Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.06.1994, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N if A UGL YSINGAR Leikskólakennarar Vesturkot Vesturkot er nýr fjögurra deilda leikskóli. Leikskólakennarar óskast til starfa sem fyrst. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í s. 650220. Hlíðarberg Leikskólakennarar óskast frá 1. sept. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í s. 650556. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í s. 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Sölustarf Óskum eftir að ráða fólk til sölustarfa seinni- part dags og á kvöldin. Um er að ræða síma- sölu. Góð vinnuaðstaða. Miklir tekjumögu- leikar fyrir duglegt fólk. Æskilegur aldur frá 20 ára. Upplýsingar veitir Halldór í síma 88 24 00 mánudag og þriðjudag milli kl. 10-13. ESKtFJÓRDUR Heimaþjónusta Starfsmann vantar í heimaþjónustu við fjög- urra manna fjölskyldu á Eskifirði, þar sem húsmóðirin er bundin við hjólastól. Um er að ræða 100% starf, sem mætti skipta í tvær 50% stöður. Upplýsingar veita formaður í síma 97-61246 og félagsmálastjóri í síma 97-71121 eftir kl. 17.00 virka daga. Félagsmálaráð Eskifjarðar. Sálfræðingar! Sálfræðing vantar til starfa á Fræðsluskrif- stofu Norðurlands vestra á Blönduósi. Sérmenntun og/eða reynsla á sviði skólasál- fræði æskileg. Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri, Guð- mundur Ingi Leifsson, í símum 95-24369 (skrifstófa) og 95-24249 (heima). Umsóknarfrestur til 18. júlí. Fræðslustjóri. Skóladagvist Starfsmaður, með uppeldisfræðilega mennt- un, óskast til að stýra skóladagvist, sem fyrir- hugað er að reka á Akranesi frá 1. september nk. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu félags- málastjóra. Umsóknarfrestur er til 5. júlí nk. og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofu, Kirkjubraut 28, 2. hæð. Félagsmálastjóri. Gerðu það bara! Ef þú ert einstaklingur sem langar til að starfa hjá fyrirtæki sem er lifandi og ennþá í mótun, einu því stærsta á sínu sviði, fyrirtæki sem er í stöðugri framsókn á markaði sem allur byggir upp á hraða, þjónustu og gæðum, fyrirtæki sem á allt sitt undir þjónustuliprum einstaklingum sem með fjölhæfni sinni geta leyst af hendi þau margvíslegu viðfangsefni sem bjóðast, þá teljum við að í boði hjá okkur sé starf sem henti þér. Við leitum að fólki sem vill hrista af sér hversdagsleikann og taka að sér fjölbreytilegt starf þar sem gullna reglan snýst um samvinnu, mannleg samskipti, hvort sem um er að ræða vinnufélagann eða viðskiptavininn. f boði er starf þar sem hver og einn getur starfað sem sjálfstæður verktaki gegn eigin reikningum eða sem launþegi samkvæmt samningi. Þetta starf getur hentað fólki í leit að aukatekjum, námsfólki komandi veturs eða þá sem full atvinna ef efni standa til. Okkur vantar fólk sem hefur yfirráð yfir eigin bifreið, er samviskusamt og stundvíst, snyrtilegt og umfram allt brosmilt! í boði er manneskjulegt vinnuumhverfi, þ.e. umhverfi sem þú jafnvel getur skapað sjálf(ur). Hafir þú áhuga og teljir þig standa undir þessum kröfum skaltu hafa samband við Jón Óskar hvenær sem er dags og panta viðtal. Síminn er sá sami, 671515. Einkarekinn leikskóli Lítill, einkarekinn leikskóli í Vesturbænum óskar eftir leikskólakennurum eða öðru áhugasömu starfsfólki sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 624022 fyrir hádegi. Skíðadeild Fram Skíðadeild Fram óskar að ráða skíðaþjálfara fyrir næsta vetur, 1994-1995. Upplýsingar um menntun og þjálfarastörf sendist til skíðadeildar Fram, Safamýri 28, 108 Reykjavík, fyrir 4. júlí 1994. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Frekari upplýsingar veitir Þöstur Már Sig- urðsson í síma 91-617172 á kvöldin. HVOLSVÖLLUR Skólastjóri/kennarar Starf skólastjóra við Hvolsskóla á Hvolsvelli er laust til umsóknar. Hvolsskóli er einsetinn skóli með 180 nem- endur í 1 .-10. bekk og 10 stöðugildi kennara. í skólanum er skólaathvarf, mötuneyti og bókasafn. Umsóknarfrestur er til 11. júlí. Einnig vantar kennara til kennslu í íþróttum, tónmennt og myndmennt. Umsóknarfrestur til 27. júní. Upplýsingar veita: Halldóra Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 78384 og Ágúst Ingi Ólafsson í síma 78173 eftir kl. 17.00. Til upplýsinga: Hvolsvöllur er 100 km frá Reykjavík í miöju landbúnaöarhér- aði á Suðurlandi. íbúar eru um 800. Á’ Hvolsvelli er gott mannlíf og fjöl- breytt félagslíf fyrir unga og aldna. Á staðnum er nýr leikskóli, tónlistar- skóli, íþróttavöllur, sundlaug og golfvöllur í næsta nágrenni. Á Hvolsvelli er gott að ala upp börn. Laugarneskirkja auglýsir eftir starfsmanni/starfsmönnum í tónlistarstörf: 1. Organista til að sjá um orgelleik við messur og aðrar athafnir í kirkjunni, ásamt því að annast undir- léik hjá kórum kirkjunnar og æfa bjöllusveitina. 2. Söngstjóra til að raddþjálfa og æfa kirkjukór og drengja- kór kirkjunnar. Bæði störfin eru hlutastörf. Hugsanlegt er að sami aðili geti gegnt þeim báðum í fullu starfi. Æskilegt er að viðkom- andi geti hafið störf sem fyrst í ágúst vegna undirbúnings vetrarstarfsins. Laun skv. kjarasamningi organista. Nánari upplýsingar veita Ronald V. Turner í Laugarneskirkju, sími 679422, og formaður sóknarnefndar. Umsóknum skal skilað til formanns sóknar- nefndar, Auðuns Eiríkssonar, Hrísateigi 28, fyrir 28. júní nk. Laugarnessöfnuður. „Au pair“ vist og nám í Bandaríkjunum Nú er rétti tíminn til að sækja um ársdvöl fyrir brottfarir í ágúst-september-október. Farið löglega á vegum samtaka með mikla reynslu. Vallð var auðvelt hjá okkur. Samtökln Au pair in America eru traust samtök með mikla reynslu. Ársdvöl f Bandaríkjunum er engu Ifk. Llljo, Arna Frlða og Ásta. /^WlERIC\ Sími 91-611183 og 96-23112. Au pair in America starfa innan samtakanna American Institute For Foreign Study, sem eru ekki rekin í hagnaöarskyni og starfa með leyfi bandarfskra stjórnvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.