Morgunblaðið - 22.07.1994, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
_____________________________FRETTIR
RKÍ og Hjálparstofnun kirkjunnar hafa sent um 3,5 millj.
til hjálparstarfs í Rúanda
Engar frekari aðgerðir
í undirbúningi
Reuter
MÓÐIR með deyjandi barn sitt bíður eftir læknishjálp.
ENGAR safnanir eða aðrar beinar
aðgerðir hafa verið skipulagðar
af hálfu íslenskra hjálparstofnana
til að leggja fram í hjálparstarf
það sem nú er unnið í þágu flótta-
manna frá Afríkuríkinu Rúanda.
Á seinustu fjórum vikum hafa
Rauði kross Islands og Hjálpar-
stofnun kirkjunnar þó sent um
hálfu fjórðu milljón króna til neyð-
araðstoðar við flóttamenn frá Rú-
anda, og er féð að mestu komið
frá íslenskum stjórnvöldum.
Stærsti flóttamanna-
straumurinn
Rauði kross Islands sendi 2,5
milljóna króna framlag frá stjórn-
völdum til aðstoðar við Rúanda
fyrir tæpum fjórum vikum, auk
þess sem hjúkrunarfræðingur frá
RKÍ, Maríanna Csillag, hefur
starfað í rúma tvo mánuði í Tans-
anínu, þar sem eru búðir fyrir
flóttamenn frá Rúanda. Sigríður
Guðmundsdóttir, skrifstofustjóri
RKÍ, segir að ekkert hafi verið
ákveðið um frekari aðgerðir eða
framlög, en fylgst sé náið með
ástandinu og örum breytingum
sem það tekur. Ljóst sé að hjálpar-
starfsmenn vanti á þessum slóð-
um, en krafa sem gerð er um
frönskukunnáttu þeirra valdi
nokkrum erfiðleikum, þar sem
ekki séu margir slíkir á skrám
RKÍ. Stutt sé síðan RKÍ efndi sein-
ast til söfnunar og þoli „markaður-
inn“ ekki of margar slíkar með
stuttu millibili, auk þess sem
kostnaður við þær sé mikill. Þó
sé áfram tekið við fijálsum fram-
lögum. „Flóttamannastraumurinn
þarna er sá stærsti sem Rauði
krossinn hefur glímt við frá upp-
hafí. Alþjóða Rauði krossinn er
með fjöldann allan af starfsfólki í
Zaire, Búrundí og Tansaníu og
vantar fleiri til að sinna verkefn-
um, eins og að setja upp sjúkra-
hús, dreifa matvælum og hjálpar-
gögnum, skipuleggja búðir og
hreinsa vatnsból. Við fengum bréf
frá Maríönnu fyrir tveimur dögum
og hún segir ástandið afar erfitt,
verkefnin gífurlega mörg, unnið
frá því snemma á morgnana og
langt fram á kvöld og allur aðbún-
aður starfsfólks og flóttafólks
mjög slæmur," segir Sigríður.
„Við komum til með að taka þátt
í þessu hjálparstarfí áfram, í hvaða
mynd sem það verður, alveg þang-
að til vandinn er leystur að fullu,
eins og á öðrum stöðum sem Rauði
krossinn starfar á, stöðum sem
fjölmiðlar hafa gleymt.“
Þörfin mikil
Fyrir um þremur vikum ákvað
Hjálparstofnun kirkjunnar að
senda um 2,5 milljónir til hjálpar-
starfs í Afríku, sem skiptist á
milli Rúanda og Eþíópíu, en þar
af lögðu stjórnvöld til eina milljón
króna. Búið er að senda þessa
upphæð til Lúterska heimssam-
bandsins í Genf, sem ráðstafar
henni í samræmi við forgangsröð
neyðaraðstoðar. „Þörfin er vissu-
lega mikil og ástandið slæmt,“
segir Jóhannes Tómasson, upplýs-
ingafulltrúi Hjálparstofnunar
kirkjunnar. „Lúterska heimssam-
bandið gefur okkur yfirlit með
ákveðnu millibili um hvernig til
hafi tekist með fjármögnun stór-
verkefna á borð við aðstoð við
flóttamenn frá Rúanda, og við
tökum oft ákvörðun í framhaldi
af því,“ segir Jóhannes.
