun að snúa bökum saman í málhreinsunar- og málverndará- taki, er beinist sérstaklega að börnum og unglingum. Gera þarf auknar kröfur um islenskukunnáttu kennara og útvarps- stöðvunum ber í raun siðferðileg skylda til þess að ráðast í stórkostlegt málfars- og málhreinsunarátak meðal starfs- manna sinna, sem því miður eru einatt illa máli farnir, eins og Margrét lýsti því. Dagblöðin verða einnig að líta í eigin barm í þessum efnum. Franska þingið samþykkti á fimmtudaginn í síðustu viku bann við því að nota „frensku" (enskuskotna frönsku) í auglýsingum og kvikmyndum, eins og greint hefur verið frá í frétt hér í Morgunblaðinu. Viðurlög við broti á þessu banni eru fangavist og fjársektir. Einhveijum kann að þykja hér fulllangt gengið í mál- vernd. Svo er ekki. Það er til fyrirmyndar að Frakkar, sem umgangast tungu sína, sem sitt dýrmætasta djásn, skuli með þessum hætti standa vörð um tunguna, sem er franskri þjóð hvað helgust. Við eigum að taka okkur Frakka til fyrir- myndar og útrýma „ís-ensku“ og ensku úr íslensku máli, hvort sem er í auglýsingum, kvikmyndum, töluðu máli eða rituðu. „Islenskan var aðalvopnið í sjálfstæðisbaráttu okkar. Við áttum þessa tungu, þessar bókmenntir,“ segir Baldur Jóns- son í áðurnefndu viðtali. Hann bendir einnig á, að íslending- ar eigi lengri samfellda málhefð en nokkur önnur þjóð, svo vitað sé. „Við eigum þetta samband langt aftur í miðaldir, þetta dæmalausa samhengi í máli og bókmenntum. Ef það rofnar, þá er eins og skorið hafi verið á líftaug þjóðernisins." Mergur málsins er sá, að það er fyrst og fremst tungan, sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð i alþjóðlegu samfélagi. Glötum við henni, er voðinn vís. An hennar verðum við ekk- ert annað en hjákátleg nýlenda, án sérstakra þjóðarein- kenna, án menningararfleifðar og sögu. Á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins, er vert að staldra við, og huga að því með hvaða hætti við tryggjum best, að sjálfstæð íslensk þjóð, með íslensk þjóðareinkenni og íslenska tungu, byggi þetta land um ókomna tíð. ÖIl hljót- um við að óska þess að þeir sem landið erfa, tali íslensku, ekki „ís-ensku“. Hvernig á að beita borginni? Bæði framboðin til borgarstjórnar Reykjavík- ur hafa nú lagt fram tillögur í atvinnumálum og setja þau í öndvegi í stefnuskrám sínum. . Við fyrstu sýn virðast hugmyndirnar vera ATVINNUMÁL ótrúlega líkar en við samanburð Helga Bjarnasonar sést að grundvallarmunur er á því hvaða hlutverki flokkarnir ætla Reykja- víkurborg að gegna í atvinnuþróuninni. Stefnan er mörkuð í skugga þess að nú eru 3.083 Reyk- víkingar skráðir atvinnu- lausir, samkvæmt upplýs- ingum Ráðningarstofu Reykjavíkur- borgar, á móti liðlega 2.500 á sama tíma á síðasta ári. Nokkur fjöldi er nú í átaksverkefnum og ef þeirra verkefna nyti ekki við væru um 3.400 manns á atvinnuleysisskrá. Þá er búist við að allt að 6.000 skóla- nemar fái ekki vinnu á almenna vinnumarkaðnum í sumar, eða um 1.000 fleiri en á síðasta ári, og leiti þess vegna til Reykjavíkurborgar. Margar hugmyndirnar í stefnu R-listans sem kynnt var í vikunni eni þær sömu og í tillögum D-listans sem kynntar voru í lok mars. „Þetta er eftiröpun. Þau taka upp ýmsar hugmyndir sem sjálfstæðismenn hafa unnið að í borgarstjórn,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir sem mun sinna atvinnumálunum fyrir sjálf- stæðismenn á næsta kjörtímabili. