Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 29

Morgunblaðið - 22.07.1994, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 1994 29 ■4" Henrik Steins- * son var fæddur á Siglufirði 24. september 1905. Hann andaðist á Akranesi 17. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigríður Þorláksdóttir og Steinn Einarsson skipasmiður. Fjórt- án ára að aldri flutt- ist Hendrik með foreldrum sínum til Hafnarfjarðar, en til Akraness fluttist fjölskyldan 1923 og bjó í Mið- engi. Hinn 29. júní 1929 gekk Hendrik Steinsson að eiga eftir- lifandi konu sína, Jónu Vil- hjálmsdóttur. Jóna er fædd í Vestra-Skorholti 20. ágúst 1909 og voru foreldrar hennar Eyrún Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Jónsson er fluttu til Akraness 1911 og lengi bjuggu í Þinghól. Jóna og Hendrik eignuðust fjög- ur börn: Önnu Jónu, f. 14. mars 1930, d. 22. september 1945; Ingu Lilju, f. 5. febrúar 1934, d. 3. júní 1935; Hreggvið Stein vélstjóra, f. 19. febrúar 1937, kvæntur Sigrúnu Sigurjónsdótt- ur; Vilhjálm Rúnar símvirkja, f. 5. nóvember 1951, kvæntur Aðalheiði Oddsdótt- ur. Ungur hóf Hend- rik að stunda sjó- mennsku. Hann tók vélsljórapróf 1927 og var vélstjóri á bátum frá Akranesi. Lengst mun hann hafa verið á Öldunni með Brynj- ólfi Nikulássyni, sem var kunnur formaður hér á Akranesi. Utför Hendriks fór fram frá Akraneskirkju í dag. BRÆÐURNIR Þor- geir og Jóhannes Ellert Jósefssynir stofnuðu haustið 1928 Vélsmiðjuna Þorgeir & Ellert sf. og mjög fljótlega hóf Hendrik að starfa í Vélsmiðjunni á milli vertíða. aðal- lega haust og vor. Árið 1937 hætti hann alveg sjómennsku og gerðist fastur starfsmaður Vélsmiðjunnar Þorgeris & Ellerts sf. Hann lauk námi í vélvirkjun 24. október 1942 og var fimmti maður er þar lauk prófi. Starfsdagur Hendriks hjá Þorgeiri & Ellert varð langur og einkar far- sæll, því hann var orðinn 82 ára er hann lét af störfum. Aðallega fékkst Hendrik við viðgerðir á bátavélum og niðursetningu á nýjum vélum ásamt öðrum búnaði í vélarúmum skipa. Var hann annálaður sem framúrskarandi hæfur viðgerð- armaður og mjög eftirsóttur þegar vanda bar að höndum. Hann var kappsamur og ötull verkmaður með ríka ábyrgðartilfinningu og faglegan metnað bæði fyrir sína hönd og ekki síður fyrir hönd fyrirtækis, er hann starfaði hjá. Hendrik var mikið hraustmenni og á árum áður varð iðulega að beita ýtrustu kröftum samfara lagni til að ná besta árangri. Eitt sinn þurfti að öxuldraga bát og var hon- um lagt í fjöru svo vinna mætti verk- ið á útfallinu og verkinu varð að ljúka fyrir flóð, sem tókst með harð- fylgi, en Hendrik Steinsson kom syndandi frá þessu verki, enda því vanastur að spara sig hvergi. Hendrik tók á árum áður virkan þátt í störfum Iðnaðarmannafélags Akraness og um langt árabil starf- aði hann ötullega í Rotaryklúbbi Akraness og naut sín vel í þeim fé- lagsskap. Hendrik var maður fróður og skrif- aði um langt árabil dagbók um verk sín og annað, sem fyrir bar í daglegu lífi. Hann skráði niður visur og skondnar sögur og var maður mjög ættvís. Ungum mönnum, sem með honum störfuðu, þótti gott til hans að leita um leiðsögn í verkum sínum og hann var þeim góð fyrirmynd með heilbrigðu lífi og reglusemi. Ástvinum Hendriks Steinssonar færi ég mínar innilegusu samúðar- kveðjur jafnframt því sem ég þakka honum tryggð og vináttu við mig og fjölskyldu foreldra minna um áratugi. Jósef H. Þorgeirsson. HENDRIK KRISTINN STEINSSON HA UKUR KRISTJÁNSSON + Haukur Krist- jánsson var fæddur á Stapa í Lýtingsstaðahreppi 13. júlí 1928. Hann lést á Fjórðungs- sjúkrahúsi Ak- ureyrar 15. