Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 37 „ ANDRES KONRAÐSSON + Andrés Konráðsson fyrrver- andi sjómaður, bóndi og af- greiðslumaður var fæddur 15. september 1906 í Ólafsvík. Hann lést 4. maí 1994 á Sjúkrahúsi Akraness. Foreldrar Andrésar voru Jóhanna Guðrún Þórðar- dóttir, f. 25.5. 1878, og Konráð Konráðsson, f. 1866. Þeirra börn voru auk hans Gísli, f. 1903, Veronika, f. 1909, Axel, f. 1910, og Guðríður, f. 1914. Auk þeirra átti hann hálfbróður samfeðra, Konráð Raguar Konráðsson, f. 1899. Eftirlifandi eiginkona Andrésar er Kristín Sigurðar- dóttir, f. 12.1. 1912. Þau hófu búskap á Drangsnesi við Stein- grímsfjörð 1929. Vorið 1931 fluttust þau til Hóimavíkur, en fluttu þaðan að Jafnaskarði í Stafholtstungum vorið 1952. Til Borgarness fluttu þau síðan 1960 og hafa búið þar síðan. Börn þeirra eru: Sæunn, f. 20.11. 1930, gift Sigurði Sigurðssyni, þau eiga fimm börn; Guðrún, f. 7.10. 1932, gift Magnúsi Hall- freðssyni; Konráð, f. 7.10. 1932, kvæntur Margréti Björnsdóttur, þau eiga fimm börn; Ari Gísli, f. 25.9. 1939, d. 12.11. 1950; Guðleif Bára, f. 19.6. 1941, gift Ottó Jónssyni, þau eiga þijú böm; Anna María, f. 5.8. 1948; Arnheiður, f. 6.11.1950, hún var gift Guðjóni Elíssyni, þau eiga þrjú böra. Afkomendur Andrés- ar og Kristínar eru nú orðnir 53. Andrés stundaði aðallega sjó- mennsku, fyrst á opnum bát, síð- ar sem formaður og að lokum við vélstjórn. Sjómennskunni lauk er hann flutti í Stafholts- tungur, en þá sneri hann sér að búskap. Þegar í Borgarnes var komið vann hann hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við afgreiðslu- og lagerstörf til starfsloka. Minn- ingarathöfn fer fram í Borgar- neskirkju og jarðsungið verður frá Hólmavíkurkirkju í dag. ÞAÐ VORAR nú í Borgarfirðinum og gróandi sumarsins er á næstu grösum með birtu og yl, en skugga hefur nú dregið fyrir sólu. Þegar við systkinin kveðjum hann afa okkar Andrés Konráðsson, sem við eigum svo dýrmætar minningar um, þá reikar hugurinn aftur í tím- ann til allra góðu stundanna, sem hann gaf okkur. En nú er hann far- inn hljóðlega og með þeirri reisn, sem hann stóð ætíð fyrir. Afí vann mestallan starfsaldur sinn sem vélamaður hjá Kaupfélagi Borgfírðinga og undi hag sínum þar vel. Umsvif í kringum vöruafgreiðslu voru oft mikil og var „Pakkhúsið" sá staður sem allir þurftu að koma á, ekki síst bændur í kaupstaðaferð. Við fórum iðulega að heimsækja hann í vinnuna og stundum vorum við send með soðinn fisk handa kisunum í pakkhúsinu. Alltaf voru viðtökumar hjá afa jafn hlýjar. Tímarnir liðu, við uxum úr grasi og stofnuðum heimili og eignuðumst maka og böm, sem hafa notið sömu hlýjunnar og við. Minningarnar streyma nú fram í hugann frá öllum þessum góðu stundum, því við vitum að hann er nú í Guðs höndum og að Guð mun veita ömmu og okkur öllum styrk. Andrés Ari, Edda og Jón Guðmundur. í dag verður kvaddur afi minn, Andrés Konráðsson. Hann hefði orð- ið áttatíu og átta ára á þessu ári. Það þykir etv. nokkuð hár aldur, en afi var ekki gamall maður. Aldur lýsir sér oft aðallega í hugarfari, en afí var alla tíð ungur í hugsun. Áhugasamur og ótrúlega minnugur. Hann var einnig lengst af mjög heilsuhraustur. Þess vegna virðist það svo ótrúlegt að hann sé nú fall- inn frá. Hvorki afí né amma voru