Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 22.07.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Funi í brjóstinu BOKMENNTIR Ljód HAFIÐ BRENNUR ÓÐR, 1994 - 79 síður VIZMA Belsevica er með merk- ustu skáldum Lettlands eftir stríð. Hún las bókmenntir við Gorki-stofnunina í Moskvu á sjötta ára- tugnum og kom fyrst fram sem skáld árið 1957. Hún hefur sent frá sér fimm ljóðasöfn, þar af er eitt þeirra Hafið brennur. Ljóð Vizmu Belsevicu hafa verið þýdd víða, m.a. á norr- æn tungumál. Þessi þýðing Hrafns Andr- ésar Harðarsonar er unnin úr dönsku og sænsku. Ljóðagerð Vizmu, eins og hún birtist okkur í þessari bók, eru afar íjölbreytileg, bæði að efnivið og kveðandi. Hún hefur lýst því yfir að það skipti sig miklu máli að vera þegn smáþjóðar, ein- mitt vegna þess að menning og saga smáþjóða sé svo mikilvæg fýr- ir fámennar þjóðir. Þessi afstaða hennar endurspeglast einmitt í efni- viði ljóða hennar, sögulegar skír- skotanir eru tíðar sem og umfjöllun um sögulega atburði og persónur. í vogarskál söngsins heitir eitt þess- ara ljóða. Þar er minnt á hið gamal- kunna stef að í bijósti barins þræls á frelsið heima: Ykkar er Riga. Ykkar eru tumarnir. Styrkur múranna. Við eipm sporin á götum Rigu, gegnum bergmál múranna - aftureldingu söngsins. Náttúran skipar öndvegi í ljóðum Vizmu, bæði birtist hún í hreinum náttúruljóðum og eins er hún ofin saman við ljóð sem bera sögulega skírskotun (Akurhænsni í snjónum, er heilagir storkar..., úr: augum latgale). Hér er á ferðinni hliðstæða við íslenska ljóðagerð seinustu 150 ára sem Snorri Hjartarson bakaði saman í „Land, þjóð og tunga, þrenning sönn og ein.“ En þessi hlið- stæða er ekki nauðsyn- leg til að íslenskur les- andi njóti ljóða Vizmu. Ljóð Vizmu Belsevicu eru brennd heitum tilfinningum, ást og söknuður gegn- sýra mörg þeirra (Ég ber ást mína..., í apríl- regni). Eitt áhrifarík- asta ástarljóð bókar- innar er að minu mati Til góðs vinar, ástin gerir allar stærðir af- stæðar: Þú ert vænn og spyrð ei hví ég fór Sjáðu hvað bamið teiknar: Manninn stærri en húsið. Þú veist ég var hjá blómum, og hví ég fór til þeirra. Sjáðu hvað bamið okkar teiknar: Blómin stærri en húsið. Og er ég kem til baka bíður þú - stærri en húsið. Á borðinu bióm handa mér - þau em stærri en húsið. Erfitt er að meta þýðinguna sem slíka, hvernig hún skilar uppruna- textanum. Ljóðin hafa farið í alltof langt ferðalag til þess að slíkt sé raunhæft. Hins vegar eru ljóð Vizmu hér á einfaldri og góðri is- iensku, málfarið laust við tilgerð og ofvöndun. Bestu ljóðin hljóma einmitt eins og væru þau frumort á íslensku. Vikivaki í Perlunni GUÐRÚN Gunnarsdóttir og Bergþór Pálsson syngja íslensk þjóðlög í Perlunni sunnudaginn 24. júlí. kl. 17.30. Efnisskráin er að hluta til byggð á tólistinni á geisla- diskinum, „Viki- vaki-Songs from the Saga Island“ en þar eru flutt lög eins og Á Spreng- isandi, Bí,bí og blaka, Vísur Vatn- senda-Rósu, Suð: urnesjamenn og Krummi krunkar úti. Nú gefst tæki- færi til þess að hlusta á úrvals söngvara syngja mörg þekktustu þjóðlaga okkar í Perlunni. Jafnframt verða flutt nokkur íslensk sönglög síðari tíma sem _eru nánast orðin þjóðlög í hug- um íslendinga. Undirleik annast hljómsveit skip- uð Bimi Thoroddsen, sem leikur á gítar, Stefáni S. Stefánssyni á blásturshljóðfæri, Gunnari Hrafns- syni á kontrabassa, Jónasi Þóri á píanó og þeim Ásgeiri Óskarssyni og Stefáni Jökulssyni á slagverk. Aðgangur að þessum fyrstu Viki- vaka-tónleikum sumarsins í Perl- unni er ókeypis. Vizma Belsevica Bergþór Pálsson GARÐURINN Kringlunni FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.