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingibjörg Jóhannsdóttir og Kristján Árnason. Haukur kvæntist Önnu Steindórs- dóttur 26. janúar 1952. Þau eignuðust tvö börn, Ulfar og Selmu. Útför Hauks fer fram frá Akureyrarkirkju í dag. ÉG GET ekki lýst með orðum hvernig mér varð við, er Anna frænka mín hringdi í mig á laugar- dagsmorguninn og sagði mér að Haukur væri dáinn. Það var eins og sorgin helltist yfír mig. Haukur var mér alltaf meira en „uppáhaldsfrændi“, hann var mér næstum eins og faðir. Hann var oft búinn að minnast á það, að þegar pabbi minn drukknaði er ég var aðeins fimm ára gömul hefði ég skriðið upp í fangið á honum og spurt hvort hann gæti ekki bara orðið pabbi minn í staðinn. Þá áttu mamma og pabbi heima á efri hæðinni á Norðurgötu 15a, afi og amma bjuggu svo á neðri hæðinni. Haukur var þá lærlingur á Bifreiðaverkstæði Akureyrar og vann þar með pabba mínum. Anna og Haukur giftust 26. janúar 1952. Þau fluttust síðan í Norðurgötu 56. Svo þegar Úlfar fæddist þá var nú spennandi að fá að leika við litla frænda og það voru ófáar ferðirnar til þeirra í Norðurgötu 56. Síðar fæddist svo Selma þar líka. Síðar þegar ég var komin í gagnfræðaskól- ann, þá var það ekki sjaldan sem Haukur beið í bílnum upp á horni eftir mér til að leyfa mér að sitja í upp í samlag. Síðar er ég giftist og eignaðist mína fjölskyldu þá varð Haukur strax í miklu uppáhaldi hjá þeim öllum. Einkum varð kært á milli mannsins míns og Hauks. Dúddi var stoltur er því var eitt sinn slegið föstu að þeir væru bræð- ur, en þeir voru báðir Kristjánssynir. Börnum okkar, Guðmundi, Dóru og Petru, þótti mjög vænt um Hauk. Ég held að það megi segja að öllum sem þekktu Hauk hafi þótt vænt um hann. Hann gaf öllum svo mikið af sjálfum sér. Við afa og ömmu var hann eins og besti sonur. Hugulsemin og hlýjan var slík að það var alveg einstakt. Þau Haukur og Anna byggðu fallegt hús á tveimur hæðum í Kringlumýri 1. Þar út- bjuggu þau fallega íbúð á neðri hæðinni handa afa og ömmu, þar sem þau voru á meðan þeim entist aldur. Það leið enginn dagur svo Haukur færi ekki niður til afa og ömmu að athuga hvort hann gæti gert eitthvað fyrir þau, verslað eða bara til að sýna þeim umhyggju. Síðan eftir að þau voru bæði dáin þá minnkuðu Anna og Haukur fljót- lega við sig og byggðu yndislegt raðhús í Víðilundi 1. Þar var allt unnið með sömu vandvirkni og ein- kenndi Hauk alla tíð og öllu komið eins haganlega fyrir eins og kostur var. Við eigum erfítt með að sætta okkur við að geta ekki lengur komið öll saman til að spjalla og hlæja. Ég ætla að lokum að þakka Hauki fyrir aílt. Hugur okkar Dúdda og Petru verður hjá honum á kveðju- stundinni, en við getum ekki fylgt honum því við erum stödd erlendis. Elsku Anna mín, Úlfar, Selma og fjölskyldur, við sendum ykkur öllum innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll og styrki. Ásta Guðmundsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, MAGNÚS GUNNAR GÍSLASON, Stað, Hrútafirði, sem andaðist í Landakotsspítala laug- ardaginn 16. júlí sl., verður jarðsunginn frá Staðarkirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00. Sætaferðir verða frá BSI kl. 11.00 sama dag. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeirn, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Bára Guðmundsdóttir, Edda Björk Karlsdóttir, Sigurður Reynisson, Vilborg Magnúsdóttir, Kristinn Reynir Guðmundsson, Elín Elisabet Magnúsdóttir, Sigurður Rögnvaldsson, Magnea Torfhildur Magnúsdóttir, Mikael Bjarki Eggertsson, Guðmundur Magnússon, Jónína Hafdís Kristjánsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ottó Berg Magnússon, Gi'sli Jón Magnússon, Eiríkur Gislason og barnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SIGURÐAR MAGNÚSSONAR, Túngötu 21, Sandgerði. Berta Steinþórsdóttir, Grétar Sigurðsson, Sigurveig Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir, Sævar Pétursson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson BIKARKEPPNI Bridssambandsins stendur nú sem hæst. SI. mánudag spiluðu saman sveit Karls G. Karlssonar úr Sandgerði og Sparisjóðs Keflavíkur og sigraði síðarnefnda sveitin 96-76. Spilað var í húsi Rauða krossins í Keflavík en hjá þeim stendur yfir fatasöfnun eins og sjá má. Það eru Jóhannes Sigurðsson og Gísli Torfason sem spila gegn feðgunum úr Sandgerði, Karli Einarssyni og Karli G. Karlssyni. Áhorfandinn er Kjartan Olason. