Morgunblaðið - 22.07.1994, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
+ Ragnheiður
Jónsdóttir
fæddist á Brodda-
dalsá í Fellshreppi
13. október 1897.
Hún lést á Hrafn-
istu í Reykjavík 14.
júlí siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Brynjólfs-
son, bóndi á
Broddadalsá, og
kona hans Guð-
björg Jónsdóttir frá
Miðhúsum í Kolla-
firði Andréssonar.
Ríignheiður var elst
11 systkina, en eft-
irlifandi eru nú Halldór, Guðjón
og Hallfriður. Ragnheiður gift-
ist Guðmundi Pétri Guðmunds-
syni, bónda á Melum í Árnes-
hreppi í Strandasýslu, 10. júlí
1942. Þeim hjónum varð ekki
barna auðið, en þau tóku að sér
kjördóttur, Elísabetu, f. 12.
nóvember 1946, gift (26. ágúst
1967) Erlendi Björgvinssyni, f.
4.8. 1944, frá Barði í Fljótum í
Skagafirði. Þau eiga tvö börn:
Guðmund Heiðar viðskipta-
fræðing, f. 30.1. 1968, og Sól-
veigu, f. 15.4. 1980. Guðmundur
og Ragnheiður brugðu búi 1974
og fluttust til Reykjavíkur. Þau
keyptu íbúð á Lokastíg og
bjuggu þar, þar til þau fluttust
á Hrafnistu. Þar lést Guðmund-
ur 6. ágúst 1987. Ragnheiður
lauk, fyrir utan skyldunámið,
prófi frá Kvennaskólanum á
Blönduósi. Úför hennar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag.
ÞEGAR ég frétti lát Ragnheiðar
Jónsdóttur fyrrum húsfreyju á Mel-
um í Árneshreppi rifjaðist upp fyrir
mér eftirminnileg sigling um sumar-
nótt á Húnaflóa fyrir fimmtíu og
tveimur árum. Eg var til aðstoðar
Birni bróður mínum, sem var for-
maður á Svaninum frá Heydalsá,
fjögurra tonna trillu. Erindi okkar
var að flytja búslóð Ragnheiðar frá
æskuheimili hennar, Broddadalsá,
norður að Melum í Arneshreppi þar
sem hún var að stofna heimili og
heija búskap með frænda mínum
Guðmundi P. Guðmundssyni, f. 22.
janúar 1899, er þá hafði þegar stað-
ið í tæpa tvo áratugi fyrir búi móður
sinnar, Elísabetar Guðmundsdóttur
frá Ófeigsfirði, eftir að hún varð
ekkja með stóran hóp ungra barna.
Klukkan var ellefu um kvöldið er
lokið var við að skipa út farminum,
en þar var meðal húsgagna og ann-
arra muna stofuorgel, sem Ragn-
heiður hafði eignast ung að árum.
í ijómalogni kvöddum við Brodda-
dalsármenn og héldum norður á
bóginn. Sjórinn var spegilsléttur svo
langt sem augað eygði og moraði
af fugli og sel við eyjar og sker.
Og þessi einstaka veðurblíða entist
okkur alla leiðina. Eftir hálfan
fimmta tíma opnaðist Melavíkin og
blasti við okkur i sólarupprásinni
með sína stórbrotnu náttúrufegurð,
sem við bræður litum þá í fyrsta
sinni. Ámesfjall og Urðartindur
ljómuðu þar í gullinni töfrabirtu eins
og risar á verði til beggja handa,
en dálitið dalverpi slétt og fallegt lá
upp frá víkinni á milli fjallanna.
Sama ættin hafði búið þarna frá
árinu 1976. Nú bjuggu á Melum
bræðurnir Guðmundur Pétur og Sig-
mundur Guðmundssynir í tvíbýli.
Sigmundur var kvæntur Sigrúnu
Guðmundsdóttur, fósturdóttur séra
Sveins Guðmundssonar í Árnesi. Við
Billi eins og Björn var kallaður gerð-
um ráð fyrir að allt heimilisfólkið
væri í fasta svefni, er við kæmum
á leiðarenda, en það var öðru nær.
