Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1994 FIMMTUDAGUR 30. JÚNI BLAÐ KNATTSPYRNA / HM Rúmenanum Vladoiu var vikið úr hópnum IOAN Vladoiu, miðheija Rúmeníu, var vikið úr hópnum í gær og verður hann sendur heim á morgun. Radu Timofte, tálsmaður Knattspyrnu- sambands Rúmeniu, sagði að tvær ástæður væru fyrir ákvörðuninni. Sú fyrri ljótt brot á Svisslend- ingnum Stephane Chapuisat, sem kostaði rauða spjaldið, og sú seinni hegðun miðheijans við þjálf- ara liðsins í kjölfar brottvikningarinnar. Vladoiu, sem er 25 ára, var rekinn frá Steaua Bucharest í fyrra fyrir að nefbijóta mótheija. Vladoiu er annar leikmaður HM, sem er sendur heim, en óprúðmannleg framkoma Þjóðveijans Stefans Effenbergs í garð áhorfenda á leik Þýska- lands og Suður-Kóreu kostaði hann landsliðssætið. Alþjóða knattspyrnusambandið sagðist ekki skipta sér af innri málefnum þjóðanna, en hrósaði hugrekki Rúmena og Þjóðveija í umræddum tilvik- um. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Kristinn 32-liða úrslit bikarkeppni karla ÍA í vandræðum með Leiknismenn IBV þurfti framlengingu gegn KS slit í leikjunum í 32 liða úrslit- um bikarkeppni KSÍ í gær- kvöldi voru öll eftir bókinni, en þó lentu tvö fyrstu deildarlið í miklum vandræðum í viðureignum við lið sem leika í fjórðu deild. íslands- og bikarmeistarar Skaga- manna léku við Leikni á gervigras- inu í Breiðholti og sigruðu með þremur mörkum gegn einu. Stað- an var jöfn, 1:1, þar til sex mínút- ur voru til leiksloka, en þá skoruðu Skagamenn tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst Haraldur Ingólfsson beint úr aukaspyrnu og síðan Mi- hajlo Bibercic. Eyjamenn lentu í enn meira basli með KS á malarvellinum á Siglufirði. Heimamenn lentu undir til að byija með, en náðu að jafna og komast yfir. Eyjamenn jöfnuðu síðan og tryggðu sér framlengingu þegar lítið var eftir af venjulegum leiktíma. Sumarliði Árnason tryggði þeim síðan sigurinn með tveimur mörkum í framlengingu. Onnur útilið lentu ekki í jafn miklum vandræðum og tvö fyrst- nefndu liðin. Breiðablik sigraði Hamar 5:0, Fram sigraði Víði 3:1, Fylkir sigraði Þrótt Neskaupstað 5:2 í fjörugum leik. Lúðvík Arnar- son skoraði bæði mörk Þróttar en hann er nýkominn til liðsins frá FH. KA sigraði Hvöt 3:0, og Þrótt- ur Reykjavík sigraði Tindastól einnig 3:0. • Á myndinni er Zoran Miljcovic leikmaður ÍA í baráttu um boltann í Ieiknum við Leikni í gærkvöldi. ■ Úrslit/B2 HM í Bandaríkjunum Leikmaður fallinn á lyfjaprófi? Fyrra sýni, svo nefnt A-sýni, úr lyfjaprófi ónefnds leik- manns á HM, var jákvætt að sögn talsmanns Alþjóða knatt- spyrnusambandsins en þaðþýðir að viðkomandi hafi neytt ólög- legs eða ólöglegra lyfja, og var B- sýnið rannsakað í gær að viðstöddum fulltrúa frá við- komandi þjóð. Meiri upplýs- ingar voru ekki gefnar, en gert er ráð fyrir fréttamannafundi um málið í kvöld. SNOKER/EM Jóhannes komst í átta manna úrslit Fyrsti íslendingurinn sem nærsvo langt Jóhannes Ragnar Jóhannesson komst í átta manna úrslit á Evrópumeistaramótinu í snóker í Búdapest í Ungverjalandi í gær. Hann sigraði Jonathan Nelson frá N-írlandi 4:3, í hreinum úrslitaleik um sæti í átta manna úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslend- ingur kemst í átta manna úrslit á mótinu. Ásgeir Ásgeirsson komst ekki áfram og endaði í 13. til 16. sæti. Jóhannes náði hæsta stuði mótsins í leiknum við Nelson, 119 stig. Hann vann síðan úrslitaram- mann með 70 stiga mun. í átta manna úrslitum spilar Jóhannes við írann John Farell, sem hefur sigraði í öllum leikjum sínum til þessa. NORÐURLANDAMOT STULKNA Morgunblaðið/Rúnar Þór íslendingar sigruðu Norðmenn ÍSLENSKA stúlknalandsliðið lauk Norðurlandamótinu rneð 2:1 sigri á Norðmönnum á Akureyri í gær. Lið- ið hafnaði í neðsta sæti á mótinu, en Finnar sigruðu. Þeir unnu alla leiki sína nema eipn, töpuðu fyrir Norðmönnum sem íslendingar lögðu síðan að velli. Á myndinni eru marka- skorarar íslands í leiknum í gær, Anna Lovísa Þórsdóttir til vinstri, og Áslaug Ákadóttir, sem skoraði þijú mörk á mótinu og var marka- hæst ásamt tveimur öðrum. HESTAR: LANDSMÓTIÐ Á GADDSTAÐAFLÖTUM / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.