Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ HM I KNATTSPYRNU Einvígi Brasilíumenn leika til úrslita gegn ítölum Eitt mark gefur ekki rétta mynd af yf irburðunum „VIÐ áttum 29 skot að marki og 1:0 gefur ekki sanngjarna mynd af yfirburðum okkar,“ sagði Carlos Alberto Parreira þjálfari Bras- ilfu eftirað Brasilíumenn sigruðu Svía í undanúrslitum HM með einu marki gegn engu og tryggðu sér rétttil að leika til úrslita í keppninni í fyrsta sinn í 24 ár. Þar mæta þeir ítölum, líkt og í úr- slitaleiknum fyrir 24 árum, en þá sigruðu Brasilfumenn með fjórum mörkum gegn einu. Markið skoraði Romario á 81. mínútu eftir nær stanslausa sókn Brasilfumanna allan leikinn. Brasilíumenn fögnuðu sigrinum grfðariega og var dansað á götum langt fram eftir nóttu f Brasilfu. Við áttum allan leikin, sköpuðum öll tækifærin en eina vanda- málið var að koma boltanum i net- ið,“ sagði Parreira. Tommy Svensson þjálfari Svía sagði að sínir menn væru ekki búnir að jafna sig eftir leikinn gegn Rúmenum í átta liða úrslitum. „Það var of stutt á milli leikjanna. Þetta var erfitt, við vorum með tvo leikmenn sem ekki voru al- veg í lagi og það þarf allt að vera 100 prósent í lagi þegar menn mæta Brasilíu. Þeir fengu svo mörg mark- tækifæri að markið hlaut að koma. Ég var ekki hissa þegar það svo gerðist," sagði Svensson. Fyrirliða Svía, Jonasi Thern, var vikið af leikvelli í síðari hálfleik, eft- ir „besta Hollywood atriði síðari ára,“ eins og hann orðaði það sjálfur. Bras- ilíumaðurinn Dunga sýndi leikræna tilburði og náði að fiska Thern út af, og gagnrýndi sá síðarnefndi dóm- arann harðlega. „Hver veit hvað hefði gert ef við hefðum leikið ellefu allan tímann. Við hefðum alveg get- að sigrað. Við lékum ekki vel í fyrri hálfleik, en tíu mínútum áður en ég var rekinn út af fannst mér sem Brasilíumenn væru orðnir taugast- rektir og þeir voru farnir að taka meiri áhættu en þeir gerðu í fyrri hálfleik," sagði Thern. Markvörður- inn Ravelli tók undir gagnrýni Thems og sagði að dómarinn hefði ekki séð atvikið, aðeins þegar Dunga flaug í loftinu. „Það voru mistök að reka hann út af. Dómaramir í keppn- inni hafa gert mikið af mistökum," sagði hann. Ravelli tók undir með þjálfaranum og sagði að tveggja daga hvíld milli leikja væri ekki nægilega mikil. Fyrir síðasta leik höfðum við viku hlé, en aðeins tveggja daga hlé fyrir undanúrslita- leikinn, þetta er heimsku'iegt skipu- lag,“ sagði Ravelli. Svensson sagðist vera óánægður með tapið, en hann yrði að viður- kenna að þeir hefðu tapað fyrir betra liði. „Mótið hefur verið frábært og þegar við lítum til baka verðum við ánægðir með árangurinn." Brasilía - Svíþjóð 1:0 Pasadena, 13. júlí. Mark Brasilíu: Romario (80.) Dómari: J.T.Cadena (Kól.) Rautt spjald: Thern (63.) Gult spjald: Zinho (4.) Roger Ljung (29.), Brolin (86.) Brasilía: Taffarel, Jorginho, Aldair, Marcio Santos, Branco, Dunga, Mauro Silva, Mazinho (Rai 46.), Zinho, Bebeto, Romario. Svíþjóð: Thomas Ravelli, Ro- land Nilsson, Patrik Anders- son, Jonas Bjorklund, Roger Ljung, Hakan Mild, Tomas Brolin, Jonas Thern, Klas Ing- esson, Martin Dahlin (Stefan Rehn 68.), Kennet Andersson. ...............SVÍ - BRA Mörk............ 0 - 1 Markskot....... 3-26 Brot............11 - 15 Hornspyrnu...... 0 - 4 Rangstaða....... 4 - 1 Sigurmarkið Reutcr Romario skoraði sigurmark Brasilíumanna á 81. mínútu með skalla, boltinn skoppaði í jörðina og upp í þaknetið án þess að Ravelli í markinu hefði neitt um það að segja, eins og sést á myndinni að ofan. Romario var hylltur eftir leikinn og gekk um völlinn fagnandi með brasilíska fánann eins og sést að ofan. í augsýn MJÓLKURBIKAR KSÍ VALUR - FRAM Ársmiðar, heimaleikjakort og boðsmiðar barna gilda ekki í kvöld kl. 20 AEG mövc E/?GÓÐ ÍSLENSKUR MJÓLKURIÐNAÐUR Golf helgarinnar Stigamót hjá GR Opna Lacoste mótið verður hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur um helgina. 