Morgunblaðið - 22.07.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINAR
FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ1994 27
GUÐMUNDA
ÓLAFSDÓTTIR
+ Guðmunda Ól-
afsdóttir fædd-
ist á Torfastöðum í
Fljótshlíð 19. maí
1916. Hún lést í
Borgarspítalanum
17. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólafur Sig-
urðsson frá Snotru
í Landeyjum og
Aðalheiður Jóns-
dóttir frá Arngeirs-
stöðum í Fljótshlíð.
Guðmunda var
næstyngst af tiu
systkinum og eru
þau öll látin. Hinn 5. júní 1937
giftist Guðmunda Eiríki Eyjólfs-
syni frá Skipagerði á Stokks-
eyri, en missti hann eftir stutta
sambúð. Eiríkur féll út af togar-
anum Venusi 17. október 1937.
Hinn 13. maí 1939 giftist Guð-
munda Skarphéðni Gunnari
Eiðssyni, fæddum á Klungu-
brekku á Skógarströnd. For-
eldrar hans voru
Eiður Sigurðsson af
Skógarströnd og
Sigurrós Jóhannes-
dóttir úr Staðar-
Skarphéðinn
26. maí 1989
stuttu eftir gull-
brúðkaup þeirra.
Guðmunda og
Skai'phéðinn bjuggu
allan sinn búskap í
Hafnarfirði. Börn
þeirra eru: Eiríkur,
kvæntur Sigríði
Óskarsdóttur, Sig-
urþór Eiður, lést á
1. ári. Sigurrós, gift Hrafni G.
Johnsen, Eiður, kvæntur Eygló
Ragnarsdóttur, Aðalheiður,
sambýlismaður Lárus Jón Guð-
mundsson, látin óskírð dóttir og
Jóhannes, kvæntur Unni Run-
ólfsdóttur. Barnabörn og bama-
barnabörn era 20. Útför Guð-
mundu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag.
ÞEGAR kemur að kveðjustund
þeirra sem eru okkur kærastir verða
orð svo fátækleg og hinsta kveðja
svo átakanlega endanleg að mann
brestur orð sem túlka nógu vel til-
finningar og sorg sem fylla hjartað.
Guðmunda Úlfarsdóttir föðursyst-
ir mín var ein af þeim manneskjum
sem mér fannst einhvernveginn
ódauðleg. Hún var alltaf svo ung í
anda, svo falleg og hress að þrátt
fyrir að hún virtist sjálf sátt við
endalok þessarar jarðvistar, enda
trúði hún á líf eftir þetta líf, „hinu-
megin“ eins og hún kallaði það sjálf,
þá fannst manni hennar tími ekki
kominn.
Minningabrotin hrannast upp.
Fyrst nábýli okkar eftir að foreldr-
ar mínir fiuttu frá Vestmannaeyjum
til Hafnarfjarðar 1956. Faðir minn
og Munda voru yngst systkinanna
frá Torfastöðum í Fljótshlíð sem
komust tíu á legg. Þar sem þau
voru yngst og aðeins árið á milli
þeirra var alla tíð mjög kært með
þeim og þau mjög samrýnd.
Ég man að pabbi hringdi heim til
Eyja frá Hafnarfirði og var að velta
fyrir sér kostum í íbúðarkaupum sem
til greina komu. Auðvitað varð
Sunnuvegurinn fyrir valinu. íbúðin
skipti engu máli, það var nábýlið við
Mundu frænku og hennar frábæru
fjölskyldu sem máli skipti. Þau
Munda og Skarphéðinn höfðu þá
fest kaup á Friðrikshúsi á Hverfis-
götu 52 og bjuggu þar með börnun-
um sínum fimm, Eiríki, Sigurrósu,
Eiði, Aðalheiði og Jóhannesi. Þau
urðu fyrir þeirri sorg að missa tvö
börnin sín á unga aldri.
