Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 6

Morgunblaðið - 05.07.1994, Side 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚLÍ 1994 HM I KNATTSPYRNU MORGUNBLAÐIÐ Reuter Kennet Anderson lék vel gegn Saudi Arabíu; skoraði tvívegis og lagði upp fyrsta markið fyrir Martin Dahlin. Svíar í 8- liða úrslit í fyrsta sinn síðan ’74 SÆNSKA miðherjaparið, Mart- in Dahlin og Kennet Anders- son, var í essinu sínu, þegar Svíar unnu Saudi Arabíu 3:1 í 16 iiða úrslitum í Dallas ífyrra- dag. Andersson gerði tvö mörk og lagði eitt fyrir Dahlin, sem lagði upp annað fyrir félaga sinn. Dahlin hefur þar með alls gert 20 mörk fyrir Svíþjóð og er markahæstur sænskra landsliðsmanna, en Thomas Brolin er með 19 mörk. Svíar náðu strax undirtökunum og fengu óskabyijun, en voru 2:0 yfir í hléi. Svíar gáfu eftir und- ir lokin og varamaðurinn Fahd al- Ghashayan minnkaði muninn, en Andersson innsiglaði sigurinn í næstu sókn. Saudi Arabía gaf ekkert eftir, leikmennirnir voru snöggir sem fyrr og sköpuðu sér nokkur marktæki- færi, en Thomas Ravelli var þeim erfíður í markinu og lánið lék ekki við þá. Síðast svo langt 1974 Svíþjóð komst síðast í átta liða úrslit í HM í Þýskalandi 1974 og Tommy Svensson, þjálfari, var ánægður. Hann sagði að Svíar hefðu ekki vanmetið mótheijana eins og önnur lið hefðu greinilega gert. „Ég held að önnur lið hafi ekki tekið þá eins alvarlega og við. Við kynntum okkur þá rækilega og vissum hvernig við áttum að taka á þeim. Við vissum að framheijarn- ir væru mjög snöggir og við vissum að við yrðum að koma í veg fyrir að miðjumennimir næðu að gefa langar sendingar. Eins urðum við að vera mjög varkárir í vörninni og við leystum þetta allt með sóma.“ Þá sagði hann mikið atriði að hafa miðheija eins og Dahlin og Anders- son. „Allir mótheijar okkar verða að gæta sín á þeim.“ Argentínumaðurinn Jorge Solari, þjálfari Saudi Arabíu, sagði að hið unga lið sitt hefði ekki haft nægan tíma til að undirbúa sig og geja það sem þurfti til að sigra Svía. „Ég varð að velja um að leika einfaldan sóknarleik eins og áður eða byggja á varnarleik. Vegna tímaskorts valdi ég fyrri kostinn, en Svíþjóð er með sterka vörn og markið í byijun hafði mikið að segja.“ Martin Dahlin hefur komist áfram með mikilli vinnu Draumurinn að veruleika Stórhættulegt framherjapar Martin Dahlin, hinn stór- hættulegi miðherji Swía, f agn- ar innilega marki sínu gegn Saudi Aröbum á sunnudag. Dahlin gerði fyrsta mark leiks- ins á 6. mínútu með glæsileg- um skalla, eftir langa fy rlrgjöf félaga síns í f ramlínunni, Ken- net Anderson, sem hann faðmar á myndinni. Anderson bætti swo um betur og gerði annað og þriðja mark Swía í. Ieiknum,annaðeftirsendingu Da- MARTIN Dahlin hefur alla tíð átt við mótlæti að stríða, en hann hefur rutt hindrununum úr vegi. Þegar hann var 10 ára sá hann Mario Kempes gera sex mörk f HM í Argentínu. Þá var æðsti draumurinn að leika í úr- slitakeppni HM og skora og draumurinn hefur heldur betur ræst. Hann er ekki lengur efnilegur heldur á meðal bestu miðherja heims. hlins. Pögur mörk í þremur leikjum hafa vakið athygli á eina og fyrsta blakka manninum í sænska Iiðinu, en faðir hans var hljómlistarmaður frá Venezúela, sem fór frá fjölskyldunni, þegar Dahlin var smábarn. Hann hefur komist áfram á mikilli vinnu. „Margir leikmenn eru hæfileikaríkir, en það er ekki alltaf nóg,“ sagði Dahlin. „Níu af hvetjum 10 tekst ekki ætl- unarverkið. Aðeins þeir, sem leggja mest á sig, verða bestir. Lykillinn að árangri hjá hæfi- leikaríkum mönnum er mikil æfing auk þess sem þeir verða að vera andlega sterkir, því álag- ið er mikið á toppnum." Sálfræði EM gerði gæfumuninn Tók ekki áhættu Dahlin var valinn í sænska landsliðshópinn fyrir úrslita- keppni Evrópumótsins í Svíþjóð 1992 og þó hann skoraði ekki á leið liðsins í undanúrslit lagði hann upp tvö mörk og vakti at- hygli. „Þetta var byrjunin á nýju tímabili hjá Martin Dahlin og gerði gæfumuninn á ferli hans,“ sagði Svensson. „Hann hefur lagt mikið á sig, þroskast sem maður og knattspymumaður og hefur öðlast reynslu við það að leika í Þýskalandi. Allt þetta hefur gert hann að betri leik- manni. Þegar hann byijaði að skora varð sjálfstraustið meira og það er mjög mikilvægt fyrir hann.