Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.05.1994, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MAÍ 1994 53 ÍÞRÓTTIR HAIMDKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNI Þetta verður erfitt -sagði Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari Hauka eftir að Valsmenn sigruðu í annað sinn í Hafnarfirði nVALSMENN eru komnir með aðra höndina á titilinn og það verður erfitt að sækja þetta. En við eigum einn séns enn,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson Þjálfari Hauka eftir sjö marka tap gegn Valsmönnum í þriðja úrslitaleik liðanna í íþróttahús- inu við Strandgötu í Hafnarfirði í gærkvötdi. Valsmenn sýndu frábæran leik og sigruðu með 29 mörkum gegn 22, og eiga því möguleika á að tryggja sér Islandsmeistaratitilinn annað kvöld í Laugardalshöllinni, ann- að árið í röð. Varnarleikur Vals- manna var á köflum frábær í gærkvöldi sem og markvarsla Guðmundar Hrafnkelssonar, sem sést best á því að þeir skoruðu tíu mörk úr hraðaupp- hlaupum. Valsmenn byrjuðu af krafti og náðu tveggja marka forskoti strax í byijun. Haukar náðu að jafna 5:5, en skor- uðu síðan ekki mark Stefán á tólf mínútna kafla, Eiríksson meðan Valsmenn skrifar bættu við fjórum. Þeir héldu forystunni út hálfleikinn og vorum þremur mörkum yfir í hálfleik, 10:13. Síðari hálfleikurinn var heldur sveiflukenndari. Valsmenn byijuðu hann á því að skora úr tveimur hraðaupphlaupum í röð og ná fimm marka forskoti. Því héldu þeir um stund, en þegar staðan var 16:20 þeim í vil skoruðu Haukar þijú mörk í röð og minnkuðu forskot Valsmanna í eitt mark. Valsménn misstu á þessu tímabili tvo menn út af, en þegar þeir voru komnir með fullmannað lið settu þeir í gír og gerðu út um leikinn. Staðan breyttist úr 19:20 í 19:23 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir, og þá gáfust Haukar upp. Valsmenn rúlluðu yfir þá síðustu mínúturnar °g sigruðú eins og áður sagði 22:29. Vörn Valsmanna lék hreint út sagt frábærlega. Jón Kristjánsson, Rúnar Sigtryggsson og Finnur Jó- hannsson áttu stórleik í vörninni. Valgarð Thoroddsen lék frábærlega í sókninni í seinni hálfleik, skoraði þá þrisvar úr horni og tvívegis úr hraðaupphlaupi. Hann var ásamt Haukar-Valur 22:29 íþróttahúsið við Strandgötu, íslandsmótið f handknattleik karla - 3. leikur í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn, föstudaginn 13. mai 1994. Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:5, 5:5, 5:9, 7:10, 9:11, 10:13, 10:15/12:17, 15:19, 16:20, 19:20, 19:23, 20:25, 21:29, 22:29. Mörk Hauka: Petr Baumruk 9, Sigurjón Sigurðsson 8/6, Jón Örn Stefánsson 2, Óskar Sigurðsson 2, Halldór Ingólfsson 1. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Vals: Valgarð Thoroddsen 6, Rúnar Sigtryggsson 6/1, Ólafur Stcfánsson 4, Dagur Sigurðsson 3, Jón Kristjánsson 3, Frosti Guðlaugsson 3, Finnur Jóhannsson 2, Svein Sigfinsson 2. Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: 1200. Dómarar: Gunnar Jóhann Viðarsson og Sigurgeir Sveinsson. Dæmdu mjög vel. Kraftur Morgunblaðið/Þorkell RÚNAR Sigtryggsson brýst í gegnum vörn Hauka í leiknum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að Óskar Sigurðsson og Siguijón Sigurðsson, til hægri, virðist hafa á honum góð tök náði Rúnar að rífa sig lausan og skora eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Rúnari Sigtryggssyni markahæst- ur, báðir gerðu sex mörk. Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson skiluðu sóknarhlutverkum sínum prýðilega. Síðast en ekki síst átti Guðmundur Hrafnkelsson enn einn stórleikinn í marki Valsmanna, varði 22 skot. Hjá Haukum gnæfði Petr Baumruk upp úr, en hann gerði níu mörk. Hinir leikmenn Hauka fyrir utan voru aftur á móti mjög slakir í sókninni. Páll Ólafsson gerði ekki mark sem og Aron Kristjánsson, og Halldór Ingólfsson, sem gerði sjö mörk í sigurleik Hauka í Laugar- dalshöllinni, gerði eina mark sitt í leiknum þegar mínúta var eftir. Ljóst er að þessir lykilmenn í liði Hauka verða að taka sig á ætli Haukar sér fimmta leikinn. Vörnin ótrúlega góð „Við spiluðum ótrúlega góða vörn á köflum og fengum fyrir vikið mikið af auðveldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Við áttum í erf- iðleikum í fyrri leikjunum þegar þeir fóru að taka menn úr umferð, en fórum vel í gegnum það og náð- um að leysa það, enda á ekki að vera hægt að spila vörn af ein- hveiju viti með þessum hætti,“ sagði Þorbjörn Jensson þjálfari Vals. „Valsmenn voru betri og unnu verðskuldaðan sigur,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfari Hauka. „Það kostaði mikinn kraft að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleik, og í kjölfarið kom bakslag sem varð til þess að mínir menn gáfust upp. Varnarleikur Valsmanna var sterkur og mark- varslan frábær, auk þess sem lykil- menn í okkar liði náðu sér ekki á strik. Ég fer ekki sömu leið og Þorbjöm [Jensson] þegar lið mitt tapar og hrósa dómurunum fyrir góða dómgæslu." Markverðir liðanna vörðu þannig í gærkvöldi, (innan sviga eru varin skot, en boltinn fór aftur til mót- heija): Bjarni Frostason, Hauk- um - 2 2 júr horni. Magnús Arnason, Hauk- um - 9(2) 4(1) langskot, 3 úr homi, 1 gegnumbrot og 1(1) af línu. Guðmundur Hrafnkels- son, Val - 22/1(11) 8(3) Iangskot, 4(2) úr horni, 4(3) gegnumbrot, 4(1) af línu, 1(1) hraðaupphlaup og 1(1) víti. SOKNARNYTING fþróttahúslö (Strandgötu Þriðji leikur (úrslitum Islandsmótsins, Föstudaginn 13. maí Haukar Mðik SóKnir % Valur Mðrk Sóknir % rsiltake Langskot Qegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína MEISTARAKEPPNI KSI GOLF í boði fyrir að fara Bergvíkina í einu höggi Golfklúbbur Suðumesja gengst fyrir fímin móta röð í sumar, þar sem Hyundai bifreið verður í öll skiptin í verðlaun nái einhver að fara þá frægu holu, Bergvíkina, í einu höggi. Sá sem kemst næst Bergvíkinni í upphafshöggi á hverju móti fær hins vegar utanlandsferð með Samvinnu- ferðum-Landsýn. Allt verða þetta opin mót og fer það fyrsta fram í Leirunni á morgun. Þijú mótanna standa í einn dag en tvö þeirra, seinna í sumar, verða tveggja daga mót. Morg^inblaðið/Jón Svavarsson Skagamenn bestir Það var við hæfi að ís- lands- og bikarmeistar- ar Akraness hömpuðu nafn- bótinni Meistarar meistar- anna — eftir sigur, 4:2, yfir Keflvíkingum í Meistara- keppni KSÍ í gærkvöldi Akranesi. 