Á Hverfisgötu 52 var oft glatt á
hjalla, einhvern veginn var álltaf
pláss fyrir fleiri, hjarta húsráðenda
var svo stórt. Þangað leitaði sá sem
þurfti bros, uppörvun, skjól eða öxl
til að gráta á.
Alltaf man ég sunnudagana á
Hverfisgötunni. Þá var oft ijóma-
terta eða pönnukökur með kaffinu
og margir munnar að metta.
Eiríkur sagði stanslaust brandara
sem fékk okkur Sirru til að hlæja
svo mikið að við tókum ekki eftir
því að tertan rann niður hjá Eiríki
á meðan. Húmorinn og gleðin sem
þarna ríkti er það sem efst verður
í minningunni og manni fannst aldr-
ei skorta neitt sem máli skipti.
Frænka mín kenndi mér að meta
það sem mestu máli skiptir í lífinu
og verður aldrei keypt fyrir alla
heimsins peninga. Þakklæti fyrir
heilbrigð börn, góða heilsu og heima-
tilbúna hamingju sem verður til í
hjartanu.
Fyrir þetta allt vil ég þakka og
þó að orð séu fátæklegur gjaldmiðill
þá eru þau sömu gerðar og allar
gjafir hennar Mundu minnar. Þau
eru heimatilbúinn gjaldmiðill, eins
og dásamlegu heimatilbúnu dans-
kjólarnir sem hún galdraði undan
saumavélinni á dætur sínar og hefðu
þess vegna getað verið keyptir hjá
Báru.
Allt lék í höndunum á henni,
barnauppeldi eins og börnin hennar
bera gott vitni um, heimilishald,
saumaskapur og hvað annað sem
þurfti til að sigra í lífsbaráttunni.
Munda hefði örugglega orðið góð-
ur listamaður eins og dóttir hennar
Aðalheiður hefði henni staðið til
boða að mennta sig á því sviði. Hún
var fagurkeri sem heimili hennar bar
glöggt vitni um bæði á Hverfisgöt-
unni og á Sólvangsvegi þar sem hún
bjó síðasta árið sitt.
Minningarnar um prakkarasög-
urnar sem hún sagði mér um athafn-
ir hennar og föður míns á unglings-
árum þeirra í Vestmannaeyjum. Eg
vil festa í minningunni prakkarag-
lampann í brúnu augunum hennar
þegar hún rifjaði upp þessar sögur
sem ég hef sagt mínum börnum og
þau bera vonandi áfram til sinna
barna.
Munda hafði til að bera mikið
næmi á líðan og tilfinningar annarra
og mestur hluti af tíma hennar fór
í að hugsa um aðra en hana sjálfa.
Ófáar stundirnar fóru í að spá í
bolla fyrir vini, ættingja og aðra sem
tii hennar leituðu, hún var alltaf til-
búin að hlusta á vandamál og veita
stuðning þeim sem áttu erfitt.
Fáa grunaði þegar að sjúkrahús-
legunni kom hve veikburða hún var
orðin. „Líf hennar var orðið eins og
blaktandi kertaljós sem getur
slokknað hvenær sem er,“ sagði ein-
hver. En þetta kertaljós veitti birtu
og yl til síðustu stundar.
Tilveran verður eitthvað svo fá-
tækleg þegar fólk eins og Guðmunda
Ólafsdóttir kveður. Skarðið svo stórt
og endanlegt. En ég er þess fullviss
að Munda vill að við sem syrgjum
fyllum það með öllum þeim góðu
minningum sem við eigum. Fordæmi
hennar í þeirri list að lifa lífinu lif-
andi, fylla það gleði yfir hinu smáa
sem kostar aðeins það sem mölur
og ryð fær ekki grandað. Nú er hún
komin til þeirra sem hún var fullviss
að biðu hennar hinum megin, barn-
anna sinna sem tekin voru frá henni
kornung, Skarphéðins mannsins
hennar, Eiríks sem hún missti í sjó-
inn nýgift, Kjartans, Ingólfs og
hinna systkinanna, en hún lifði
lengst þeirra.
