Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 B 5 Tvíkiofni-Tóti; Tommy Lee Jones. Leikari dagsins Bandaríski óskarsverð- launaleikarinn Tommy Lee Jones verður óþokkinn í „Batman 3“ og fetar þar með í fótspor Jacks Nichol- sons og Danny DeVitos. Tommy er orðinn einhver eftirsóttasti kvikmyndaleik- ari Bandaríkjanna í dag. Stjarna hans tók að rísa aftur við upphaf tíunda ára- tugarins eftir tiltölulega djúpa lægð á níunda ára- tugnum og nú er hann al- staðar að finna. Hann leikur gallharðan saksóknara á móti Susan Sarandon í Kúnnanum, hann er sprengjuóður hryðjuverkamaður á móti Jeff Bridges í tryllinum „Blown Away“ og hann leik- ur fyrstu bandarísku hafna- boltastjörnuna, Ty Cobb, í ævisögulegri mynd sport- dýrkandans Rons Sheltons. Nú eru litlar líkur taldar á að Robin Williams taki að sér hlutverk Gátumannsins í „Batman 3“ en Tommy hefur þegar ákveðið að leika óþokkann „Harvey Two- Face“ eða Tvíklofna-Tóta, sem er afar klofinn persónu- leiki og telur sig eiga óupp- gerðar sakir við þennán í hellinum. ÆT ÆT áW IBIO Friðrik Þór Friðriksson frumsýnir nýjustu mynd sína, Bíódaga, eftir nokkra daga, eða 30. júní, og eru þá þijú ár liðin frá því hann frum- sýndi Böm náttúmnnar en velgengisaga hennar er öllum kunn. Friðrik Þór hefur sagt að Bíódagar muni komast í meiri dreifíngu um heiminn en Börnin og hefur óskarsverðlaunaút- nefningin eflaust haft sitt að segja í þeim efnum. Hún er byggð að ein- hverju leyti á æsku leik- stjórans og bíómyndun- um sem hann ólst upp með og þijúbíóstemmn- ingunni sem ríkti í kvik- myndahúsunum í gamla daga og hann hefur sagt að hún sé „einmitt fýrir fólk á oþkar aldri að sýna börnunum sínum hvemig þetta var í gamla daga“. Friðrik Þór er sá kvik- myndaleikstjóri íslenskur sem náð hefur lengst á alþjóðamarkaði og miklar væntingar eru bundnar ,við Bíódaga. Ný mynd frá honum er sannur listvið burður. Fólk ■ Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar verður sýnd bæði i Stjörnubíói og Bíó- höllinni. MNýjasta mynd^ Jack Nicholsons, Úlfur, tók inn tæpar 18 milljónir dollara fyrstu sýningarhelg- ina fyrir skemmstu. „Speed“ var þá komin í tæpar 36 milljónir, Steinaldarmennirnir í 95, Fjörkálfar II í 23, „Ma- verick" í 74 og „Beverly Hills Cop 111“ í aðeins 37 milljðnir dollara, sem þykir lítið. MNæsta mynd sem Anth- ony Hopkins kemur til með að leika í fyrir Ismail Merc- hant og James Ivory (Há- varðsendi, Dreggjar dags- ins) heitir „The Man-Eating Leopard of Rudraprayag eða Mannætuhlébarðinn frá Rudraprayag. Tökur munu hefjast á næsta ári. Þangað til munu Merchant og Ivory gera Jefferson í París með Nick Nolte og Greta Scacc- hi. MHeilt ár er síðan tökum lauk á myndinni „Being Human“ með Robin Will- iams í aðalhlutverki en enn hefur ekkert til hennar spurst og óvíst virðist hvort hún muni nokkurntíman verða sett í dreifingu. Fram- leiðandi er Bretinn David Puttnam en um er að ræða tímaferðalagsmynd og velta menn nú vöngum yfir því á hvaða ferðalagi hún sé. MEin af næstu myndum Ralph Fiennes, er leikur fangabúðastjórann í Lista Schindlers, verður hasar- mynd sem byggir á handriti eftir James Cameron og heitir „Strange Days“ eða Furðulegir dagar. Kathryn Bigelow leikstýrir og Ang- ela (Tina) Bassett fer með aðalkvenhlutverkið. Fiennes mun þó fyrst leika í mynd Robert Redfords, „Quiz Show“. Stallone vildi Stone Mig hefur langað til að gera mynd með Sharon Stone í nokkurn tíma,“ er haft eftir Sylvester Stallone þar sem hann leikur í nýjustu hasarmynd sinni, Sérfræðingnum eða „The Specialist“. Stone var honum mjög ofarlega í huga eftir að hann sá Ógnareðli. „Ég varð afar öfundsjúkur þegar ég sá Ógnareðli," segir Sly. „Fjárinn, þetta gæti ég verið að gera — af hverju er ég ekki að gera þetta?“ spurði hann sjálfan sig og nú er hans tími upp runninn. í Sér- fræðingnum leikur hann sprengjusér- fræðing sem ráðinn er af dularfullri konu, leikinni af Stone, til að sprengja í loft upp mafíósana sem áður gerðu hana munaðarlausa. Rúmsenurnar voru nokkrar en Sly hafði svosem ekkert sérstakt yndi af þeim. „Þetta er eins og að éta uppáhaldsmatinn sinn. Það er frábært í fyrstu þijú, fjög- ur skiptin en eftir það verður maður bara veikur.“ Myndin er væntanleg vestra í haust en frumsýningu á annarri Sharonmynd, vestra Sams Raimis, „The Quick and the Dead“, hefur verið frestað til næsta árs af einhvetj- um ástæðum. Draumadís Ram- bós; Sharon Stone í Sérfræðingnum. -■ Engin elsku mamma; úr Watersmyndinni „Serial Mom“. 