alin upp af foreldrum sínum. Það er hugsan- lega ein ástæða þess hversu mikla áherslu þau lögðu á að halda fjöl- skyldunni þétt saman. Það var ábyggilegt að afa var alla tíð kunn sú staðreynd að meginauð- legðin er fólkið sjálft og að í hóp erum við sterk- ari en ein og sér. Með því að halda okkur svona vel saman gaf hann okkur ómetanleg verðmæti. Afí sýndi okkur bamabörnunum mikinn áhuga og vildi alltaf hafa okkur með sér í leik og starfí. Þess naut ég í ríkum mæli sem fyrsta barnabarnið. Hann hafði áður fyrr afskaplega gaman af því að leika sér og tusk- ast við okkur krakkana. Hann gleymdi sér oft í leiknum og einnig því að hann var ekki jafnaldri okkar. Sami áhugi varð síðan gagn- vart okkar bömum. Þegar afi spurðist frétta, hafði hann oftast þegar allar útlínur og var aðallega að fylla út í myndina. Hann fylgdist vel með okkur öllum. Afi og amma höfðu búið saman í 65 ár og_ skapað sér alveg sérstakt heimili. Á engan stað var betra að koma en heimili þeirra, þangað sótti ég frið, orku og einstaka vellíðan. Mér hefur oft verið hugsað til þess og reyndar haft orð á því, hversu lánsöm ég er að hafa átt slíkan afa og ömmu í 44 ár. Það er ekki svo langt síðan ég heimsótti þau síðast og þau dekruðu við mig. Alla æsku mína og fram á fullorðinsár lifði ég í þeirri staðföstu trú að þar ætti ég öruggt skjól, ef skjóls þyrfti að leita. Þetta gaf mér mikla öryggiskennd öll æskuárin. Heimili þeirra var ein- stakt, svo hlýlegt og gott. Fátt þótti afa eins skemmtilegt og að hafa húsið fullt af gestum. Honum þótti bera vel i veiði ef hann hitti fólk á fömum vegi eða á leið þess um Borg- arnes og tókst að fá það heim til sín í mat eða kaffi. Það var þeim báðum sérstakt ánægjuefni hversu stór hóp- ur ættingja og vina, gamalla og nýrra, lagði leið sína til þeirra. Afi lifði tvenna tíma, frá mikilli fátækt í æsku sinni og á ungdómsár- um til ömggrar afkomu. Alla tíð fór hann mjög vel með og sýndi mikla fyrirhyggju. Hann dró vel að búi þeirra, saltaði t.d. trippa- og kinda- kjöt af mikilli listfengi. Hann bjó sig vel undir veturinn og sá til þess að ekki yrði skortur á neinu, allra síst matföngum. Allt voru það hyggindi sem í hag koma. Ekkert gladdi hann þó eins og að gefa frá sér eða láta aðra njóta með sér. Afi hafði margt lært af lífínu og lá ekki á liði sínu við að reyna að koma þeirri reynslu til okkar er til- heyrðu yngri kynslóðinni. Þessum fróðleik kom hann ekki á framfæri með fyrirlestrum eða áminningum, heldur sögum og frásögnum eða því hvernig hann túlkaði líðandi atburði. Hann var um margt einstakur og mjög næmur maður. Vonandi tekst okkur að halda til haga og varðveita það sem hann hefur gefíð okkur. Blessuð sé minning hans. Kristín Sigurðardóttir. í dag er kvaddur ástkær fjöl- skyldufaðir og einlægur vinur, Andr- és Konráðsson. Aldurhniginn maður er horfinn á braut eftir langt og gæfuríkt æviskeið. Við sem urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Andrési og eiga með honum samleið söknum hans mjög og syrgjum, en minningin um einstakan heiðurs- mann yljar okkur um hjartarætur. Andrés var gæfumaður, hann eignaðist fyrir hartnær 65 árum tryggan og ástríkan lífsförunaut, Kristínu Sigurðardóttur. Þau eign- uðust sjö börn og eru sex þeirra á lífí. Það var ekki heiglum