Megi algóður guð líkna í sorg
barna hennar og þeirra fjölskyldna
og gefa þeim styrk og staðfesta að
það eru forréttindi að hafa átt slíka
móður.
Að lokum vil ég þakka fyrir mig
og mína ijölskyldu allar samveru-
stundirnar, vináttu og stuðning í
gegn um þykkt og þunnt.
Mikla móðir
alheimsins
taktu barn þitt
sem þú lánaðir
til að gefa
birtu og yl
og bæta heiminn.
Gefðu því hvíld
hamingju og frið
nýjan þrótt
og viðurkenningu
fyrir afrek sín
á sviði listarinnar
að lifa.
Inga Þyri Kjartansdóttir.
Það er sárt að kveðja góða vini
sem hafa auðgað líf manns með
skemmtilegum og eftirminnilegum
minningum. Mig langar í fáum orð-
um að minnast Guðmundu Ólafs-
dóttur eða Mundu eins og hún var
alltaf kölluð.
Ég kynntist henni og manni henn-
ar, Skarphéðni Eiðssyni, fyrir rúm-
um 20 árum er ég tengdist íjöl-
skyldu hennar, en Skarphéðinn er
nú látinn fyrir nokkrum árum.
Munda var sérstaklega hlýleg og
vel gerð kona, sem ég var svo lán-
samur að fá að kynnast. Það var
einstaklega gott að leita til hennar
með vandamál. Hún hafði alltaf svör
á reiðum höndum. Það skipti ekki
máli hvort hún var að ræða við sér
yngri manneskju eða eldri. Alltaf var
hún jafn úrræðagóð. Hún var ein
af þeim konum sem var svo gott að
leita til, en það gerði ég þegar ég
átti í nokkrum erfiðleikum. Alltaf
hafði Munda lausn á málunum. Og
aldrei hallmælti hún nokkrum
manni. Hún fann alltaf það góða í
öllum. Ég fór alltaf ánægður frá
henni fullur af bjartsýni og fróðleik.
Ég var tíður gestur á heimili þeirra
hjóna en hjónaband þeirra var ein-
staklega gott, byggt á ást og gagn-
kvæmri virðingu. Það var mikill
missir fyrir Mundu þegar Skarphéð-
inn féll frá. Heimili þeirra á Hverfis-
götu var fallegt og hlýlegt og alltaf
gott að koma og þiggja kaffísopa.
Svo varð breyting á mínum högum,
en við höfðum alltaf samband áfram,
bæði með heimsóknum og í síma.
Það var alltaf sama viðmótið hjá
Mundu, alltaf hlý og góð. Eins ef
mig dreymdi drauma sem ég sagði
henni frá gat hún alltaf ráðið þá á
sem bestan hátt. Ég á eftir að sakna
hennar og góðu tilsvaranna hennar.
Elsku Munda mín. Ég vil þakka
þér allt sem þú gerðir fyrir mig.
Minningin um góða konu lifir. Við
erum ríkari eftir að hafa kynnst
Mundu. Blessuð sé minning hennar.
Nú hnígur sól að sævarbarmi,
sígur hún á þreytta jðrð.
Nú blikar dögg á blóma hvarmi,
blundar þögul fugla hjörð.
í hljóðrar nætur ástar örmum
allir fá hvíld frá dagsins hörmum.
(Áxel Guðmundsson)
Ég og fjölskylda mín vottum að-
standendum Guðmundu okkar
dýpstu samúð og virðingu. Megi trú
ykkar og minningar gefa ykkur
styrk á erfiðum stundum.
Baldvin E. Albertsson.