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg- arstjóraefni Reykjavíkurlistans, seg- ir að þó hugmyndirnar sjálfar séu svipaðar greini flokkana verulega á í því hvernig beita eigi borginni í atvinnumálunum. „í okkar stefnu- skrá er meiri áhersla lögð á pólitísk- ar aðgerðir, sem kalla má opinber afskipti af atvinnulífinu." Hún segir að Reykjavíkurlistinn vilji ganga nokkuð langt í því að beita borginni til að gangsetja hjól atvinnulífsins. Hún eigi þó ekki að fara út í atvinnu- rekstur. Inga Jóna segir að trúverðugleiki þess sem fram er sett skilji að fram- boðin í atvinnumálum. Nefnir hún sem dæmi tillögur R-listans um að laða að erlenda íjárfestingu í ljósi þess að þrír flokkanna hafi lengi barist með oddi og egg gegn öllum slíkum hugmyndum. Hún segir að meginstefna Sjálfstæðisflokksins sé að skapa skilyrði til þess að atvinnu- reksturinn sjálfur, fyrirtækin í borg- inni, hafi möguleika til að vinna úr nýjum hugmyndum og byggja sig upp. Þar sé hinn raunverulegi kraft- ur til atvinnuþróunar fólginn. Markmið atvinnumálatillagna Sjálfstæðisflokksins er að skapa 6 þúsund ný störf fram til aldamóta til að mæta árlegri íjölgun fólks á vinnumarkaði og koma í veg fyrir viðvarandi atvinnuleysi. „Skapa þarf traustara fyrirtækjaumhverfi, sem stuðlar að öflugu nýsköpunar- og þróunarstarfi og hefur í för með sér fjölgun vel launaðara starfa fyrir borgarbúa,“ segir m.a. í stefnuskrá D-listans. Reykjavíkurlistinn vekur athygli á því að samsetning atvinnulífsins sé um margt með öðrum hætti í Reykjavík en annars staðar á land- inu og því þurfi lausnir í atvinnumál- um að taka mið af því. Samdráttur í verslun og þjónustu hafi komið harkalega niður á atvinnulífinu í borginni. Stefnuskrár listanna eru tvískipt- D-listiw AÐGERÐIR NÚ: ATVINNA FYRIR ALLA •Sem flestum verði sköpuð störf við átaksverkefni, framlag borgarinnar til Atvinnuleysistryggingasjóðs verði nýtt að fullu til þeirra. •Reynt verði að flýta aröbærum samgönguverkefnum ríkisins, unnið er að hugmyndum um fjármögnun. •Skólafólki verði tryggð sumarstörf. •Aukin verði áhersla á viðhaldsverkefni. •Stuðla þarf að aukinni uppbyggingu starfsmenntabrauta svo atvinnulausir eigi kost á námi. •Beytingar á Vinnumiðlun Reykjavikurborgar stórbæta þjónustu við atvinnulausá. FRAMTÍÐIN: Tfu LYKLAR AÐ NÝJUM TÍMUM •Imynd Reykjavikur sem heilsuborgar verði treyst, unnið að eflingu hennar sem funda- og ráðstefnuborgar. Áfram verði unnið að áætlun um uppbyggingu ferðaþjónustu, m.a. athugun á alþjóðlegri heilsumiðstöð og aukinni nýtingu Nesjavallasvæðisins. Þjónusta Reykjavíkurhafnar verði auk- in, svo sem með fríhafnarverslun fýrir skemmtiferðaskipin. •Efla þarf uppbyggingu lítilla fyrirtækja. Sjálfstæðismenn vilja útbúa nýja aðstöðu fyrir þau, t.d. með nýtingu hús- naeðis borgarinnar. •Stefnt er að því að innkaup taki mið af eflingu innlends iðnaðar. •Reykjavíkurhöfn hefur hafið kynningu á þjónustu hafnarinnar sem þjónustumiðstöðvar í Norður-Atlantshafi. Skipum bjóðist olía á samkeppnishæfu verði. Brýnt er að ráðast í enduruppbyggingu skipasmíðaiðnaðarins í Reykjavík, m.a. með erlendri verkefnaöflun. •Sjálfstæðismenn