Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Þorkell Diego Þorkelsson í Zarajevo. Enn eiH lilbrigöið við vitleysuna Texti og myndir: Elín Pálmodóttir Á BARDAGASVÆÐUNUM í fyrrum Júgó- slavíu hefur líf hins almenna borgara og flóttafólks oft og víða hvílt á matarsending- um frá alþjóðahjálparstofnunum og þá um leið hvort og hvenær tekst að koma alþjóð- legu bílalestunum í gegn til sveltandi bæj- arbúa. Það er engan veginn auðvelt eða hættulaust. Þorkell Diego Þorkelsson er einn af trukkabílstjórunum, sem að undan- fömu hefur ekið hjálpargögnum og mat- vælum til sveltandi fólks á stríðsþjáðum svæðum. Nú síðast verið leiðangursstjóri slíkra bílalesta. Um sl. mánaðamót var hann eini íslendingurinn sem enn var þarna á vegum Rauða kross íslands, en ráðning- artími hans að renna út. Áður sagði hann að hefðu verið þar upp í sex manns frá íslenska Rauða krossinum, hjúkrunarfólk, verkfræðingar, tæknifræðingar og bílstjór- ar. En Rauði krossinn hefur dregið sig mjög út á Júgóslavíusvæðinu. í Zagreb hitti ég Diego, eins og þeir kalla hann þarna suðurfrá, milli ferða. Hann var á förum með bílalest um vestursvæðið og Króatíu, þar sem víða er ekið í gegnum draugabæi sem eru rústir einar, eins og hann segir. Þ orkell Diego var meðal fyrstu Rauða kross-bílstjóranna sem komu á vettvang 4. nóvember 1992, stuttu eftir að Sameinuðu þjóðirnar komu þangað. Hvað bar til? Hann kvaðst hafa verið á ýmsan hátt viðloðandi Rauða krossinn á íslandi í mörg ár, í venju- legu sjálfboðaliðastarfí og með deild úti á landi um skeið, auk þess sem hann hafði tekið námskeið til sjúkraflutninga, en aldrei unnið erlendis. „Góður vinur minn, Hannes Hauksson, var þar framkvæmdastjóri og ég sagði svona í rælni við hann hvort hægt væri að fá vinnu hjá Rauða krossinum er- lendis. Hafði þá selt smáfyrirtæki sem ég var með. Þá var hjálparstarfíð hér ekki kom- ið til. Nokkrum mánuðum seinna hringdi hann til mín og spurði: „Ertu með meira- próf? Ef þú vilt fara sem vörubílstjóri til Júgóslavíu geturðu farið á miðvikudaginn." Þetta var á iaugardegi. Ég kom til Zagreb og átti að fara til Banja Luca í Bosníu." Samferða honum var frönskumælandi Svisslendingur, Lars Holm, sem hætti eftir umsamda 3 mánuði. „Okkur hafði verið sagt að búa okkur vel, vera með hlý föt, því nú gengi vetur í garð. Við gætum búist við öllu, að vinna við hvers kyns aðstæður og allan sólarhringinn ef því væri að skipta.“ Reynd- ist sú spá rétt? „Við fengum betri aðbúnað en við bjuggumst við í Zagreb, en verra veður. Það var mjög kalt, frostið fór í 22-25 gráður. Við vorum með gamla vonda bíla og skortur var á eldsneyti." Sorglegt að sjá Bílamir em stórir trukkar, vega 45 tonn fullhlaðnir. Þorkell Diego kvaðst hafa ekið frá Zagreb til Bosníu gegnum Króatíu. Og þegar kom fram í mars til Split og þaðan Mostar-leiðina um Gorni Vacuf og Vitez til Zenica, þessara bæja sem maður heyrði svo mikið um í fréttunum síðvetrar. „Þá voru að byija átök milli Króata og múslima, sem höfðu legið niðri. Þarna urðu heiftarleg átök,“ útskýrir Þorkell. Lenti hann sjálfur inni í átökunum? „Já, já, þegar þetta hófst vorum við að fara frá Split með 12 trukka bílalest gegn um Most- ar, höfuðborg Herzegóvínu, sem nú er að mestu í rúst, og leyniskyttur skutu á lest- Þorlcell Diego Þorkelsson stjjórnar bílalest- um og ekur mat- vælum og hjólp- argögnum fyrir Rauóa krossinn um sfyrjaldar- svæóin i fyrrum Júgóslavíu. andi og var kannski skotið 200 metrum frá okkur. Sorglegt var að horfa upp á að friðar- gæslulið Sameinuðu þjóðanna gat ekkert aðhafst. Þetta sama var að gerast allt í kring um okkur. Þeir