600 áhorfendur sáu leikinn, sem var fjörug- ur. Meistararnir léku án Ólafs Þórðarsonar, Sturlaugs Haraldssonar og Haralds Ingólfssonar. Mihajlo Bi bercic, tvö, Sigurður Jónsson og Stefán Þórðarson skoruðu mörk Skagamanna, en Óli Þór Magnússon og Marko Tanasic mörk Keflvíkinga Hér á myndinni til hliðar er Sigurður Jónsson, fyrirliði ÍA, með bikarinn. Hughes. Robson. toém FOLX ■ GRIKKIR og Bólivíumenn gerðu jafntefii, 0:0, í vináttulands- leik í Aþenu í gærkvöldi. ■ MANCHESTER Vnited á möguleika á að vinna tvöfalt í dag — þegar liðið mætir Chelsea í bik- arúrslitaleik á Wembley. ■ DAVID Elleray dæmir bikar- úrslitaleikinn, en hann er 39 ára kennari og hefur átta sinnum dæmt leiki á Wembley. Elleray getur gengið til leikvangsins, þar sem hann á heima rétt hjá vellinum. ■ ANDREI Kanchelskis, útheiji Man. Utd., gerði fimm Ura samning við félagið á fimmtudaginn. Hann hefur 860 þús. ísl. kr. í vikulaun. Móðir hans komst ekki frá Úkraínu, til að sjá hann leika. Hún er starfs- maður í verksmiðju — pakkar inn útvarpsrafhlöðum. Mánaðarlaun hennar er 856 ísl. kr. ■ KANCHELSKIS er fyrsti Úkraínumaðurinn til að leika bik- arúrslitaleik á Wembley, Eric Can- tona fyrsti Frakkinn til að ná þeim árangri og Dimitri Kharin, mark- " vörður Chelsea, er fyrsti Rússinn til að leika bikarúrslitaleik. ■ M/AWST/sóknardúettinn sem leikur með liði á Bretlandseyjum og þó víða væri leitað, herjar á hávaxna miðverði Man. Utd. — það eru þeir Mark Stein og John Spencer. ■ MAN. Utd. leikur ágóðaleik fyr- ir Mark Hughes á mánudaginn á Old Trafford. Uppselt er á leikinn, 45 þús. áhorfendur, og fær Hughes 53,5 millj. ísl. kr. í vasann. ■ BRYAN Robson verður vara- maður hjá Man. Utd. og er reiknað með að hann komi inná. Robson hefur þrisvar tekið á móti bikamum sem fyrirliði United á Wembley — ic " 1983, 1985 og 1990. Robson mun að öllum líkindum gerast fram- kvæmdastjóri Middlesborough í næstu viku. ■ MARSEILLE hefur boðið þýska landsliðsmanninum Rudi Völler tveggja ára samning. Félagið hefur óskað eftir svari frá honum á morg- un. ■ OTTO Rehhagel, þjálfari Werder Bremen hefur aðvarað sína menn fyrir of mikilli bjartsýni fyrir bikarúrslitaleikinn í dag, en þá leik- ur Bremen gegn 2. deildarfélaginu Rot-Weiss Essen. ■ RAY Evans, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur tilkynnt Bruce Grobbelaar og Ronnie Whelan að þeir séu ekki inn í myndinni hjá honum — og fái fijálsa sölu frá fé- laginu. ■ DUNCAN Ferguson, miðheiji Glasgow Rangrs, var í gær dæmd í tólf leikja keppnisbann fyrir að hafa skallað John McStay, bakvörð Raith Rovers í leik á dögunum. Þetta er þyngsta refsing sem knatt- spyrnumaður á Bretlandseyjum hef- ur fengið. ■ FERGUSON mun því missa af bikarúrslitleiknum á Hampden Park, þeger Rangers leikur gegn Dundee United, en þaðan keypti'^*- félagið Ferguson. ■ ARGENTÍNUMENN hættu við að fara til Japans, til að taka þátt í knattspyrnumóti. Eftir að Diego Maradona fékk ekki vegabréfsárit- un til Japans, voru leikmenn arg- entínska liðsins sammála að fara ekki. Lög í Japan segja að menn sem hafa verið dæmdir vegna neyslu á eiturlyfjum, væru ekki velkomnir til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.