Morgunblaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 199-
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
TAKIDMEÐ IIJ kj TAKIÖMEÐ
-tilboS! -tilbod!
JarUntt
Bíddu um Banana Boat
99,7% hreint Aioe Vera gel ef þú viit
40-60% ódýrara Aloe gei
Banana Boat 99,7% hreina Aloe Vera gelið er
án spírulfnu, án tilbúinna lyktarefna og
annarra ertandi ofnæmisvalda (önnur Aloe
gel eru í hæsta lagi 98%),
□ Um 40 mismunandi Banana Boat
sólkrem, olíur og gel með sólvöm
frá #0 og upp í #50,
o Næringarkremið Banana Boat
Brún-án-sólar. 3 gerðir: Fyrir venjulega
húð, fyrir viðkvæma húð og fyrir andlit.
□ Banana Boat sólkrem sérhónnuð fyrir
andlit með sólvöm #8, #15 og #23.
Verð frá kr. 295,-.
□ Um 30 gerðir siampóa og hárnæringa,
m.a. GNC Aloe Vera, Faith ln Nature
Aloe Vera, Naturade 80% Aloe Vera,
Joe Soap Hair Care Aloe Vera og
Banana Boat flækjubaninn.
Biddu um Banana Boat i ðllum heilsubúðum
utan Reykjavíkur, sólbaðsstofum, snyrtivöru-
verslunum og apótekum. Banana Boat E-gel
fæst líka hjá Samtökum psoriasis- og exem-
sjúklinga. ___________________________
Heilsuvai, Barónsstíg 20, ® 626275
Madonna!
Ristorante|
Helgar
tilboð
Humarsúpa með
rjómatoppi og
hvítlauksbrauði
Pönnusteiktar
nautalundir með
chateaubriand-
sósu og smjör-
steiktu grænmeti
Súkkulaðifrauð
1,950
i
S
Verið velkomin
Pantanir í síma 621988
TQNLIST
Akurcyrarkirkja
GÍTARHÁTÍÐ Á AKUR-
EYRI 1994
Oscar Ghiglia/Einar Kristján
Einarsson/Martial Nardeau/Amald-
ur Amarson/KK/Guðmundur
Péturson
HINN heimsþekkti gítarleikari
og kennari Osear Ghiglia opnaði
3. árlega Gítarfestivalið á Akureyri
með tónleikum þriðjudaginn 12.
júlí í Akureyrarkirkju. Á efnis-
skránni voru verk eftir J.S. Bach,
D. Scharlatti, F. Sor, D. Milhaud,
A. Roussel, M.M. Ponce, I. Albeniz
og E. Granados.
Tónleikarnir hófust á Prelúdíu,
Fúgu og Allegro í D eftir Bach.
Þetta er með vinsælustu verkum
meistarans sem skrifuð hafa verið
fyrir gítar. Vefrænt séð eru allir
kaflarnir einfaldir eins og títt er
hjá Bach en því meir liggur snilldin
í línum, kontrapunkti og hljóm-
ferli. Til þess að tónlistin njóti sín
best verður hún að fá að ná flugi
á eigin forsendum. Ghiglia spilaði
verkið af mikilli hógværð og still-
ingu, notaði ekki of mikinn tón og
gætti þess að hleypa sér eða sínum
tilfinningum ekki of mikið í leikinn.
Annað gilti um túlkun hans á
þremur sónötum eftir D. Scarlatti.
