Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Viðamestu rannsókn á dji'ipkarfastofninuni til þessa er lokið
Stofninn 2,2
millj. tonna
VIÐAMESTA rannsókn sem gerð
hefur verið á djúpkarfastofninum á
Reykjaneshrygg bendir til að stofn-
inn sé a.m.k. um 2,2 milljónir tonna.
Jakob Magnússon, fiskifræðingur og
leiðangursstjóri í rannsókninni,
sagði að mælingin staðfesti fyrri
mælingar á stofninum og því eigi
að vera óhætt að auka veiðar úr
karfastofninum upp í 150 þúsund
tonn án þess að ganga á stofninn.
Rannsóknin var gerð í samvinnu ís-
lenskra og norskra fiskifræðinga.
Árið 1992 mældist karfastofninn
tæpar 2 milljónir tonna. Þessi mæl-
ing bendir því til þess að stofninn
sé jafnvel stærri en menn hafa talið.
Jakob sagði að talan 2,2 milljónir
tonna væri lágmarkstala, bæði
vegna þess að ekki hefði tekist að
fara um allt það svæði sem talið er
að djúpkarfi sé á og eins vegna vissra
erfiðleika við mælingar á nóttunni.
Jakob tók þó fram að mest allt svæð-
ið hefði verið rannsakað.
Talsverð óvissa hefur verið um
stærð djúpkarfastofnsins, en ekki
hafa verið gerðar víðtækar mælingar
á stofninum fyrr en nú. Fiskifræð-
ingar hafa þó talið stofninn öflugan
og að óhætt sé að auka veiðar úr
honum. Hafrannsóknastofnun hefur
mælt með 150 þúsund tonna veiði,
en Alþjóðahafrannsóknaráðið mælti
með 100 þúsund tonna veiði.
Veiði úr djúpkarfastofninum bef-
ur sveiflast nokkuð síðustu ár. Veið-
in komst upp í 105 þúsund tonn
árið 1986, en minnkaði síðan. í fyrra
veiddust 87 þúsund tonn og talið er
að veiðin verði ekki minni á þessu
ári. Margar þjóðir hafa stundað veið-
ar úr stofninum, en Rússar, Norð-
menn og íslendingar hafa veitt mest.
Færeyingar hafá hug á að auka
veiðar sínar úr stofninum.
Aðstæður til rannsókna góðar
Jakob sagði að leiðangurinn hefði
gengið vel. Veður hefði verið gott
og aðstæður til rannsókna ákjósan-
legar, Upphaflega var ráðgert að
rússneskt skip færi með í leiðangur-
inn, en Rússarnir hættu við á síð-
ustu stundu. Vegna þessa var ákveð-
ið að lengja leiðangur Bjarna Sæ-
mundssonar um nokkra daga. Jakob
sagði að alls hefði verið farið yfir
um 190 þúsund fermílur. Rannsókn-
arsvæðið er á milli 54 gráðu norðurs
og norður að 64 gráðu og 29 gráðu
vesturs og 48 gráðu vesturs. Leið-
angurinn tók um þijár vikur.
Jakob sagði að hegðun karfans
væri með dálítið öðrum hætti nú en
árið 1991 og 1992, þegar stofninn
var rannsakaður. Karfínn virtist
dreifðari á nóttunni núna. Jakob sagði
að þetta atriði leiði til þess að físki-
fræðingamir sem að leiðangrinum
stóðu telji sig geta fullyrt að stærðar-
mælingin sé lágmarksmæling.
Jakob sagði mikilvægt að halda
rannsóknum á djúpkarfastofninum
áfram. Nauðsynlegt sé að fá vitn-
eskju um hvaða áhrif aukin veiði
hafí á stofninn. Jakob sagði að rætt
hefði verið um áframhaldandi sam-
starf við Norðmenn, en ekkert sé
ákveðið um það ennþá.
Formaður mannanafnanefndar
Akvörðun vegna
nýrra upplýsinga
Morgunblaðið/Golli
Blíðviðri
um helgina
um allt land
ÚTLIT er fyrir blíðviðri um
mest allt landið um helgina.
Samkvæmt upplýsingum Veð-
urstofunnar er gert ráð fyrir
bjartviðri og hlýindum um allt
land á laugardag og sunnudag,
en á sunnudagskvöld gæti farið
að þykkna upp sunnanlands.
Hvort veðrið verður eins gott
og það var þegar þessi mynd
var tekin skal ósagt látið. í dag
er spáð norðvestanátt og gæti
víða orðið bjart um sunnanvert
landið og hiti á bilinu 8-18 stig,
heitast á Suðurlandi. Þessir
ferðalangar nutu blíðviðrisins
í Reykjavík í gær og létu líða
úr sér á bekk við styttu Jóns
Sigurðssonar á Austurvelli.