Framlög frá einstaklingum
Hann segir að þótt engin söfnun
sé í gangi berist Hjálparstofnun
kirkjunnar að jafnaði framlög frá
einstaklingum um hver mánaða-
mót, og megi gera ráð fyrir að
það fé renni til hjálparstarfsins í
Afríku. Engir íslendingar eru á
vegum Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar í löndunum umhverfis Rúanda,
þangað sem flóttamannastraum-
urinn liggur. Jóhannes segir að
rætt hafi verið óformlega um að
efna til landssöfnunar vegna
ástandsins í Rúanda, jafnvel í sam-
einingu með RKÍ, en engin ákvörð-
un hafi verið tekin um slíkt. Lík-
legt sé að beðið verði átekta, enda
henti sumartíminn illa til söfnunar.
Réttindi launþega í brennidepli
Nauðsyn laga um
innri málefni
stéttarfélaga
Sigurður Líndal
DEILT hefur verið um
réttindi launþega, sem
greiða iðgjald til stétt-
arfélaga, en hafa ekki sótt
formlega um aðild að þeim.
Morgunblaðið leitaði til Sig-
urðar Líndalj lagaprófessors
við Háskóla íslands, um lög-
fræðilegt álit hans á þeim
umræðum, sem fylgt hafa í
kjölfarið á því að Herdís Brynj-
arsdóttir, ekkja Dagsbrúnar-
manns, sem lést í vinnuslysi,
fékk ekki fullar bætur frá
Dagsbrún, þar sem hann var
ekki fullgildur félagi.
- Hvað segja lögin um
greiðslur til stéttarfélaga og
réttindi, sem fyigja þeim?
„í lögum nr. 55 frá 1£80
um starfskjör launafólks og
skyldutryggingu lífeyrisrétt-
inda segir í sjöttu grein: „Öll-
um atvinnurekendum er skylt
að greiða í sjúkrasjóði og orlofs-
sjóði viðkomandi stéttarfélaga, ið-
gjöld þau, sem aðildarsamtök
vinnumarkaðarins semja um hveiju
sinni, og samkvæmt þeim reglum,
sem kjarasamningar greina.“ I
næstu málsgrein stendur að at-
vinnurekanda sé skylt að halda
eftir af launum starfsmanns ið-
gjaldi hans til viðkomandi stéttar-
félags samkvæmt þeim reglum,
sem kjarasamningar greina. Hall-
dór Björnsson [varaformaður
Dagsbrúnar] hefur sagt að það sé
tekið sjálfkrafa af launum fólks í
sjúkrasjóðina og það hafi kannski
ruglað fólk. En það er bundið í
lögum að þetta beri að greiða. Fjár-
hæðin fer þá eftir því sem í kjara-
samningum greinir. Þetta hefur
ekki komið fram í umræðunni, þar
sem ég hef séð til.
Það sem er athugavert við þetta
er að fé sjúkrasjóðanna, sem líta
verður á sem sameign allra félags-
manna, er notað til að greiða ið-
gjald slysa- og líftrygginga fyrir
hluta félagsmanna, þ.e. hina full-
gildu. Þótt beinar
greiðslur úr sjúkrasjóð-
um tíðkist, að fullnægð-
um tilteknum skilyrðum
og þær veitist öllum fé-
lagsmönnum, er ljóst að
mönnum er mismunað.
Fullgildir félagsmenn
njóta forréttinda til
slysa- og dánarbóta á kostnað
hinna. Þetta gengur auðvitað ekki.
Ég veit ekki til þess að það sé
nein lagagrein sem bannar þetta,
en eðli málsins samkvæmt er ekki
glóra í þessu.“
- En er verkalýðsfélögum heim-
ilt að gera fólk að fullgildum félög-
um án umsóknar þess?