5000 manns hafa séd Ögrun Alls höfðu um 5000 manns séð áströlsku myndina Ögrun eftir síðustu helgi í Laugarásbíói. Rúm 11.000 manns sáu vestrann Tombstone, sem nú er hætt að sýna, en um 2.500 manns höfðu séð Síðasta út- lagann og svertingjamyndin Lögmál leiksins byijaði ágætlega um síðustu helgi að sögn Gunnars Gunnars- sonar í Laugarásbíói. Næstu myndir bíósins eru „Serial Mom“ eftir John Waters með Kathleen Turner í aðalhlutverki, en hún verð- ur frumsýnd um næstu mán- aðamót, „The Crow“ nteð Brandon Lee, sem lést af völdum voðaskots þegar á tökum myndarinnar stóð, fjölskyldumyndin „Monkey Trouble" með Harvey Keitel og „Bronx Tale“ eftir Robert De Niro. Þá sýnir Laugarásbíó tæknibrellumyndina „The Mask“ með Jim Carrey um mánaðamótin ágúst/sept- ember og eftir hana framtíð- artryllinn „No Escape" með Ray Liotta en hún verður einnig í Stjörnubíói. "KVIKMYNDIR" Hvab er meb öllþessi brúbkaup? Hjóiui- bondssæla Frumsýnd 12. ág úst; Andie MacDow ell og Hugh Grant í Fjórum brúðkaup- um og jarðaför. HÚN er fyrsta breska myndin sem nær á topp bandarískra aðsóknarlista síðan Fiskurinn Wanda sló eftirminnilega í gegn árið 1988 og hún fjallar nákvæmlega um það sem hún heitir, Fjögur brúðkaup og jarðarför. Aðalleikari hennar er Hugh Grant, nýjasta djásnið í kórónu bresku leikarastéttarinnar, og hún skartar mörgum af skemmtilegustu leikurum stéttarinnar í aukahlutverkum. Bretar eiga sér langa og mikla hefð í gerð gamanmynda og virðast enn hafa hitt naglann á höfuðið. Breski leikarinn Hugh Grant var fyrsti maðurinn sem Newell og Kenworthy leituðu til í aðalhutverkið; mann sem er sífellt í sporum svaramannsins við brúðkaup þar til hann hittir hina einu réttu, sem leikin er af banda- rísku leikkonunni Andie MacDowell. „Ef heimurinn væri eins og hann ætti að vera myndi ég eflaust hafna boði um að leika enn einn ungkarlinn úr bresku efri- stéttinni vegna þess að ég hef gert það svona fimm bil- ljón sinnum," er haft eftir Grant. „En þetta var mjög gott hlutverk fyrir mig.“ Hugh Grant er eftirminnileg- ur úr myndum eins og „Maurice", „Impromptu" og Dreggjum dagsins og hann lék í Polanskimyndinni „Bitt- er Moon“, sem var sýnd í Stjörnubíói fyrir um ári en var nýlega frumsýnd í Banda- ríkjunum og hefur notið tals- verðra vinsælda í listabíóum. „Fjögur brúðkaup" hefur samtímis notið mikilla vin- sælda vestra og hefur Hugh verið mjög hampað í press- unni. Það er ekki lítið mál að standa við þær væntingar sem get'ðar eru til vinsælustu bresku gamanmyndarinnar síðan Fiskurinn Wanda var sýnd en „Fjögur brúðkaup“ hefur ekki reynst nein jarð- arför erlendis hingað til og verður það tæpast hér á landi. Allir hafa gaman af brúð- kaupum og þau hafa verið sögusvið ófárra gam-. anmynda, nú síðast í Brúð- kaupsveislunni, tævönsku gaman- myndinni í Háskóla- bíói. Þegar handrits- höfundur bresku gaman- myndar- Indnóoson innar; ,Ric. hard Curtis, fór að athuga málið komst hann að því að hann hafði farið í 65 brúð- kaup á síðustu 11 árum ævi sinnar svo hann gjörþekkir efnið. „Brúðkaup eru einn af föstu punktunum í tilverunni um allan heim,“ er haft eftir framleiðandanum Duncan Kenworthy, sem bytjaði á myndinni árið 1992. „Svo við vissum að myndin hefði víða skírskotun en hún hefur náð lengra en okkur Curtis gat órað fyrir.“ Það höfðu þó ekki allir sömu trú á að eitthvað gaman gæti verið að Fjórum brúð- kaupum og jarðarför, sem frumsýnd verður í Há- skólabíói 12. ágúst. Það tókst ekki að fí'ár- magna myndina fyrsta kastið en Kenworthy „gat ekki gefið hana upp á bátinn" og tókst ári seinna, 1993, að græja fjár- magn í félitla mynd frá Channel Four Films, Poly- gram og Working Title, sem framleiddi m.a. „The Young Americans" og „The Hudsuc- ker Proxy". Mike Newell var ráðinn leikstjóri en þekktasta mynd hans hér heima er „Dance With a Stranger". „Við Mike höfum alltaf haft þá skoðun að þetta væri alvarleg mynd í formi gaman- myndar," segir- Kenworthy. „Richard segir að þetta sé fyndin mynd með einu eða tveimur alvarlegum atriðum. Ég vona að við séum með eitt- hvað í höndunum sem er svip- að að gæðum og gamanmynd- ir Katharine Hepburn og Spencer Tracys frá í gamla daga en tilheyrir nútímanum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.