FORMAÐUR mannanafnanefndar,
Halldór Ármann Sigurðsson, segir
að nefndin hafi synjað. beiðni for-
eldra Elsabetar Harðardóttur lögum
samkvaamt. Ekki hafí legið fyrir
upplýsingar sem þurfti til þess að
leyfa Elsabetamafnið þegar fyrri
ákvarðanir vom teknar.
Segir Halldór, að ef nafn teljist
ekki íslenskt að uppruna verði að
sýna fram á að fyrir því sé hefð.
Það sé gert með því að rannsaka
hvort nafn komi fyrir í manntali
1910. Finnist nafnið þar þurfí fímm
íslendingar að bera það í dag svo
fyrir því teljist hefð, Fundist hafí
fjórir með Elsabetarnafninu og því
ekki heimilt, lögum samkvæmt, að
skíra barnið með því nafni. Einnig
segir Halldór að fínnist nafn ekki í
manntali 1910, sé næsta skref að
finna það í manntali 1845. Sé það
unnt gildi rýmri reglur um það
hversu margir þurfi að bera það í
dag og er þess krafíst að einn til
fjórir beri nafnið.
Leyfi fyrir Arnold
Halldór segir ennfremur að í kjöl-
far umíjöllunar um málið hafi borist
upplýsingar, sem ekki hafí verið í
þjóðskrá, að fimm íslendingar bæm
Elsabetarnafnið og því hafi fyrri
ákvörðun nefndarinnar verið endur-
skoðuð, lögum samkvæmt. Segir
Halldór loks að Aðalheiður Daníels-
dóttir, sem nefndin hafði synjað um
leyfi til að skíra son sinn Amold,
hafí fengið leyfi fyrir nafninu á sömu
forsendum og foreldrar Elsabetar.
Grein í Der
Spiegel um
kaup á
rafmagni
STJÓRNARFORMAÐUR Raf-
orkuvera Hamborgar, Hamburger
Electricitátswerke, hefur velt fyrir
sér þeim möguleika að kaupa raf-
magn frá íslandi að því er greint
er frá í 27. tölublaði þýska viku-
ritsins Der Spiegel.
Sé verið að leita leiða til að
uppfylla rafmagnsþörf sem fari
vaxandi í borginni, til dæmis hafí
kjamorkuverinu í Brunsbiittel við
Elbu verið lokað fyrir tveimur
ámm og ekki hafí enn fundist
orkuuppsprettur til að fylla það
skarð, samkvæmt því sem segir í
Der Spiegel.
Ennfremur segir að stjórnar-
formaðurinn, Fritz Vahrenholt, sé
að velta fyrir sér þessum mögu-
leika á þeirri forsendu að hér séu
ráðgerðar stórar vatnsaflsstöðvar
sem ættu einnig að geta selt orku
til Hamborgar.
Sæstrengur dýr
Telur hann þó nokkra annmarka
á þessu, meðal annars að sæ-
strengur til íslands myndi kosta
marga milljarða marka og að
leiðsla á sjávarbotni yrði varla
fullgerð fyrr en árið 2010.
Auk þess sem rafmagnið frá
íslandi yrði væntanlega margfalt
dýrara en það sem framleitt er í
kolakyntu orkuveri eða með kjarn-
orku.
Undir lok greinarinnar segir
hins vegar eftir Vahrenholt að ef
orkuskattur yrði lagður á í landinu
myndi borga sig að fá rafmagn
frá íslandi.
Mögnleikar á byggingu fjölnota íþróttahúss í Laugardal
Kannað undir forystu ÍSÍ
HAFNARDAGAR hefjast hjá
Reykjavíkurhöfn í dag og
standa í þrjá daga. Fjögurra
síðna blað um Hafnardaga
fylgja blaðinu í dag.
FORYSTUMENN íþróttahreyfmg-
arinnar komu saman í gær og ræddu
möguleika á fjáröflun til jafns við
framlag Reykjavíkurborgar til bygg-
ingar fíölnota íþróttahúss í Laugar-
dal. „Við skoðuðum möguleikana á
breiðari grundvelli en gert hefur ver-
ið,“ sagði Ellert B. Schram, forseti
ÍSÍ, aðspurður um fundinn. „Um er
að ræða fjölnota hús, mannvirki, sem
á að standa til frambúðar, og því
koma fleiri að málinu en HSI.“
Á fundinum var farið yfír gögn
og kom fram að um væri að ræða
mannvirki, sem gagnaðist íþrótta-
hreyfingunni allri og jafnvel fleiri
aðilum. Eins og fram hefur komið
samþykkti borgarráð sl. þriðjudag
að vetja allt að 270 milljónum króna
til byggingar fjölnota íþróttahúss
austan Laugardalshallar að því til-
skildu að Handknattleikssamband
íslands geti tryggt þátttöku ríkis-
valdsins og annarra aðila vegna
byggingarinnar með samsvarandi
fjárframlagi.