hent að sjá stórri fjölskyldu farborða á kreppu- tímum, en það tókst þeim hjónum með slíkum ágætum að eftir var tek- ið. Þau kunnu þau tök á lífsbarátt- unni að búa að sínu og hafa í háveg- um þær dyggðir sem best hafa dug- að flestum, nýtni, iðju- og nægju- semi. í sjávarþorpum var á árum áður sjálfsþurftarbúskapur algengur. Heimilin áttu eina til tvær kýr, nokkrar kindur og svo kom þar til viðbótar sjávarfang. Það var einmitt þessi lífsmáti sem Kristín og Andrés sáu að helst mundi duga til að koma stækkandi barnahóp á legg. Þrátt fyrir þrot- lausa vinnu og harða sjósókn náðu endar ekki alltaf saman. Þá var brugðið á það ráð að fara á vertíð í fjarlæg- um verstöðvum. Kom þá í hlut Kristínar og bama að annast heimili og búsmala. En svo búnaðist þeim hjónum vel að í miðri kreppunni eignuðust þau sitt eigið hús og þar stóð þeirra heimili þar til þau fluttu frá Hólmavík. Eins og áður sagði, fluttu Andrés og Kristín í Borgames og vom þá bömin uppkómin og flest farin að heiman. Borgarnesárin urðu þeim hjónum hagstæð. Þau eignuðust gamalt en hlýlegt hús og það sem þeim þótti mest um vert, nógu rúm- gott til þess að hýsa vini og vanda- menn sem heimsóttu þau. Þeir voru ófáir, enda gestrisni þeirra og vin- semd einstök. Nú gafst einnig tóm til að sinna öðru en brauðstritinu einu saman, þau ræktuðu af alúð fallegan garð við húsið sitt. Þar naut sín listræn smekkvísi Kristínar. í Borgamesi starfaði Andrés alla tíð hjá Kaupfélagi Borgfírðinga þar til hann hætti störfum aldurs vegna. Þegar Andrés hætti störfum var heilsa hans góð og við tóku ár ró- semdar á fögru heimili við bóklestur, föndur og aðra dægrastyttingu. Þau eignuðust bíl og ferðuðust mikið um landið sér til hressingar og ánægju. Þau létu ekki aldurinn aftra sér frá að heimsækja mörg Evrópulönd og Bandaríkin einnig. Af þessum ferð- um höfðu þau mikið yndi. Ævikveldið leið og æviárin urðu mörg. Andrés naut þeirrar náðar að halda góðri heilsu fram á síðastliðið ár en þá tók heilsan að bila. Nú sem fyrr var það lífsförunauturinn trausti, eiginkonan sem annaðist hann af einstakri alúð og varfærni þar til yfir lauk. Andrés hélt reisn sinni og óskertu andlegu þreki til hinstu stundar. Hann mun hvíla við hlið sonar síns í kirkjugarðinum í Hólmavík. Guð blessi Andrés Konráðsson. Magnús Hallfreðsson. Mig langar til að minnast hans langafa míns örfáum orðum. Þó að við sæjumst kannski ekki eins oft og ég hafði viljað var alltaf jafn gott að koma til þeirra afa og ömmu í Borgarnesi. Best man ég eftir síð- ustu heimsókn minni til þeirra, síð- astliðinn október. Þá ferð fór ég til að kveðja þau, þvi sjálf var ég á leið til útlanda til að dvelja um lengri tíma. Hjá afa og ömmu var að venju tekið á móti með góðgerðum, og eft- ir að borðhaldi var lokið var sest inn í stofu að spjalla. Samtalið snerist aðallega um væntanlega ferð mína utan, þau voru forvitin um lifnaðar- hætti á fjariægum slóðum og ég upplýsti eftir bestu getu. Þegar kom að því að kveðja stóð- um við langa stund í dyrunum og afi faðmaði mig og kyssti í bak og fyrir. Hann gaf mér myndir af þeim hjónunum og svo forláta dúk og nælu sem amma hafði sjálf gert. „Eigum við ekkert fleira til að gefa henni, Stína mín?