„Hér er komið að skylduaðild-1
inni, sem er staðreynd. í fyrsta
lagi er réttur til vinnu í kjarasamn-
ingum bundinn við félagsmenn, en
kjarasamningar eru nánast ígildi
laga. í öðru lagi er greiðsluskylda
til stéttarfélaga eitt form félag-
snauðungar eða skylduaðildar.
Dagsbrúnarmenn eru að bera það
fyrir sig að þeir telji sér ekki heim-
ilt að skrá menn inn í félögin sjálf-
krafa. Spurningin er ekki um það.
Spurningin er um rétt til vinnu og
greiðsluskyldu. Við þetta bætist
svo að peningar, sem er lögskylt
að greiða, skuli einungis nýtast til-
teknum hluta félagsmanna. Það
finnst mér ekki ganga upp og er
brot á öllum jafnræðisreglum.“
- Hvernig er með verkföll? Er
hægt að senda menn, sem ekki eru
fullgildir félagar, hafa t.d. ekki
atkvæðisrétt, í verkföll?
„Verkföll ná til allra, sem eru
innan þess stéttarfélags eða stétt-
►Sigurður Líndal er fæddur 2.
júlí 1931 í Reykjavík. Hann varð
stúdent frá MR 1951, lauk BA-
prófi í Iatínu og sagnfræði frá
HÍ 1957 og varð cand. juris frá
HÍ 1959. Hann stundaði fram-
haldsnám í réttarsögu við Kaup-
mannahafnarháskóla, og við
Rheinische Friedrich Wilhelms
Universitat í Bonn. Hann varð
cand. mag. í sagnfræði frá HI
1968. Hann var skipaður lektor
við lagadeild HÍ 1967 ogpró-
fessor frá 1972. Sigurður var
dómari í Félagsdómi í sex ár frá
1974 og hefur verið forseti Hins
íslenska bókmenntafélags frá
1967. Eftir hann liggur mikill
fjöldi ritverka um lögfræðileg
málefni og hefur hann gegnt
fjölda félags- og trúnaðarstarfa.
arfélagasambands, sem að vinnu-
stöðvun stendur. Menn teljast fé-
lagsbundnir þótt þeir séu aukafé-
lagar. Þeir eiga svokallaða
greiðsluaðild að stéttar-
félagi og hún er réttlætt
með því að þeir njóti
þjónustu félaganna við
gerð kjarasamninga.
Þess vegna beri þeim að
taka á sig þær fórnir,
sem verkföllum fylgja.
Með þessu eru stéttarfé-
lögin í reynd að selja aðgang að
vinnumarkaðnum upp á einhveija
þjónustu, sem menn hafa ekki einu
sinni tækifæri til að afþakka og
svo jafnvel njóta ekki þegar á reyn-
ir eins og í máli Herdísar Brynjars-
dóttur. Þessi réttlæting á greiðslu-
aðild hvílir á sýndarrökum.
Greiðsluskyldan er ígildi félaga-
skyldu og að mismuna mönnum eft-
ir því hvort þeir sækja um inngöngu
í félag eða ekki, er af og frá.“
- Hvaða lausn sérð þú á þessum
málum?
„Verkalýðsfélögin hafa visst
stjómsýsluhlutverk, en hafa engar
skyldur, þau eru lausbeisluð. Ef við
höfum skyldugreiðslu til stéttarfé-
laga þá verður að negla þau niður
hinu megin líka, gera þau hluta
af stjórnkerfi landsins. Eg tel al-
gjöra nauðsyn að setja lög um innri
málefni stéttarfélaga. Við höfum
mjög ítarleg lög um hlutafélög og
við höfum lög um samvinnufélög,
þ.e. um mikilvægustu félagaform-
in. Ef það er nauðsynlegt að hafa
lög um hlutafélög og samvinnufé-
lög þá eru þau líka nauðsynleg um
verkalýðsfélögin. Það er í raun og
veru aðeins tvennt, sem hægt er
að gera. Að gefa aðild fijálsa eða
negla niður hlutverk og starfsemi
verkalýðsfélaganna."
Greidslu-
skylda eitt
form skyldu-
aðildar