vilja að Reykjavíku rhöf n vinni áfram að þróun áætlana um frísvæði í Reykjavík, m.a. með tilliti til vöruflutninga milli Evrópu og Ameríku. •Fjárfestingarkostir i Reykjavík verði kynntir fyrir erlendumfjárfestum. •Stuðningur við verkefnaútflutning. •Farið verði út í frekari uppbyggingu tækni- og iðngarða. Huga þarf að aukinni þátttöku fyrirtækja borgarinnar í þróunarverkefnum. Hinu nýja þróunarfyrirtæki, Aflvaka Reykjavíkur hf., er ætlað mikilvægt hlutverk í stuðningi við rannsóknar- og þróunarverkefni. •Fyrirtækjum og einstaklingum verði með skattkerfis- breytingum gert kleift að leggja fé í þróunarverkefni og atvinnuuppbygginu. Fjárfestingar í atvinnulífinu hafi forgang. Með því að leyfa flýtifyrningar yrðu fyrirtæki hvött til að hraða fjárfestingum. Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði verður lagður niður. •Menning er útflutningsvara og hugsanlegur vaxtarbroddur í atvinnulífinu. Gera þarf úttekt á möguleikum hennar. R-listim AÐGERÐIR NÚ: AUKIN ATVINNA STRAX í SUMAR •Framkvæmdum borgar og borgarfyrirtækja verði flýtt. •Átaksverkefnum verði breytt, umönnunar- og þjónustu- störfum fjölgað. •Borgin stofni viðhalds- og endurbótasjóð fasteigna sem láni til framkvæmda. •Framkvæmdir verði skipulagðar og undirbúnar fram í tímann. •Efnt verði til atvinnu fyrir skólafólk við snyrtingu og umhirðu. •Auka þarf framboð starfs- og endurmenntunarnámskeiða. •Komið verði á fót virkri vinnumiðlun. •Gert verði átak í atvinnumiðlun fyrir ákveðna hópa. FRAMTÍÐIN: NÝSKÖPUN OG MARKAÐSSÓKN •Borgin stofni eigin atvinnuþróunarsjóð. •Settar verði upp nýsköpunar- og verkmiðstöðvar til að efia smáiðnað. •Borgin aðstoði við útvegun húsnæðis fyrir lítil iðnfyrirtæki. ♦Borgin beiti sér fyrir stofnun þróunarstöðvar matvæliðnaðar. •Könnuð hagkvæmni fyrirtækis sem útbúi matarbakka fyrir skólabörn. •Borgin styðji tilraunarekstur í Hönnunarstöð. •Aðstaða úrgangsefnaiðnaðar verði bætt. •Þróunarhópur starfi að stefnumótun I atvinnumálum og fylgi þeim eftir. •Borgin starfræki upplýsingamiðlun um atvinnumál og nýsköpun. •Komið verði a fyrirtækianeti. •Mótuð verði innkaupa- og útboðsstefna með áherslu á innlenda framleiðslu. •Borgin kanni möguleika á stofnun fyrirtækis um textíl- og skinnaiönað. •Reykjavík verði heilsuborg. Athugað verði með markaðs- setningu sjúkrahúsanna erlendis. •Gerðar verði áætlanir um eflingu Reykjavíkur sem ferða- manna- og ráðstefnuborgar. •Reykjavíkurhöfn verði miðstöð skipaviðgerða, athugað með kaup á flotkví og stofnun viðhaldsstöðvar. •Reynt verði að laða að erlenda fjárfestingu, t.d. með fri- iðnaðarsvæði. •Ferðamálanefnd fái fjárveitingu til að undirbúa komu blaðamanna vegna HM. •Eðlilegt væri að koma upp frihöfn fyrir skemmtiferðaskip í gömlu höfninni. Húsnæði við gömlu höfnina fái nýtt hlutverk, t.d. fyrir Erró-safn, markað eða fiska- og sædýrasafn. •Efling Reykjavíkurhafnar sem atvinnusvæðis verði könnuð. •Reykjavíkurborg aðstoði einstaklinga og fyrirtæki við að þiggja þjónustu skólafólks. Boðið verði upp á sumarmisseri í skólum og aukið framboð á tómstundanámi. •Iðnnemum verði tryggð starfsþjálfun. •Reykjavíkurborg stuðli að launajöfnuði milli karla og kvenna. •Ríkið flýti framkvæmdum, svo sem við barnaspítala og samgöngubætur og auki viðhald bygginga