Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.06.1994, Blaðsíða 1
rOHOM ts? BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fttttsmWUfoib 1994 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 30. JUNI BLAÐ B KNATTSPYRNA / HM Rúmenanum Vladoiu var vikið úr hópnum IOAN Vladoiu, miðherja Rúmeníu, var vikið úr hópnum í gær og verður hann sendur heim á morgun. Radu Timofte, tálsmaður Knattspyrnu- sambands Rúmeníu, sagði að tvær ástæður væru fyrir ákvörðuninni. Sú fyrri ljótt brot á Svisslend- ingnum Stephane Chapuisat, sem kostaði rauða spjaldið, og sú seinni hegðun miðherjans við þjálf- ara liðsins í kjölfar brottvikningarinnar. Vladoiu, sem er 25 ára, var rekinn frá Steaua Bucharest í fyrra fyrir að nefbrjóta mótherja. Vladoiu er annar leikmaður HM, sem er sendur heim, en óprúðmannleg framkoma Þjóðverjans Stefans Effenbergs í garð áhorfenda á leik Þýska- Iands og Suður-Kóreu kostaði hann Iandsliðssætið. Alþjóða knattspyrnusambandið sagðist ekki skipta sér af innri málefnum þjóðanna, en hrósaði hugrekki Rúmena og Þjóðverja í umræddum tilvik- 32-liða úrslit bikarkeppni karla ÍA í vandræðum með Leiknismenn ÍBV þurfti framlengingu gegn KS Morgunblaðið/Kristinn í lrslit í leikjunum í 32 liða úrslit- ^j^ um bikarkeppni KSÍ í gær- kvöldi voru öll eftir bókinni, en þó lentu tvö fyrstu deildarlið í miklum vandræðum í viðureignum yið lið sem leika í fjórðu deild. íslands- og bikarmeistarar Skaga- manna léku við Leikni á gervigras- inu í Breiðholti og sigruðu með þremur mörkum gegn einu. Stað- an var jöfn, 1:1, þar til sex mínút- ur voru til leiksloka, en þá skoruðu Skagamenn tvö mörk með stuttu millibili. Fyrst Haraldur Ingólfsson beint úr aukaspyrnu og síðan Mi- hajlo Bibercic. Eyjamenn lentu í enn meira basli með KS á malarvellinum á Siglufirði. Heimamenn lentu undir til að byrja með, en náðu að jafna og komast yfir. Eyjamenn jöfnuðu síðan og tryggðu sér framlengingu þegar lítið var eftir af ven|ulegum leiktíma. Sumarliði Árnason tryggði þeim síðan sigurinn með tveimur mörkum í framlengingu. Önnur útilið lentu ekki í jafn miklum vandræðum og tvö fyrst- nefndu liðin. Breiðablik sigraði Hamar 5:0, Fram sigraði Víði 3:1, Fylkir sigraði Þrótt Neskaupstað 5:2 í fjörugum leik. Lúðvík Arnar- sori skoraði bæði mörk Þróttar en hann er nvkominn til liðsins frá FH. KA sigraði Hvöt 3:0, og Þrótt- ur Reykjavík sigraði Tindastól einnig 3:0. •Á myndinni er Zoran Miljcovic leikmaður ÍA í baráttu um boltann í leiknum við Leikni í gærkvöldi. Urslit/B2 HM í Bandaríkjunum Leikmaður fallinn á lyfjaprófi? Fyrra sýni, svo nefnt A-sýni, úr lyfjaprófi ónefnds leik- manns á HM, var jákvætt að sögn talsmanns Alþjóða knatt- spyrnu sambandsins en það þýðir að viðkomandi hafi neytt ólög- legs eða ólöglegra lyfja, og var B- sýnið rannsakað í gær að viðstöddum fulltrúa frá við- komandi þjóð. Meiri upplýs- ingar voru ekki gefnar, en gert er ráð fyrir fréttamannafundi um málið í kvöld. SNOKER/EM Jóhannes komst í átta manna úrslit Fyrsti íslendingurinn sem nærsvo langt Jóhannes Ragnar Jóhannesson komst í átta manna úrslit á Evrópumeistaramótinu í snóker í Búdapest í Ungverjalandi í gær. Hann sigraði Jonathan Nelson frá N-írlandi 4:3, í hreinum úrslitaleik um sætí í átta manna úrslitum. Þetta er í fyrsta sinn sem íslend- ingur kemst í átta manna úrslit á mótinu. Ásgeir Ásgeirsson komst ekki áfram og endaði í 13. til 16. sæti. Jóhannes náði hæsta stuði mótsins í leiknum við Nelson, 119 stig. Hann vann síðan úrslitaram- mann með 70 stiga mun. í átta manna úrslitum spilar Jóhannes við írann John Farell, sem hefur sigraði í öllum leikjum sínum til þessa. NORÐURLANDAMOT STULKNA Morgunblaðið/Rúnar Þór Islendingar sigruðu IVIorðmenn ISLENSKA stúlknalandsliðið lauk Norðurlandamótinu með 2:1 sigri á Norðmönnum á Akureyri í gær. Lið- ið hafnaði í neðsta sæti á mótinu, en Finnar sigruðu. Þeir unnu alla leiki sína nema einn, töpuðu fyrir Norðmönnum sem íslendingar lögðu síðan að velli. Á myndinni eru marka- skorarar íslands í leiknum í gær, Anna Lovísa Þórsdóttir til vinstri, og Áslaug Ákadóttir, sem skoraði þrjú mörk á mótinu og var marka- hæst ásamt tveimur öðrum. HESTAR: LANDSMÓTIÐ A GADDSTAÐAFLÖTUM / B4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.