Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JHmrðtittlilaftÍfr C 1994 ÞRIÐJURDAGUR 28. JÚNÍ BLAÐ adidas Argentína leikur í Adidas KNATTSPYRNA II HANDBOLTI Sigurður í aðgerð í dag Sigurður Jónsson, landsliðsmað- ur í knattspyrnu frá ÍA, fer í aðgerð í dag vegna kviðslits. Meiðslin komu í ljós fyrir skömmu, en hann lék þó með gegn KR fyrir helgina. Sigurður sagði, í samtalið við Morgunblaðið, að heppnaðist aðgerðin vel gæti hann hugsanlega verið kominn á fulla ferð eftir viku til tíu daga — og hugsanlega verið með í næsta deildarleik, gegn ÍBK, sem er einmitt eftir tíu daga. Sig- urður missir því jafnvel aðeins af bikarleik ÍA gegn Leikni á morgun. Hallsteinn meiddur á hné Hallsteinn Arnarson tengiliður hjá FH er meiddur og leikur ekki með Hafnarfjarðarliðinu í bikar- keppninni á morgun en þá mætir FH liði Aftureldingar í Mosfellsbæ. Hallsteinn varð að fara af leikvelli í fyrri hálfleik í 1. deildarleiknum gegn Eyjamönnum í Eyjum á föstu- daginn og er talið að liðbörd í hné séu tognuð. „Ég vona að liðböndin séu ekki slitin, en það kemur í ljós síðar í vikunni. Hallsteinn leikur alla vega ekki með okkur gegn Aftureldingu á fimmtudaginn," sagði Hörður Hilmarsson þjálfari FH í samtali við Morgunblaðið í gær. Klinsmann markahæstur ÞJÓÐVERJINN Jiirgen Klinsmann er markahæsti leikmaður riðlakeppninnar í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkj- unum, hefur gert fjögur mörk. Hann skoraði tvívegis í gærkvöldi þegar heimsmeistararnir mörðu 3:2 sigur á liði Suður-Kóreumanna. Á myndinni fagnar Thomas HáSsler félaga sínum Klinsmann, en sá fyrrnefndi lagði upp markið fyrir markahrókinn þýska. Keppni er lokið í A og C-riðli og þau lið sem eru örugg áfram úr þeim riðlum eru Sviss og Rúmenía úr A-riðli og Þjóð- veijar og Spánveijar úr C-riðli. Keppnin heldur áfram í dag og ráðast úrslitin í B riðli, þar sem Brasilía mætir Svíþjóð og Rússland spilar við Kamerún, og í E-riðli, með viðureign írlands og Noregs annars vegar og hins vegar Ítalíu og Mexíkó. Síðustu leikirnir í riðlakeppn- inni verða á fimmtudaginn en 16 liða úrslitin hefjast á laugardaginn. Reut«r ■ IMánar um HM / C3, C6-C9 og C14 HANDKNATTLEIKUR Inga Lára til IMoregs INGA Lára Þórsidóttir, leik- stjórnandi og fyrirliði Víkings, mun líklega leika með norsku liði, Refstad Veitvet, í fyrstu deildinni þar í landi næsta vetur. |^jálfari liðsins, sem er fyrrum landsliðsmarkvörður kvennalandsliðsins, hafði sam- band við mig vegna þess að miðju- maðurinn hjá liðinu er að hætta, sagði Inga Lára í samtali við Morgunbiaðið í gærkvöldi. Þjálf- arinn þekkir vel til íslenks kvenna- handknattleiks og var meðal ann- ars með námskeið hér á landi í fyrra. Með liðinu leikur ein sterk- asta skytta Norðamanna, Ingrid Steen. Inga Lára ætlar að gera meira en leika handbolta með Oslóarlið- inu Refstad Veitvet því hún stefnir einnig að skólavist. „Ég er að von- ast til að ég komist inn í íþróttahá- skólann í Osló, en fæ ekki svar fyrr en í byijun júlí. Ég ætla á tveggja ára þjálfarabraut í hand- knattleik en ég held að ég fari til Refstad þó svo ég fái ekki inni í skólanum,“ sagði Inga Lára. Refstad Veitvet er sterkt lið í einni sterkustu kvennadeild heimsins þannig að munurinn verður væntanlga mikill fyrir Ingu Láru: „Já, þetta verður mikill munur því deildin er gríðarlega sterk og þar leika stelpur frá mörgum löndum þannig að þetta verður spennandi og erfitt,“ sagði Inga Lára sem fer utan í byijun ágúst, en hún segist hafa haft hug á að prófa að spila erlendis síðustu tvö árin. Gústaf íHauka GÚSTAF Bjarnason línumaður hjá Selfossi og landsliðinu hef- ur ákveðið að söðla um og leika með Haukum úr Hafnarfirði næsta vetur. Maður hefur verið að hugsa um það í nokkurn tíma hvort skynsamlegt væri að prófa eitthvað nýtt og ég hef verið í viðræðum við Hauka alveg frá því mótinu lauk og í gærkvöldi var gengið frá þessu,“ sagði Gústaf í gærkvöldi. „Ég mat það þannig að það væri kominn tími á mig að breyta til og athuga hvort maður gæti bætt sig, en mér finnst eins og ég hafi dálít- ið staðnað enda leikið með Selfoss- liðinu alla tíð, eða svo gott sem. Ég fór einn vetur til Eyja þegar ég var í öðrum flokki, en það var svo stutt að það telst eiginlega ekki með. ég held að það sé oft gott að breyta til,“ sagði Gústaf. KAPPAKSTUR Mansell með? Miklar líkur eru á að fyrrum heimsmeistari í kappakstri, Bretinn Nigel Mansell, hefji keppni á nýjan leik í Formula 1 keppni, en hann hefur keppt í IndyCar í Bandaríkjunum í vetur. Williams liðið hefur boðað til blaðamanna- fundar í dag, þar sem búist er við að tilkynnt verði að Mansell muni keppa í Frakklandi um helgina. TENNIS: ENN FLEIRI „STJORNUR" UR LEIK A WIMBLEDON / C16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.