Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 9
Grjótgaröur
í Grímsey
IFYRRA var byrjað að stækka
kirkjugarðinn í Grímsey um því
sem næst helming. Ákveðið var
að umhverfis garðinn yrði hlað-
inn grjótveggur og í sumar hafa
verið gerðar tvær hliðar þessa
garðs, alls tæplega 80 metrar
að lengd. Verkinu á að ljúka á
næsta ári. Kristján Ingi Grétars-
son á Syðri - Reistará hefur ann-
ast verkið og honum til aðstoðar
hafa verið Olafur Guðmundsson
og Ásgeir Valdimarsson.
Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþj ónn á Akureyri
Of mikill ökuhraði er orsök
meginhluta umferðarslysa
AKUREYRI
Morgunblaðið/Hólmfríður Haraldsdóttir
NÝI grjótgarðurinn við Grímseyjarkirkju.
Nýjar haustvörur
Sumarblússur, verð kr. 2.000
TESS
s: 622230
Opið virka daga
kl. 9-18,
laugardaga
kl. 10-14
VINDJAKKAR
Tilboð
3.990
ÓLAFUR Ásgeirsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn á Akureyri segir
sameinað átak löggæslumanna á
Norðurlandi hafa gefist vel og
ástæða sé til að slík samvinna verði
á breiðari grundvelli. Það sé álit
löreglunnar að alltof mikill um-
ferðarhraði sé helsta orsök megin-
hluta umferðarslysa.
Góð reynsla af samstarfi
Ólafur sagði að reynslan af sam-
vinnu löggæslumanna á síðasta ári
hefði gefist vel og áfram væri hald-
ið á þessu ári. Efnt hafi verið til
umferðarátaks af og til og tekin
fyrir ákveðin atriði í umferðinni
hverju sinni. Embættin á Norður-
landi hafi skipst á að hafa þar stjórn
með höndum. Gagnið af þessu hafi
verið fjölþætt, meðal annars aukin
kynni og meiri samvinna löggæslu-
mannanna sjálfra og þá hafi lög-
reglumenn verið meira úti í umferð-
inni en jafnan áður. Þannig hafi
fólk meira orðið vart við lögregluna
að störfum, og það telur Olafur af
hinu góða.
Ólafur sagðist telja afar mikil-
vægt að lögreglan væri sem mest
sýnileg og fólki væri ljóst að hlut-
verk hennar er ekki síður að leið-
beina og aðstoða en að sekta og
handtaka. Þróun á undanförnum
árum, bæði hér og erlendis, hafi
verið sú að lögreglan hafi meira og
minna flust inn í bíla eða inn á lög-
reglustöðvar. Lögreglan hafi aðal-
lega haft samband við fólk með
sírenunni. Meira að segja á Eng-
landi hafi menn verið hættir að
spjalla við þá frægu svartklæddu
lögregluþjóna, sem lengi hafa verið
eins konar einkenni þess lands. Nú
hafí augu manna opnast fyrir því
að þetta sé ekki heppileg þróun og
starf lögreglunnar eigi að beinast
meira að því að vera meðal fólks-
ins. Áfangi að því marki sé að hafa
átak í umferðarmálum þar sem
vegfarendur eru stöðvaðir á ferðum
sínum, þeim leiðbeint og spjallað
um umferð og öryggi. Þá þyrfti
lögreglan að vera meira á ferðinni
gangandi um götur bæja.
Nú þegar ferðalög eru í hámarki
og verslunarmannahelgi framund-
an, mesta ferðahelgi ársins, sagði
Ólafur brýnast að ökumenn gættu
þess að stilla ökuhraðanum í hóf.
Það væri margreynt að langalgeng-
asta örsök umferðarslysa væri alltof
hraður akstur. Það gæfi auga leið
að því hraðar sem menn ækju þeim
mun erfiðara og jafnvel vonlausara
væri að bregðast við skyndilegum
vanda og forðast slys. Gæsla á þjóð-
vegum yrði mikil um verslunar-
mannahelgina, en það væri ekki
aðalatriðið að lögreglan gómaði svo
eða svo marga ökumenn fyrir að
aka of hratt heldur ættu menn að
stilla hraðanum í hóf svo ekki þyrfti
að klófesta þá fyrir að btjóta lög.