36 holur með og án forgjafar. Gefur stig til landsliðs. Golfklúbbur Sauðárkróks Opna Flugleiðamótið verður um helgina á Sauðárkórki. 36 holur með/án forgjafar. Golfklúbbur Norðfjarðar Sparisjóðsmótð verður haldið á Neskaup- stað um helgina. 36 holur með/án forgjafar Golfklúbbur Borgarness Opna Gevalia verður haldið á laugardag- inn. 18 holur með og án forgjafar. Golfklúbbur Ness Opna Eimskipsmótið verður á Nesvelli á laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Kirkjubæjarklaustur Eldmessumót Kirkjubæjarklausturs verð- ur haldið á laugardag og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Golfklúbbur Suðurnesja Opin hjóna- og parakeppni verður í Leir- unni á laugardaginn og verða leiknar 18 holur með forgjöf. Golfkiúbbur Sandgerðis Opna Bláa lónsmótið verður hjá Golf- klúbbi Sandgerðis á sunnudaginn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Kjölur í Mosfellsbæ Opna Kenzo kvennamótið verður haldið laugardag. 18 holur með og án forgjafar. Leynir á Akranesi Opna Clarins kvennamótið verður haldið á sunnudaginn. 18 holur. ROMARIO, brasiliski soknarmaðurinn snjalli, var þegarfarinn að hugsa um úrslitaleikinn gegn ítölum á sunnudaginn eftir leik- inn gegn Svíþjóð og sagðist sjá hann fyrir sér meðal annars sem einvígi milli hans og ítalans Robertos Baggio. í þeim leik yrði útkljáð hver væri besti sóknarmaðurinn í keppninni. „Við höfum báðir sýnt að við getum skorað mikilvæg mörk fyrir okkar lið. Ég er viss um að það lið sem sigrar verður það lið sem hefur á að skipa besta leikmanni keppninnar," sagði Romario. Báðir hafa þeir skorað fimm mörk í keppninni, einu færra en Búlgarinn Hristo Stoichkov og Igor Salenko frá Rússlandi. Baggio gekk illa til að byrja með, en reif sig upp og ítalska liðið með þrátt fyrir að hafa átt við þrál- át meiðsli í lærvöðva að stríða. Það gæti hins vegar sett strik í reikning- inn að meiðslin tóku sig upp í leikn- um á móti Búlgörum í undanúrslit- unum eftir að hann hafði skorað tvö mörk. Haft var eftir lækni ít- alska liðsins í gær að helmingslíkur væru á því að Baggio myndi ná sér fyrir úrslitaleikinn. Velgengni Itala í útsláttarkeppn- inni hefur að mestu verið eignuð honum, hann skoraði jöfnunarmark á móti Nígeríumönnum rétt fyrir lok venjulegs leiktíma í sextán liða úr- slitunum, og sigurmarkið síðan í framlengingunni. A móti Spánveij- um í átta liða úrslitum gerði hann sigurmarkið skömmu fyrir Ieikslok, og í undanúrslitaleiknum gegn Búlgaríu gerði hann mörkin tvö seni 'skiluðu Italíu sigri og úrslitaleikn- um. Romario hefur líka verið iðinn við kolann fyrir framan markið en líka átt í erfiðleikum með að skora eins og sást í leiknum gegn Svíum. Hann fékk tvö gullin tækifæri til að skora í fyrri hálfleik, og skoraði síðan sigurmarkið í seinni hálfleik. „Sóknarmenn eru þarna frammi til þess að skora mörk, en líka til að klúðra færum,“ sagði Romario. MORGUNBLAÐIÐ DÓMARAMÁL FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1994 B 3 Frammistaða knattspyrnudómara í brennidepli Virkara eftiriits- kerfi gæti fækkað óánægjuröddum GAGNRÝNI á dómara sem dæma f 1. deildinni f knattspyrnu hefur verið nokkuð áberandi upp á síðkastið. Hefur hún einkum komið frá þjálfurum og leikmönnum liða, og beinst að mörgum þáttum í dómgæslunni, eins og því að ósamræmi sé mikið f dómgæslu, hagnaðarreglunni sé lítið beitt og margir dómarar virðist ekki hafa úthald f heilan leik. Einnig virðist vera ósamræmi milli dómara í þeim skýrslum sem lagðar eru fyrir aganefnd vegna umdeildra