Sú tónlist er í eðli sínu ekki eins
upphafín og tónlist Bach og er þvi
ekki eins viðkvæm fyrir því að
menn spili af geðþótta eins og
Ghigilía gerði. Fraseringar og
styrkleikabreytingar voru vel mót-
aðar og leikgleði mikil
Fimm litlir þættir eftir F. Sor
eru frekar rislitlar tónsmíðar við
hliðina á Bach og Scarlatti. Maður
veltir því óhjákvæmilega fyrir sér
hvers vegna úrkynjun úr baroki
yfír í klassík var svo mikil. Hljóm-
ferli er gjanan bundið við þrjá til
fjóra hljóma, dúr er ráðandi tónteg-
und, línur oft mjög fyrirsjáanlegar,
endurtekningar tíðar og kontra-
punktur varla til staðar. Ghiglia tók
skemmtilega á þessu máli. Allt í
einu varð túlkun hans mjög dýna-
mísk og full af andstæðum, einmitt
til að vega upp á móti tilbreytingar-
leysi tónlistarinnar.
Eftir hlé tók rómantíkin við og
um leið varð Ghiglia líka þessi ofur-
rómantíski spilari. Allt var gert af
þvílíkri innflifun og tilfinningu að
jaðraði við væmni, en það er ein-
mitt það sem við átti. Hæst reis
hin rómantíska túlkun í Maliorca
eftir I. Albeniz og La Maja de
Goya eftir E. Granados þar sem
meistarinn sýndi hið mikla vald sem
hann hefur á tónmyndun.
Leikur Oscars Ghiglia var af
þeirri gráðu sem sjaldan sést hér
á landi. Ekki aðeins virtist lista-
maðurinn hafa fullkominn vitræn-
an skilning á tónlistinni heldur var
líka til staðar smekkvísi sem sagði
til um hversu stór hlutur túlkand-
ans átti að vera í tónlistinni. Að-
dáunarverðust var túlkunin á Bach
þar sem Ghiglia féll ekki í þá gryfju
(sem sumir píanóleikarar hafa gert)
að setja sjálfan sig og sína tækni
framar tónlistinni.
Einar Kristjánsson og
Martial Nardeau
AÐRIR tónleikar Gítarfestivals á
Akureyri voru haldnir miðvikudags-
kvöldið 13. júlí í Akreyrarkirkju.
Þar voru á ferðinni gítarleikarinn
Einar Kristján Einarsson og flautu
leikarinn Martial Nardeau.
Á efnisskránni vru verk eftir M.
Giuliani, F. Poulenc, Lárus Gríms-
son, M.C. Tedesco, H.V. Lobos og
A. Piazzolla.
Fyrstu tvö verkin á efnisskránni,
Grande Sontae op. 85 í A-dúr eftir
Giuliani og Mouvements Perpétules
efftir Poulenc eiga það sameiginlegt
að vera átakalítil og yfírborðskennd
skemmtimúsík. Lítið reynir á gítar-
inn sem sér aðallega um hómófón-
ískt undirspil á meðan flautan syng-
ur langlínur í þeim klassíska
„ligeglad" stíl sem á lítið erindi í
dag. Það er skemmtilegt að velta
því fyrir sér af hvaða hvötum Giul-
iani kallar sitt verk „Stór“sónötu
vitandi af sónötum Beethovens sem
bera sjaldan svona sjálfs-upphefj-
andi titla. Flutningur var lifandi og
skemmtielgur en náði ekki að gera
tónlistina áhugaverða.
Frumflutt var verkið „’tis a Stair-
way not a Street“ eftir Lárus
Grímsson. Nú kvað við annan tón,
lognmolla og afstöðuleysi var á bak
og burt en grípandi hryn- og lit-
brigða-músík tók við. Flytjendur
voru greinilega með á nótunum og
spiluðu af krafti og innlifun. Lárus
er eitt af þeim tónskáldum sem
sætta sig ekki við að skemmtigildi
tónlistarinnar sé hunsað. Þekktar
eða auðgreinanlegar stærðir, til-
brigði við þær og síðan andstæður
hafa lengi verið inntakið í byggingu
tónlistar. Þessi lögmál virðir Lárus
með góðum árangri, tónlistin er
fersk og skemmtileg.
Fyrsta verk eftir hlé var sónatína
op. 205 eftir Tedesco. Þetta er
sætleg músík með undirljúfum And-
antinu kafla sem gott vald Einars
á tónmyndun naut sín sérlega vel.