“ spurði hann ömmu. „Þetta er nú alveg óþarfi, afi minn, að leysa mig út með gjöfum," sagði ég. „Eitthvað verðurðu að eiga til minningar um okkur fyrst þú ætlar að vera svona lengi í burtu,“ sagði hann. „En ég er ekki að kveðja fyrir fullt og al!t,“ sagði ég. „Ég á örugglega eftir að koma aftur þó að það tefjist kannski eitthvað." „Já, Sæunn mín“ sagði afi þá og faðmaði mig aftur að sér. „Þú kemur örugg- lega aftur, ég efast ekkert um það. En hitt er annað að ég vil engu lofa um að við verðum héma þá.“ Mér brá svolítið við að heyra hann segja þetta. Auðvitað gerði ég mér grein fyrir því að þau voru orðin gömul og lífíð hefur sín takmörk. En hann hafði nú samt rétt fyrir sér í því. Ég vil þakka honum afa mínum fyrir samverustundirnar. Blessuð sé minning hans. Sæunn Ólafsdóttir, Ekvador. Kveðja frá sonarbörnum Hann afí er dáinn, við sonarbömin viljum minnast hans með nokkmm kveðjuorðum. Allt er svo undarlega tómlegt, það er varla að við höfum meðtekið þessa fregn enn. Alla okkar tíð hefur afí verið til staðar, verið einn af gestun- um í öllum veislum sem stór-fjöl- skyldan hefur haldið og alltaf hefur verið talað um ömmu og afa i sömu andrá. Og ein fyrsta bernskuminning þess elsta okkar er þegar afí og amma fluttu í það hús í Borgarnesi sem þau bjuggu í lengst, síðan eru rúm þijátíu ár. Afí ólst upp við erfið og oft hörð kjör eins og margt fólk sem fæddist í byijun þessarar aldar. Mannslíkam- inn var aðalvinnuaflið lengi framan af og fólk þurfti að hafa sterkan kropp og bein til að standast álagið. Þetta hefur trúlega snemma sett sitt mark á afa. Hann var eins og íslensk náttúra, dálítið hijúfur á yfírborðinu og hreinskilinn en undir sló hjarta sem var úr gulli. Þessi harði maður, sem aldrei gafst upp fyrir neinu og var hörkuduglegur til vinnu, mátti ekki til þess vita að einhver ætti bágt. En hann fór ekki endilega á stúfana sjálfur, þar kom amma til skjalanna. Og hann sagði oft að hann væri heppinn að eiga svo góða konu sem ömmu og eru það orð að sönnu. Afí lagði mikið upp úr því að við, afkomendur hans, værum dugleg til vinnu. Hafði alltaf þurft að vinna og erfiða sjálfur og standa sig, gerði því þær kröfur að aðrir væru eins. Vonandi höfum við staðið okkur í því. Afí og amma bjuggu á Hólmavík meðan börnin þeirra voru að vaxa úr grasi. Þau höfðu einhveijar skepn- ur og afi stundaði sjó. Hann þótti bæði áræðinn og duglegur sjómaður og ágætlega fískinn. Ef einhveijir erfiðleikar voru, þá var það viðkvæð- ið hjá afa „ég skal víst“, og lýsir þetta honum ágætlega, hann gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Við sonarbörnin vorum ekki dag- legir gestir á heimili afa og ömmu en þegar komið var á Skúlagötuna og bankað kom afi alltaf fram og sagði þetta sérstaka „halló“ og ef ekki kom svar strax: „Halló, er ein- hver þar?“ Móttökumar vom ávallt hlýlegar og yndislegar eins og þeirra var von og vísa. Væri amma síðan ekki nógu fljót að tína fram allar kræsingarnar, að hans mati, þá sagði afi gjaman: „Stína, áttu ekki eitt- hvað handa þeim?