Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ1994 41 FRÉTTIR Foldaskóli Hlíðaskóli HJOLADA GUR -------- FJÖLSKYLDUNNAR I REYKJAVÍK 15. maí 1994 ^ Árbæjarskólí Hólabrekkuskóli Þoturallið í Keflavík Steingrímur lík- legur til afreka FYRSTA rallmótið til íslands- meistara fer fram á Suðurnesjum í dag, laugarardag, og er haldið af Veitingastaðnum Þotunni og Akstursíþróttafélagi Suðurnesja. Ekið verður á hefðbundnum sér- leiðum á Reykjanesi, en mótið verður hið fyrsta af sex sem gildir til íslandsmeistara. íslandsmeistarar liðins árs, Ás- geir Sigurðsson og Bragi Guð- mundsson á Metro, verða fjarri góðu gamni, en margir af bestu rallökumönnum landsins taka þátt. Líklegt er að rallfeðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda fjórhjóladrifsbíl og Stein- grímur Ingason á Nissan takist á um efsta sætið. Meiðsli á hálsi gætu þó háð Rúnari undir stýri, en hann meiddist í bílveltu í rall- keppni fyrir ári síðan. Steingrímur hefur tvö síðustu ár lent í öðru sæti til meistara, en hefur endur- bætt bíll sinn í vetur ásamt Hirti P. Jónssyni, sem verður aðstoða- rökumaður þetta árið. „Ég jók hraðann talsvert í fyrra, þegar ég hafði náð góðum tökum á bílnum og hafði bætt aksturseiginleika hans. Ég lenti síðan í óhappi í al- þjóðarallinu, sem stórskemmdi bíl- inn. Það kostaði vinnu hálfan vet- urinn, öll kvöld og helgar við end- ursmíði bílsins. Nú er hann aftur tilbúinn í toppslaginn,'* sagði Steingrímur í samtali við Morgun- blaðið. Senna var fyrirmynd Steingrímur hefur ekið í rallmót- um í sextán ár, hóf ferilinn á Volkswagen bjöllu, 60 hestafla bíl, en ekur nú 260 hestafla heima- smíðuðum Nissan. „Þegar ég byij- aði þótti ekkert mikið að nokkurra mínútna munur væri á fyrstu bíl- unum í hverri keppni. Nú er sleg- ist um hveija sekúndu á hverri sérleið, þannig keppnin er mun jafnari. Þá eru bestu bílarnir mun betur búnir í dag. Þegar slagurinn er hvað mestur nota toppbílarnir 10-14 sérhönnuð ralldekk til að ná sem bestu gripi og um leið betri árangri," sagði Steingrímur. Hrað- inn hefur aukist í rallakstri, sem leiðir hugann að slysinu í Formula 1, þar sem Brasilíumaðurinn Ayr- ton Senna lét lífið eftir að hafa farið útaf á mikilli ferð. Aðspurður um áhrif óhappsins á Steingrím svaraði hann: „Senna var mikill ökumaður, þótt hann væri vissu- lega umdeildur. Hann lét daglegt amstur og samskipti lönd og leið, sá bara kappakstur og það sem að honum sneri. Ég er svona sjálf- ur, stefni að ákveðnu marki og gleymi stundum öðrum hlutum í Sjálfstæðis- kvemiafélagið Edda í Kópa- vogi 40 ára LAUGARDAGINN 14. maí eru liðin 40 ár síðan Sjálfstæðis- kvennafélagið Edda í Kópavogi var stofnað. Af því tilefni ætla félagskonur að efna til veislu i Hamraborg 1, húsakynnum Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi, milli klukkan 17 og 19 á afmælisdag- inn, sem er í dag. Félagar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur munu leggja upp frá Laugardalslaug og hjóla í hring um Reykjavík í 24 klukkustundir, samtals 1.000 kílómetra Fjölskyldan hjólar saman á sunnudag HJÓLADAGUR fjölskyldunnar verður í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 15. maí og hefst kl. 11 með því að lagt verður af stað á hjólum frá Foldaskóla, Árbæj- arskóla, Hólabrekkuskóla, Hlíða- skóla og Melaskóla og haldið sem leið liggur inn í Laugardal þar sem að efnt verður til skemmti- dagskrár. Borgarráð samþykkti á fundi sínum þann 1. mars sl. að 15. maí skyldi vera hjóladagur fjölskyldunnar í Reykjavík, en þessi dagur er alþjóðlegur fjöl- skyldudagur Sameinuðu þjóð- anna. Á leiðinni verður lögreglan og hjólakappar úr Islenska fjalla- hjólaklúbbnum og Hjólreiðafé- lagi Reykjavíkur til halds og trausts. Einstaklingar jafnt sem hópar geta auðveldlega komið inn í raðir hjólreiðamanna á leið- inni. Bílar frá Nýju sendibílastöð- inni verða til taks ef á þarf að halda ásamt færanlegum hjól- reiðaverkstæðum. Efnt verður til skemmtiatriða og kynninga sem tengjast hjól- reiðum í Laugardalnum. Um þrjú-leytið er gert ráð fyrir að hjólreiðamennirnir fari að tínast heimleiðis og þá sömu leið skv. leiðakorti og í samskonar örygg- isfylgd og fyrr um daginn. Dagskráin hefst á gervigras- vellinum kl. 13 með ávarpi borg- arstjóra og að því loknu flytur Katrin