Distribucáo de Flóres eftir Lobos
er stutt dulúðug frumskógar-
stemmning sem krafðist lítils ann-
ars af flytjendum en skilnings á
tónmálinu. Gítarinn lék aðeins á
opna strengi á meðan flautan fram-
kallaði flata, frumstæða og hæga
tóna. Þrátt fyrir lítinn efnivið var
tónlistin mjög heillandi og má það
sennilega skrifast á hinn óvestræna
en þó einfalda danstakt.
Seinasta verkið Histoire du
Tango eftir Piazzolla sór sig í ætt
við fyrstu tvö verk tónleikanna en
risti þó á köflum aðeins dýpra í
stemmningu.
Flautan er án efa það hljóðfæri
sem nær bestum samhljómi með
gítamum enda algengasta með-
Ieikshljóðfæri hans. Martial Narde-
au er mjög fær og skemmtilegur
flautuleikari þó vantaði að hann
passaði upp á jafnvægið milli hljóð-
færanna. Einar, sem hefur mikinn
og breiðan tón, drukknaði alltof oft
í flautunni. Almennt séð var leikur
Einars og Martials vel samhæfður,
kraftmikill og öruggur.
Arnaldur Arnarson
ÞRIÐJU tónleikar Gítarfestivals-
ins á Akureyri voru haldnir fimmtu-
dagskvöldið 14. júlí í Akureyrar
kirkju. Arnaldur Amarson lék þar
einleik á gítar.
Á efnisskránni voru verk eftir
Fernando Sor, Mario Castelnuevo-
Tedesco og Manuel Maria Ponce.
F. Sor var eini höfundurinn fyrir
hlé og vom flutt þijú verk eftir
hann: Cantabile op. 43 nr. 3, Morc-
eau de Concert op. 54 og Fantaise
Élégiaque op. 59.
í Cantabile, sem er einfalt söng-
hæft lag, framkallaði Arnaldur
syngjandi tón i lagh'nu og meðvitað
mótvægi í undirleik.
Morceau de Concert er að stofni
til tilbrigði við stef. Sennilega var
það sterkasta hlið F. Sor að semja
tilbrigði, sem eru í þessu tilfelli
mjög skemmtilega útfærð og
skreytt. Arnaldur sýndi af sér
þróttmikla spilamennsku og góða
dýnamíska úrvinnslu.
Fantaise Élégiaque samanstend-
ur af fjórum hægum köflum; hæg-
um inngangi, Andante largo,
Marche Funébre og Andante mod-
erato. Þessu verki er varla viðbjarg-
andi varðandi tilbreytingarleysi í
stemmningu og hraða, það er mjög
hætt við að fólk missi athyglina eða
jafnvel sofni undir fjórum hægum
köflum í röð. Þegar andstæður eru
ekki til staðar missa menn gjarnan
þráðinn.
Fyrra verkið eftir hlé var Tarant-
ella eftir Tedesco. Skemmtilegt
stykki sem reynir á tækni og hraða.
Amaldur skilaði sínu mjög vel og
var sérstaklega gaman að heyra
hve vel styrkur og gæði tónsins
héldust í hröðum skölum og brotn-
um hljómum.
Tónleikarnir enduðu á Tilbrigði
og Fúgu um „Folia de Espana" eft-
ir Ponce. Ponce var mjög metnaðar-
fullt tónskáld sem reyndi við mörg
hina hefðbundnu forma. Tónmál
hans er skemmtilegt og einkennist
af útúrdúrum frá hinu hefðbundna
dúr/moll kerfi í gegnum spænska
og suður-ameríska alþýðutónlist.
Því miður bregðast margir ókvæða
við þessu tónmáli og fordæma það
sem alþýðutónlist. En þegar grannt
er skoðað kemur í ljós að höndum
var ekki til kastað. Þetta er langt
og mikið verk og sennilega með
þyngri verkum gítarbókmenntanna.
