Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 NORRÆNT ÞING UM BRJÓSTAKRABBAMEIN MORGUNBLAÐIÐ 4- Lengra lif, en hvernig lif? Lesley Fallowfield talar um lífsgæði kvenna með brjóstakrabbamein Mér fínnsjt mikil- vægt að við gerum okkur grein fyrir því að lækningar á brjóstakrabbameini verða að snúast jafn- framt um þau lífsgæði sem konur búa við eftir aðgerð. Þannig að þetta sé ekki bara spurning um lengra líf, heldur hvernig það líf svo er,“ sagði Les- ley Fallowfield sem kemur frá Bretlandi þar sem hún vinnur að rannsóknum þar sem metin eru lífs- gæði kvenna með bqóstakrabbamein, og er hún meðal brautryðjenda á því sviði. „Bak- grunnur minn liggur í vísindaleg- um mælingum í tengslum við augnlækningar en þegar besta vinkona mín dó úr krabbameini 34 ára frá tveimur ungum bömum sneri ég mér að eftirliti og um- hyggju með krabbameinssjúkling- um. Og þar sem ég kunni svo vel að mæla fyrirbæri þá hef ég unn- ið við að finna leið til að mæla lífsgæði þeirra sem eru með bijóstakrabbamein og hjálpa til við að gera það mat vísindalegt. Mikill munur getur verið á lífs- gæðum eftir því hvaða meðferð er valin þar sem hver þeirra getur haft mis- munandi aukaverkanir. Og þó við getum oft ekki lengt líf manneskju þá getum við gert ansi mikið til að auka lífs- gæði viðkomandi ein- staklings, með virkri ráðgjöf og fræðslu. Læknar voru í fyrstu frekar tregir til að taka þetta inn í mynd- ina og fannst h'fsgæði vera illmæl- anleg. En við höfum fundið aðferð til þess og nú liggja fyrir niður- stöður rannsókna sem gerðar hafa verið á þessu sviði í tíu ár. Notagildið er margfalt: í fyrsta lagi getur þetta verið tæki sem hjálpar lækni til að meta það hvaða meðferð henti hverri konu best. Aukaverkanir sem hafa mikið að segja fyrir eina konu geta haft minna að segja fyrir aðra. í öðru lagi gæti þetta gefið lækni innsýn í andlega líðan sjúkl- ings um leið og hann fylgist með árangri með- ferðarinnar. Algengt er að upp komi sálfræðileg- ir og félagslegir þættir eins og kvíði, þunglyndi, truflun á kynlífi, minnk- að sjálfstraust og sködd- uð sjálfsmynd hvað lík- amann snertir. Ef kona myndi til dæmis svara spurningum varðandi þetta áður en hún kæmi r eftirlit gæti læknir- inn haft eitthvað í höndunum til að meta ástandið og greina þær konur sem ættu við vandamál að stríða, svo hægt sé að koma þeim til hjálpar. í þriðja lagi gæti þetta haft sitt að segja þar sem fjárhagur spilar inn í val á meðferð. Ein meðferð gæti virst ódýrari en önnur en það svo breyst ef lífsgæði eftir með- ferð eru tekin inn í myndina. Það er því mikilvægt að læknar taki þetta inn í myndina í auknu mæli og lífsgæðamat ætti að vera sjálfsagður hluti af eftirmeðferð." „Læknar veru i fyrstu tregir til aó taka þetta inn i myndina," sagói Lesley Fallewf ield. Mikill munur getur verið á lífsgæðum eftir því hvaða meðferð er valin „Samstarf milli landa er grundvöll- ur framfaranna, segir dr. Helgi Sig- uróssen, skipu- leggjandi norreens þings um br jósta- krabbamein á Ís- landi nýverió. eftir Maríu Ellingsen NORRÆNT þing um brjósta- krabbamein, það fimmta í sinni röð, var haldið nýverið hér á íslandi. Að þessu sinni voru yfirskriftir fyrirlestranna Krabbamein í fjölskyldum; Líf- fræðileg hegðun æxla og æxlis- myndun og Lífsgæði sjúklinga og ættingja. Auk þess voru sérstakir fyrirlestrar fluttir um líffræðilegar klukkur, þýð- ingu geislameðferðar og gildi röntgenmyndatöku í brjóstum. Dr. Helgi Sigurðsson annaðist skipulagn- ingu ráðstefnunnar ásamt dr. Guðjóni Baldurssyni og hann sagði í samtali að á bak við ráðstefnuna stæði hópur á Norðurlöndum sem starfaði við rannsóknir á bijóstakrabba- meini og hittist árlega til að bera saman bækur sínar. „Síðan höldum við myndarlegt þing þriðja hvert ár, þar sem auk nýjunga frá Norðurlöndum er leitast við að fá yfírsýn yfír framfarir í heiminum á afmörkuðum svið- um. Hingað komu 140 læknar frá Norðurlönd- um og buðum við fyrirlesurum frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada, Englandi og Wales. þátttak- voru marg- þekktir vís- Meðal enda nú ir heims- indamenn. Mikill í umræð- staklega var að lífsgæði Þessi vísindi sem snúa að lífsgæðum eru á byrjun- arstigi hér á landi hiti var oft unum, sér- þegar verið fjalla um kvenna og það hvernig væri best að fylgja eftir einstakl- ingum í áhættufjölskyldum. Þessi vísindi sem snúa að lífsgæðum eru á byijunarstigi hér á landi, en Valgerður Sigurð- ardóttir krabbameinslæknir hjá Krabbameins- félaginu er að vinna að doktorsverkefni um þetta. Þetta var hörkuþing, en við gættum þess líka að slá á léttari strengi, þvældum þátttak- endum á Gullfoss og Geysi í beljandi rigningu og slagveðri, og með aðstoð Karlakórs Reykja- víkur tókst okkur í fyrsta skipti að sigra dönsku læknana í söngvakeppni. Ef hægt er að tala um niðurstöðu af þing- inu þá er hún einna helst sú að það er nú ljósara en nokkru sinni fyrr hversu mikilvægt er að við höfum þetta samstarf. Þetta átti til dæmis að vera síðasta þingið, þar sem árlegu fundirnir voru taldir nægja, en nú hefur verið ákveðið að halda þessu áfram.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.