Fjeldsted, formaður hjólanefndar Reykjavíkur, ávarp. Tólf ára nemendur úr Fossvogsskóla leiðbeina um notkun hjálma. Efnt verður til hjólaþrautakeppni borgarstjóra- efnanna, sem mæta á vettvang með sín keppnislið og Bjarkar- kvartettinn úr A-Húnavatnssýslu syngur við undirleik Guðmundar Hagalín Guðmundssonar. Siðast en ekki síst fer fram Islands- meistaramót í hjólaþrautum á torfærubrautinni í Fjölskyldu- garðinum og sér Hjólreiðaskól- inn um framkvæmd. Verðlauna- afhending lögreglunnar og Hjól- reiðaskólans ásamt drætti í Hjólahappdrætti fer fram í Dags- ljósi Sjónvarpsins á mánudags- kvöld, en þeir sem taka þátt í Hjóladeginum eru um leið þátt- takendur í Hjólahappdrættinu. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson STEINGRÍMUR Ingason og Hjörtur P. Jónsson keppa á Nissan, sem hefur verið lagfærður í vetur eftir óhapp í alþjóðarallinu í fyrra. umhverfinu. Senna gaf alltaf 100% af sér í keppni. Það er mikil miss- ir að honum. Hættan á slysi fylgir öllum akstursíþróttum, eins og öðrum íþróttum. Maður gleymir því þegar í keppni er komið. Ég held að menn í akstursíþróttum muni geyma afrek Senna í huga sér, en einbeita sér að því að ná árangri, eftir sem áður,“ sagði Steingrímur. Stigagjöf í íslandsmótinu í rall- akstri hefur verið breytt, þannig að minni munur er á milli stigagjaf- ar fyrir efstu sætin. Þá hefur verið stofnaður flokkur sem hentar nýliðum vel, sem takmarkar vél og drifbúnað bílanna. Fjórir slíkir bílar verða í fyrsta rallinu. STJÓRN Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu í Kópavogi. F.v. efri röð Friðbjörg Arnþórsdóttir, Jóhanna Maggý Jóhannesdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Halla Halldórsdóttir og Guðrún Víkings- dóttir. Siljandi f.v. Hrönn Jóhannesdóttir og Margrét Björnsdóttir. Á tónleikum til minningar um Hauk Morthens sem haldnir verða á vegum Ríkisútvarpsins og Styrktar- og menningarsjóðs Hauks Morthens í Súinasal Hótels Sögu sunnudaginn 15. maí og hefjast kl. 21.00 koma fram: Hallbjörg Bjarnadóttir, Ragnar Bjarnason, Hjördís Geirsdóttir, Jóhann Helgason, Svanhildur, Bjarni Arason, Jóhanna Linnet, Garöar Guömundsson, Björn R. Einarsson, Kristinn Hallsson, Megas, Eyþór Þorláksson, Sveinn Eyþórsson, Alda Ingibergsdóttir, Guðni Þ. Guðmundsson, Björgvin Halldórsson, Anna Mjöll, Stefán Hilmarsson, Skafti Ólafsson, Jón Kr. Ólafsson, Þáll Óskar Hjálmtýsson, Stefán Jónsson, Linda Walker, Ómar Axelsson, Árni Elfar, Carl Möller, Þórir Baldursson, Reynir Sigurðsson, Einar Bragi Bragason, Árni Scheving, Guðmundur Steingrímsson, Steingrímur Guðmundsson, Vernharður Linnet, Ólafur Gaukur. Kynning á ferðum til Túnis NÝJASTI áfangastaður ís- lenskra ferðalanga, Túnis, verð- ur kynntur á fundi á Hótel Loft- leiðum kl. 20.30 sunnudags- kvöldið 15. maí. Samvinnuferðir-Landsýn bjóða nú í fyrsta sinn skipulagð- ar ferðir til þessa ævintýralands þar sem aidagamlar hefðir Mið- austurlanda mæta nýtísku- straumum vestrænnar menning- ar í suðrænni blöndu, sem vart á sinn líka. Áfangastaður Samvinnuferða- Landsýnar er Sousse, þriðja stærsta borg Túnis, með um 85 þúsund íbúa. Þar við ströndina eru þijú hótel sem Samvinnuferð- ir-Landsýn hefur gert hagstæða samninga við, Hotel Chems EI Hana, Hotel E1 Hana Beach og Hotel Alyssa. í öllum tilfellum er í boði hálft fæði. Á kynningarfundinum á Hótel Loftleiðum mun fararstjóri SL í Túnis í sumar, Þórdís Ágústs- dóttir, segja frá landi og þjóð og sýna myndir. Tveir fulltrúar frá Ferðamálaráði Túnis, Khaled Cheikh og Mahmoud Chenik, kynna land og þjóð í máli og myndum. Samkeppni laganema ÚLFLJÓTUR, tímarit laganema efnir tH verðlaunasamkeppni fyr- ir laganema um ritgerðarefnið Réttaráhrif lögfestingar Mann- réttindasáttmála Evrópu en frumvarp til laga um mannrétt- indasáttamála Evrópu var sam- þykkt á Alþingi 6. maí. Ritgerðir skulu vera stuttar (8-16 bls.) og skal þeim skilað til ritstjóra, Gísla Tryggvasonar, á skrifstofu Orators eða Úlfljóts í síðasta lagi á hádegi 15. júní 1994. Verðlaun fyrir bestu úr- lausn að mati dómnefndar eru heildarsafn Úlfljóts en Úlfljótur áskilur sér rétt til að birta rit- gerð eða aðrar ritgerðir sem hljóta verðlaun enda skulu rit- gerðir liggja fyrir í tölvutæku fonni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.