Arnaldur skilaði því túlkunarlega
séð mjög vel frá sér en þó varð
óneitanlega vart við hnökra. Ekki
voru það tæknileg vandamál heldur
var um að ræða minnisbresti sem
komu fram í örlitlum hikum við
hljóma- og pósisjóna-skiptingar.
Arnaldur sýndi mjög góðan og
agaðan leik. Sérstaklega hefur
hann mikið vald á tónmyndun og
nær hann miklum og jöfnum styrk,
óháð registeri, úr hljóðfæri sínu.
Túlkun var jafnan innileg og vönduð
en þó án þess að væri farið langt
frá gefnum hraða og hrynjandi.
Varðandi efnisskrána má segja
að hún hafi verið fullþung og metn-
aðarfull. Það er hætt við að hinum
almenna hlustanda hafi leiðst, sem
gæti leitt af sér litla löngun í að
sækja slíka tónleika aftur. Fólk vill
gjarnan fá að heyra eitthvað sem
það þekkir. Litlu, sætu lögin eru
ekki aðeins brúkleg í uppklappið
heldur einnig til að ná stemmning-
unni niður á jörðina milli meistara-
verkanna.
KK og Guðmundur Pétursson
í Deiglunni
FJÓRÐU og síðustu tónleikar á
Gítarfestivali á Akureyri voiu blús-
tónleikar KK og Guðmundar Pét-
urssonar í Deiglunni laugardaginn
16. júlí. Flutt var tónlist eftir KK
o g sígildir erlendir standardar. Upp-
selt var á tónleikana sem þó hafði
verið flýtt með stuttum fyrirvara.
Blús er sérstætt listform sem
byggir á tilfinningalegum og vit-
rænum spuna. Notaður er ákveðinn
hljómagangur, tónstigi og átta
takta setningarbyggingin (a,a’,b).
Síðan er auðvitað öllum þessum
elimentum varíerað en þó innan
þess ramma að formið er ávallt
auðþekkjanlegt. Blúsinn ber ýmis
einkenni tilbrigðaforma frá endur-
reisnar- og baroktímanum. í raun
má segja að blús sé chaconna, þ.e.
endurtekinn er átta takta hljóma-
gangur í sífellu en öðrum parametr-
um tilbreytt.
Það sem gerir blúsara að blúsara
er að hann skilji og virði tilfínninga-
leg og byggingarleg einkenni
formsins og hafí hæfni til að
impróvisera. Þeir hæfíleikar sem
Guðmundur Pétursson er gæddur á
þessu sviði eru vægast sagt sjald-
gæfír. Hann er ekki einungis eitt
mesta tæknitröll í íslenskum rafgít-
arleik heldur ofan á það uppfinn-
ingasamur, úrræðagóður og smekk-
legur impróviserari sem þekkir lög-
mál blústónstigans út í hörgul. KK
hefur aftur á móti þá reynslu sem
gerir hann að blúsara blúsaranna á
Islandi, það er eins og tónlistin sé
grædd í hveija einustu taug á
manninum, innlifunin er þvílík.
Blúsararnir tveir sýndu af sér
snilldartakta á þessum tónleikum.
KK gaf grúvið og söng með sinni
tjáningarfullu rödd en Guðmundur
framkallaði vitrænan og skemmti-
legan spuna sem hann hefur senni-
lega einn á valdi sínu hér á landi
og þó víðar væri leitað.
Það sem helst mætti hnýta í var
uppröðun laga. Á efnisskránni voru
lög í mismunandi hraða og tilfinn-
ingu en þó kom það fyrir að tvö
ef ekki þijú lög í sama hraða lentu
hvert á eftir öðru. Eftir tíu mínútur
af sama hljómaganginum, í sama
hraðanum og jafnvel sömu tónteg-
und er hætt við að athyglin fari á
flakk. En hvað sem því líður voru
þetta skemmtilegir tónleikar í
hæsta mögulega gæðaflokki.
Jón Guðmundsson