Enn meiri samvinna æskileg
Ólafur sagði að í ljósi þess hve
samstarf löggæslumanna hjá ólík-
um embættum hefði gefist vel sýnd-
ist sér brýht að huga að því að
samvinna lögreglu yrði á lands-
grundvelli. Þannig tæki lögregla
hvarvetna á landinu fyrir ákveðin
viðfangsefni í umferð eða annarri
löggæslu á sama tíma undir sam-
eiginlegri stjórn.
25201.
Fólk er alltaf
að vinna
íGullnámunni:
66 milljónir
HJÓNIN Egill Júlíusson og Guðfinna Þorvaldsdóttir.
Dalbæ heimili aldr-
aðra berst stórgjöf
DALBÆ, heimili aldraðra á Dalvík,
barst fyrir skemmstu stórgjöf, sem
gerir unnt að ljúka viðbyggingu við
heimilið á næsta ári. Gjöfin er fram-
lag úr Minningarsjóði Egils Júlíus-
sonar og Guðfínnu Þorvaldsdóttur.
Egill Júlíusson fæddist á Dalvík
1908. Hann var vélstjóri, síðan skip-
stjóri og loks útgerðarmaður í hálf-
an fjórða áratug á Dalvík. Kona
hans, Guðfinna Þorvaldsdóttir frá
Hrísey, vann einnig að útgerðinni
með manni sínum. Þau Egill og
Guðfinna bjuggu á Dalvík til 1967,
er þau fluttu til Reykjavíkur þar
sem þau dvöldust til æviloka.
Fjórar og hálf milljór.
Að eiginkonu sinni látinni 1978
stofnaði Egill minningarsjóð, sem
ber nafn hjónanna beggja. Sjálfur
lést hann 1993. Úr þessum sjóði
hefur Dalbæ, heimili aldraðra á
Dalvík, nú borist framlag að upp-
hæð 4‘A milljón króna. Með þessu
framlagi verður unnt að ljúka við
viðbyggingu Dalbæjar á næsta ári.
Þar verður meðal annars nýtt eld-
hús og borðsalur. Ákveðið er að
hann verði nefndur „Setberg", eftir
heimili hjónanna Egils Júlíussonar
og Guðfinnu Þorvaldsdóttur á Dal-
vík.
Listasumar ’94
Kristín Gunnlaugsdóttir í
Glugganum
í dag hefst sýning Kristínar
Gunnlaugsdóttur í Glugganum
í Göngugöt-
unni á Ak-
l"IS„ner^P'
Akur-
eyringur, lauk námi frá Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands
1987 og hefur síðan verið við
framhaldsnám og síðar störf á
Ítalíu. Kristín hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum heima og er-
lendis.
Söngvar í anda Jennyar
Lind
í kvöld verða tónleikar í
Listasafninu á Akureyri. Þar
munu Þórólfur Stefánsson gít-
arleikari og Súsanna Levonen
sópransöngkona flytja verk í
anda sænsku söngkonunnar
Jennyar Lind. Á efnisskránni
eru maðal annars lög eftir
Schubert, Grieg og Lindblad.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30.
UTSALA
20-50% afsláttur af öllum vörum
ALSPORT
Faxafeni 5, sími 688075.
Vikuna 14. til 20. júlí voru
samtals 66.052.057 kr. greiddar út
í happdrættisvélum um allt land.
Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og
fjöldinn allur af öörum vinningum.
Silfurpottar í vikunni:
Dags. Staöur: Upphæö kr.:
14. júlí Hótel KEA, Akureyri ...... 251.630
15. júlí Háspenna, Hafnarstræti.... 180.028
15. júlí Kringlukráin................. 80.429
16. júlí Háspenna, Hafnarstræti.... 197.699
17. júlí Ölver........................ 66.228
18. júlí Keisarinn.................... 68.852
18. júlí Háspenna, Hafnarstræti.... 99.266
19. júlí Lukkupotturinn, Lækjargötu... 148.198
19. júlí Ölver........................ 91.727
Staða Gulipottsins 21. júlí, kl. 11:00
var 10.081.200 krónur.
\ ÍX
Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir 12.000.000 kr.
og hækka slöan jafnt og þétt þar til þeir detta.
Blab allra landsmanna!
KbrpnlilitM^
- kjarni málsins!