sinna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Inga Jóna Þórðardóttir Hlutverk borgarinnar í atvinnumálum Reykjavíkurlistinn vill ganga nokkuð langt í því að beita borginni til að gangsetja hjól atvinnu- lífsins. Hún eigi þó ekki að fara sjálf út í atvinnu- rekstur. ar. Annars vegar það sem þeir eru að gera eða ætla að gera til skapa vinnu fyrir atvinnulausa og skólafólk í sumar svo og þjónusta við atvinnu- lausa. Hins vegar eru hugmyndir þeirra um lausnir á vandanum til frambúðar. Varðandi lausnir á bráðavandan- um tala báðar fylk- ingarnar um áfram- haldandi átaksverk- efni, flýtingu fram- kvæmda, aukið við- hald fasteigna, starfs- og endur- menntun og vinnu- miðlun. Sjálfstæðis- menn segja að í framhaldi af ákvörðun borgar- stjórnar um úrræði í atvinnumálum fái 1.200 manns af at- vinnuleysisskrá tækifæri til að halda tengslum við vinnu- markaðinn með þátttöku í átaks- verkefnum, hluti þeirra skólafólk. R- listinn talar um með sérstökum verkefn- um verði sköpuð 600-700 störf fyrir þá sem lengst hafa verið á atvinnuleys- isskrá. Hann vill breyta átaksverk- efnum, auka áhersl- una á umönnunar- og þjónustustörf. Hann vill einnig að borgin stofni viðhalds- og endur- bótasjóð sem veiti lán til viðhalds á fasteignum og lóðum. Bæði framboðin vilja að borgin skapi störf fyrir það skólafólk sem ekki fær vinnu á almennum vinnu- markaði. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa skilyrði til að atvinnureksturinn sjálf- ur hafi möguleika til að byggja sig upp. Þar er hinn raunverulegi kraft- ur til atvinnuþróunar. Flokkarnir telja upp fjöldann allan af hugmyndum í tillögum sínum til frambúðarlausnar á atvinnuvandan- um, eins og sjá má á úrdrætti úr stefnuskránum sem birtur er hér að ofan. Þetta eru bæði hugmyndir um atvinnuþróun, nýsköpun, markaðs- setningu og almennt um- ____________ hverfi atvinnurekstrarins. í tillögum sínum leggur Sj álfstæðisflokkurinn áherslu á hvað sé verið að gera í atvinnumálunum “ og nýjungar sem unnið hefur verið að, meðal annars á vegum þróunar- fyrirtækisins Aflvaka Reykjavíkur hf. Einnig skattkerfisbreytingar. Reykjavíkurlistinn leggur áherslu á að borgin stofni eigin at- vinnuþróunarsjóð, settar verði á laggirnar „útungunarstöðvar" til að aðstoða frumkvöðla og þróunarhóp- ur til að vinna að nýrri stefnumörk- un í atvinnumálum og fylgja þeim eftir. Ætlunin er að atvinnuþróunar- sjóður Reykjavíkurlistins taka lán og endurláni með hagkvæmum kjörum til að koma álitlegum verk- efnum af hugmyndastigi á framkvæmdastig. Verja á 100 milljónum í upphafi til þessa verkefnis, að sögn Ingibjargar Sólr- únar. Inga Jóna segir að sjálfstæðis- menn hafi haft frumkvæði að stofn- un atvinnuþróunarfélagsins Aflvaka Reykjavíkur hf. Ráðstöfunarfé hans tvöfaldist í ár, verði 180-200 milljón- ir, og reiknað sé með að það tvöfald- Fjölgun vel launaðra starfa Lofa auknum framlögum til atvinnumála ist aftur á næsta ári. Hún segir að landsmenn hafi bitra reynslu af þeim lánasjóðum sem vinstri flokkarnir hafi stofnað til stuðnings atvinnulíf- inu. Reykjavíkuriistinn ætlar að veita um 100 milljónum kr. til atvinnuþró- _________ unarsjóðsins í upphafi. Sjóðurinn Erfitt er að reikna út hvað tillögur frambjóðendanna í at- vinnumálum muni kosta skattgreiðendur. Ingibjörg