Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.07.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 15. JULI 1994 B 3 DOMARAMAL Frammistaða knattspyrnudómara íbrennidepli Virkara eftirlits- kerfi gæti fækkað óánægjuröddum GAGNRÝNI á dómara sem dæma í 1. deildinni í knattspyrnu hefur verið nokkuð áberandi upp á síðkastið. Hefur hún einkum komið frá þjálfurum og leikmönnum liða, 09 beinst að mörgum þáttum i' dómgæslunni, eins og þvíað ósamræmi sé mikið í dómgæslu, hagnaðarreglunni sé lítið beitt og margir dómarar virðist ekki hafa úthald í heilan leik. Einnig virðist vera ósamræmi milli dómara 1 þeim skýrslum sem lagðar eru fyrir aganefnd vegna umdeildra atvika. Það er mat forystumanna ÍKSI að dómaramálin séu al- mennt ekki í slæmu málí, en virkara eftirlitskerf i sé þó til bóta og gæti fækkað óánægjuröddum. Eggert Steingrfmsson formaður aganef ndar og stjórnarmaður í KSI segir að dómarar hafi staðið sig almennt vel í sumar, en auðvitað geri þeir mistök. Eggert seg- ir að fram hafi komið innan KSÍ hvort dómaranefndin, sem hafi aga vald yf ir dómurum, eí g í ekki að grípa til aðgerða fyrr vegna dómara sem ekki standa sig, en ekki bíða til haustsins eins og nú sé gert. Eftir Stefán Eiríksson Sigurður Lárusson þjálfari 1, deildar liðs Þórs sagði í Morg- unblaðinu í vikunni að augh'óst ós- AF amræmi væri í skýrsl- INhJLENDUM um sem dómarar skil- VETTVANGI uðu inn til aganefndar A _^k vegna umdeildra at- ^l ¦ vika, sem gerði það "^M ^P að verkum að ósam- "~- ræmi í úrskurðum nefndarinnar væri sláandi. Eggert Stein- grímsson formaður ¦ aganefndar og stvjórn- armaður í KSÍ sagði að þeir hjá aga- nefndinni gætu ekki farið eftir öðrum gðgnum en skýrslum dómara og eftir- litsmanna, og ef ekkert kæmi fram í þeirra skýrslum um atvik gætu þeir lítið gert. „Ef dómarar og eftirlits- menn skýra ekki frá þvi sem gerist getur skapast ósam- ræmi," sagði Egg- ert. Aðspurður sagði hann að aðil- um væri heimilt að flytja mál sín fyrir nefndinni og leggja gögn fyrir í alvar- legri máium, þar á meðal sjónvarps- upptökur. Er ekki athugun- arefni eí miaræmi er i skýrslum dóm- ara til aganefndar? „Ég er sammála því, en hins vegar breytura við ekki þeim dómi sem fell- ur á vellinum. Dóm- arar gera mistök í þessu eins og öðru. Við sjáum mðrk skoruð sem öllum finnst rangstöðu- mörk, og við sjáum leikmenn í HM-keppninni sem eru reknir af veiii fyrir iitlar eða engar sakir. Aganefnd breytir ekki þeim dómi. Að þessu leytinu til snýr málið ekki að aganefnd, heldur þarf að huga að því hvernig dómara- og hæfn- isnefndin á að taka á því þegar dóm- urum verða á mistök. Hér heima eru dómarar metnir af hæfnisnéfnd og listinn yfir A-dómara í fyrra hefúr breyst. Spurningin er hins vegar sú hvort að menn eigi að þurfa að bíða til haustsins með þetta mat. Mér sýn- ist menn vera sendir heim í HM- keppninni þegar þeir gera mistök. Ef dómari verður uppvis að einhverjum mistðkum hér, af hverju eigum við að bíða eftir haustinu?" Sýnist þér vera tiíefni tU þess núna að gera eitthvað róttækt í þessum málum? „Það hefur kannski verið tilefni til þess lengi. Reglurnar hafa verið hert- ar að undanförnu og það kemur til álita að hæfnisnefndin og eftirlits- kerfi dómaranefndarinnar eigi að vera virkari og taka fyrr á málum, og ekki bíða haustsins og næsta keppnis- tímabiis. Hins vegar sýnist mér að dómarar og línuverðir eigi fáa stuðn- ingsmenn. Áhorfendur eru hrópandi sem og forráðamenn félaga, og Sþrótt- afréttaritarar vanda þeim stundum ekki kveðjurnar. Menn blása stundum mikið þegar málið snýr að þeirra fé- lögum eða félögum ákveðinna íþrótt- afréttaritara, en þegja þunnu hljóði þegar eitthvað gerist hjá öðrum. Menn eru því að gera úlfalda úr mýflugu að nokkru leyti eina ferðina enn. Eg held að dómaramálin séu S betra horfi nú en oftast áður. íslenskir dómarar hafa fengið fleiri verkefni eriendis nú en áður með góðum vitnisburði. Það er verið að efla eftiriitskerfið, sem ekki er gamalt, og ég held að við getum verið þökkalega sáttir við stöð- una í dag," sagði Eggert. Fyrirmælin eru skýr Það er ekki aðeins ósamræmi í skýrslugerð sem hefur farið í taugarn- ar á mönnum heldur