Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HM I KNATTSPYRIMU Brasilíumenn leika til úrslita gegn Itölum Eitt mark gefur ekki rétta mynd af yf irburðunum „VIÐ áttum 29 skot að marki og 1:0 gefur ekki sanngjarna mynd af yfirburðum okkar," sagði Carlos Alberto Parreira þjálfari Bras- ilíu eftirað Brasilíumenn sigruðu Svía íundanúrslitum HM með einu marki gegn engu og tryggðu sér rétt til að leika til úrslita í keppninni ífyrsta sinn í24 ár. Þar mæta þeir ítölum, líkt og íúr- slitaleiknum fyrir 24 árum, en þá sigruðu Brasilíumenn með fjórum mörkum gegn einu. Markið skoraði Romario á 81. mínútu eftir nær stanslausa sókn Brasilíumanna allan leikinn. Brasilíumenh fögnuðu sigrinum gríðarlega og var dansað á götum langt f ram eftir nóttu í Brasilíu. Við áttum allan leikin, sköpuðum öll tækifærin en eina vanda- málið var að koma .boltanum í net- ið," sagði Parreira. Tommy Svensson þjálfari Svía sagði að sínir menn væru ekki búnir að jafna sig eftir leikinn gegn Rúmenum í átta liða úrslitum. „Það var of stutt á milli leikjanna. Þetta var erfítt, við vorum með tvo leikmenn sem ekki voru al- veg í lagi og það þarf allt að vera 100 prósent í lagi þegar menn mæta Brasilíu. Þeir fengu svo mörg mark- tækifæri að markið hlaut að koma. Ég var ekki hissa þegar það svo gerðist," sagði Svensson. Fyrirliða Svía, Jonasi Thern, var vikið af leikvelli í síðari hálfleik, eft- ir „besta Holiywood atriði síðari ára," eins og hann orðaði það sjálfur. Bras- ilíumaðurinn Dunga sýndi leikræna tilburði og náði að fiska Thern út af, og gagnrýndi sá síðarnefndi dóm- arann harðlega. „Hver veit hvað hefði gert ef við hefðum leikið ellefu allan tímann. Við hefðum alveg get- að sigrað. Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik, en tíu mínútum áður en ég var rekinn út af fannst mér sem Brasilíumenn væru orðnir taugast- rektir og þeir voru farnir að taka meiri áhættu en þeir gerðu í fyrri hálfleik," sagði Thern. Markvörður- inn Ravelli tók undir gagnrýni Therns og sagði að dómarinn hefði ekki séð atvikið, aðeins þegar Dunga flaug í loftinu. „Það voru mistök að reka hann út af. Dómararnir í keppn- inni hafa gert mikið af mistökum," sagði hann. Ravelli tók undir með þjálfaranum og sagði að tveggja daga hvíld milli leikja væri ekki nægilega mikil. Fyrir síðasta leik höfðum við viku h!é, en aðeins tveggja daga hlé fyrir undanúrslita- leikinn, þetta er heimskuiegt skipu- lag," sagði Ravelli. Svensson sagðist vera óánægður með tapið, en hann yrði að viður- kenna að þeir hefðu tapað fyrir betra liði. „Mótið hefur verið frábært og þegar við lítum til baka verðum við ánægðir með árangurinn." Brasilía - Svíþjóð 1:0 Pasadena, 13. júlí. Mark Brasilíu: Romario (80.) Dómari: J.T.Cadena (Kól.) Rautt spjald: Thern (63.) Gult spjald: Zinho (4.) Roger Ljung (29.), Brolin (86.) Brasilía: Taffarel, Jorginho, Aldair, Marcio Santos, Branco, Dunga, Mauro Silva, Mazinho (Rai 46.), Zinho, Bebeto, Romario. Svíþjóð: Thomas Ravelli, Ro- land Nilsson, Patrik Anders- son, Jonas Bjorklund, Roger Ljung, Hakan Mild, Tomas Brolin, Jonas Thern, Klas Ing- esson, Martin Dahlin (Stefan Rehn 68.), Kennet Andersson. ...........................SVÍ - BRA Mörk................... 0 - 1 Markskot............ 3 - 26 Brot.....................11 - 15 Hornspyrnu......... 0 - 4 Rangstaða........... 