Iþróttahreyfingin ekki
aflögufær
Ellert sagði að ákveðið hefði verið
að ræða við fulltrúa ríkisvaldsins og
aðra aðila og láta á það reyna, hvort
hægt væri að afla fjár annars staðar
frá til að mæta því skilyrði sem fram-
lag borgarinnar gerir ráð fyrir svo
hægt væri að ráðast í byggingu
hússins.
Aðspurður sagði EUert að íþrótta-
hreyfingin gæti ekki tekið þátt í
kostnaðinum og hún hefði aldrei
haft fé aflögu til að leggja í mann-
virkjagerð. Hins vegar væri um að
ræða eitt allra stærsta mál sinnar
tegundar og mannvirkið skapaði sér-
stök tímamót, því með því gjör-
breyttist öll aðstaða, sérstaklega
fyrir knattspyrnu, frjálsíþróttir og
aðrar utanhúss íþróttagreinar.
Alþjóðlegt skákmót
Björgvin
og Þröst-
ur í 5. sæti
ÞRÖSTUR Þórhallsson og
Björgvin Jónsson, skákmeist-
arar, eru í 5.-10. sæti á alþjóð-.
legu opnu skákmóti í Mont-
pellier í Frakklandi með 5
vinninga þegar lokið er sjö
umferðum af níu. Enski stór-
meistarinn Tony Miles er einn
í efsta sæti á mótinu með 6V2
vinning. Áttunda umferð verð-
ur tefld í dag.
Hannes Hlífar Stefánsson,
stórmeistari tekur einnig þátt
í mótinu og er hann með 4
vinninga. Þátttakendur eru 73
og þar af eru sex stórmeistar-
ar og 13-14 alþjóðlegir meist-
arar. í öðru sæti á mótinu er
Lubov frá Búlgaríu með 6
vinninga og í 3.-4. sæti eru
Prie, Frakklandi, og Summ-
erscale frá Englandi með 5 'h
vinning.
Vinnuslys á
Reykhólum
Reykhólum. Morgunblaðið.
UNGUR maður slasaðist á
Reykhólum í gærkvöldi þegar
hann fékk þangpoka sem verið
var að hífa upp á bryggju yfir
sig. Flogið var með manninn
í sjúkrahús í Reykjavík.
Verið var að hífa nýslegið,
blautt þang í poka upp á
bryggjuna með krana sem
staðsettur er á bryggjunni
þegar pokinn datt niður og á
manninn. Pokar þessir eru tvö
til þijú tonn á þyngd.
Áð sögn læknis á slysadeild
Borgarspítala hlaut maðurinn
einhver beinbrot en var ekki
lífshættulega slasaður og
hafði ekki hlotið innvortis
meiðsl.
Maðurinn er frá Reykjavík
og hefur unnið í þörungaverk-
smiðjunni í skamman tíma.
*
Islendingar
unnu Ira
SPILUÐ var í gær ein umferð
á Evrópumóti yngri spilara í
Hollandi. íslendingar spiluðu
við íra og unnu með 24 stigum
gegn 6.
Islenska sveitin er nú í 10.
sæti með 244 stig. í dag verða
spilaðar tvær umferðir, þijár
umferðir spilaðar á morgun
og ein umferð á sunnudag.
Staða efstu þjóða er þannig
eftir 15 umferðir: Danmörk
og Pólland eru í 1.-2. sæti
með 295 stig, í 3. sæti er Bret-
land með 281 stig og í 4. sæti
er ísrael með 274 stig.
Bifreið útaf
í Eyjafirði
Grenivík. Morpunblaðirt
LÍTIL fólksbifreið fór út af
veginum skammt fyrir norðan
bæinn Grýtubakka í Eyjafirði
um hálfsexleytið í gær. Bíllinn
endastakkst og fór tvær velt-
ur. Talið er að ökumaðurinn,
sem var einn í bílnum hafi
ekki slasast alvarlega.
Bifreiðin var á leið frá
Grenivík. Ökumaður var flutt-
ur á sjúkrahús á Akureyri, en
hann var í öryggisbelti. Bíllinn
er talinn ónýtur eftir veltuna.