“ Dahlin var með 10 mörk fyrir Gladbach tímabilið 1992 til 1993 Hann skoraði ekki í síðustu fjórum leikjum Svía fyrir HM og viðurkenndi að hann hefði ekki lagt sig fram. „Eftir tveggja ára baráttu var ég búinn að tryggja mér sæti í úrslitakeppninni. Eg var öraggur í byijunarliðinu og ætlaði ekki að gera einhverja vitleysu eins og að meiðast í vin- áttuieik. Ég verð að vera ákveð- inn, leggja mikið á mig og gefa mig allan í að skora, en mér datt ekki til hugar að fara í ein- hveija hæpna tæklingu, sem hefði getað kostað mig þennan draum.“ Dahlin er markahæstur sæn- skra landsliðsmanna, en er ekki eigingjam. „Aðalatriðið er að gera ávallt sitt besta fyrir liðið, þvf þetta er hópíþrótt." Móðir Dahiins er sálfræðingur og hún hefur kennt honum hvernig á að aðlagast álagi, en reynslan hefur líka kennt honum margt. Hann var stjama í Sví- þjóð 1988, þegar hann leiddi Malmö til sigurs í deildinni, var markahæstur með 17 mörk og var valinn í landsliðið gegn Bras- ilíu. En tvítugur strákurinn átti í erfíðleikum í þessu nýja stjömu- hlutverki, missti máttinn og datt úr iandsliðinu. Þar með hvarf draumurinn um að leika í HM á Ítalíu 1990. Eftir hrakfarir sænska liðsins á Ítalíu tók Tommy Svensson við liðinu og hann kallaði á Dahlin. En aftur kom lægð 1991, þegar hann gerði samning við Borussia Mönehengladbach. Erfitt reynd- ist að aðlagast nýju umhverfi og meiðsl og fleira gerðu það að verkum að hann lék fáa leiki og gerði aðeins tvö mörk. og gerði 12 mörk á síðasta tíma- bili. Sjö mörk hans í riðlakeppni HM höfðu sitt að segja í barátt- unni um sæti í úrslitakeppninni og hann var kjörinn knattspymu- maður Svíþjóðar 1993. „Draum- urinn er orðinn að veruleika. Síð- an ég sá úrslitakeppnina 1978 í sjónvarpi hef ég viljað taka þátt.“ SVISSNESKI domarinn Kurt Röthlisberger viðurkenndi í gær að hann hefði gert mistök, þegar hann sleppti því að dæma víta- spyrnu á Þjóðverja í leiknum gegn Belgum s.l. laugardag, en Belgar sögðu mistökin hafa ráðið úrslitum. Hann sagðist ekki gera sér vonir um að draumurinn um að dæma úrslitaleikinn rættist og kvaðst viðbúinn því að þurfa að pakka niður og koma sér heim. Röthlisberger sagði í bréfi til svissneska blaðsins Blick að hann hefði horft á leikinn á mynd- bandi síðar um kvöldið og þá séð að Josip Weber hefði átt að fá víti eftir að hafa verið felldur af Thom- asi Helmer. „Ég tók ranga ákvörð- un og Belgamir voru í fullum rétti, þegar þeir vildu fá vítaspyrnu," skrifaði dómarinn, sem er 43 ára og dæmir í annað sinn í úrslita- keppni HM. „Ég var í um 25 metra fjarlægð frá þeim stað, þar sem atvikið átti sér stað, en á mikilvægu augna- bliki birgðu Brehme og Helmer mér sýn. Eg varð að gera upp hug minn á sekúndubroti og ákvörðun- in var byggð á innsæi," skrifaði hann ennfremur og tók fram að hann væri ekki að reyna að afsaka mistökin. Svisslendingurinn hafði vonað að koma til greina sem dómari á úrslitaleiknum 17. júlí í Los Angel- es, en sagði að möguleikarnir væru litlir eftir þetta. Hann sagðist fá að vita á morgun, miðvikudag, hvaða dómarar ættu að dæma leik- ina, sem eftir eru í keppninni. „Ég er viðbúinn því að þurfa að pakka saman og fara heim,“ sagði hann. Dómarinn frá Sviss vidurkenndi mistök

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.