Þótt klukkan væri ekki orðin fjögur
um nóttina, voru allir á fótum og
tóku okkur tveim höndum. Og enn
meira undrandi urðum við, er heima
í húsi þeirra Guðmundar og Ragn-
heiðar beið okkar ijúkandi heitt og
lostætt hangikjöt ásamt öðru góð-
gæti. En síðar varð mér ljóst, að
þetta var einmitt gott dæmi um þá
rausn og höfðingsskap, sem hús-
bændunum var í blóð borinn.
Afi Ragnheiðar,
Brynjólfur Jónsson var
kvæntur Ragnheiði
Jónsdóttur Magnússon-
ar á Broddanesi, systur
Guðbjargar rithöfundar
á Broddanesi. Ragn-
heiður hét í höfuðið á
föðurömmu sinni og var
alnafna hennar. Hún
sór sig líka í þá ætt að
því leyti, að hún átti
mjög auðvelt með að tjá
sig, bæði í mæltu máli
og rituðu. Um það vitna
nokkrar greinar sem
hún skrifaði um átta-
haga sína í Stranda-
póstinn. Ragnheiður var elst sinna
systkina, hópurinn var stór, því að
alls áttu foreldrar hennar 11 börn.
Eins og venja var við slíkar kringum-
stæður hvíldi mikil vinna og ábyrgð
á herðum elstu systkinanna, bæði
við búverkin úti og inni og eins við
uppeldi barnanna. En allt var það
innt af hendi möglunarlaust með
ljúfu geði. Ragnheiður var skarp-
greind og námsfús, en á þeim tíma
áttu börn og unglingar fárra ksota
völ. Hún var þó um tíma við nám í
Heydalsárskólanum, er starfaði bæði
sem barna- og unglingaskóli á fyrstu
áratugum aldarinnar.
Síðar lærði hún í Kvennaskólanum
á Blönduósi og kom námið henni að
góðu gagni. Um nokkurt skeið var
hún í Grindavík hjá Hirti kennara
Jónssyni bróður sínum vegna veik-
inda mágkonu hennar, Önnu Odds-
dóttur frá Hlíð, konu Hjartar. En
lengst af var hún framan af ævinni
heima hjá foreldrum sínum og vann
þeim eftir megni.
Þótt Ragnheiður væri fönguleg
sem ung stúlka og góður kvenkostur
vildi hún lengi vel ekki bindast nein-
um. En þar kom um síðar, að hún
hét Guðmundi P. Guðmundssyni á
Melum í Árneshreppi eiginorði og
giftust þau í Ófeigsfirði 10. júlí 1942.
Sama dag voru og tvenn hjón gefin
þar saman að auki. Slíkt var óvenju-
legt í þeim byggðum enda þótti þetta
stórviðburður og brúðkaupsveislan í
þeim rausnargarði lengi í minnum
höfð. Hin brúðhjónin voru Svein-
björn Guðmundsson frá Þorfinns-
stöðum í Önundarfirði, f. 27. janúar
1896, og Sigríður Þórunn Guð-
mundsdóttir Péturssonar í Ófeigs-
firði, f. 23. janúar 1900. Þriðju brúð-
hjónin voru Guðmundur Pétursson
Guðmundssonar í Ófeigsfirði, f. 7.
maí 1912, og Elín Elísabet Guð-
mundsdóttir Guðmundssonr í Bæ í
Árneshreppi, f. 27. febrúar 1919.
Presturinn, sem gaf hjónaefnin sam-
an var séra Þorsteinn Björnsson í
Árnesi, síðar fríkirkjuprestur i
Reykjavík.
