Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
Ökuskóli fyrir börn
Vígslu-
biskup
vígður í
Skálholti
Á SKÁLHOLTSHÁTÍÐ á sunnu-
daginn verður sr. Sigurður Sigurðar-
son, sóknarprestur á Selfossi, vígður
vígslubiskup í Skálholti.
Biskup íslands, herra Ólafur
Skúlason, mun annast vígsluna og
þjóna fyrir altari, ásamt sr. Guð-
mundi Óla Ólasyni sóknarpresti í
Skálholti, sr. Kristjáni Val Ingólfs-
syni, rektor, og hinum nýja vígslu-
biskupi, sem einnig prédikar.
Vígslu lýsir sr. Sigurður Helgi
Guðmundsson og aðrir vígsluvottar
verða sr. Sigurjón Einarsson, próf-
astur, sr. Tómas Guðmundssosn, pró-
fastur, sr. Karl V. Matthíasson, sókn-
arprstur, og sr. Kristján Búason,
dósent.
Við athöfnina syngja kirkjukórar
Skálholts- og Selfosskirkju undir
stjórn organistanna Hilmars Arnar
Agnarssonar og Gúms Gylfasonar.
Vígsluathöfnin í Skálholtskirkju
hefst kl. 14 og eru allir velkomnir.
PÓST- og símamálastofnunin sendi
síðdegis í gær upplýsingar til Tele-
globe í Kanada um framvindu mála
síðustu daga hér á landi varðandi
lagningu ljósleiðarakapalsins hjá
Vestmannaeyjum og kort af þeim
svæðum þar sem samkomulag hef-
ur tekist um að kanna með flutning
á kaplinum síðar. Teleglobe síma-
fyrirtækið á 75% í kaplinum og er
í forsvari fyrir allar eigendur
kapalsins og sagði Þorvarður Jóns-
son, framkvæmdastjóri fjarskipta-
sviðs Pósts og síma, í samtali við
Morgunblaðið að boðaður hefði ver-
ið fundur í kanadíska fyrirtækinu
vegna málsins þegar í gær. Þor-
varður sagði útilokað á þessu stigi
að giska á hver yrði kostnaður við
áætlaðan flutning ljósleiðarakapals-
ins. Afla þyrfti margvíslegra gagna
og upplýsinga um verkið áður en
hægt væri að gera nokkra áætlun
um kostnaðinn og væntanlega liðu
nokkrir mánuðir þar til slíkar tölur
lægju fyrir. Lagning kapalsins frá
Vestmannaeyjum átti samkvæmt
áætlun að hefjast snemma í morg-
un.
Þorvarður sagði að áður en
kostnaður við flutning kapalsins
yrði metinn þyrfti m.a. að kanna
hvaða Skip myndi henta til að kanna
hafsbotninn á því svæði sem ákveð-
ið yrði að færa kapalinn
yfir á og síðan þyrfti að
reikna út hvað það myndi
kosta að framleiða þann
búnað sem þyrfti til við-
bótar svo hægt væri að
framkvæma verkið. Þá þyrfti að
kanna hvaða kapalskip væri hægt
að fá til verksins, hvenær og hvað
það myndi kosta.
„Það myndi enginn að svo stöddu
vilja giska á neina upphæð, enda
fer þetta eftir ýmsum forsendum
sem ekki liggja fyrir. Eg myndi
halda að kostnaðaráætlun gæti leg-
ið fyrir fyrst eftir nokkra mánuði.
Við reynum að haga því þannig
UMFERÐARSKÓLI fyrir börn
5-10 ára, Litli ökuskólinn,
verður starfræktur næstu helg-
ar við Lækjarskóla í Hafnar-
firði.
Á planinu við Lækjarskóla er
búið að merkja akstursbrautir
með umferðarljósum og merk-
tímanlega að verkið geti hafist
næsta sumar, því það er eini tíminn
sem myndi henta í svona verk og
við hefðum þá veturinn til að vinna
að undirbúningi," sagði hann.
Enginn fullyrt að kapallinn
verði færður
Þorvarður sagði að vegna frétta-
flutnings af málinu vildi hann taka
skýrt fram að enginn frá Pósti og
síma né samgönguráðuneytinu
hefði fullyrt að kapallinn yrði færð-
ur næsta vor. „Við höfum lofað að
kanna hvort hægt verður að færa
hann og hvað það kostar. En að
við, sem eigum milli 5 og 6% í
strengnum, getum lofað að hann
verði færður, og það án þess að
ráðgast við neina af hinum eigend-
unum, er auðvitað út í
hött,“ sagði hann.