Sólrún segir að á árun- um 1987-91 hafi öll sveitarfélögin í landinu veitt 3 milljörðum kr. í að- stoð við atvinnureksturinn, þar af hafi Reykjavíkurborg aðeins lagt fram 209 milljónir. Þyrfti borgin að leggja talsvert meira fé í atvinnu- málin. Hluti af verkefnum listans verði fjármagnaður með lántökum, eins og til dæmis atvinnuþróunar- sjóðurinn. Skattar verði ekki hækk- aðir en ekki sé hægt að leggja ein- hliða niður skatt af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Inga Jóna segir að á yfirstandandi kjörtímabili hafi borgin varið 35 millj- örðum kr. til framkvæmda og stefni sjálfstæðismenn að því að leggja fram sambærilegar fjárhæðir á því næsta. Hins vegar muni fjárveitingar aukast til at- vinnumálanefndar og Aflvaka. Þá verði skattur af verslunar- og skrif- stofuhúsnæði felldur niður. „Við ástundum ekki yfirboð en stjórnum af ábyrgð," segir Inga Jóna. Bretar kveðja John Smith, leiðtoga Verkamannaflokksins, sem margir töldu næsta forsætisráðherra landsins Reuter JOHN Smith, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem lést á fimmtudag, ásamt eiginkonu sinni, Elizabeth, og þremur dætrum þeirra. Rökfastur og- hnyttinn en laus við tilfinniiig-asemi John Smith fékk alvar- legt hjartaáfall árið 1988 en náði svo skjótum bata að heilsufar hans var ekki talið koma í veg fyrir að hann gegndi ábyrgðarstöðum innan flokksins. Svo virtist sem John Smith væri ætlað hlutverk næsta forsætisráðherra Bretlands, en ótímabær dauði hans skipar honum á bekk með horfnum leiðtogum flokksins. Smith lést á hátindi ferils síns, honum hafði tekist að sameina Verkamannaflokkinn og styrkja stöðu hans í aukakosningum og sveitarstjórnarkosningum. Hann virtist ætla að leiða flokkinn til sig- urs í næstu þingkosningum og verða þar með forsætisráðherra. Þess í stað varð hann eitt merkasta forsætisráð- herraefni í breskri stjómmálasögu, hjartaslag varð honum að aldurtila á fimmtudagsmorgun, 55 ára að aldri. John Smith tók við leiðtogahlut- verki Verkámannaflokksins árið 1992 af Nei! Kinnock. Hann var frambjóðandi verkalýðsarms flokks- ins er tekist var á um eftirmann Kinnocks en verkalýðsfélögin létu af stuðningi við hann í fyrrasumar, er hann lagði til að atkvæðavægi þeirra yrði afnumið og þess í stað yrðu áhrif hins almenna flokksmanns auk- in. „Einn félagi, eitt atkvæði" varð stefnumál Smiths og búist var við að sú stefna hans myndi bíða skip- brot á flokksþirtginu í september sl. En Smith gaf sig ekki og fór með sigur af hólmi, og tryggði sig þar með í sessi sem leiðtogi flokksins. Hann reyndist farsæll leiðtogi og til marks um það hefur ekki orðið vart klofnings innan Verkamannaflokks- ins frá því að Smith tók við honum. Hann þótti sýna varkárni í leið- togahlutverkinu og sagt var að hann hefði sýnt fram á það að Verka- mannaflokkurinn hefði sótt meira til meþódista er fræða Marx. Það gerði að verkum að jafnvel hörðustu hægri- mönnum í íhaldsflokknum reyndist illmögulegt að draga upp þá mynd af Smith, að hann væri hættulegur sósíalisti. Smith barðist engu að síður alla tíð gegn óréttlæti og fátækt, hann var harður andstæðingur kynþátta- haturs og útbreiðslu kjarnorkuvopna, sér í lagi er það mál var í brenni- depli fyrir um áratug. Hann sýndi heilindi og kaus frem- ur að