Morgunblaðið - 28.06.1994, Side 16

Morgunblaðið - 28.06.1994, Side 16
ÍÞRDntR FRJALSIÞROTTIR Þjóðverjar sterkastir Sigurvegarar bæði í karla- og kvennaflokki í Evrópubikarkeppninni í Birmingham Reuter Linford Christie var öruggur sigurveg- ari i spretthlaupum. Þýskaland og Bretland tryggðu sér þátttökurétt á heimsbikarmótinu í fijáls- íþróttum í september með því að verða í tveimur efstu sæt- unum í karla og kvennaflokki í úrvalsdeild Evrópubikar- keppninnar sem fram fór í Birmingham um helgina. íjóðveijar unnu í karla- keppninni, hlutu 121 stig, Bretar voru næstir með 106,2 stig og Rússar í þriðja sæti með 101 stig, en átta þjóðir kepptu. Sama röð var í kvennakeppninni, Þýskaland hlaut 98 stig, Bretland 97 og Rússland 95 stig. Tvö efstu liðin komast á heimsbikarmót- ið sem verður haldið í London í september. Ólympíu- og heimsmeist- arin í góðri æfingu Linford Christie sigraði nokkuð örugglega í 100 og 200 metra hlaupi. Hljóp 100 m á 10,21 og 200 á 20,68 sek. Roger Black, tvöfaldur Evrópumeistari, er nú kominn á fuíla ferð eftir meiðsli og sigraði í 400 m hlaupi á 45,08 sek. og var í sigursveit Breta í 4x400 metra hlaupi. Urslit / C15 SIGLINGAR Morgunblaðið/G. Borg Sigurvegarar í þríkeppni Titan og Stöðvar 2, skipveijar á Örinni frá Vest- mannaeyjum. Frá vinstri: Guðni Ólafsson, stýrimaður, Þórarinn Jóhannsson, framdekksmaður, Baldvin Björgvinsson, liðsstjóri, Sigurður Óli Guðnason, skip- stjóri og Emil Skuggi Pétursson, bátsmaður. Logn í Eyjum trufl- aði siglingakeppni Siglingakeppni á vegum Sigl- ingafélags Reykjavíkur, Brok- eyjar, Stöðvar 2 og fyrirtækisins Titan, þar sem siglt Frá var frá Reykjavík til Grími Vestmannaeyja og Gistasyni keppt þar í ýmsum iEyjum þrautum, fór fram um helgina. Sjö skútur tóku þátt í keppninni. Haldið var af stað frá Reykjavík eftir hádegi á föstudag og komu skúturnar til Eyja á laug- ardagsmorgun. Á laugardag var keppt í þrautum í höfninni í Eyjum — keppt var í minigolfí á bryggju- kantinum en síðan fór fram sæ- garpaþraut sem fólst í að synda út að gúmíbátum á hvolfi, rétta þá við og klifra um borð og síðan að synda björgunarsund frá bryggjukanti út að björgunarbátum. Einnig var róðrakeppni á litlum gúmibátum. Á sunnudag átti að halda sigl- ingakeppni en aflýsa varð henni þar sem stafalogn var í Eyjum og því ekki hægt að sigla. Siglingakeppnin var nokkurskon- ar prufa fyrir alþjóðlega siglinga- keppni sem ráðgert er að halda hérlendis á næsta ári. Síðdegis á sunnudag fór verð- launaafhending fram og átti hún að fara fram í Ellirey, en þá hafði kul- að talsvert af austri og því ekki fært til uppgöngu í eyna og því fór verðlaunaafhendingin fram um borð í Lóðsinum á Klettsvíkinni í Eyjum. Frumkvæði að alþjóðlega sigl- ingamótinu er komið frá samgöngu- ráðuneytinu og er það liður í að laða ferðamen til landsins. Mótið nú var prófraun á framkvæmd slíkr- ar keppni sem ráðgert er að halda á næsta ári en Brokey sá um fram- kvæmd keppninnar og naut dyggr- ar aðstoðar Vestmannaeyjabæjar og Vestmannaeyjahafnar við undir- búning og framkvæmd. ÍÞRÚmR FOLK ■ JÓN Þórír Jónsson, knatt- spyrnumaður úr Breiðabliki og handboltamaður með Selfossi, hefur skipt um félag í knattspyrnunni. Hann ieikur nú með Dalvík í 3. deild. ■ KRISTINN Guðmundsson, sem hefur leikið undanfarin ár með Fylki, hefur skipt yfir í Fjölni, sem er efst í 3. deild. ■ JAKOB Jónsson handknatt- leiksmaður sem leikið hefur undan- farin ár í Noregi er fluttur til lands- ins. Hann var orðaður við sitt gamla félag, KA á Akureyri, en nú er ljóst að hann leikur ekki með félaginu næsta vetur. H ÞRIR knattspyrnumenn úr 1. deild verða í leikbanni i 32-liða úr- slitum bikarkeppninnar. Það eru þeir Birgir Þór Karlsson úr Þór, Kristinn Lárusson, Vai og Jón Sveinsson úr FH. Þeir fengu allir að líta rauða spjaldið í síðustu um- ferð. ■ ANDREI Muruev frá Rúss- landi, sem er aðeins 24 ára, setti nýtt landsmet í spjótkasti í Evrópu- bikarkeppninni í fijálsíþróttum sem fram fór í Birmingham um helgina. Hann kastaði 87,34 metra og fór þar með í þriðja sætið á heimslist- naum í spjótkasti, en Tékkinn Jan Zelezny er efstur með 91,50 metra. Þjóðverjinn Raymond Hecht, sem sigraði á Reykjavikurleikunum fyrir skömmu, varð annar með 85,40 metra og Mick Hill, Bretlandi, þriðji með 85,28 metra. ■ SALLY Gunnel, heims- og ólympíumeistari frá Bretlandi, sigr- aði í 400 m hlaupi á sama móti á 54,62 sek. og er það besti árangur hennar í ár og næst besti í heim- inum. Það er aðeins Kim Batten frá Bandaríkunum sem hefur hlaupið hraðar, 54,51 sek. ■ SERGEI Bubka heimsmethafí frá Úkraínu náði besta árangri árs- ins í stangarstökki á móti í Kuort- ane í Finnlandi um helgina. Hann stökk 6,00 metra. Bubka hefur reyndar stokkið aðeins hærra innan- húss á þessu ári, eða 6,05 metra. ■ STEVE Backley, fyrrum heims- methafi frá Bretlandi , sigraði í spjótkasti á sama móti í Finnlandi. Hann kastaði 83,82 metra og er það lengst kast hans í ár. TENNIS/WIMBLEDON Vicario, Bruguera, Sabatini, Agassi... „Stóru nöfnin" halda áfram að falla úr keppni á Wimbledon ÚRSLIT á Wimbledon mótinu í tennis halda áfram að koma á óvart. í gær þegar keppt var í sextán manna úrslitum íkarla og kvennaflokki féllu úr leik sigurvegararnir á Opna franska mótinu frá þvf fyrir um mánuði síðan, Spánverjarnir Arantxa Sanchez Vicario og Sergi Bruguera. Auk þeirra féll hin argentínska Gabriela Sabatini úr leik, sem og Bandaríkjamað- urinn Andre Agassi. Arantxa Sanchéz Vicario var í öðru sæti á styrkleikalista mótsins og bjuggust því flestir við því að hún myndi sigra á mótinu eftir að hin þýska Steffí Graf tap- aði í fyrstu umferð. Sú spá tenniss- érfræðinga stóðst ekki, frekar en margar aðrar spár, því Sanchez Vicario tapaði með tveimur hrinum gegn einni, fyrir hinni bandarísku Zinu Garrison-Jáckson. Sergi Bruguera, sem líkt og Sanchez Vicario sigraði á Opna franska mótinu í byijun mánaðarins, tapaði einnig fyrir Bandaríkjamanni; Michael Chang, með þremur hrin- um gegn engri. Sanchez Vicario var alls ekki óánægð með ósigurinn. „Ef ég hefði tapað illa hefði ég verið ósátt. En þar sem leikurinn var jafn gef- ur það mér sjálfstraust óg vissu um að ég komi sterk til leiks á næsta ári.“ Andre Agassi mætti landa sínum Todd Martin, sem margir höfðu «spáð velgengni á mótinu. Fimm hrinur þurfti til að fá úrslit í leikn- um, Martin vann tvær fyrstu, Ag- assi tvær næstu, og Martin vann síðan þá síðustu 6-1. Agassi var ósáttur við árangurinn. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er alls ekki auðvelt að tapa, sérstaklega í keppni sem er manni mikils virði,“ sagði Agassi, meistarinn frá því 1992. Todd Martin var hins vegar ánægður og þegar hann var spurð- ur hvort hann hefði trú á því hvort hann gæti klárað dæmið sagði hann: „Ég væri ekki með ef ég héldi það ekki.“ Áhorfendur voru flestir á bandi Agassi og sagðist Martin hafa notfært sér það. „Það er ánægjulegt að spila einstaka sinnum og hafa áhorfendur á móti sér. Það er viás ögrun,“ sagði Mart- in. Táningurinn Lindsay Davenport Sigrudu „stjörnurnar“ Reuter TODD Martin frá Bandaríkjunum, t.v., í leiknum gegn landa sínum Andre Agassi í gær. Hann fagnaði sigri, eins og landa hans Zina Garrison-Jackson, t.h., sem hafði betur í viðureign við Arantxa Sanchez-Vicario, sem var önnur á styrkleikalista mótsins. frá Bandaríkjunum, sem er aðeins 18 ára gömul, sigraði Gabrielu Sabatini með tveimur hrinum gegn engri. Hún mætir Conchitu Mart- inez frá Spáni í átta manna úrslit- um, en Martinez er nú sigurstrang- legust ef marka má styrkleikalista mótsins. GETRAUNIR: 112 222 X12 22X1 HM: X21 1X1 1 1 X 211 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.