Miðað við urmót tímans var heim-
ilislíf á Melum í tiltölulega föstum
skorðum og byggt á traustum
grunni. Elísabet móðir húsbóndans
var mikill skörungur og leitaðist við
að hafa í heiðri hinar fornu dyggðir
eins og iðjusemi, nýtni og sparsemi,
sem reyndar var nauðsynleg for-
senda til að geta haldið marinlegri
reisn og sýnt af sér höfðingsskap
þegar við átti. Nýja húsfreyjan féll
vel inn í þetta lífsmunstur og var
fljót að aðlaga sig ríkjandi staðhátt-
um, en kom þá sínum tillögum fram
með lipurð og lagni. Þau hjón kom-
ust vel af því kindur þeirra skiluðu
miklum afurðum þótt bústofninn
væri aldrei stór, varla meira en háflt
vísitölubú og kunnu þau því vel þá
list að lifa af litlu. Og þar með af-
sönnuðu þau þá kenningu, að ekki
væri hægt að lifa hér á landbúnaði
nema með því móti að búa stórbúi.
Þegar vélvæðingin byrjaði í landbún-
aðinum gættu þau þess, að stilla
vélakaupum í hóf, þannig að offjár-
festing á því sviði yrði þeim ekki
að meini. Að vísu gerðu þau ekki
miklar kröfur til lífsþæginda og
skemmtana. Kannski má segja sem
svo, að þau hafi ekki hirt um að
taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu,
vitað sem var, að lífshamingjan fæst
ekki keypt fyrir peninga.
Þau hjón, Ragnheiður og Guð-
mundur voru einkar vel samvalin,
þótt þau væru á ýmsan hátt ólík.
Ættfræði og þjóðlegur fróðleikur var
þeim óþijótandi umræðuefni og ynd-
isgjafi. Állir mættu hlýjum móttök-
um, sem komu að Melum og gestirn-
ir hlýddu á óvæntar athugasemdir
húsbóndans um lífið og tilveruna
meðan þeir biðu eftir að húsfreyjan
kæmi með kaffið. Hún kunni ekki
síður að koma fyrir sig orði, en
heyrnardeyfa frá æsku var henni
stundum fjötur um fót.
Eitt var það sem skyggði í fyrstu
á lífshamingju þeirra Melahjóna.
Þeim hafði ekki orðið barna auðið
eftir fjögurra ára hjónaband. Þá
ákváðu þau að taka barn í fóstur,
ef þau ættu þess einhvern kost. Það
var því líkast sem hulin hönd stjórn-
aði þessari ákvörðun, því að nokkru
seinna höfðu þau fengið nýfætt
stúlkubarn til ættleiðingar og
umönnunar. Telpan var fædd 12.
nóvember 1946 og var gefið nafnið
Elísabet. Þegar hún þroskaðist að
visku og vexti komu í ljós slíkir eðlis-
kostir hennar að betri og umhyggj-
usamari dóttur gátu engir foreldrar
kosið sér. Hún var sannkallaður sól-
argeisli í lífi þeirra, sem lýsti og
vermdi því meir, sem aldur færðist
yfir Melahjónin. Mörg börn dvöldu
lengri eða skemmri tíma að sumar-
lagi á Melum, sum þeirra árum sam-
an. Öll áttu þau þar gott athvarf
og minnast þess tíma með þakklæti
og ánægju. Þar lærðu þau að vinna
af trúmennsku og öðlast sjálfs-
traust, sem kemur sér vel á lífsleið-
inni.
Þau Guðmundur og Ragnheiður
bjuggu á Melum í um þijá áratugi,
en þá fór heilsan að láta sig og þar
kom, að þau hættu búskap. Fluttu
þau þá til Reykjavíkur og keyptu sér
íbúð á Lokastíg 20. Ekki sögðu þau
þó alveg skilið við jörð sína, því að
um nokkur sumur komu þau að
Melum, staðnum sem þeim var kæ-
rastur allra á jörðinni. En líkams-
þrekið fór óðum þverrandi.
Árið 1975 seldu þau Birni syni
mínum jörðina. Komu þau norður í
Árneshrepp nokkrum sinnum eftir
það og gátu glaðst yfir, að nýja
bóndanum vegnaði vel og hélt því
umbótastarfi, sem þar var áður haf-
ið til að fegra og bæta jörðina.