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Metaðsókn í sumarbrids Meðalskor var í sumarbrids á mánudag. 40 pör mættu til leiks. Úrslit urðu: N/S-riðill: Halldór Magnússon - ValdimarElíasson 490 Guðm. Baldursson - Guðm. A. Grétarsson 466 Júlíanalsebam-GróaGuðnadóttir 465 Jón Viðar Jónmundsson - Jens Jensson 459 A/V-riðill: Jakob Kristinsson - ísak Öm Sigurðsson 498 Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnsson 468 Alfreð Kristjánsson - Eggert Bergsson 466 Murat Serder - Birgir Öm Steingrimsson 460 Á þriðjudeginum mættu svo 30 pör. Úrslit urðu: N/S-riðill: PállÞ.Bergsson-KjartanJóhannsson 561 GylfiBaldursson-BjömTheodórsson 492 Sigfús Þórðarson - Garðar Garðarsson 462 A/V-riðill: Albert Þorsteinsson - Bjöm Ámason 500 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 480 Guðm. Sveinsson - Halldór Guðjónsson 476 Skor þeirra Páls og Kjartans er eitt hið hæsta til þessa í sum- arbrids, rétt slagar í 70% skor. Á miðvikudeginum mættu svo 26 pör til leiks. Úrslit urðu: N/S-riðiIl: Hjördis Siguijónsdóttir - Sævin Bjamason 320 Haraldur Gunnlaugsson - Rúnar Einarsson 317 Una Ámadóttir - Kristján Jónasson 304 A/V-riðill: Kjartan Jóhannsson - Páll Þ. Bergsson 306 JacquiMcGreal-Annaívarsdóttir 305 Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 303 Og staða efstu spilara eftir spila- mennsku 20. júlí er þá orðin þessi: Lárus Hermannsson 352, Eggert Bergsson 282, Páli Þ. Bergsson 275, Erlendur Jónsson 266, Guð- laugur Sveinsson 260, Óskar Karls- son 210, Þórður Sigfússon 191, Sævin Bjamason 183, Þórður Björnsson 180, Dan Hansson 175, Björn Theodórsson 173, Rúnar Ein- arsson 173, Sverrir Ármannsson 171, Halldór Már Sverrisson 170, Alfreð Kristjánsson 165, Jón Viðar Jónmundsson 161, Gylfí Baldursson 159, Valdimar Elíasson 158 og Sig- urður B. Þorsteinsson 153. Alls hafa 250 spilarar htotið stig í sumarbrids. Sumarbrids er spilaður alla daga kl. 19 (nema laugardaga) og að auki kl. 14 á sunnudögum og kl. 17 á fímmtudögum (náist í riðil). Allt spilaáhugafólk er velkomið í Sigtún 9. Kynnist skipulögðum keppnisbrids og því fólki sem mæt- ir reglulega til leiks. Silfurstigamót með peningaverðlaunum Laugardaginn 23. júlí verður haldið þriðja silfurstigamótið í Sig- túni 9 í sumar. Spilaður er Mitcell 2 umferðir, 42 eða 44 spil. Spila- mennska hefst kl. 12 og lýkur upp úr kl. 18. Skráð er í mótið á skrif- stofu Bridssambands íslands í síma 619360 fyrir hádegi og einnig á staðnum við mætingu. Keppnis- gjald er kr. 1.500 á mann og fer helmingur keppnisgjalda í verðlaun, þannig að þau hækka eftir því sem fleiri pör mæta og um að gera að drífa því bridsfélagana í skemmti- legt eins dags mót. Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks- son. Eiginkona mín, ÞÓRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR, Meiritungu, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju laugardaginn 23. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Ragnar Marteinsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, GUÐNÝJAR ELÍSABETAR HALLDÓRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til lækna og starfsliðs lyfjadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. F.h. barna okkar, tengdabarna og barnabarna, Kristinn S. Kristjánsson. t Þakka samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, GUÐNÝJAR GUÐJÓNSDÓTTUR. Ólafur Daðason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.