atvika. Það er mat forystumanna f KSI að dómaramálin séu al- mennt ekki í slæmu máli, en virkara eftirlitskerfi sé þó til bóta og gæti fækkað óánægjuröddum. Eggert Steingrímsson formaður aganefndar og stjórnarmaður í KSI segir að dómarar hafi staðið sig almennt vel í sumar, en auðvitað geri þeir mistök. Eggert seg- ir að fram hafi komið innan KSÍ hvort dómaranefndin, sem hafi agavald yfir dómurum, eigi ekki að grfpa til aðgerða fyrr vegna dómara sem ekki standa sig, en ekki bfða til haustsins eins og nú sé gert. Sigurður Lárusson þjálfari 1. deildar liðs Þórs sagði í Morg- unblaðinu í vikunni að augljóst ós- amræmi væri í skýrsl- um sem dómarar skil- uðu inn til aganefndar vegna umdeildra at- vika, sem gerði það að verkum að ósam- ræmi í úrskurðum nefndarinnar væri sláandi. Eggert Stein- grímsson formaður aganefndar og stjórn- armaður í KSÍ sagði að þeir hjá aga- nefndinni gætu ekki farið eftir öðrum gögnum en skýrslum dómara og eftir- litsmanna, og ef ekkert kæmi fram í þeirra skýrslum um atvik gætu þeir lítið gert. „Ef dómarar og eftirlits- menn skýra ekki frá því sem gerist getur skapast ósam- ræmi,“ sagði Bgg- ert. Aðspurður sagði hann að aðil- um væri heimilt að flytja mál sín fyrir nefndinni og leggja gögn fyrir í alvar- legri máium, þar á meðal sjónvarps- upptökur. Er ekki athugun- arefni ef misræmi er í skýrslum dóm- ara til aganefndar? „Ég er sammála því, en hins vegar breytum við ekki þeim dómi sem fell- ur á vellinum. Ðóm- arar gera mistök í þessu eins og öðru. Við sjáum mörk skoruð sem öllum finnst rangstöðu- mörk, og við sjáum leikmenn í HM-keppninni sem eru reknir af velli fyrir litlar eða engar sakir. Aganefnd breytir ekki þeim dómi. Að þessu leytinu til snýr málið ekki að aganefnd, heldur þarf að huga að því hvernig dómara- og hæfn- isnefndin á að taka á því þegar dóm- urum verða á mistök. Hér heima eru dómarar metnir af hæfnisnefnd og listinn yfir A-dómara í fyrra hefur breyst. Spumingin er hins vegar sú hvort að menn eigi að þurfa að bíða til haustsins rneð þetta mat. Mér sýn- ist menn vera sendir heim í HM- keppninni þegar þeir gera mistök. Ef dómari verður uppvís að einhvetjum mistökum hér, af hveiju eigum við að bíða eftir haustinu?“ Sýnist þér vera tilefni til þess núna að gera eitthvað róttækt í þessum málum? „Það hefur kannski verið tilefni til þess lengi. Reglurnar hafa verið hert- ar að undanförnu og það kemur til álita að hæfnisnefndin og eftirlits- kerfi dómaranefndarinnar eigi að vera virkari og taka fýrr á málum, og ekki bíða haustsins og næsta keppnis- tlmabils. Hins vegar sýnist mér að dómarar og línuverðir eigi fáa stuðn- ingsmenn. Áhorfendur eru hrópandi sem og forráðamenn félaga, og íþrótt- afréttaritarar vanda þeim stundum ekki kveðjurnar. Menn blása stundum mikið þegar málið snýr að þeirra fé- lögum eða félögum ákveðinna íþrótt- afréttaritara, en þegja þunnu hljóði þegar eitthvað gerist hjá öðrum. Menn eru því að gera úlfalda úr mýflugu að nokkru ieyti eina ferðina enn. Eg held að dómaramálin séu í betra horfi nú en oftast áður. íslenskir dómarar hafa fengið fleiri verkefni erlendis nú en áður með góðum vitnisburði. Það er verið að efla eftirlitskerfið, sem ekki er gamalt, og ég held að við getum verið þökkalega sáttir við stöð- una I dag,“ sagði Eggert. Fyrirmælin eru skýr Það er ekki aðeins ósamræmi í skýrslugerð sem hefur farið í taugarn- ar á mönnum heldur líka ósamræmi í dómgæslu milli dómara, en helst þó þegar dómarar eru ósamkvæmir sjálf- um sér. Sigurður Lárusson nefnir dæmi í Morgunblaðinu í vikunni um að dómarar séu ragir við að sýna spjöld, t.d. þegar menn sparka bolta í burtu eftir að búið er að dæma, ef þeir hafa gefið viðkomandi leikmanni gult