Ævikvöldinu eyddu Melahjónin á
Hrafnistu og bjuggu þá fyrst í sér-
íbúð í Jökulgrunni. Þegar Elísabet
dóttir þeirra fór að vinna á Hrafn-
istu, átti hún hægara með að líta
til með þeim. Þá hafði hún og sjálf
stofnað heimili og var komin með
fjölskyldu. Maður hennar var Er-
lendur Björgvinsson bifreiðastjóri.
Var þeim Melahjónum góður styrkur
að tengdasyninum, og mikil var gleð-
in yfir bamabömunum tveimur,
þeim Guðmundi Heiðari og Sólveigu
þegar þau komu til sögunnar og
fylgdust þau vel með þroska þeirra
og vom stolt af þeim góða námsár-
angri sem þau náðu í skólanum. En
einkum voru þau hrifin af þeirri
væntumþykju, sem börnin báru til
afa og ömmu. Sú ástúð var hrein
og fölskvalaus.
Eftir að Ragnheiður varð ekkja
árið 1987 hallaði mjög undan fæti
fyrir henni. Hún saknaði Guðmundar
mikið og talaði oft um hann. Þau
höfðu jafnan stytt sér stundir með
því að rabba um sameiginleg áhuga-
mál. Og Guðmund heyrði ég sjálfan
segja, að hann hefði engan áhuga
fyrir að tala við karlana í kringum
sig, því að þeir vissu ekki neitt. Hins
vegar var aldrei komið að tómum
kofunum hjá Ragnheiði, enda mat
Guðmundur konu sína mikils. En nú
var ekki aðeins, að lífsförunautur
hennar væri horfinn yfir móðuna
miklu, heldur var og bæði heyrn
hennr og sjón á förum. Heyrn henn-
ar hafði lengst af verið slæm, en
versnaði svo, að hún átti erfitt með
að ná sambandi við fólk þótt hún
notaði heyrnartæki. Og síðustu sex
árin var hún alveg blind. Hins vegar
var það ljóst, að minni hennar og
dómgreind var óskert og í ótrúlega
virku ástandi. Og ef gestinum
heppnaðist að láta hana skynja, hver
kominn var í heimsókn, þá var hún
strax með á nótunum, og spurðist
fyrir um börnin og heimilishagi, el-
legar frétta úr átthögum. Og fyrir
kom, að hún lét í ljós álit sitt á lands-
málum. Svo virtist, sem raddir gest-
anna bærust misvel til hennar. Eng-
um tókst jafnvei og Ellu dóttur
hennnar að ná sambandi við hana
og veiti hún ósjaldan gestum aðstoð
við að fleyta orðum þeirra yfír djúp
þagnarinnar.
Það var við þessar þrengingar sem
best kom í ljós hvílík hetja Ragnheið-
ur Jónsdótir var. Aldrei heyrði mað-
ur hana kvarta yfir sínu bágborna
heilsufari. Hún var ávallt með glöðu
yfirbragði og var greinilega gefinn
mikill sálarstyrkur. Hún var þakklát
fyrir allt sem fyrir hana var gert
og virtist sem ekkert fengi raskað
andlegu jafnvægi hennar. Af henni
mátti því mikið læra.
Hún andaðist 14. júlí á 97. aldurs-
ári, södd lífdaga, en fullkomlega
sátt við guð og menn og í öruggri
trú á góða heimvon.
Guð blessi minningu þeirra Mela-
hjóna beggja. Eiísabetu dóttur henn-
ar og fjölskyldu sendum við hjónin
innilegar samúðarkveðjur.
Torfi Guðbrandsson.