Samkomulagið sem
samgönguráðuneytið og
Póstur og sími náðu við
útvegsmenn í Vest-
mannaeyjum í fyrradag felur það í
sér að lendi veiðarfæri á kaplinum
verði þau skilin þar eftir til að valda
ekki tjóni á honum, en að sögn
Þorvarðar munu eigendur kapalsins
síðan bæta útvegsmönnunum þann
skaða sem þeir yrðu fyrir. Komi
hins vegar til þess að kapallinn slitni
af völdum veiðarfæra þurfa eigend-
ur viðkomandi skips sem tjóninu
veldur að greiða það að fullu sam-
ingum. Við kennsluna eru
notaðir rafmagnsbílar sem
börnin fá að aka á um svæðið
auk þess sem farið er yfir helstu
umferðarreglur með þeim.
Börnin fá ökuskírteini að lok-
inni fræðslu og þess vegna er
æskilegt að þau komi með
kvæmt lögum. Samkvæmt upplýs-
ingum útgerðarmanna geta þeir
ekki tryggt sig fyrir slíku óhappi,
en kostnaðurnn við viðgerð gæti
numið um 100 milljónum króna
samkvæmt lauslegu mati Pósts og
síma.
Engin skýring á fjarveru
sjávarútvegsráðuneytisins
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu leitaði Póstur og
sími við undirbúning lagningu
kapalsins álits hjá sjávarútvegs-,
umhverfís-, iðnaðar-, og samgöngu-
ráðuneyti, og í febrúar síðastliðnum
var óskað bréflega eftir áliti ráðu-
neytanna á leyfi til lagningar og
rekstrar kapalsins. Þessu erindi
svöruðu iðnaðar- og umhverfisráðu-
neyti síðar, en engin við-
brögð bárust frá sjávar-
útvegsráðuneytinu fyrr
en nú í vikunni.
í svari umhverfisráðu-
neytisins sem dagsett er
16. maí segir m.a.: „Að undan-
genginni rækilegri könnun og með
vísun til upplýsinga sem fram
komu á fundi ráðuneytisins með
fulltrúum frá Póst- og símamála-
stofnuninni, samgönguráðuneyt-
inu, og iðnaðarráðuneytinu [16.
maí] hefur ráðuneytið fyrir sitt
leyti ekkert við lagningu sæsímans
innan íslenskrar efnahagslögsögu
að athuga." í bréfi iðnaðar- og
passamynd með sér.
Litli umferðarskólinn verður
opnaður á morgun, laugardag-
inn 23. júlí, kl. 13.00, og starf-
ræktur næstu laugardaga og
sunnudagakl. 10.00-17.00.
Næstu viku, 25.-29. júlí, verður
hann einnig opinn á sama tíma.
viðskiptaráðuneytisins segir m.a.:
„Með vísan til upplýsinga sem
komu fram á fundi ráðuneytisins
með fulltrúum frá Póst- og síma-
málastofnuninni, samgönguráðu-
neytinu, og umhverfisráðuneytinu,
sem haldinn var 16. maí sl., og
þegar litið er til þeirra laga sem
ráðuneytið fer með framkvæmd á,
þá lýsir ráðuneytið því hér með
yfir að það geri fyrir sitt leyti eng-
ar athugasemdir við lagningu sæsí-
mans innan íslenskrar efnahags-
lögsögu." Afrit af þessum bréfum
fengu umhverfisráðuneyti og iðn-
aðar- og viðskiptaráðuneyti, sam-
göngúráðuneyti, sjávarútvegs-
ráðuneyti og utanríkisráðuneyti.
Árni Kolbeinsson ráðuneytisstjóri
í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í
samtali við Morgunblaðið að ráðu-
neytið hefði í kjölfar bréfs Pósts
og síma í febrúar lýst því yfir að
það teldi eðlilegt að samgönguráðu-
neytið leitaði álits annarra á hver
fara ætti með lögnina og það væri
hin formlega rétta leið að málinu.
Hins vegar hefði Póstur og sími
sent umhverfisráðuneytinu beiðni
um leyfi til lagningar kapalsins.
„Um þetta bréf eru síðan haldnir
fundir í umhverfisráðuneyti og af
einhveijum ástæðum tökum við
ekki þátt í þeim. Mér er'ekki kunn-
ugt um af hveiju. Það eru
sumarfrí hér og ég hef
ekki komist að því. En
við gerðum það ekki og
þessu er svarað af hálfu
umhverfisráðuneytisins
með vísan til þessara funda sem
við ekki tókum þátt í. Síðan kemur
þetta ekki upp fyrr en á mánudag-
inn þegar okkur er gert ljóst að
þessi símalögn standi fyrir dyrum
á stað sem ekki sé viðsættanlegur
fyrir veiðarnar. Þetta er í stuttu
máli sagan og það er svo sem ekk-
ert hægt að afsaka eða skýra, en
svona gengur þetta fyrir sig,“ sagði
hann.