Sú fregn barst mér á sunnudaginn
að hún Munda min væri látin. Munda
bjó öll sín fullorðinsár í Hafnarfirði
og á ég margar góðar minningarnar
um samverustundir okkar í eldhús-
inu í litla húsinu hennar við Hverfis-
götuna. Þar sagði hún mér sögur
úr æsku sinni, sagði mér frá afa
mínum, sem lést þegar ég var ung,
hún sagði mér frá fyrstu ástinni
sinni, honum Eiríki, hvernig hnén
kiknuðu þegar hún sá hann koma
gangandi á móti sér upp Hverfisgöt-
una og hvernig sorgin heltók hana
þegar hún missti hann í sjóinn, frá
tilfinningum sem vöknuðu þegar tvö
barna hennar létust. Hún sagði mér
líka frá draumunum sínum, sem þó
voru ekki draumar, heldur heim-
sóknir hennar til ástvina sem farnir
voru yfir móðuna miklu.’Tungumálið
verður innantómt og fátæklegt þeg-
ar reynt er að lýsa jafn stórbrotinni
manneskju og henni Mundu. Hún
var sú sem alltaf stóð með mér þeg-
ar allur heimurinn virtist andsnúinn,
sú sem hvatti mig til dáða þegar
hugrekkið var í lægri kantinum. Hún
var þannig að aðeins með nærveru
sinni gat hún lyft drunga af sálinni,
ef þannig stóð á hjá manni, og yfir-
leitt fannst manni lífið og tilveran
vera meira virði en áður eftir heim-
sókn til Mundu. Þessi kona skilur
eftir sig svo stórt skarð í lífi þeirra
sem hana þekktu, að erfitt er að
ímynda sér að það verði nokkurn
tíma fyllt.
Munda hafði þá staðföstu trú að
til væri annað tilverustig sem fólk
flyttist til eftir þessa jarðvist og að
þar væru látnir ástvinir hennar sem
tækju á móti henni og styddu hana
fyrstu skrefin í nýjum heimkynnum.
Þessi vissa hennar hefur reynst ein
af hennar mörgu gjöfum til mín,
efasemdamanneskjunnar, því hún
gerir það að verkum að ég get kvatt
hana sátt, þó söknuðurinn sé vissu-
lega mikill, því ég veit af henni í
öðrum heimi, umkringda ástvinum
sínum sem hún saknaði oft og ég
veit einnig að einhvern tíma kemur
að því að fundum okkar ber saman
aftur. Það slær á sorg okkar sem
eftir erum að vita af henni í góðum
höndum. Hún trúði að látnir ástvinir
hennar vektu yfir henni og vernduðu
í jarðlífinu og ég trúi að nú eigi ég
góðan bandamann á himnum.
í dag kveð ég góða vinkonu mína
sem alltaf stóð með mér þegar á
móti blés. Það er erfitt að kveðja
ástvin sinn og sorg mín er mikil, en
hún er þó ekki óbærileg, heldur frið-
söm, blandin þakklæti til æðri mátt-
arvalda sem blessuðu líf mitt með
því að leyfa mér að njóta samvista
og stuðnings þessarar dásamlegu
manneskju, sem gaf svo mikið öllum
sem hana þekktu, hennar Mundu,
frænku minnar og vinkonu.
Brynhildur Jónsdóttir.
Við fráfall Guðmundu Ólafsdóttur
leitar hugurinn aftur til bernskuára,
því í minningunni tengist þessi ljúfa
kona mínum uppvaxtarárum mjög
náið. Guðmunda og maður hennar,
Skarphéðinn Eiðsson, sem lést 1989,
bjuggu mörg ár á Hverfisgötu 41 í
Hafnarfirði, sem jafnframt var
bernskuheimili fjölskyldu minnar í
kringum 1950. Þó húsnæðið væri
ekki stórt í vestari enda hússins
voru þar þó tvær fjöiskyldur. Mikill
samgangur var á milli heimilanna
og aldrei minnist ég þess að Munda
og Skarphéðinn tækju okkur bræðr-
unum ekki vel, þótt ýmis ærsl fylgdu
með eins og oft vill verða. Og ósjald-
an var leitað til Mundu til þess að
fá bundið um skeinu eða fá þurrkað
tár af vanga í einhveijum erfiðleik-
um.