beita rökum til að fá fólk á sitt band en orðskrúði og tilfinninga- semi. Sumum virtist þetta bera vott um skort á hugsjónum og markmið- um, að flokkurinn væri að breytast í vel rekna útgáfu íhaldsflokksins. Þá var Smith gagnrýndur bæði innan og utan flokks fyrir að vera fjarlæg- ur og vilja ekki tala við blaðamenn. Sumir túlkuðu það sem sjálfsánægju, aðrir töldu það bera vott um að hann reyndi að koma sér hjá hlutunum. Smith var hins vegar kraftmikill leiðtogi stjórnarandstöðunnar í neðri deild þingsins. Hann nýtti sér hnyttni sína, greind og lagalega þekkingu til að beina athyglinni að klúðri íhalds- flokksins, til dæmis í vopnasölumál- inu til írak. Sagnfræðingur og lögmaður John Smith var fæddur í þorpinu Ardrishaig á vesturströnd Skotlands, 13. september árið 1938, sonur skólastjóra og sonarsonur sjómanns. „John Smith er algengasta nafnið í Skotlandi," sagði Smith eitt sinn. „Það þarf sterkan persónuleika til að yfírvinna það.“ Hann lagði stund á háskólanám í Glasgow, lauk háskólaprófi í sögu og lögfræði. Stjómmálin voru hins vegar ástríða hans og þrátt fyrir að hann þætti ekki mikill hugmynda- fræðingur, duldist engum metnaður hans. Hann gekk í flokkinn 16 ára og var aðeins 21 árs er hann varð frambjóðandi hans í aukakosningum í East Fife en tapaði. Hann reyndi framboð að nýju árið 1964 en hlaut ekki kosningu og vegna anna sinna sem lögmaður, bauð hann sig ekki fram árið 1966. Smith náði kjöri árið 1970 og átt.i sæti á þingi æ síð- an. Honum varð lítið ágengt fyrsta kjörtímabilið, Verkamannaflokkur- inn var í stjórnarandstöðu og Smith dró mjög úr framavonum sínum að með því að greiða atkvæði með inn- göngu í Evrópubandalagið árið 1971. Hann var alla tíð harður Evrópusinni. Þegar Harold Wilson varð forsæt- isráðherra í kjölfar kosningasigurs Verkamannaflokksins árið 1974, bauð hann Smith embætti aðstoðar- ráðherra í orkumálaráðuneytinu og gengdi hann því til árið 1978, er hann varð viðskiptaráðherra í stjórn James Callaghan, yngsti ráðherra stjórnarinnar. Eftir sigur íhalds- manna í kosningunum 1979 hafði Smith með iiöndum viðskiptamál í skuggaráðuneyti Verkamanna- flokksins til 1982 og orkumál til 1983. Eftir það varð hann talsmaður flokksins í atvinnumálum, orkumál- um og nú síðast fjármálum. Skjótur bati í kjölfar þings Verkamannaflokks- ins árið 1988 fann Smith til þreytu, enda hafði hann tekið virkan þ|tt í undirbúningi þess. Leitaði Hann læknis, sem hafði ekki fyrr sannfært Smith um að ekkert væri athugavert við hjarta hans, en hann fékk alvar- legt hjartaáfall. Þrátt fyrir að Smith væri í lélegri þjálfun, allt of þungur og mikill matmaður, náði hann sér furðu fljótt. Hann breytti um mataræði og tók upp á því að klífa fjöll. Setti Smith sér það takmark að klifa alla skoska ijallstinda yfir 1.000 m, en þeir eru 276, og að ári liðnu hafði liann geng- ið á 100 þeirra. Bati hans virtist al- ger og dró heilsufar hans því -ekki úr framavonum hans innan flokks- ins. Sumir héldu því meira að segja fram að það að standa við dauðans dyr hefði gert John Smith að blíðari og nærfærnari manni, sem leitaðist síður við að ganga frá andstæðingum sínum. Smith kvæntist Elizabeth Bennett árið 1967 og eignuðust þau tvær dætur. i í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.