voru að reyna að veita að- stoð og við auðvitað líka. Fólk fékk aðhlynn- ingu hjá friðargæsluliðinu. Og við fengum svo herfyigd áfram." Bitur reynsla Eftir þetta átti Þorkell Diego að fara til Sarajevo til að aka brynvörðum bílum, en sá sem hann átti að leysa af hætti við að fara. Hann var því sendur til Zagreb og gerður að leiðangursstjóra flutningabílalesta. „Þetta geta verið upp í 27 bíla lestir, oftast eru þó 8-10 saman í lest. Við ökum aldrei með fylgd. Og við höfum að mestu sloppið við slys. Einn bíll í lestinni ók þó á jarðsprengju þegar við vorum að koma út frá Vestur-Bosníu og fór- um í gegn um varðstöð." Því má bæta við að í þessum ferðum situr bílstjórinn í 40 kílóa skotvesti, sem á að geta tekið við skotum úi' hríðskotabyssu, og með hjálm úr sérstöku nýju plasti. Er skyldugur að vera í þessu. Nú verða bílalestimar alltaf að fara í gegn- um varðstöðvar stríðandi aðila. Hvernig geng- ur þeim að tala saman? Þorkell segir að allt- af séu þar innan um menn sem tali ensku, en í mörgum tilfellum hafí þeir með sér túlk. En ef hann fer yfír víglínu verður hann þó að vera einn. Það er ekki hægt að fara með túlkana af einu svæði yfír á annað. Þetta gengur þó yfírleitt vel. „A einum stað gerðist það þó, þar sem Serbar voru að skjóta á Króata, að þeir skutu á mig þegar við vorum að fara. Brutu rúður í bflnum, ljós og spegla. Það var bitur reynsla." „Á einum stað gerðist það þó, þar sem Serbar voru að skjóta á Kró- ata, að þeir skutu á mig þegar við vorum að fara. Brutu rúður í bíln- um, Ijós og spegla. Það var bitur reynsla." ina. Við fórum gegnum Jablanica. Þar frétt- um við að önnur bílalest ætti að fara á eft- ir okkur um Split morguninn eftir. En þegar þeir fréttu um ástandið óku þeir beint til Jablanica. Þá byijuðu sprenjuvörpuárásirriar þar. Við vorum í Gorni Vakuf, þar sem var bresk friðargæslusveit Sameinuðu þjóðanna. Báðar bílalestirnar stönsuðu þar, með 24 trukka og 6 jeppa, þar af voru tveir brynvarð- ir. Þarna gistum við í þijár nætur. Ekki var þá barist inni í bænum og við gerðum 1-2 tilraunir á dag til að komast áfram. Ekki var um að ræða að snúa við, því að baki okkar voru bardagar milli múslima og Kró- ata. Þegar við fórum loks vorum við 4 klukkutíma að komast 17 km leið. Þegar við komum til Vitez var barist þar. í út- hverfi Vitez þáði Rauði krossinn í fyrsta skipti fylgd liðs Sameinuðu þjóðanna og við stönsuðum hjá friðargæsluliðinu. Barist var í húsunum í kring og hundruð flóttamanna steymdu að. Fólk var að forða sér ofan úr hæðunum. Við sáum hvar það kom hlaup- Til að reyna að átta sig á ástandinu þeg- ar Þorkell kom þarna, má aðeins rifja upp að í apríl 1992 breiddist stríðið úr um alla Bosn- íu og Herzegóvínu. Serbar réðust gegn mú- slímskum íbúum ög einnig. inn í Vestur- Herzegóvinu, þar |em eru jmest Króatar. Margir bæir, svo sþm Sarajpvo og Mostar, voru í rúst og mörg hundruð þúsund manns flúðu. Þá tóku Króatar og múslimar sig sam- an um sameiginlega víglínu, en Júgóslavíu- her studdi Bosníu-Serba. í júní 1992 réðust Króatar á Herzegóvínu og náðu Mostar og fleiri landsvæðum í Bosníu. Þá um sumarið gripu Sameinuðu þjóðirnar inn í og ákveðið var að senda 1.100 manna lið til Sarajevo til að stjórna flugvellinum. Atti að verða vopnahlé og 28. júní tók friðargæsla SÞ flug- völlinn undir flug í mannúðarskyni og flutn- inga á vistum hjálparstofnana. I júlí gerðu Króatar og Bosníumenn með sér samstarfs- samning, sem fór upp í loft með bardögum þeirra í milli, en nýlega náðu þeir aftur sam- an. Þótt þessi fátæklega upprifjun kunni að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.