Ragnheiði og Guðmundi farnaðist
vel á Melum, enda voru þau hjónin
mjög samhent. Jörðin Melar þótti
góð bújörð, með góðu grasgefnu
undirlendi, stutt að róa til fiskjar
og mikill reki. Undirritaður var tólf
ára unglingur þegar Ragnheiður
giftist Guðmundi móðurbróður hans
og flutti að Melum og man því vel
eftir því. Heimili þeirra stóð alltaf
opið öllum ættingjum og gestrisnin
var einstök. Guðmundur gekk iðu-
lega í veg fyrir menn sem áttu leið
framhjá til að bjóða þeim inn. Ungl-
ingar, systkinabörn Guðmundar,
sóttu það stíft að fá að vera í sveit-
inni, á Melum, yfir sumartímann og
var oft ijölmennt þar yfir háanna-
tímann og ekki auðvelt að sjá um
heimilið. Ragnheiður var mikil sóma-
kona, barngóð, skapgóð, gáfuð,
sanngjörn, velviljuð og minnist ég
þess ekki að hafa heyrt hana tala
illa um nokkurn mann. Það sem hún
lagði til málanna var ætíð til þess
að bæta. Hún hafði mikið yndi af
lestri góðra bóka og hafði gaman
af að ræða um innihald þeirra og
heimsviðburðina. Ragnheiður skrif-
aði líka smásögur, um atburði líð-
andi tíma og vinnuhætti fólks í sveit-
inni þegar hún var yngri. Eitthvað
af þessu birtist í Strandapóstinum,
en megnið af því er nú eflaust glat-
að, enda gerði Ragnheiður enga til-
raun til að varðveita það eða koma
því á framfæri.
Snemma fór að bera á heyrnar-
deyfð hjá Ragnheiði, en það tak-
markaði getu hennar til að hafa tjá-
skipti við annað fólk. Á síðari æviár-
um fór að bera á sjóndepru. Heyrn-
ardeyfðin ásamt sjóndeprunni, sem
ágerðist með árunum, gerði það að
verkum að jafnvel með hjálp bestu
heyrnartækja og gleraugna er erfitt
að ná tal- og augnsambandi við
hana. Allir sem til þekktu, skildu
hvað þetta var þungbær raun fyrir
þessa gáfuðu konu, Ragnheiði, sem
var félagslynd að eðlisfari, að ein-
angrast þannig og geta ekki tekið
þátt í samræðum um málefni sem
hún þekkti og hafði skilning á. Aldr-
ei heyrði ég hana þó kvarta undan
þessu hlutskipti sínu og alltaf hélt
hún sínu góða skapi, sem gerði alla
umgengni við hana þægilega.
Ragnheiður og Guðmundur voru
sérlega heppin með kjördóttur sína,
því Elísabet reyndist kjörforeldrum
sínum sérstaklega vel og hefðu eigin
börn ekki getað gert betur, enda
töluðu Ragnheiður og Guðmundur
um þá gæfustund þegar þau eign-
uðust hana. Við sem til þekkjum
færum því Elísabetu þakkir okkar
fyrir þá umönnun sem hún sýndi,
fyrir trygglyndi hennar við kjörfor-
eldra sína og fyrir þann ómælda tíma
sem hún notaði til að vera með þeim
og sinna óskum og þörfum þéirra.
Dauða Ragnheiðar bar ekki
skyndilega að, heldur var hægt að
segja að hann hafí færst hægt yfír
hana. Síðustu sjö árin var hún að
mestu rúmliggjandi. Dauðinn, með
öllum afleiðingum sínum, hrörnun
og sjúkdómum, þessi óvinur mann-
kynsins, sem setur spor sín mis-
RAGNHEIÐUR JONSDOTTIR
snemma á menn, hindrar þá í að
njóta lífsins og þeirra hæfileika sem
Guð skapaði þá með. Síðasta skref
dauðans, andlátið, svefninn langi,
er þá eins og hvíld frá dauðans
göngu. Dauðinn er andstæða lífsins.