4-1 Sigurmarkið Reuter Romario skoraði sigurmark Brasilíumanna á 81. mínútu með skalla, boitlnn skoppaði í jörðina og upp í þaknetið án þess að Ravelli í markinu hefði neitt um það að segja, eins og sést á myndinni að ofan. Romario var hylltur eftir leikinn og gekk um völlinn fagnandi með brasiiíska fánann eins og sést að ofan. MJOLKURBIKAR KSÍ HLIÐARENDI VALUR - FRAM Ársmiðar, heimaleikjakort og boðsmiðar barna gilda ekki kvöld kl. 20 MtölK Efl.GÓD AEG ISLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR I vut'lta -níi!1 Golf helgarinnar Stigamót hjá GR Opna Lacoste mótið verður hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur um helgina. 36 holur með og án forgjafar. Gefur stig til landsliðs. Golfklúbbur Sauðárkróks Opna Flugleiðamótið verður um helgina á Sauðárkórki. 36 holur með/án forgjafar. Golfklúbbur Norðfjarðar Sparisjóðsmótð verður haldið á Neskaup- stað um helgina. 36 holur með/án forgjafar Golfklúbbur Borgarness Opna Gevalia verður haldið á laugardag- inn. 18 holur með og án forgjafar. Golfklúbbur Ness Opna Eimskipsmótið verður á Nesvelli á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Kirkjubæjarklaustur Eldmessumót Kirkjubæjarklausturs verð- ur haldið á laugardag og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Golfklúbbur Suðurnesja Opin hjóna- og parakeppni verður í Leir- unni á laugardaginn og verða leiknar 18 holur með forgjöf. Golfklúbbur Sandgerðis Opna Bláa lónsmótið verður hjá Golf- klúbbi Sandgerðis á sunnudaginn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Kjölur í Mosfellsbæ Opna Kenzo kvennamótið verður haldið laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Leynir á Akranesi Opna Clarins kvennamótið verður haldið á sunnudaginn. 18 holur. iauqsyn ROMARIO, brasilíski sóknarmaðurinn snjalli, var þegar farinn að hugsa um úrslitaleikinn gegn ítölum á sunnudaginn eftir leik- inn gegn Svíþjóð og sagðist sjá hann fyrir sér rneðal annars sem einvígi milli hans og ítalans Robertos Baggio. í þeim leik yrði útkljáð hver væri besti sóknarmaðurinn íkeppninni. „Við höfum báðir sýnt að við getum skorað mikilvæg mörk fyrir okkar lið. Ég er viss um að það lið sem sigrar verður það lið sem hef ur á að skipa besta leikmanni keppninnar," sagði Romario. Ðáðir hafa þeir skorað fimm mörk í keppninni, einu færra en Búlgarinn Hristo Stoichkov og Igor Salenko frá Rússlandi. Baggio gekk illa til að byrja með, en reif sig upp og ítalska liðið með þrátt fyrir að hafa átt við þrál- át meiðsli í lærvöðva að stríða. Það gæti hins vegar sett strik í reikning- inn að meiðslin tóku sig upp í leikn- um á móti Búlgörum í undanúrslit- unum eftir að hann hafði skorað tvö mörk. Haft var eftir lækni ít- alska liðsins í gær að helmingslíkur væru á því að Baggio myndi ná sér fyrir úrslitaleikinn. Velgengni ítala í útsláttarkeppn- inni hefur að mestu verið eignuð honum, hann skoraði jöfnunarmark á móti Nígeríumönnum rétt fyrir lok venjulegs leiktíma í sextán liða úr- slitunum, og sigurmarkið síðan í framlengingunni, Á móti Spánverj- um í átta liða úrslitum gerði hann sigurmarkið skömmu fyrir Ieikslok, og í undanúrslitaleiknum gegn Búlgaríu gerði hann mörkin tvö sem skiluðu ítalíu sigri og úrslitaleikn- um. Romario hefur líka verið iðinn við kolann fyrir framan markið en líka átt í erfiðleikum með að skora eins og sást í leiknum gegn Svíum. Hann fékk tvö gullin tækifæri til að skora í fyrri hálfleik, og skoraði síðan sigurmarkið í seinni hálfleik. „Sóknarmenn eru þarna frammi til þess að skora mörk, en líka til að klúðra færum," sagði Romario.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.