Munda var einstaklega geðug
kona, glaðvær og skemmtileg í um-
gengni. í minningunni sé ég hana
og móður okkar, jafnvel Sigríði ljós-
móður, Sæland, Gunnhildi gömlu í
Skálholti og fleiri nágrannakonur
sitja við eldhúsborðið og Munda
spáði í bolla fyrir vinkonurnar um
það sem framtíðin bæri í skauti.
Glaðvær hlátur hennar var smitandi
og því var oft þröng á þingi í þesum
litlu húsakynnum á Hverfisgötunni,
þó hún væri mun yngri en margar
húsmæðurnar sem leituðu félags-
skapar við hana. Þegar þar kom að
við á efri hæðinni þurftum á hús-
næðinu á neðri hæðinni að halda var
sem betur fer laust húsnæði í syðri
enda hússins og fluttu þau Munda
og Skarphéðinn með börn sín þang-
að. Það var því enn um skeið náið
samband milli þessara fjölskyldna
og tengslin hafa reyndar aldrei rofn-
að fram á þennan dag.
Munda var glæsileg kona og það
var ekki að sjá fyrir þá sem ekki
þekktu að hún ætti löngum við van-
heilsu að stríða hin síðari ár. Þegar
Skarphéðinn, eiginmaður hennar,
missti heilsuna og lést eftir erfið
veikindi reyndi mjög á hana og
bjuggust margir við að ekki yrði
langt á milli þeirra hjóna. En börn
hennar studdu hana á alla lund og v
fyrir rúmu ári flutti Munda í
skemmtilega íbúð á vegum öldrun-
arsamtakanna „Hafnar“. Þar naut
hún sín ákaflega vel og ekki að efa
að þeir sem bjuggu í nágrenni við
hana hafi notið í sama mæli og aðr-
ir sem hana umgengust þeirrar hlýju
og góðvildar sem alltaf fylgdi henni.
Að leiðarlokum er efst í huga
þakklæti fyrir að hafa þekkt þessa
góðu konu og fjölskyldu hennar.
Fyrir hönd gömlu nábúanna á Hverf-
isgötu 41 sendi ég börnúm hennar
samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning Guðmundu
Ólafsdóttur.
Rúnar Brynjólfsson.
t
Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi,
ÁSGEiR STEFÁNSSON,
Hraunbraut 17,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum þann 20. júlí síðastliðinn.
Útförin auglýst síðar.
Dóra M. Georgsdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Berglind Ólafsdóttir,
FannýFjóla Ásgeirsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson,
Viðar Ásgeirsson, Guðrún María Einarsdóttir,
Richarður Þór Ásgeirsson
og barnabörn.
t
Útför móður okkar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁRNÝJAR AÐALHEIÐAR HANNIBALSDÓTTUR,
Tangagötu 10,
ísafirði,
fer fram frá ísafjaðarkapellu laugardaginn 23. júlí kl. 14.00.
Sigrún Steinsdóttir, Haukur Harðarson,
Elva Steinsdóttir,
Bára Steinsdóttir,
Lilja Guðrún Steinsdóttir, Ásgeir Erling Gunnarsson,
Aðalheiður Steinsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Bernharður Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR,
Hæðargarði 33,
sem lést í Borgarspítalanum 17. júlí sl.,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 22. júli kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-
aðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar
látnu, er bent á að láta líknarstofnanir
njóta þess.
Petra Stefánsdóttir, Ásmundur Leifsson,
Sigurður Stefánsson, Guðný Ásmundsdóttir,
Kristin Stefánsdóttir, Jón Ingi Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.