„Þeir sem lifa, vita að þeir eiga að
deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt.“
(Prédikarinn 9:5.) Guð opinberar í
orði sínu, Biblíunni, þá ætlun sína
að vekja hina dánu aftur til lífs á
efsta degi. Já, alvaldur Guð er ekki
aðeins þess megnugur að vekja upp
menn, sem hann geymir í minningu
sinni, frá dauðum, heldur þráir hann
það. Jesús Kristur lagði ríka áherslu
á þetta með þessum orðum: „Undr-
ist þetta ekki. Sú stund kemur, þeg-
ar allir þeir, sem í gröfunum eru,
munu heyra raust hans og ganga
fram.“ (Jóhannes 5:28, 29.) Upprisu-
vonin, vonin um að látnir ástvinir
munu vakna upp til lífs í jarðneskri
paradís, í réttlátu samfélagi undir
stjórn Guðs er mikil huggun fyrir
alla þá sem á hann trúa. í þessu
samfélagi verður mannkynið læknað
af öllum sjúkdómum^ og „enginn
borgarbúi mun segja: Ég er sjúkur.“
(Jesaja 33:24.) Undirritaður væntir
þess að Ragnheiður fái að lifa, þeg-
ar þar að kemur, í slíku umhverfi
og fá að njóta allra sinna góðu eigin-
leika.
Að síðustu vill undirritaður votta
öllum syrgjandi ástvinum hluttekn-
ingu sína.
Guðmundur Halldór
Guðmundsson.
Amma okkar Ragnheiður Jóns-
dóttir lést fimmtudaginn 14. júlí sl.
96 ára að aldri. Síðustu æviár sín
var hún mikið rúmliggjandi en hafði
þó alltaf fótaferð eins og heilsan
leyfði.
Fyrstu minningar tengdar ömmu
eru frá Melum þar sem hún og afi
bjuggu til ársins 1974. Þau voru
mörg störfín sem sinna þurfti og sá
hún um að menn og málleysingjar
hefðu nóg að borða og var oft margt
um manninn á heimili þeirra. Hún
hafði sterkar taugar til sveitarinnar
og sagði oft sögur þaðan bæði frá
Árneshreppi og Broddadalsá þar sem
hún ólst upp. Tengdust þessar sögur
oft ferðalögum sem gátu verið erfið
og fæðuöflun. Hún hafði gott minni
og kunni margar vísur og sálma sem
hún fór með meðan hún lifði.
Fljótlega eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur settust þau að á Loka-
stíg. Alltaf var amma tilbúin að
gera eitthvað sem hún var beðin um
eins og að koma í leiki, t.d. feluleik,
spila á spil eða fara í gönguferð í
bæinn. Þá var á heimili þeirra mikið
safn bóka sem gaman var að skoða.
Þau fluttu síðan á Hrafnistu í
Reykjavík 1981. Var gaman að
heimsækja þau þar og höfðu þau
nóg kaffi og góðgæti handa gestum
sínum eins og venjulega. Heilsunni
hjá ömmu tók að hraka eftir því sem
aldurinn færðist yf . Hún hafði haft
skerta heyrn frá því hún var ung
og versnaði heyrnin smám saman á
efri árum. Vegna þess gat hún lítið
orðið talað við fólk og við bættist
að síðustu árin hafði hún misst sjón,
en sá þó stundum mun á nóttu og
degi. Hún missti þó ekki góða skap-
ið og léttu lundina sem hún hélt á
meðan hún lifði og gladdist yfir þeim
litlu fréttum sem hún gat heyrt af
vinafólki og af landsmálum. Hún var
næm gagnvart fólki og gat oft þekkt
þá sem til hennar komu með því að
taka í hönd þeirra. Þá kom fyrir að
hún gaf góð ráð við því sem maður
hugsaði án þess að hafa verið sagt
frá því hveiju maður velti fyrir sér.
Ávallt hafa hún og afi reynst okkur
systkinunum vel og gefið okkur
margar gjafir sem reynst hafa vel.
Ég og ijölskylda mín viljum sér-
staklega þakka starfsstúlkum á
hjúkrunardeild E II á Hrafnistu fyr-
ir frábæra umönnun hennar síðustu
æviárin og elskulegt viðmót við okk-
ur öll.
Trúðu á tvennt í heimi,
tign sem hæsta ber,
guð í aiheims geimi,
guð í sjálfum þér.
(St.Th.)
Guðmundur Heiðar
og Sólveig Erlendsdóttir.