spjald áður í leiknum. Hins vegar hiki þeir ekki við, I sama leik, að lyfta gula spjaldinu þegar á I hlut leikmað- ur sem ekki hefur fengið spjald áður í leiknum, þó svo að um sama brot sé að ræða og ekki var gefin áminn- ing fyrir skömmu áður. Páll Bragason formaður dómara- nefndar KSI sagði að fyrirmæli sem dómarar fái frá dómaranefnd væru skýr. „Ég get eðlilega ekki talað um einstök atvik, en ef menn eru að ganga á svig við þau fyrirmæli og þær regiur sem þeir hafa, og hlífa mönnum vegna þess að þeir eru bún- ir að fá áminningu áður, þá er það mjög slæmt og rangt. En mér finnst það rangur siður sem sumir þjálfarar hafa tekið upp, að í hvert sinn sem lið þeirra tapar leik eða næstum þvl, þá er þyrlað upp einhveiju moldviðri um það að dómaranum hafi orðið á mistök. Aðspurður um frammistöðu dóm- ara í sumar sagðist Páll ekki hafa orðið var við að hún væri almennt slæm. „Ég hef nú ekki séð nema örlít- ið brot af þeim leikjum sem fram hafa farið I sumar eins og gefur að skilja, en ég hef ekki orðið var við það sjálfur og við höfum ekki séð það á skýrslum eftirlitsmanna að þetta sé neitt verra I sumar en áður. Ég verð að setja mig upp á móti þeirri skoðun að þessum málum sé að fara aftur, ég held að þeim sé að fara fram. Enda væri það skelfilegt ef svo væri ekki, því markmið okkar er alltaf að gera betur en í fýrra,“ sagði Páll. Dómarar eru þolprófaðir á vorin er eitthvað íylgst með dómurunum yfír sumarið? „Það eru eftirlits- menn á yfirgnæf- andi meirihluta leikjanna I fyrstu, annarri og þriðju deild karla og fyrstu deiid kvenna. Þeir gefa álit sitt á frammistöðu dóm- ara og iínuvarða og fjalla þar meðal annars um líkam- legt ástand. Ef að mönnum þykir eitt- hvað á bjáta og að manni hafi hrakað mikið frá því að hann tók þolprófið, þá er hugsaniegt að við getum prófað hann aftur. En því hefur nú ekki verið beitt að undan- fömu,“ sagði Páll. Dómaramálin í ágætu horfi Eysteinn Guð- mundsson á sæti I dómaranefndinni og er I forsvari fyrir hæfnisnefnd hennar. Hann sagði að dómaramálin væru I ágætu horfi I sumar miðað við fyrrasumar. „Skýrslur eftirlits- manna sína að flest allir dómararnir hafa staðið sig vel og fengið góðar einkunnir. Auðvitað koma upp mál eins og Sigurður [Lárusson] var að ræða um þar sem kenna má dómaran- um um,“ sagði Eysteinn. Kemur til greina að dónmranefndin útiioki dómara sem ekki standa sig frá frekari dómgæslu í einhvern tíma, eða færi menn niður um fíokk? „Það þarf að vera ansi alvarlegt ef útiloka á menn, en við getum fært menn á milli flokka strax um sumar- ið, en þá þurfa menn að standa sig illa. En einkunnir gefa til kynna að þeir hafa staðið sig betur nú en í fyrra, og því er ekkert tilefni til slíkra aðgerða,“ sagði Eysteinn. AF INNLENDUM VETTVANGI Eftir Stefán Eiríksson OPNA BLÁALÖNSMÓT GOLFKLÚBBS SANBGERBIS verður haldið á Vallarhúsvelli sunnudaginn 17. júlí. í boði eru glæsilegir ferðavinningar til útlanda með Flugleiðum. 1. verðlaun: Ameríkuferð 2. verðlaun: Evrópuferð 3. verðlaun: Innanlandsferð Ferðirnar eru algerlega að frjálsu vali á áfangastaði Flugleiða. Gildistími er 1 ár. Úrvals litaprentari frá Flewlett-Packard fyrir þá, sem fara holu í höggi á 15. braut. Sömu verðlaun með og án forgjafar. Þrenn holuverðlaun. Skráning í síma 92-37802 frá kl. 17-22 föstudag og 15-22 laugardag. Kylfingar athugið! Þetta er annað mótið af þremur í Bláalóns- mótsröð golfklúbbanna á Suðurnesjum. Veitt verða stig fyrir 20 efstu sætin með og án forgjafar. Titillinn Bláalónsmeistari 1994 hlýtur sá, sem fær flest stig saman- lagt úr öllum þremur mótunum. Útivistarparadís fjölskyldunnar Opið alla daga frá kl. 10-22. Sími 92-68526. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.