líka ósamræmi í dðmgæslu miili dómara, en helst þó þegar dómarar eru ósamkvæmir sjálf- um sér. Sigurður Lárusson nefnir dæmi i Morgunblaðinu í vikunni um að dómarar séu ragir við að sýna spjöld, t.d. þegar menn sparka bolta í burtu eftir að búið er að dæma, ef þeir hafa gefið viðkomandi leikmanni gult spjald áður í leiknum. Hins vegar hiki þeir ekki við, S sama leik, að lyfta gula spjaldinu þegar á í hlut leikmað- ur sem ekki hefur fengið spjald áður í leiknum, þó svo að um sama brot sé að ræða og ekki var gefin áminn- ing fyrir skömmu áður. Páll Bragason formaður dómara- nefndar KSÍ sagði að fyrirmæii sem dómarar fái frá dómaranefnd væru skýr. „Ég get eðlilega ekki talað um einstölf atvik, en ef menn eru að ganga á svig við þau fyrirmæli og þær regiur sem þeir hafa, og hlSfa mönnum vegna þess að þeir eru bún- ir að fá áminningu áður, þá er það mjög slæmt og rangt. En mér finnst það rangur siður sem sumir þjáifarar hafa tekið upp, að í hyert sinn sem lið þeirra tapar leik eða næstum því, þá er þyriað upp einhverju moldviðri um það að dómaranum hafi orðið á mistök. Aðspurður um frammistöðu dóm- ara í sumar sagðist Páll ekki hafa orðið var við að hún væri almennt siæm. „Ég hef nú ekki séð nema örlít- ið brot af þeim leikjum sem fram hafa farið í sumar eins og gefur að skilja, en ég hef ekki orðið var við það sjálfur og við höfum ekki séð það á skýrsium eftirlitsmanna að þetta sé neitt verra f sumar en áður. Ég verð að setja mig upp á móti þeirri skoðun að þessum málum sé að fara aftur, ég held að þeim sé að fara fram. Enda væri það skelfilegt ef svo væri ekki, því markmið okkar er alltaf að gera betur en í fyrra," sagði Páll. Dómarar eru þolprófaðir á vorin er eitthvað fyigst með dómurunum yfír sumarið? „Það eru eftirlits- menn á yfirgnæf- andi meirihluta leikjanna í fyrstu, annarri og þriðju deild karla og fyrstu deild kvenna. Þeir gefa álit sitt á frammistöðu dóm- ara og línuvarða og fjalla þar meðal annars um líkam- legt ástand. Ef að mönnum þykir eitt- hvað á bjáta og að manni hafi hrakað mikið frá því að hann tók þolprófið, þá er hugsanlegt að við getum prófað hann aftur. En því hefur nú ekki verið beitt að undan- förnu," sagði Páll. Dómaramálín í ágætuhorfi Eysteinn Guð- í dómaranefndinni fyrir hæfnisnefnd hennar. Hann sagði að dómaramálin væru í ágætu horfi í sumar miðað við fyrrasumar. „Skýrslur eftirlits- manna sína að fiest allir dómararnir hafa staðið sig vel og fengið góðar einkunnir. Auðvitað k'oma upp mál eins og Sigurður [Lárusson] var að ræða um þar sem kenna má dómaran- um um," sagði Eysteinn. • Kemur tiigreina að dómaranefnd'm útíioki dómara sem ekki standa sig frá frekari dómgæslu íeinhvern tíma, eða færí menn niður um flokk? „Það þarf að vera ansi alvarlegt ef útiloka á menn, en við getum fært menn á milli flokka strax um sumar- ið, en þá þurfa menn að standa sig illa. En einkunnir gefa til kynna að þeir hafa staðið sig betur nú en í fyrra, og því er ekkert tilefni til slíkra aðgerða," sagði Eysteinn. mundsson á sæti og er í forsvari OPHA BLAALONSMOT GOLFXLÚBBS SANOGERHS verður haldið á Vallarhúsvelli sunnudaginn 17. júlí. í boði eru glæsilegir ferðavinningar til útlanda með Flugleiðum. 1. verðlaun: Ameríkuferð 2. verðlaun: Evrópuferð 3. verðlaun: Innanlandsferð Ferðirnar eru algerlega að frjálsu vali á áfangastaði Flugleiða. Gildistími er 1 ár. Úrvals litaprentari frá Hewlett-Packard fyrir þá, sem fara holu í höggi á 15. braut. Sömu verðlaun með og án forgjafar. Þrenn holuverðlaun. Skráning í síma 92-37802 frá kl. 17-22 föstudag og 15-22 laugardag. Kylfingar athugið! Þetta er annað mótið af þremur í Bláalóns- mótsröð golfklúbbanna á Suðurnesjum. Veitt verða stig fyrir 20 efstu sætin með og án forgjafar. Titillinn Bláalónsmeistari 1994 hlýtur sá, sem fær f lest stig saman- lagt úr öllum þremur mótunum. & HITAVEITA SUÐURNESJA VIÐ BLÁA LÓNIÐ K'Ajm HEWLETT Í/Jm PACKARD HPA ISLANDI H F ffltfitiJi.Un y HrÁftHk. •initi"ini7iitm r,a .•.,-M;..i.-id.; l'l vúmh-ikv . «BIÁA LÓNIÐ ^f -œvintýri líkastl Útivistarparadís fjölskyldunnar Opið alla daga frá kl. 10-22. Sími 92-68526. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.