Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 1994 HM-KEPPNIN MORGUNBLAÐIÐ cWp’« ■ DINO Baggio, sem skoraði sig- urmark ítala gegn Norðmönnum, skrifaði undir fjögurra ára samning við Parma á föstudagskvöldið, en hann hefur leikið með Juventus. Parma borgaði andvirði 81,3 millj. ísl. kr. fyrir miðvallarleikmanninn Baggio, sem kemur með að styrkja liðið mjög mikið. ■ JOHN Harkes, leikmaður Bandarikjanna, fékk sitt annað gula spjald í leiknum gegn Rúmen- íu og mun hann ekki leika í 16-liða úrslitunum, ef liðið kemst áfram. Florin Raducioiu frá Rúmeníu, mun einnig missa af leik í 16-liða úrslitum af sömu ástæðum. ■ HARKES er afar óhress og segir að Hagi hafi viljandi „fiskað“ á hann gula spjaldið með leikara- skap. ■ LUIS Garcia, sem skoraði bæði mörk Mexíkó gegn írlandi, hefur verið veikur og lítið getað æft um hjelgina. Þegar þjálfarinn Miguel Mejia Baron var spurður hvort að Garcia gæti leikið með gegn Italíu, sagði hann: „Ég veit það ekki — við munum sjá til.“ ■ PAUL van Himst, þjálfari Belgíu, er ánægður með markvörð sinn Michel Preud’homme. „Eins og hann hefur leikið, hefur hann sýnt að hann er besti markvörður- inn hér í HM — besti markvörður heims.“ ■ PREUD’HOMME, sem lék með Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Stand- erd Liege á árum áður, er 35 ára. Hann hefur leikið með Mechelen að undanförnu, en heldur til Port- úgals eftir HM, til að verja mark Benfica. ■ DICK Advocaat, þjálfari Hol- Iands, hrósaði þessum snjalla mark- verði. „Hann lék stórkostlega gegn okkur, eins og hann gerði einnig Segn Marokkó." I ROB Witschge, miðvallarspil- ari Hollands, sagði að Michel Preud’homme hefði unnið leikinn fyrir Belgíu. É BRASILÍUMENN eru í efsta sæti hjá veðbönkum í London, sem líklegastir heimsmeistarar — Arg- entínumenn koma næstir og þá aóðverjar í þriðja sæti. I FRANZ Beckenbauer, fyrrum landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að knattspyrnan í HM hafi verið furðulega góð miðað við þær að- stæður sem hafa verið — mikinn hita og raka. ■ RICARDO Rocha, varnarleik- maður Brasilíu, á við meiðsli að stríða í lærvöðva og er óvíst hvort að hann geti leikið með gegn Svíum. ■ EVERTON er tilbúið að kaupa sænska landsliðsmanninn Martin Dahlin frá Mönchengladbach á 1,8 millj. punda. Dahlin var hetja Svía gegn Rússum — skoraði tvö mörk í 3:1 sigri. ■ MIKE Walker, framkvæmda- stjóri Everton, hefur hug á að ræða við Dahlin í Bandaríkjunum. Dahlin á að fá andvirði 428 þús. ísl. kr. í vikulaun, ef hann gerist leikmaður hjá Everton. ■ FRANSKA félagið Bordeaux hefur einnig sýnt Dahlin áhuga. Milla vill dansa síðasta dansinn Gamla kempan Roger Milla, sem varð elsti leikmaðurinn sem hefur leikið í HM, 42 ára, þegar hann kom inná sem vara- maður gegn Brasilíu, segist munu endurtaka leikinn frá því á Ítalíu 1990; að taka dansspor við hom- fánann, ef hann nær að skora í heimsmeistarakeppninni í Banda- ríkjunum. Milla hefur ekki kraft til að leika heilan leik, en hann er tilbúinn að koma inná sem varamaður. Spum- ingin er hvort að hann komi inná gegn Rússum í dag, nái að skora og taki dansspor? „Ég er ekkert unglamb lengur, sem getur verið á hlaupum allan daginn. Þegar menn eldast þurfa þeir að hvíla sig vel eftir erfiði. Eg er þreyttur eftir æfíngar í hitanum hér.“ Milla sló met Pat Jennings, sem hélt-upp á 41 árs afmæli sitt þegar hann lék með N-írlandi gegn Bras- ilíu í HM 1986. Díno Zoff, mark- vörður Ítalíu, var 40 ára er hann varð heimsmeistari með ítölum 1982 á Spáni — er þar með elsti heimsmeistarinn, en ekki sá elsti til að leika í úrslitakeppni HM eins og missagt var í blaðinu á laugar- dag. „Ég er mjög hamingjusamur að vera elsti leikmaðurinn til leika í heimsmeistarakeppninni," sagði Milla. Ástæðan fyrir því að Milla er í landsliði Kamerún, er sú að Paul Biya, forseti landsins, óskaði eftir því við þjálfarann Henri Michel, að hann væri með Milla í landsliðs- hópnum í Bandaríkjunum. Milla tekur þátt í sinni þriðju heimsmeist- arakeppni — var með á Spáni 1982 og Ítalíu 1990. Hann var útnefndur leikmaður Afríku 1976 og aftur 1990. Milla lék með fimm frönskum félagsliðum á keppnisferli sínum, St. Etienne, Montpellier, Mónakó, Bastia og Valenciennes. Hann var þátttakandi í HM- drættinum, þegar dregið var í riðla í Bandaríkjunum, ásamt