“ Og alltaf var „mola“ laumað í litla lófa eða munna að skilnaði. Hann vildi sýna í verki það sem hann ef til vili gat ekki sagt með orðum. Afi var mjög minnugur og hélt því alveg fram á síðasta dag. Stund- um sagði hann okkur sögur frá því hvernig lífíð hafði verið þegar hann var að alast upp og ekki vildum við skipta. Hann var einnig minnugur á margt skoplegt sem fyrir hafði borið á langri ævi og var naskur á að sjá ýmislegt broslegt við það sem gerð- ist í kringum hann. Maður varð aldr- ei hræddur um það, ef farið var í heimsókn til afa og ömmu, að ekki yrði hægt að fínna umræðuefni, afí sá fyrir því. Og hann hafði áhuga á fólkinu sínu. Gengur ekki allt vel hjá þér, ósköp ertu guggin(n), hefur þú verið eitthvað lasin(n)? Þetta em spumingar sem einkennandi voFu fyrir afa og það þýddi ekkert að segja neitt annað en satt, afí sá undir eins ef reynt var að fegra hlutina. Og ef einhver hafði verið veikur, spurði afí alltaf hvemig gengi, hvemig viðkom- andi liði eða hvort hann væri búinn að ná sér. Elsku afí okkar. Við viljum fá að þakka þér fyrir að hafa leitt okkur við hönd þér þennan spöl sem við höfum gengið saman. Það var gott að fá að vera með þér, njóta leiðsagn- ar þinnar og eiga þig að á svo marg- an hátt sem aldrei verður þakkað eða metið. Vegferð okkar saman er lokið að sinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við viljum að lokum kveðja þig með bænum sem pabbi kenndi okkur er við vomm lítil: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Vertu yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. frá Presth.) Elsku amma, pabbi, Gulla, Sæa, Didda, Anna María og Arý. Megf'*' algóður Guð styrkja ykkur á skiln- aðarstundu. Birna, Inga, Konráð, Jóhanna og Andrés. Kveðja frá dóttursonum erlendis „Afi er dáinn.“ Það er svo sárt að fá þessar fréttir þegar maður er langt í burtu. Tilhugsunin um að sjá hann ekki aftur svo einkennileg. Sver- erfítt að hugsa um að geta ekki kom- ið í Borgames, heilsað ömmu í eld- húsinu og farið svo að heilsa afa í stofunni þar sem hann sat með blað eða bók. Það að geta ekki sett sig niður með honum og rætt um hvað maður er að fást við hveiju sinni. Að fá ekki spumingu um „hvenær maður ætli nú eiginlega að fara að klippa sig“ o.s.frv. Afi var alltaf svo áhugasamur um allt sem við tókum okkur fyrir hend- ur. Hann hvatti okkur óspart til að mennta okkur, en ekki síður að reyna að læra í lífsins skóla með þátttöku í atvinnulífinu. Því var hann manna ánægðastur þegar við ákváðum að fara í nám og vinnu hér úti. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist hann ótrú- lega vel með tímanum og þvi tókum við „nöldrinu“ hans sem góðum ráð- um manns með langa farsæla ævi. Afi var líka hafsjór af fróðleik um liðna tíð og eyddum við oft löngum tima að hlusta á hann segja frá. Samband hans og ömmu var einstakt og því erfítt að hugsa sér þau án hvors annars. Við viljum með þessum orðum þakka afa fyrir allt sem hann gaf okkur af kærleika, reynslu og veraldlegum gæðum. Líka stuðning í gegnum öll árin. Ömmu og öðrum skyldmennum okkar sendum við kveðju okkar og vitum að góðar minningar hjálpa okkur i sorginni. Ingi og Gísli. t Móðir okkar, KRISTÍN A. JÓNSDÓTTIR frá Bfldudal, lést á Hrafnistu, Hafnarfiröi, þann 11. þ.m. Börn ogtengdabörn. t Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, SÓLVEIG EYSTEINSDÓTTIR frá Skammbeinsstöðum, dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, 11. maí sl. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og tengdabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.