Gullpotturinn
10 milljónir
GULLPOTTURINN í happdrættis-
vélum Happdrættis Háskóla íslands
er nú rúmar 10 milljónir að sögn
Halldórs Arnarssonar starfsmanns
happdrættisins.
Segir hann að síðasti gullpottur
hafi komist í níu og 'Amilljón en
hann gekk út í apríl. Gullpotturinn
byrjar í tveimur milljónum og renn-
ur ákveðið hlutfall fjár sem þátttak-
andinn setur í vélina í pottinn í
hvert sinn sem spilað er.
Forseti ASÍ
Trygging-
arnar eru
dýrar
BENEDIKT Davíðsson, forseti
ASÍ, sagði að mörgum verka-
lýðsfélögum hafi þótt þær
tryggingar sem tryggingarfé-
lögin hafa boðið sjúkrasjóðum
verkalýðsfélaganna upp á
mjög dýrar. Hann sagði að það
sé matsatriði hvort rétt sé fyr-
ir sjúkrasjóðina að kaupa slík-
ar tryggingar eða leitast við
að tryggja launþega með öðr-
um hætti.
„Það getur verið matsatriði ,
hvort er rétt að kaupa svona
tryggingu hjá tryggingarfé-
lagi eða hvort sjúkrasjóðirnir
sjálfir skapi meiri rétt beint
og taki þannig áhættuna sjálf-
ir eins og ríkið og bankarnir
gera. Þessar tryggingar hafa
þótt mjög dýrar. Aðstaða sjúk-
rasjóðanna er misjöfn og því
verða félögin að meta hve
stóru hlutfalli af tekjum sjóð-
anna sé réttlætanlegt að eyða
í iðgjald fyrir svona trygging-
ar,“ sagði Benedikt.
Reynt að samræma reglur
Benedikt sagði að það sé
alfarið í valdi hvers verkalýðs-
félags að taka ákvörðun um
hvort trygging sé keypt af
tryggingarfélagi eða ekki.
Hann viðurkenndi að það sé
nokkuð mismunandi hversu
vel launþegar séu tryggðir í
gegnum sjúkrasjóðina. Hann
sagði að ÁSÍ hefði reynt að
samræma reglur um sjúkra-
sjóðina og m.a. gefið út sér-
stakan bækling um æskilega
reglugerð um sjúkrasjóði
verkalýðsfélaganna.
Dýralæknaþing
Þátttakendur
verða 900
NORRÆNT dýralæknaþing
verður haldið í Reykjavík dag-
ana 26.-29._ júlí nk. Dýra-
læknafélag íslands sér um
framkvæmd þess en félagið er
60 ára á þessu ári. Hátt í sjötta
hundrað manns hafa skráð sig
til þátttöku á þinginu og um
300 þeirra munu taka með sér
maka og börn. í tengslum við
þingið verður kynning á ís-
lenska hestinum og hundinum
og íslenskum afurðum.
Hestasjúkdómar
Eitt aðalmálefna þingsins
verður umfjöllun um hestasjúk-
dóma og verður lögð veruleg
áhersla á sjúkdóma sem hijá
íslenska hestinn. Alls verða
flutt 25 erindi og þar af eru
16 sem fjalla um sumarexem,
spatt og sníkjudýr í hrossum.
Heilbrigðiseftirlit með sjáv-
arafurðum er á sameiginlegri
dagskrá þingsins en heilbrigði-
seftirlit með sjávarafurðum er
yfirleitt í höndum dýralækna í
Evrópusambandslöndum.
Að auki verða sérdagskrár í
11 deildum sem fjalla um hin
ýmsu svið dýralækninga.
í fréttatilkynningu frá undir-
búningsnefnd þingsins segir að
þing sem þetta sé einn af horn-
steinum í samvinnu norrænu
dýralæknafélaganna og sé
haldið fjórða hvert ár til skiptis
á Norðurlöndunum.
Áætlanir um flutning ljósleiðarakapalsins af veiðislóðum við Vestmannaeyjar
Kostnaður ekki
ljós fyrr en eftir
nokkra mánuði
Afla þarf
margvíslegra
gagna
Kostnaður við
viðgerð 100
milljónir