knatt- spyrnuköppum eins og Pele, Franz Beckenbauer, Bobby Charlton, Michel Platini, Eusebio og Marco van Basten. Boltinn i netinu Reuter DAN Petrescu sést hér senda knöttinn í netið hjá Bandaríkjamönnum (minni myndin) og tryggja Rúmeníu rétt til að leika í 16-liða úrslitunum. Á stærri myndinni fagnar hann marki sínu, en það er óvíst hvort að hann fagni aftur í HM, því að hann tekur út leikbann þegar Rúmenar leika í 16-liða úrslitunum. Það er mikil blóðtaka fyrir þá að missa þenn- an snjalla leikmann. Kolumbíumenn sendir heim Rúmenarog Svisslendingaráfram en Bandaríkjamenn á biðlista SVISSLENDINGAR töpuðu fyr- ir Kolumbíu með tveimur mörkum gegn engu í A-riðli á sunnudagskvöld, eru þó ör- uggir með sæti í 16-liða úrslit- um keppninnar en Kolumbía er úr leik. Rúmenar unnu Bandaríkjamenn 1:0 og tryggðu sér þar með efsta sætið í riðlinum. Bandaríkja- Maradona veðjar á Þjóðverja Diego Maradona sagði í sjónvarpsviðtali við þýska sjónvarpsstöð á laugardaginn, að Lothar Mattháus væri ekki í réttu hlutverki, sem varnarmaður — og bað hann Mattháus að fara aftur fram á miðj- una. „Matthús hefur ekki fundið sig sem vamarmaður — hann er ekkert annað en leikstjórandi." Maradona spáir því að Þjóðverjar kom- ist alla leið í úrslitin. „Þjóðveijar þurfa ekki að hafa áhyggjur veg;na daprar byijunar. Þeir hafa áður byrjað illa, en leikið til úrslita, eins og 1982 á Spáni og 1986 í Mexíkó. I keppninni á Ítalíu 1990 byijuðu þeir mjög vel. Það eru margir snjallir leikmenn í herbúðum Þjóðveija og þjálfarinn Berti Vogts veit vel hvaða leikmönnum hann á að tefla fram hveiju sinni,“ sagði Maradona. menn urðu í þriðja sæti og verða nú að bíða og vona að komast inn sem þriðja lið úr riðlinum. Roy odgson, þjálfari Sviss, sagði að Kolumbía væri með mjög gott lið. „Ég er ekki óánægur með leik liðsins þrátt fyrir tapið,“ sagði hann. „Við áttum í fullu tré við þá og þeir skoruðu síðara markið rétt eftir að við fengum besta færið okk- ar til að jafna. Stephane Chapuisat átti mjög slakan dag. Hann er góður leikmaður, en góðir leikmenn eiga ekki alltaf góðan leik. Hann fékk upplagt tækifæri til að jafna og var klaufi að nýta færið ekki betur,“ sagði Hodgson. Carlos Valderrama fyrirliði Kol- umbíu, sem lék síðasta landsleik sinn, fór af leikvelli án þess að vilja ræða við fréttamenn. Francisco Mat- urana þjálfari Kolumbíu, sem hættir nú með landsliðið, sagði að sigurinn hafi komið of seint. „Það var minni pressa á okkar leikmönnum í þessum leik og þeir gátu sýnt hvað í þeim býr. Eg hef verið átta góð ár sem þjálfari liðsins, en svona getur þetta farið. Það eru margir góðir leikmenn í þessu liði og það á framtíðina fyr- ir sér,“ sagði þjálfarinn. Faustino Asprilla, leikmaðurinn snjalli hjá Kolumbíu, sagði það vissu- lega slæmt að komast ekki áfram. „Það er enn sárara fyrir þær sakir að við höfum sýnt að við getum leik- ið vel og hefðum þvi átt fullt erindi inn í úrslit." Herman Gaviria gerði fyrra mark- ið með skalla rétt fyrir hálfleik eftir aukaspyrnu fyrirliðans Valderrama. Síðara markið kom síðan á lokamín- útu leiksins og var varamaðurinn Harold Lozano þar að verki eftir einleik í gegnum vörn Sviss. Það er mikið áfall fyrir Kolumbíu að komast ekki áfram því fyrirfram var liðinu spáð góðu gengi og sumir sögðu að liðið væri eitt af þeim sigur- stranglegri í keppninni. En knatt- spyrnan er nú einu sinni þannig að ekkert er hægt að bóka fyrirfram og því er hún svona skemmtileg. Rúmenar heppnir Rúmenar skorðu strax á 17. mín- útu gegn Bandaríkunum og það dugði til að hreppa efsta .sætið í A-riðli. Það var varnarmaðurinn Dan Petrescu sem gerði markið eftir sendingu frá Florian Raducioiu. Eft- ir markið bökkuðu Rúmenar og freistuðu þess að halda fengnum hlut og gerðu það þrátt fyrir nær látlausa sókn heimamanna. Besta færi Bandaríkjamanna í leiknum fékk John Harkes er hann skaut í stöng á 8. mínútu. Sókn heima- manna þyngdist jafnvel enn meira í síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki — vörn Rúmena hélt út leikinn. Bandaríkjamenn verða nú að bíða og vona að 4 stigin þeirra dugi til að komast í úrslit. Reglurnar eru þær að tvö efstu liðin í hveijum riðli komast beint í 16-liða úrslit og síðan þau fjögur lið sem ná bestum árangri í þriðja sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.